Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Skagakonur heimsóttu Val að Hlíð- arenda síðasta fimmtudag í 12. um- ferð Pepsí-deildar kvenna í knatt- spyrnu. Lauk leiknum með 3-1 sigri heimamanna. Valskonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og skor- uðu fyrsta markið strax á annarri mínútu. Áfram héldu Valskonur að sækja og skoruðu annað mark þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Skagakonur gáfust þó ekki upp. Á 23. mínútu átti Maren Leós- dóttir fast skot sem markvörður Vals varði en Bryndís Rún Þórólfsdóttir fylgdi eftir og kom boltanum í netið fyrir þær gulklæddu. Í seinni hálfleik var Valur áfram sterkari aðilinn en gestirnir frá Akranesi vörðust þó vel. Á 57. mín- útu misstu svo Skagakonur leik- mann af velli þegar Gréta Stefáns- dóttir var rekin útaf eftir að hún fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri börðust Skagakonur áfram og voru nálægt því að jafna leikinn með skoti beint úr aukaspyrnu þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Það voru hins vegar Valskonur sem skoruðu lokamark leiksins rétt fyr- ir leikslok og gulltryggðu sér sigur. Lokatölur á Vodafonevellinum að Hlíðarenda 3-1 fyrir Val. Næsti leikur Skagakvenna er gegn Selfossi á fimmtudaginn 14. ágúst á Akranesvelli klukkan 19:15. jsb Hvað finnst þér nauðsyn­ legt að hafa í bílnum yfir sumartímann? Spurning vikunnar (Spurt í Ólafsvík) Rúnar Gestsson Konuna, annars væri ég alveg ósjálfsbjarga. Kristbjörg Kristjánsdóttir Góða tónlist og góðan svala- drykk. Alexandra Kristjánsdóttir Góða tónlist sem skapar stemn- ingu. Sirrý Arnardóttir Picknick-körfu, kaffibrúsa og teppi. Svo að hægt sé að fara í lautarferð. Kristján Franklín Það sem er mikilvægast að hafa með sér í bílferðum er góða skapið. Sjentilmenn setja upp folfvöll á Bifröst Síðustu drög að frisbígolfvelli, eða folfvelli eins og íþróttin er stundum kölluð, voru lögð á Bifröst á fimmtu- daginn þegar nýr völlur var mældur út. Það er Sjentilmannaklúbburinn á Bifröst sem stendur fyrir gerð vall- arins en fyrir skemmstu festu sjen- tilmenn kaup á níu körfum sem not- aðar eru sem endamark í folfi. Til aðstoðar við hönnun vallarins fékk klúbburinn engan annan en Jón Símon Gíslason, Bifresting og Ís- landsmeistara í folfi. Eftir ráðlegg- ingar frá Jóni var að lokum hann- aður sjö körfu völlur en tvær körfur verða notaðar fyrir púttvöll við Ás- garð. „Þetta verður mjög skemmti- legur völlur hér á Bifröst og ennþá skemmtilegri hindranir,“ sagði Jón Símon um völlinn í frétt sem birtist á vefsíðu Háskólans á Bifröst. „Það er afar ánægjulegt að það sé starf- andi svo öflugur klúbbur í samfé- laginu hér á Bifröst og ber að þakka fyrir það,“ segir einnig í frétt frá skólanum. jsb Mælt fyrir nýja folfvellinum á Bifröst á fimmtudaginn. Ljósm. Folfklúbburinn Bifröst. Skagakonur töpuðu fyrir Val að Hlíðarenda Vestlendingar sigursælir á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki Boðhlaup SamVest vann til gullverðlauna í 4x100m boðhlaupi 15 ára pilta. Hér sjást þeir Jamison Ólafur úr HSS, Steinþór Logi úr UDN, Grímur Bjarndal og Helgi úr UMSB á verðlaunapalli. Stúlknasveit HSH í körfubolta 17 til 18 ára varð í þriðja sæti á mótinu. