Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Side 26

Skessuhorn - 13.08.2014, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Að taka Jónas Kristjáns með - með allt sitt prúða og góða geð! Vísnahorn Það eina sem ekki breytist er að allt breyt- ist sagði einhver gáfaður maður fyrir margt löngu. Ég hef nokkra tilhneigingu til að trúa þessu. Þær ákvarðanir sem á einhverjum tíma eru teknar og sýnast þá skynsamlegar verða ekki endilega svo skynsamlegar mörgum árum seinna þegar aðstæðurnar eru orðnar breyttar. Eitt af þeim vandamálum sem við erum bless- unarlega laus við er það þegar tvær eða fleiri þjóðir búa í sama landi eða þegar ein þjóð býr í mörgum löndum. Við höfum líka slopp- ið blessunarlega við að einhverjir stórlaxar í úttlandinu tækju uppá að skipta landinu ein- hvern veginn með reglustiku án þess að spyrja nokkurn mann álits eða ákveða að nú skuli þessi hópur búa þarna og þessi þarna. Þegar Ísraelsmenn gerðu sprengjuárás á barnaskóla á Gasasvæðinu var Birgi Marínóssyni nóg boðið og varð að orði: Hvílík vá og voði. Veröld höndum fórnar. Barnamorð í boði Bandaríkjastjórnar. Eitt og annað hefur verið rætt bæði nú og áður um gáfnafar íslenskra lögregluþjóna og þeirra yfirmanna eða kvenna. Þegar Sólveig Pétursdóttir kom á sínum tíma fram með sína bráðsnjöllu hugmynd um pappalöggurn- ar, sem gæta skyldu Keflavíkurvegarins, orti Hjálmar Freysteinsson: Eiginleika löggunnar lengi þekkt ég hefi. Margan vissi ég þunnan þar sem þó var ekki úr bréfi Síðar þegar næsta ráðuneyti Davíðs Odds- sonar var skipað átti Sólveig ekki sæti þar: Strikuð út úr stjórnarbók stoð þó ætti ríka. Drottinn gaf og Drottinn tók og Davíð gerir það líka. Það er ef til vill svolítil tímaskekkja að birta vísu um sinuelda svona upp úr miðju sumri eftir allar þær rigningar sem á okkur hafa dunið að undanförnu. Eldar hafa þó logað í Svíþjóð og orðið fólki til tjóns og skaða þar og hver veit hver verður næstur. Eftir þá frægu Mýraelda kvað Hálfdan Ármann Björnsson: Er á Mýrum mikið puð frá morgni dags og fram á kveld. Viltu ekki góður Guð- ni glönnum banna að kveikja eld. Það kemur stundum fyrir að ég sé í fjöl- miðlum nöfn á fólki sem virðist gert ráð fyr- ir að allir þekki. Ég bara kannast ekkert við þessar manneskjur og hef ekki einu sinni drukkið með þeim kaffi. Sýnir það best fá- visku mína og heimóttarhátt. Kona mun nefnd Pamela Anderson og ku vera þekkt af leik í kvikmyndum. Sérstaklega þeirri tegund mynda sem gengur út á að sýna í verki hlý- hug og kærleika milli karls og konu en gerir minni kröfur til efnismikils fatnaðar. Sú um- rædda kona mun hafa farið til Færeyja nýver- ið þeirra erinda að skamma Færeyinga fyrir grindhvaladráp. Ekki mun henni hafa orðið svo mjög ágengt við þá iðju en þrotlaust efni frændum vorum til brosvipra. Hélt langar ræður um ættrækni og ættfræði hvala ásamt greind þeirra sem hún taldi verulega mikla. Skal í sjálfu sér ekki úr því dregið en raun- ar tel ég að greind flestra dýra sé almennt vanmetin. Jafnvel þó um sé að ræða stera- fóðraða bola sem hafðir eru til að fóðra fólk í því Guðs eigin landi. Reyndar er greind dýra ekki alltaf á nákvæmlega sömu sviðum og mannskepnunnar en fjölbreytninni ber líka að fagna og enda er mönnunum full þörf á að gera sér grein fyrir ófullkomleika sínum. En sem sagt um veru miss Pamelu í Færeyj- um var þetta kveðið: Þú barmmikla brjóstgóða mær þú blómlega síðjúgra hind auðvitað áttu í Fær- eyjum að pass´uppá grind. Fjölskyldu tengslin þú fannst fávísum hvölunum í Ekki svo ólíkt, þú manst árin með Tómasi