Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Leikskólastjóri Leikskólastjóri ber fag- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum og er reiðubúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi. Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun og kennslureynsla er skilyrði• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg• Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar• Hæfni í mannlegum samskiptum• Nánari upplýsingar veitir Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á sigurlaug@grundarfjordur.is. Umsóknir sendist á framangreint netfang. Umsóknum um starfið skal fylgja greinargott yfirlit yfir menntun, fyrri störf, ábendingar um meðmælendur og annað það sem umsækjandi telur máli skipta. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst nk. Leikskólakennari Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun barna undir stjórn deildarstjóra samkvæmt starfslýsingu. Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum er æskileg• Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð• Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Nánari upplýsingar veitir Matthildur S. Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, í síma 438 6645 eða með því að senda fyrirspurnir á matthildur@gfb.is. Sótt er um starfið á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is Umsóknarfrestur er til 17. ágúst nk. S K E S S U H O R N 2 01 4 Lausar stöður á Leikskólanum Sólvöllum Leikskólinn Sólvellir er tveggja deilda leikskóli með um 60 nemendur frá eins til sex ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldis fræði. Unnið er með lífsleikniefni og ferlimöppur eru fyrir hvern nemanda. Dag ur í lífi... Nafn: Anton Jónas Illugason. Starfsheiti/fyrirtæki: Fram- kvæmdastjóri Víkings Ó. Fjölskylduhagir/búseta: Bý í Ólafsvík og er einhleypur. Áhugamál: Fótbolti og er gall- harður stuðningsmaður Víkings Ó. og Arsenal. Vinnudagur: Laugardagurinn 9. ágúst 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Ég mætti í vinnuna á Ólafsvíkurvelli klukkan 8:30 og það fyrsta sem ég gerði var að fá mér kaffi. Klukkan 9 var ég farinn út og byrjaður að slá völlinn og gera hann tilbúinn fyrir fótboltaleik sem hófst síðar um daginn. Hádegið: Þar sem ég er einn- ig leikmaður Víkings Ó. var ég mættur í hádegissúpuna sem lið- ið fær sér alltaf saman fyrir heima- leiki. Klukkan 14: Þá var ég að sjá til þess að allt væri tilbúið á vellin- um svo að leikurinn gæti hafist klukkutíma síðar. Hvenær var hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Þenn- an daginn hætti ég um klukkan 18 og það síðasta sem ég gerði var að fara í sturtu eftir leikinn. Fastir liðir alla daga: Að sjá til þess að vellirnir, íþróttahúsið og umhverfið í kring sé í toppstandi. Hvað stendur upp úr eft­ ir vinnudaginn? Úrslit leiks- ins standa auðvitað upp úr þenn- an daginn, en þau voru því miður ekki ánægjuleg að þessu sinni. Var dagurinn hefðbundinn? Hann var hefðbundinn fyrir leik- dag en annars er þetta ekki hefð- bundinn laugardagur í mínu starfi. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði í þessu starfi um miðjan maí á þessu ári. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Nei, ég myndi nú ekki segja það. Ég væri samt alveg til í að vera í þessu starfi eitthvað áfram. Hlakkar þú til að mæta í vinn­ una? Já, mér finnst alltaf gaman að mæta og hitta strákanna sem eru að vinna á vellinum. Það er mikill karakter í þessum hópi. Eitthvað að lokum? Ég vill að lokum þakka öllum þeim frábæru sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir að aðstoða okkur hjá Víkingi. Ég vill sérstaklega þakka Hilmari, Kristmundi, Jónasi, Tótu, Stjána og öllum þeim sem mæta alltaf í gæslu á leikdag. Þá vill ég einnig þakka stuðningsmönnum félags- ins. Án þessa fólks væri umgjörð í kringum leiki ekki nærri því eins góð og hún er núna. Vallarstjóra í Ólafsvík Tónleikar og fjögurra rétta gala kvöldverður Borðapantanir í síma 444-4930 Nánari upplýsingar á www.hoteledda.is Ellen Kristjánsdóttir & Eyþór Gunnarsson Laugardaginn 16. ágúst Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal Þá mun Jóhannes Kristjánsson eftirherma og skemmtikraftur sjá til þess að allt fari vel fram á sinn einstaka hátt. Þann 16. ágúst næstkomandi munu þau Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson flytja hugljúfa dægurlagatónlist eins og þeim einum er lagið á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal. Í tilefni af tónleikum þeirra munum við blása til sælkeraveislu, sem hefst kl. 18:30, þar sem í boði verður ljúffengur fjögurra rétta matseðill að hætti Ragnars Wessman og Trausta Víglundssonar en þeir félagar munu sjá til þess að allir fari saddir og sælir heim. Skólablað Skessuhorns Miðvikudaginn 20. ágúst fylgir Skessuhorni sérblað um skóla á Vesturlandi. Fjallað verður um leik- og grunnskóla, framhalds- skóla, háskóla og Símenntunar miðstöð Vesturlands. Efni til birtingar í skólablaðinu þarf að berast fyrir næstu helgi á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is. Pantanir á auglýsingum eru í síma 433-5500 eða á netfangið palina@skessuhorn.is í síðasta lagi mánudaginn 18. ágúst klukkan 14:00. Fréttaveita Vesturlands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.