Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 „Þetta er falleg hryssa, er hún með kálf?“ Af þessum orðum hef ég upp- skorið ógrynni hláturs hjá einstaka aðilum í tengdafjölskyldu minni sem þykir ekki leiðinlegt að minna mig á þessi fleygu orð. Ég hefði al- veg eins getað spurt hvort hestur- inn hefði verið óléttur, ég var það blautur á bakvið eyrun. Þarna var um að ræða tíu vetra hest sem var nýkominn inn eftir að hafa leg- ið í eðal heyrúllum allan veturinn og búsældarlegur eftir því. Sveita- mennskuferill minn byrjaði eins og þið sjáið ekki á hæstu nótu, en hef- ur þó farið eitthvað upp á við. Ég er farinn að geta sagt til um kyn, oftast nær, og veit núna að það eru fleiri tegundir af traktorum en Massey Ferguson. Zetor 6340 þyk- ir mér afskaplega góður traktor. En aftur að hestum. Hryssan er yfir- leitt áferðarfegurri en hesturinn og með hinn ófrávíkjanlega mun á æxlunarfærum. Er þá einnig oft sett einangrunarlímband á taglið (ekki skottið, muna það) ef um er að ræða hryssu sem skvettir afturlöpp- unum þegar maður ríður of nálægt afturenda hennar í hestaferðum. Man ég reyndar eftir því þegar ég hringdi hróðugur í kærustu mína og sagði henni að merin væri búin að kasta og þarna væri fallegt fol- ald á vappi í kringum móður sína. Var ég beðinn um að athuga hvort kynið það væri. Taldi ég það lítið mál þangað til ég átti að þreifa. Ég náði folaldinu eftir mikinn elting- arleik og athugaði hvort kyn það var, taldi mig ekki finna fyrir eist- un svo ég ákvað að þarna væri um að ræða litla meri. Síðan nokkrum dögum seinna kom það í ljós að þetta var lítill foli, pulsa með öllu! Hef ég ekki verið beðinn um að at- huga kyn aftur. Eftir að ég byrjaði að verja tíma með kærustu minni þá var það óhjákvæmilegt að tengdasonur- inn skyldi fara í leit um haustið. Sagði ég glaðlega já við því, óaf- vitandi við hverju var að búast. Við tóku stífar æfingar á leitarhestinum og ófáir reiðtúrar farnir fram og til baka á brúsapallinn gamla. Tók ég ekki eftir því á hvaða gangi hestur- inn var fyrst en íslenski hesturinn hefur fimm gangtegundir. Lull er ekki gangtegund. Gangtegundirn- ar eru eftirfarandi; tölt, brokk, fet, stökk og skeið. Þegar maður er á góðum töltara er eins og maður sé í hægindastól, talað er um sófa. Það vilja allir láta tölta. Brokk er annar handleggur. Þá tekur reiðmaður- inn glögglega eftir því þegar fjöl- skyldudjásnin slást upp og niður í hnakksætinu. Ókyrrðin er slík að maður getur átt erfitt með tal og gang eftir reiðtúrinn. Fet og stökk er auðvelt að fram- kalla á meðan skeiðið getur verið tregara fyrir óvana nema sá hinn sami sé einhver hestahvíslari, en það er sjaldgæft ef ekki ómögulegt. En eftir þónokkra reiðtúra þá taldi ég mig tilbúinn til að fara í leit, fullviss um að passað yrði upp á mig. Ég gerði nokkur reginmistök við undirbúning minnar fyrstu leit- ar. Keyptir voru eðalkjúklingabitar ættaðir frá Suðurríkjunum, kók og jógúrt. Kókið varð við fyrsta sopa flatt vegna hristings, kjúklingurinn þurr og jógúrtin volg, svo vita það víst allir að volg jógúrt sem neytt er í þungloftuðum leitarkofa staldrar ekki lengi við. Sviðasultan, súkkul- aðiplötur, samloka og kakó er skot- held blanda sem ég hef haldið mig við æ síðan, kótiletturnar frá því í matnum um kvöldið áður er þá al- ger bónus, hátíðarsteik ef svo má að orði komast. Klæðnaðurinn var þeirrar gerðar að ég þurfti hjálp til að fara á bak og ef ég hefði dottið af baki þá efast ég um að ég hefði slasast. Leitarfatnaður er nefnilega sér kapítuli útaf fyrir sig. Hárfínt jafnvægi réttrar einangrunar fyrir kulda og vosbúð án þess að fórna liðleika. Sumir hafa náð því stigi að vera jafnliprir og balletdansmær úr Bolshoj ballettinum í leitarfatnaði sínum. Mitt fyrsta verkefni í minni fyrstu fjárleit var að vera í fyrir- stöðu. Mikilvæg staða sem verð- ur að sinna af festu og þýskum aga. Það fyrsta sem fer í fyrirstöðu er tímaskynið, hugsanir þjóta á leift- urhraða í gegnum heilabúið á ný- liðanum: ,,Skyldu þau vera búin