Lee. Sumir telja að okkur Íslendingum væri fyr- ir bestu að ganga aftur inn í Noreg og ætli við eigum ekki álíka rétt til landa þar og Ísrael- menn til þess svæðis sem þeir telja sitt. Það er styttra síðan við fórum. Á hagyrðingamóti á Borgarfirði eystra lagði Þórarinn Eldjárn þetta til mála: Með því hiklaust mæla þor’eg sem mikið þjóðráð gæti virst að Gunnar Smári gangi í Noreg og gjarnan bara sem allra fyrst. Einnig teldi ég tilvaleð að taka Jónas Kristjáns með með allt sitt prúða og góða geð. Stefán heitinn Jónsson frétta- og alþing- ismaður var mikill húmoristi og prýðilegur hagyrðingur. Hann lagði töluverða rækt við þann bragarhátt sem kallaður er Slitruhátt- ur og byggist á því að orð eru slitin í sundur og orðum eða atkvæðum stungið inn á milli. Gjarnan er líka röð orðhlutanna ruglað eitt- hvað. Nokkrir hafa haldið uppi merkinu eftir lát Stefáns og þar á meðal Einar Baldvin Páls- son sem orti um ástand mála í Úkraínu: -tín er orðinn tæpur Pú- taka -kraínu vill Ú- -dmíla þungan dæsir Ljú- dömpar -sslandsforseta Rú- Í tilefni nýafstaðinna hinsegin daga, því öll erum við nú hinsegin ef miðað er við þá sem eru hinsegin miðað við okkur, orti Ant- on Helgi Jónsson: Þótt vilji engar Jónur Jón oft Jónar hafa gaman; það tíðkast jafnt að hjónur, hjón og hjónar búi saman. Það er sameiginlegt með öllum mönnum hvaða stöðu sem þeir gegna í þjóðfélaginu og hver sem kynhneigð þeirra getur verið að þeir þurfa að taka til sín einhverja fæðu og helst svona tvisvar til þrisvar á dag. Á bak við þá fæðu stendur yfirleitt bóndi með einum eða öðrum hætti, annaðhvort innlendur eða er- lendur. Það er hinsvegar til þæginda að hafa einhverja milliliði því það getur orðið snún- ingasamt fyrir venjulega bændur að elta uppi fólk um allar jarðir til að selja því kjötbita. Um konu nokkra sem ástundaði kjötsölu á Siglu- firði norður kvað Stefán Stefánsson: Frúin seldi flestum ket fjölguðu kunningjarnir. Fyrir aura allt hún lét eins og gyðingarnir. Það gengur reyndar á ýmsu í heimi við- skiptanna eins og við Íslendingar höfum sann- reynt. Guðmundur Sigurðsson, bankamaður og gamanvísnahöfundur, lýsti því þannig: Á viðskiptanna vegaleysu víða leynist klifið bratt, Mammon bakar mörgum hneisu manni, sem í byrjun reisu gróðaveginn gengur hratt. Samvizkuna sumir flekka: Í sýndargengi kapp er þreytt: Blankir menn á börum drekka. borga síðan allt með tékka akkúrat á ekki neitt. Í fjármálanna ys og erjum ýmsa grípur hik og fát, á réttvísinnar skreipu skerjum skakkafall er búið hverjum sem fer þar ei með fullri gát. Ætli það þætti ekki nokkuð sæmandi að enda þennan þátt með vísu sem Matthías Jochumsson orti til frænda sinna á unglings- aldri og mættu fleiri taka þessar ráðleggingar sér til fyrirmyndar: Lærið guðspjöll Gyðinga. Göfuglyndi Araba. Snilld og fegurð Forn-Grikkja. Frægð og hreysti Rómverja. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Segir tóna Önfirðinga og Skagamanna passa vel saman Karlakórinn Fjallabræður hefur verið starfandi um árabil og nýt- ur sívaxandi vinsælda. Halldór Gunnar Pálsson stjórnandi kórs- ins er tekinn tali því spurst hafði að Skagamönnum færi ört fjölgandi í Fjallabræðrum. Um upphaf þess að þessi einradda kór var stofnaður segir Halldór Gunnar þeir hafi eitt sinn verið að vinna saman tónlist- arefni, Ásgeir Andri Guðmundsson og hann. Sá fyrrnefndi í textagerð en Halldór Gunnar í tónunum. „Og þar sem við vorum nú klár- ir með fullt af efni en engan til að syngja, sagði ég að það vantaði kór í þetta. Ég hringdi bara í vinina og þaðan kom nafnið