Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Qupperneq 24

Skessuhorn - 13.08.2014, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Byrjendanámskeið í hestamennsku Fimm daga reiðnámskeið fyr- ir krakka á aldrinum 6-10 ára var haldið í Söðulsholti dagana 26-30 júlí. Gaman var að fylgjast með krökkunum eflast með hverjum deginum, en sum þeirra höfðu nán- ast aldrei sest á hest áður. Á síðasta degi riðu allir einir um á tölti eða brokka með stórt bros á vör. Í loka- tímanum var farið í skemmtilega þrautabraut sem fólst m.a. í því að fara af baki, ganga eftir spýtu með hest í taumi, ná að bíta í epli sem flaut ofaní vatnsfötu án þess að nota hendur og ríða svo öfugt á hestin- um. Kennari á námskeiðnu var Ast- rid Skou Buhl. iss Afhjúpa minnisvarða um Erlend á Sturlureykjum Nú er meira en öld liðin frá því Er- lendur Gunnarsson (1853-1919) bóndi á Sturlureykjum í Reyk- holtsdal leiddi gufu inn í íbúðarhús sitt. Var hann fyrstur manna á 20. öldinni á Íslandi, til að nýta jarð- hitann á þann hátt. Af þessu tilefni ákváðu afkomendur og frændgarð- ur hjónanna Erlendar og Andreu Jóhannesdóttur frá Sturlureykjum að reisa minnismerki um forgöngu þeirra í nýtingu jarðhitans. Minnis- merkinu hefur verið fundinn staður á klapparholtinu á merkjum Grófar og Sturlureykja. Gert hefur verið plan og afleggjari frá veginum upp undir þann stað sem merkið rís á. Það var gert í samstarfi við Vega- gerðina. Sunnudaginn 17. ágúst klukkan 15:00 verður minnismerk- ið afhjúpað með viðhöfn og eru all- ir sem áhuga hafa velkomnir á stað- inn. Eftir það verður boðið upp á kaffi í Logalandi. Oddur í Brú reyndist sannspár Til að rifja upp verk Erlendar á Sturlureykjum skal drepið hér nið- ur í frásögn sem hinn merki frétta- ritari Morgunblaðsins, Oddur Sveinsson í Brú á Akranesi ritaði árið 1955. Oddur var giftur Krist- ínu Erlendsdóttur frá Sturlureykj- um. Í grein sinni skrifaði Oddur meðal annars: „Mér kæmi ekki á óvart, þótt einhverntíma rynni upp sú stund, að Reykdælingar reistu Erlendi Gunnarssyni minnismerki og staðsettu það í túninu á Sturlu- Reykjum.“ Tengdasonurinn reynd- ist sannspár. Eftirfarandi er hluti frásagnar Odds í Brú: „Í byrjun þessarar aldar kom maður til sögunnar, sem sá og skildi af brjóstviti sínu, hve mik- il nauðsyn var á, að sveitirnar hag- nýttu sér þennan kraft, sem fólg- inn var í jarðhitanum. Þessi maður var Erlendur Gunnarsson, bóndi á Sturlureykjum. Árið 1908 virkjaði hann hveragufuna til híbýlahitunar og þremur árum seinna framlengdi hann hitalögnina um allan Sturlu- reykjabæinn og steypti þá jafnframt eldavél og leiddi í hana gufu til þess að elda matinn við. Áður hafði Er- lendur rætt við ýmsa um þessa hug- mynd sína, meðal annarra við verk- fræðing og prest, hálærða menn hvorn á sínu sviði. Töldu þeir báð- ir öll tormerki á að þetta mætti tak- ast. En Erlendur var þessari hug- sjón sinni trúr og kom henni í framkvæmd. Ég hefi ekki frétt með vissu, hve- nær Ítalir hófu að notfæra sér jarð- hitann