Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Síða 27

Skessuhorn - 13.08.2014, Síða 27
27MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is S K E S S U H O R N 2 01 4 Umsjón: Gunnar Bender og Magnús Magnússon Flugustangir Fluguhjól Línur Taumefni Flugur Veiðivörur í úrvali Tvö þúsund löxum minni veiði Landbúnaðarsafni Íslands á Hvann- eyri var lokað síðastliðinn sunnu- dag en þá hófst af krafti flutningur safngripa yfir í Halldórsfjós. Lok- unin mun vara í óákveðinn tíma en gert ráð fyrir að verkið muni taka tvær til þrjár vikur. „Á þeim tíma munum við samt reyna að taka á móti og sinna hópum sem telja tíu eða fleiri, eins og við höfum gert, enda sé heimsóknin pöntuð fyrir- fram í síma 844-7740,“ segir í frétt frá safninu. „Væntanleg sýning Landbúnað- arsafnsins verður ekki fullbúin að öllu leyti strax í haust, enda ætlum við að þreifa okkur áfram að hygg- inna manna hætti og m.a. taka til- lit til viðbragða fyrstu gestanna á hinum nýja stað,“ segir Bjarni Guðmundsson safnstjóri. Þá seg- ir Bjarni að Ullarselið muni einn- ig flytja yfir í Halldórsfjós en safn- ið og selið hafa á liðnum árum verið nágrannar í gömlu vélaskemmunni handan við sundið í gömlu húsa- þyrpingunni á Hvanneyri. mm Þessi fugl í hópi stara við Olísstöð- ina í Borgarnesi vakti athygli blaða- manns í liðinni viku. Hann hagaði sér á allan hátt eins og aðrir starar en var ljós yfirlitum en með svartan haus. Nú vöknuðu spurningar um hvort þetta væri einhver fugl skyldur stara, flækingur, eða stari í óvenju- legum lit. Þegar leitað var á náð- ir Google, hins alvitra, finnst mynd af svipuðum fugli og hann sagður albinói. Við nánari eftirgrennslan og spjall við fuglafróða menn kom í ljós að þetta er ungi síðan í vor. Ingi Steinar Gunnlaugsson, fyrrum skólasjóri á Akranesi, er mikil fugla- áhugamaður. Hann segir starana oft vera ljósa alveg fram undir eins árs aldurinn. Hann hafi séð þá misljósa en þessi var drapplitur að sjá, eigin- lega skjóttur. Að öllum líkindum er hér ungi frá því í vor. hb „Við fengum 12 laxa á stöngina og það var ágætt miðað við aðstæður. Það er ekki mikið af fiski í ánni. Var þarna fyrir ári síðan á sama tíma og þá var allt önnur staða,“ sagði Siggi Skúli veiðimaður sem var að koma úr Norðurá í Borgarfirði. Þar hef- ur veiðin verið róleg í sumar svo vægt sé til orða tekið. Enda hefur áin skilað 2000 færri löxum miðað við sama tíma í fyrra og það munar um minna. Árnar frá Laxá í Kjós, út á Mýr- ar og vestur í Dali eru með sama vandamálið, laxleysi. Fiskurinn er ekki að skila sér en veiðimenn bíða, geta ekki annað. En vandamálið er að engin veit ástæðu þess að smá- laxinn er ekki að ganga í ána. Bent hefur verið á að kalt vor í fyrra sé möguleg skýring, þannig að niður- gönguseiði hafi átt erfitt uppdrátt- ar. En laxveiðin er bara svona, engu öðru lík. Í fyrravor var því spáð að í hönd færi slakt veiðisumar, en það reyndist það fjórða besta frá uppafi. Núna voru væntingarnar miklar, kannski full hástemmdar, en veiði hefur hrunið á stórum hluta lands- ins. Hamfarirnar í hafi „Við vorum að koma úr Langá á Mýrum. Fengum ekki mikið enda ekki mikið af fiski,“ sagði Nils Fol- mer Jörgensen þekktur laxabani. Hann hefur veitt stórlaxa í gegnum árin, marga yfir 20 pundin en þeir voru ekki í boði í Langá að þessu sinni. Áin hefur aðeins gefið 250 laxa en í fyrra veiddust á þriðja þús- und laxar í henni. „Þetta eru bara hamfarir í hafi,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, maðurinn sem þekkir Langá manna best eftir 30 ára sam- neyti við ána. Og það eru hamfarir við Laxá í Dölum einnig. Áin hefur aðeins gefið 80 laxa. Lítið hefur geng- ið af fiski í hana. Haukadalsá hef- ur einnig verið róleg. Búðardalsá er eina áin sem hefur verið að gefa vel í Dölunum. En benda verður á að það getur verið góður veiðitími eftir. Reykjadalsá hefur gefið 40 laxa Reykjadalsá í Borgarfirði hefur ver- ið allt í lagi það sem af er sumri í ljósi þess að um síðsumars laxveiðiá er að ræða. Ágúst og september eru iðulega bestu mánuðirnir þar. Svo þar getur allt gerst ennþá. Mikl- ar rigningar hafa gert Reykjadalsá vatnsmeiri en í meðalsumri. Við heyrðum í veiðimanni sem var þar fyrir fáum dögum. „Við fengum sex laxa; fimm á flugu og einn á maðk. Það voru laxar á nokkrum stöðum í ánni,“ sagði Kristín Ósk Reynis- dóttir sem var við veiðar í Reykja- dalsá með fjölskyldunni. „Þetta var fjölskylduferð og gaman af þessu, allir fengu fisk,“ sagði Kristín. Skjóttur stari á ferð Bjarni Guðmundsson og Jóhannes Ellertsson hjálpast hér að við að færa plóg inn í Halldórsfjós. Ljósm. af vef Landbúnaðarsafns. Flutningur hafinn á Landbún­ aðarsafni í Halldórsfjós Ástþór Reynir Guðmundsson að sleppa laxi í Reykjadalsá. Ásta Ólafsdóttir við veiðar í Langá. Ljósm. Nils Jørgensen. Elvar Örn Friðriksson háfar lax í Norðurá í Borgarfirði.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.