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki um verslun- armannahelgina. Mótið var sett fimmtudaginn 31. júlí og lauk á miðnætti á sunnudag. Á mótinu kepptu einstaklingar á aldrin- um 11 til 18 ára og er það einn stærsti íþrótta- og fjölskylduvið- burður sem haldinn er árlega hér á landi. Keppt var í 17 keppnisgrein- um og hafa þær aldrei verið fleiri í 17 ára sögu unglingalandsmótsins. Um 1500 keppendur voru skráðir til leiks frá íþróttahreyfingum víðs vegar af landinu en lögreglan áætlar að um átta þúsund manns hafi ver- ið á Sauðárkróki yfir helgina. Vest- lendingar voru bæði fjölmennir og sigursælir á mótinu að þessu sinni. Héraðssamböndin UMSB, UDN og HSH sendu öll keppendur að þessu sinni auk keppenda frá Vest- urlandi sem fór á eigin vegum. Unglingalandsmótsmet úr röðum UMSB Hjá Ungmennasambandi Borgar- fjarðar voru skráðir 52 keppend- ur og átti félagið fulltrúa í nánast öllum keppnisgreinum. Ellefu lið á vegum UMSB voru á mótinu og kepptu þau í körfubolta, fótbolta, strandblaki og í tölvuleiknum FIFA2014. Að sögn Pálma Blængs- sonar, framkvæmdastjóra UMSB, gekk félaginu vel á mótinu og náðu nokkrir liðsmenn UMSB í medal- íur. Besti árangur UMSB að þessu sinni var sigur Helga Guðjónsson- ar í 800 metra hlaupi 15 ára pilta. Helgi hljóp á tímanum 2:07:25 og setti þar með nýtt unglingalands- mótsmet. Hlaupagikkir SamVest Fyrir hönd Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breið- firðinga keppti 20 manna hópur vaskra drengja og stúlkna. Krakk- arnir í UDN stóðu sig vel á mótinu en þeir kepptu í fótbolta, frjálsum íþróttum og sundi. UDN var með sitt eigið lið í fótbolta hjá 15-16 ára strákum en aðrir keppendur sam- bandsins í fótbolta voru í blönduð- um liðum. Besti árangur UDN var að þessu sinni í frjálsum íþróttum en þar náðu Vignir Smári Valbergs- son og Steinþór Logi Arnarsson að komast á verðlaunapall. Vign- ir Smári bætti persónulegan árang- ur sinn um tvo metra í spjótkasti og vann til silfurverðlauna í flokki 14 ára pilta. Steinþór Logi var ásamt Jamison Ólafi Johns (HSS), Grími Bjarndal Einarssyni (UMSB) og Helga Guðjónssyni (UMSB) í boð- hlaupssveit SamVest sem vann til gullverðlauna í 4x100m boðhlaupi 15 ára pilta. SamVest er samstarfs héraðssambanda á Vesturlandi og hafa liðsmenn þeirra æft frjálsar íþróttir nokkrum sinnum saman síðan í vor. HSH sigursælt í körf­ unni Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu tók einnig þátt á Unglingalandsmóti UMFÍ. Kepp- endur frá HSH voru alls 52 tals- ins og skráði héraðssambandið ell- efu lið til leiks. Þrjú lið í fótbolta og strandblaki, fjögur lið í körfu- bolta og eitt lið í FIFA2014 tölvu- leiknum. Öll liðin náðu ágætis ár- angri og komust þrjú lið af fjór- um á verðlaunapall í körfunni. Þá átti HSH einnig fulltrúa í flestum greinum frjálsra íþrótta þar sem allir liðsmenn stóðu sig með stakri prýði. Þar var Ari Bergmann Æg- isson hlutskarpastur en hann varð í fyrsta sæti í 600 metra hlaupi ellefu ára pilta. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Þór Þórðarsyni, íþróttafulltrúa ÍA, var enginn skipulagður hópur á vegum félagsins á unglingalands- mótinu í ár. Hins vegar er talið að fjöldi krakka frá Akranesi hafi keppt á eigin vegum í ýmsum keppnis- greinum. Þar má nefna Björn Vikt- or Viktorsson sem skráður er í golf- klúbbinn Leynir en Björn hafnaði í 2.-3. sæti í golfi ellefu til þrettán ára pilta. jsb Helgi Guðjónsson úr UMSB varð í fyrsta sæti í 800 m hlaupi 15 ára stráka og setti unglingalandsmótsmet. Hann er hér á milli keppninauta sinna þeirra Daða Arnarsyni úr Fjölni og Jamison Ólafi Johnson úr HSS. Vignir Smári Valbergsson UDN varð í 2. sæti í spjótkasti 14 ára pilta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.