til híbýlahitunar. En hafi Ís- lendingar verið á undan Ítölum í þessu efni, þá er það Sturlureykja- bóndanum að þakka. Nú eru milli 20 og 30 hús í Reykholtsdal, þar á meðal menntasetrið, hituð upp með hveraorku. Í flest þeirra hef- ir heita vatnið verið leitt, en í hin gufan. Þórður sonur Erlendar á Sturlureykjum var hér nýlega á ferð og bað ég hann að segja mér með hvaða hætti Erlendur faðir hans hefði leitt jarðhitann í bæinn. Frá- sögn Þórðar er á þessa leið: „Hver- inn, sem virkjaður var, var 26 til 30 faðma frá bænum, og undan halla. Vatnið í hvernum var á að gizka 90 til 100 stiga heitt á celsius. Er- lendur steypti yfir og utan um aug- að á hvernum, þó þannig, að vatn- ið rann neðst úr steypta hólfinu út í gegnum vatnslás. Efst í hólfinu var pípa, 4 þumlunga í þvermál, og þrýstist gufan upp í gegnum hana. Gróf Erlendur síðan skurð frá þess- ari pípu og heim í bæinn og steypti hann í botninn. Tók þá plötur úr sléttu járni og skipti þeim í lengj- ur og beygði þær þvers í hálfhring. Hvolfdi síðan lengjunum ofan á steyptan skurðbotninn og steypti yfir járnið. Fékk Erlendur á þennan hátt 3 til 4 þumlunga víða pípu, sem leiddi gufuna frá hvernum heim í bæinn. Fyrsta veturinn leiddi Er- lendur gufuna í einn járndunk, er hitnaði svo að tæplega var hægt að snerta hann. En úr járndunknum lá pípa upp úr þaki bæjarins, og fékk gufan þar útrás. Þremur árum síð- ar leiddi Erlendur svo hitann í flest eða öll herbergi í bæ sínum. Notaði hann venjulegar vatnspípur og fyrst járndunka, einn í hverju herbergi, sem seinna voru látnir víkja fyrir miðstöðvarofnum. Og þá um leið keypti Erlendur eldavél og leiddi í hana gufu til þess að elda matinn við.“ Hér lýkur frásögn Þórðar. Erlendur Gunnarsson var fædd- ur 1853 og dó 1919. Hann gift- ist fyrst konu norðan úr Húna- vatnssýslu. En hún lézt að fyrsta barni þeirra hjóna og barnið með. Seinni kona Erlendar var An d r- ea Jóhannesdóttir af Akranesi, ætt- uð lengra fram austan undan Eyja- fjöllum. Elzti sonur þeirra, Jó- hannes, tók við jörðinni eftir föð- ur sinn og byggði þar myndarlegt hús nokkru áður en hann lézt. Á Sturlu-Reykjum búa nú 3 sonar- synir Erlendar. En alls voru börn Erlendar og Andreu 10, sem upp komust, 5 dætur og 5 synir. Geta má nærri, hvort fólkið í baðstof- unni hefir ekki fagnað breyting- unni, sem á varð, þegar hitinn var fyrst leiddur í bæinn. Hefir ein af dætrum Erlendar sagt mér, að svo hafi hitaveitan gefizt vel, að fólk- ið á Sturlu-Reykjum vissi naumast af kuldunum 1918, og var þá mesti frostavetur, sem komið hefir á þess- ari öld. Mér kæmi ekki á óvart, þótt einhverntíma rynni upp sú stund, að Reykdælingar reistu Erlendi Gunnarssyni minnismerki og stað- settu það í túninu á Sturlu-Reykj- um. Mundi það minna vegfarend- ur á íslenzka bóndann, sem var svo framtakssamur og hugkvæmur, að verða fyrstur allra til þess að nota hveraorkuna til híbýlahitunar og útrýma þannig vetrarkuldanum.