sem einn þeirra stakk upp á. Kórinn blómstraði svo hægt og rólega, menn af nærliggj- andi fjörðum fóru að vera með og hér erum við svo staddir í dag,“ segir Halldór Gunnar. Fyrir utan Vestfirðinga eigi Ak- urnesingar einna greiðustu leið- ina inn í kórinn. „Allir eru jafnir í kórnum en þessir tveir hópar eigi mjög vel saman. Ég er frá Flateyri og eftir snjóflóðin 1995 buðu Ak- urnesingar börnum úr grunnskól- anum á Flateyri að koma til sín í heimsókn. Farið var í tveimur hóp- um og móttökurnar voru hreint út sagt stórkostlegar. Þetta var eigin- lega eins og að komast í sumarbúð- ir af bestu gerð fyrir okkur krakk- ana að vestan. Þetta var dásam- legur tími, vel hugsað um okkur og kannski má segja að ég sé bara að borga þetta til baka með því að bjóða Skagamenn sérstaklega vel- komna í kórinn. Allavega var það svo að þegar fyrsti Skagamaðurinn óskaði eftir því að ganga í kórinn, sagði ég strax já, þeir væru alltaf velkomnir til okkar. Af um ríflega 50 manna karlakór í dag, eru lík- lega tíu Skagamenn í kórnum.“ Halldór Gunnar segir merki- legt að þegar farið sé að skoða ætt- ir kórfélaga, virðast flestir eiga rætur á Flateyri eða fjörðunum í kring. „Sem dæmi er einn ágæt- ur Mýramaður í kórnum. Á sín- um tíma var hann að læra söng hjá Margréti Eir og vildi halda áfram að syngja. Hún sagðist vita um fé- lagsskapinn sem hentaði honum og benti á Fjallabræður. Honum leist nú ekkert meira en svo á að fara að syngja í einhverjum karlakór en mætti samt á æfingu og leist svo vel á að hann er hér enn. En þegar far- ið var að spjalla saman kom í ljós að afi hans var frá Flateyri og Pöbbinn á staðnum er rekinn í húsi afa hans. Við höfum ítrekað rekið okkur á svona tilviljanir innan hópsins. Besta sagan er þó tengd kórfélaga sem heitir Arnar,“ segir Halldór Gunnar með kátínu í röddinni. „Langamma hans átti heima á Flat- eyri. Hún hafði verið hálf bresk en dáið ung og átti fjölskyldan eng- ar myndir og hafði litla vitneskju um hana. Í samtali kemur fram að hún hafði átt heima hjá ömmu minni og afa,“ og nú hlær Halldró dátt. „Sem sagt. Ég fer að skoða og þá finnst þar fullt af myndum af konunni svo nú átti Arnar allt í einu myndir og frásagnir af þessari langömmu sinni sem hafði eigin- lega verið týnd fram að því. Svona eru tengingarnar allsstaðar í þess- um frábæra kór.“ Aðspurður af hverju svona gerð af kór, svarar Halldórs stutt og lag- gott. „Það er bara af því að þetta er svo skemmtilegt. Félagsskapurinn er góður, við njótum þess að vera saman því allir eru vinir.“ Í flestum sveitum hafa líklega verið starf- andi karlakórar einhvern tímann, sú hefð er gömul á Íslandi og það er kannski einnig eðlilegt að form- ið taki breytingum. „Við höfum al- veg heyrt gagnrýnisraddir líka eins og að við syngjum bara einraddað, séum falskir og annað í þeim dúr. En við látum það ekkert trufla okk- ur. Menn eru ánægðir og viðtök- ur hafa verið góðar. Okkur finnst þetta gaman sem skilar sér líka til áheyrandans.“ Kórinn var að koma af þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum þegar blaða- maður Skessuhorns náði tali af Halldóri. Hann sagði næsta verk- efni vera að skríða hægt og rólega út úr hýðinu eftir þá törn sem ný- liðin er, „en svo förum við að taka upp nýja plötu,“ sagði kórstjórinn að endingu. bgk Fjallabræður hafa notið vaxandi vinsælda og innan kórsins ríkir andi vináttunnar. Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri Fjallabræðra segir tóna Önfirðinga og Skagamanna passa vel saman.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.