Skessuhorn


Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 13.08.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Norðurálsvöllur Pepsideild kvenna ÍA – Selfoss Fimmtudaginn 14. ágúst kl. 19.15 Allir á völlinn SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er NORÐURÁL Norðurálsvöllur 1. deild karla ÍA – Tindastóll Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 18.45 Allir á völlinn SK ES SU H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er BÍLAUMBOÐIÐ ASKJA Lið Grundarfjarðar lék tvo leiki í þriðju deild karla í knattspyrnu um helgina. Fyrst lék Grund- arfjörður gegn Hetti frá Egilsstöð- um á Vilhjálmsvelli á föstudag- inn. Þar sigruðu heimamenn með tveimur mörkum gegn einu. Það var Ragnar Smári Guðmundsson sem skoraði mark Grundfirðinga. Grundfirðingar nýttu vel löngu ferðina til Austfjarða og spiluðu annan leik á sunnudeginum. Þá gegn Einherja á Vopnafirði. Loka- niðurstaðan í þeim leik var jafnt- efli þar sem bæði lið skoruðu sitt- hvort markið. Þar var það Heimir Þór Ásgeirsson sem skoraði mark Grundfirðinga. Eftir að hafa feng- ið aðeins eitt stig af sex mögu- legum í austurferð sinni er Grund- arfjörður nú í fimmta sæti deildar- innar eftir tólf umferðir. Næsti leikur Grundarfjarðar er gegn ÍH föstudaginn 15. ágúst klukkan 19 á Grundarfjarðarvelli. jsb Eins og greint var frá í Skessuhorni fyrir skömmu keppir Skagamaður- inn Halldór Reynisson í bátarallýi í Noregi. Halldór er sem stendur í efsta sæti í Noregsbikarnum með 8 stiga forskot á næsta mann. Næsta keppni sem telur til stiga í Noregs- bikarnum er í Drammen 23. ágúst og þar mun Halldór mæta til leiks. Um síðustu helgi keppti Hall- dór á Noregsmeistaramótinu í GT15 bátarallýi sem haldið var við Tönsberg í Noregi. Hafnaði hann í þriðja sæti af tíu keppendum og var aðeins hársbreidd frá öðru sæti. Að sögn Reynis Georgssonar, fað- ir Halldórs, er þetta sérlega góður árangur miðað reynslu Halldórs og þær aðstæður sem voru um helgina. „Þetta er glæsilegur árangur og sér í lagi þar sem þetta er hans fyrsta ár í þessu sporti. Aðstæður við Töns- berg voru erfiðar á keppnisdegi. Það var öldurót og vindhviður tóku mikið í bátana. Einn bátur í GT15 flokknum valt og kastaðist öku- maður í sjóinn en var fljótt bjarg- að af björgunarfólki,“ segir Reynir um keppnina. jsb Jæja, þá er þær byrjaðar og mega önnur lið fara að vara sig. Þriðjudaginn 30. júlí tóku ÍA stúlkur í úrvalsdeild kvenna á móti FH í elleftu umferð Íslandsmótsins. Leikurinn var mikið fyrir augað og skoruð sex mörk sem liðin skiptu bróðurlega á milli sín. Um leið barst fyrsta stig Skagastúlkna í hús og eiga þau eftir að verða fleiri. FH byrj- aði leikinn betur og komst yfir strax á þriðju mínútu eftir mark frá Önu Victoriu Cate. Eftir markið vann Skaginn sig inn í leikinn og var að spila boltanum vel sín á milli. Það lá því í loftinu að þær myndi ná að skora mark og tókst þeim það í tvígang á fimm mínútna kafla. Í bæði skiptin var þar Maren Leósdóttir sem var að verki. ÍA fór því með verðskuldaða 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleik voru það FH stúlkur sem byrjuðu betur og í þetta skiptið voru það þær sem héldu boltanum vel og náðu að byggja upp nokkrar álitlegar sóknir. Ana Vic- toria náði svo að jafna leikinn á 63. mínútu en hún var allt í öllu hjá FH liðinu. Skaga- stúlkur voru þó ekki hættar og eftir frábæra aukaspyrnu frá Guðrúnu Karítas, sem endaði í slánni, náði Laken Duchar Clark frákastinu og skallaði boltann í netið á 83. mínútu og ÍA því aftur komnar með forystuna. Allt stefndi í að Skagastúlkur myndin næla sér í öll stig- in þegar Sandra Sif Magnúsdóttir kom með frábært skot langt fyrir utan teig sem sveif yfir markmann ÍA og jafnaði þar leikinn fyr- ir FH. Lokatölur því 3-3 í mjög fjörugum og skemmtilegum leik. mm/fotbolti.net ÍA tók á móti Þrótti R. í fimm- tándu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu á föstudaginn. Leikn- um lauk með sigri heimamanna en bæði