“ Hér lýkur ítarlegri frásögn Odds í Brú. mm Þau eru í hópi afkomenda Sturlureykjahjóna sem undirbúa vígslu minnisvarðans. F.v. Snorri Kristleifsson á Sturlureykjum, Jón Björnsson í Deildartungu, Þorsteinn Andrésson frá Stóra Kroppi, Gísli Björnsson frá Laugavöllum og Valgerður Björns- dóttir á Steinum, frá Deildartungu. Ljósm. Sigfús Jónsson. Gengu kringum Skorradalsvatn Föstudaginn 1. ágúst sl. gengu þrír einstaklingar í kringum Skorra- dalsvatn í blíðskaparveðri. Þar voru á ferð Björgvin Þór Valdi- marsson tónlistarkennari, sem var að fara þessa göngu í tíunda skipt- ið, ásamt tveimur ungmennum á þrítugsaldri; þeim Sunnu Ösp Runólfsdóttur og Ívari Oddssyni. Ganga kringum vatnið er 41 kíló- metri og tók að þessu sinni tæpa átta tíma. Björgvin Þór á sumarhús í landi Dagverðarness ásamt Sig- ríði Magneu Njálsdóttur eigin- konu sinni. Hann sagði í samtali við blaðamann að þetta væri tí- unda Skorradalsvatnsganga hans. „Ég set mér orðið það markmið að vera í nógu góðu formi til að kom- ast í kringum vatnið einu sinni á sumri. Ég las eitt sinn bókina Svip- þing eftir Svein Skorra Höskulds- son frá Vatnshorni. Í henni fjallaði skáldið um fólkið í dalnum. Eft- ir þann lestur er gangan skemmti- legri og tengir göngumanninn við hina ríku sögu sem dalurinn býr yfir,“ segir Björgvin. Þannig nefn- ir hann að fróðlegt sé að lesa um sögu fólksins sem bjó á bæjum á borð við Bakkakot, Háafell, Haga og Vatnshorn, sem nú eru allir komnir í eyði, en gengið er framhjá þeim á ferð umhverfis vatnið. Björgvin Þór Valdimarsson er tónlistarmaður og hefur auk þess stýrt kórum um árabil. Þannig stýrði hann t.d. Skagfirsku söng- sveitinni um árabil og samdi á þeim tíma hið þjóðþekkta lag Undir dal- anna sól. Ýmsir halda að lagið sé skagfirskt, enda þekktast í flutn- ingi Álftagerðisbræðra og annarra Skagfirðinga, en Björgvin segir að þarna hafi hann verið að semja um Dalasýslu, en hann er að einum fjórða ættaður úr Laxárdalnum. Aðspurður um hvort til standi að bjóða upp á sögugöngu umhverf- is Skorradal segir Björgvin að það gæti vissulega komið til greina. Unga fólkið sem fór með honum að þessu sinni hafi verið að ganga þessa leið í fyrsta sinn, en not- ið ferðarinnar. „Að vísu er maður mun lengur að fara hringinn með því að segja öðrum sögur í leið- inni. Ég hef farið þessa leið einn á innan við fimm klukkutímum, þá nánast á hlaupum, en nú vor- um við tæpa átta tíma. Fólk þarf að vera í þokkalega góðri æfingu til að fara þessa ferð á einum degi. Þess vegna hef ég einmitt sett mér það markmið að vera í nógu formi til að komast þetta. Það er mark- mið útaf fyrir sig og um leið frá- bært að fara þessa fallegu leið und- ir dalanna sól,“ sagði göngugarp- urinn og tónlistarmaðurinn Björg- vin Þór að lokum. mm Hér er Björgvin framan við húsið í Vatnshorni, þar sem Sveinn Skorri Höskuldsson var alinn upp. Ívar, Sunna Ösp og Björgvin. Með fingrum sínum tákna þau fjölda gönguferða umhverfis Skorradalsvatn. Veðrið var frábært eins og sjá má.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.