að gleyma mér?” Það eina sem komst í hausinn á mér var saga leitar- kóngsins um manninn sem fann sér víst skjólgóðan mel og fékk sér lúr; lúr sem varði í eina átta klukkutíma svo að ræsa þurfti út leitarmenn til að finna hann. En rétt áður en að vonin um að fyrirstaðan myndi einhvern enda taka sá ég loks lang- þráða ullarbolta renna niður skarð- ið. Gleði mín hefur sjaldan verið meiri. Eftir þessa eldskírn þá hef ég fundið æ meira fyrir titringn- um sem fylgir því að fara í leit á haustin, litróf tilfinninganna hjálp- ar jafnvel til við að mála upp róm- antíska mynd af hnarreistum leit- armanni ásamt sálufélaga sínum; íslenzkum hesti, á grænni grundu kyrjandi söng sveitarinnar. Ég er farinn að hlakka til. Axel Freyr Eiríksson, Borgarfirði Frá því í vor hafa staðið yfir við- gerðir á kirkjunni á Húsafelli í Borgarfirði. Lauk þeim um versl- unarmannahelgi og var fyrsta at- höfnin í kirkjunni um liðna helgi þegar Rúnar, yngsti sonur hjónanna Bergþórs Kristleifssonar og Hrefnu Sigmarsdóttur á Húsafelli, var fermdur í kirkjunni og sonardóttir þeirra hjóna skírð við sama tilefni. Það var Trésmiðja Eiríks J Ingólfs- sonar sem annaðist viðgerð á kirkj- unni. Var hún klædd með timbri og einangruð að utan en innandyra var málað og turnloft klætt. Þá hefur verið tekin í notkun ný altaristafla eftir Pál Guðmundsson listamann á Húsafelli og heitir verkið Kross- festingin og upprisan. Heimildir eru um að kirka hafi verið í Húsafelli a.m.k. frá 1170 þegar Brandur Þórarinsson settist þar að. Var kirkjan þá í eigu biskups- stóls. Síðan voru ýmsir prestar sem sátu Húsafell, þeirra frægastur séra Snorri Björnsson. Lét hann byggja nýja kirkja frá grunni árið 1768 og reyndist sú kirkja vera síðasta sóknarkirkjan á staðnum. Húsafell leggst formlega af sem kirkjustað- ur árið 1812 nokkru eftir lát síðasta sóknarprestsins. Árið 1950 hófst bygging kapellu í Húsafelli en hún var byggð eftir hugmynd Ásgríms Jónssonar listamanns. Lauk bygg- ingu kapellunnar 1973 og hún vígð við fermingu tvíburabræðranna Bergþórs og Þorsteins Kristleifs- sona og Jónínu Árnadóttur frænku þeirra frá Fljótstungu. Það eru af- komendur Ingibjargar og Þorsteins frá Húsafelli sem kostuðu viðgerð og framkvæmdir við kirkjuna. mm/ Ljósm. Þórður Kristleifsson. Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. velferðarráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í innanhússframkvæmdir við áfanga 1B í Heilbrigðis- stofnun Vesturlands í Stykkishólmi. Áfangi 1B eru breytingar í byggingu A (gamla sjúkrahúsinu). Um er að ræða breytingar á hluta 1. hæðar, en þar á að innrétta og fullgera matsal starfsmanna og koma fyrir kæli- og frystiaðstöðu fyrir eldhús. Skipt verður um gólf- og loftaefni og veggir málaðir og lagnir endurnýjaðar. Á sömu hæð skal endurgera snyrtingar og ræstiaðstöðu, skipt verður þar um hluta af gólfefnum, sem og hluta af loftaefnum og lagnir endurnýjaðar. Við inngang á jarðhæð skal endurinnrétta anddyri með nýjum rennihurðum, og nýjum gólf- og loftaefnum. Þar skal utandyra setja upp nýjan skjólvegg og klæða loft skyggnis með timburklæðningu. Vettvangsskoðun verður haldin föstudaginn 15. ágúst kl. 13 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en föstudaginn 14. nóvember 2014. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 12. ágúst 2014. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum þriðjudaginn 26. ágúst kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. HVE - Stykkishólmi Endurbætur og breytingar - áfangi 1B ÚTBOÐ NR. 15703 ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is ÚTBOÐ Framkvæmdasýsla ríkisins SK ES SU H O R N 2 01 4 PIstill Söngur sveitarinnar Húsafellskirkja eftir lagfæringarnar í sumar. Viðgerð lokið á Húsafellskirkju Heimafólk og sóknarpresturinn á tali. F.v. Unnur G Kristinsdóttir, Hrefna Sigmars- dóttir, Bergþór Kristleifsson, Páll Guðmundsson og séra Geir Waage. Fyrir aftan sést nýja altaristaflan eftir Pál.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.