lið eru í harðri toppbaráttu í fyrstu deildinni. Kjöraðstæður voru til knattspyrnuiðkunar á Akranesi á föstudaginn. Leikurinn fór heldur rólega af stað og skiptust bæði lið á um að vera með boltann. Það voru gestirnir frá Reykjavík sem skoruðu fyrsta mark leiksins á tólftu mínútu. Leikmaður Þróttar átti þá langskot frá miðju vallarins og fór boltinn yfir Árna Snæ Ólafsson markvörð Skagamanna og í netið. Engu var líkara en markið efldi sókn heima- manna en aðeins fimm mínútum síðar var gamli markahrókurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson búinn að jafna metin. Jafnræði var með lið- um það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og hefðu bæði lið hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Það voru þó aðeins heimamenn sem náðu að klára eitt af sínum færum. Hjörtur Júlíus skoraði þá sitt annað mark í leiknum og kom Skagamönnum í forystu rétt áður en flautað var til leikhlés. Heimamenn voru með öll völd á vellinum í upphafi síðari hálf- leiks og voru nálægt því að bæta við marki. Skagamaðurinn og mark- vörður Þróttara, Trausti Sigur- björnsson, sá hins vegar við sínum fyrrum félögum og varði eins og berserkur í seinni hálfleik. Ekkert mark var skorað í venjulegum leik- tíma í síðari hálfleik. Síðasta mark leiksins kom þegar komið var fram í uppbótartíma. Þá fékk varamað- urinn Andri Adolphsson boltann í fyrsta sinn í leiknum og tók á rás. Andri hljóp alla leið frá miðju vall- arins og upp að endalínu þar sem hann renndi boltanum í markið úr nánast vonlausu færi. Þar með gull- tryggðu Skagamenn sér öll stigin og eru eftir leikinn komnir í mjög vænlega stöðu í öðru sæti deildar- innar. ÍA hefur nú fimm stiga for- skot á HK sem er í þriðja sæti. Skagamenn mæta sínum helsta keppninauti um annað sæti deildar- innar, HK í næsta leik á föstudag- inn í Kórnum í Kópavogi klukkan 19:15. jsb Víkingur Ólafsvík tapaði gegn Grindavík með tveimur mörkum gegn engu þegar liðin mættust í 15. umferð fyrstu deildar karla á Ólafs- víkurvelli á laugardaginn. Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Víkingsmenn í toppbaráttunni til að halda draumnum um úrvals- deildarsæti á lífi og Grindvíkingar á hinum enda stigatöflunnar þar sem þeir berjast fyrir lífi sínu í deild- inni. Fátt marktækt gerðist í fyrri hálfleik. Leikmenn beggja liða voru afar varkárir í sínum aðgerðum og ekkert mark var skorað. Aðeins voru liðnar nokkrar mín- útur af síðari hálfleik þegar gestirn- ir frá Grindavík komust yfir. Eft- ir markið einkenndist leikurinn af mikilli baráttu og voru leikmenn beggja liða ýmist áminntir eða skreyttir gulu spjaldi. Það var svo á 71. mínútu að Eyþór Helgi Birg- isson fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og var þar með rekinn útaf. Heimamenn áttu erf- itt með að fóta sig einum leikmanni færri og að lokum tókst Grindvík- ingum að bæta við sínu öðru marki. Þetta reyndist síðasta mark leiks- ins og lokatölur í Ólafsvík 0-2 fyr- ir Grindavík. Grindvíkingum tókst með sigrinum að komast úr falls- æti en á sama tíma er draumur Óls- ara um að spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili að fjara út. Víkingur Ó. eru nú átta stigum á eftir Skaga- mönnum sem eru í öðru sæti deild- arinnar. Næsti leikur Víkings Ó. er gegn Þrótti R. þegar liðin mætast á Val- bjarnarvelli næsta föstudag klukk- an 19. jsb ÍA stúlkur lönduðu fyrsta stigi sumarsins Austurferð Grundarfjarðar skilaði einu stigi Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Víkings, í harðri baráttu um boltann við leikmann Grindavíkur. Ljósm. af. Úrvalsdeildardraumur Ólsara að fjara út Fyrirliðinn Ármann Smári og Hjörtur Júlíus fagna hér öðru marki Skaga- manna. Ljósm. kfia.is Skagamenn unnu mikilvægan sigur á Þrótti Halldór sést hér á gula bátnum sínum þar sem hann þeytist á fleygiferð í keppninni í Tönsberg um síðustu helgi. Ljósm. Reynir Georgsson. Efstur í Noregsbikarnum í bátarallýi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.