Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 34. tbl. 17. árg. 20. ágúst 2014 - kr. 600 í lausasölu ARION APPIÐ ARION APPIÐ – GÓÐUR FERÐAFÉLAGI Ef þú þarft í bankann í fríinu er best að hafa Arion appið með. Það tekur ekkert pláss og leysir málið á nokkrum sekúndum. Sæktu Arion appið á arionbanki.is Einnig í Play Store og App Store Fæst án lyfseðils LYFIS Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 852 1601 Njótið veitinga í fallegu umhverfi SK ES SU H O R N 2 01 4 OPIÐ 17.00 – 22.00 Atli Harðarson skólameistari Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi undirritaði í liðinni viku ráðningar- samning við Háskóla Íslands. Sam- kvæmt honum tekur Atli við stöðu lektors við Menntavísindasvið HÍ 15. september næstkomandi. Atli segir að mennta- og menningar- málaráðherra hefði veitt sér lausn frá störf- um sem skóla- meistari FVA frá og með sama degi. Atli var skip- aður skólameist- ari FVA árið 2011 þegar Hörður Ó Helgason lét af störfum. Áður hafði hann gegnt starfi aðstoðarskólameistara FVA tíu ár þar á undan. Þar á undan starfaði Atli sem framhaldsskóla- kennari allt frá 1996. Hann hef- ur meistaragráðu í heimspeki frá Brown háskóla í Bandaríkjunum og doktorsgráðu í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. mm Eigendur Hótel Stykkishólms hafa sýnt áhuga á að stækka hótelið. Þá hefur verið send óformleg fyrirspurn um ónotaða lóð við Aðalgötu til bygging- ar hótels. Af þessu má ráða að menn hafa trú á fjölgun ferðamanna á Snæfellsnesi ekki síð- ur en í öðrum lands- hlutum. Á fund skipulags- og bygging- arnefndar Stykkishólmsbæjar 11. ágúst sl. barst fyrirspurn frá Hót- el Stykkishólmi þar sem óskað var eftir stækkun á hótelinu við Borg- arbraut 8. Fyrirhugað er sam- kvæmt erindinu að byggja ofan á eldri hluta hótelsins, eina hæð ofan á millibyggingu og tvær hæðir ofan á nýrri hluta byggingarinnar. Alls nemur stækkunin 57 herbergjum, samkvæmt uppdrætti frá Verkfræði- stofu Hauks Ásgeirssonar. Skipu- lags- og byggingarnefnd frest- aði afgreiðslu erindisins, þar sem það barst sama dag og fundurinn var haldinn og náðu fundarmenn ekki að kynna sér erindið. Þá vant- aði einnig um- sagnir vinnu-, heilbrigðis- og brunaeftirlits. Óskað var eftir fullunnum að- aluppdráttum tímanlega fyr- ir næsta fund. Forsvarsmaður Hótels Stykk- ishólms sagði í sam- tali við blaðamann að ekki væri tíma- bært að greina nánar frá fyrirhug- aðri stækkun. Á fyrrgreindum fundi var lögð fram nafnlaus fyrirspurn um lóð við Aðalgötu 17. „Áhugi er fyrir að byggja allt að 500 fermetra hótel á umræddri lóð,“ segir í fundargerð nefndarinnar. Að sögn Daða Jó- hannessonar, formanns nefndarinn- ar, var þetta einungis almenn fyrir- spurn um hvort umrædd lóð hent- aði undir hótelbyggingu. Nefndin sá ekkert því til fyrirstöðu enda er lóðin skilgreind sem viðskipta- og þjónustulóð samkvæmt breytingu á aðal- og deiliskipulagi. grþ Oft kemur það fyrir að heyrúllur úti á túnum séu notaðar til að koma ýmsum skilaboðum á framfæri. Andstöðu við aðild að ESB var þannig komið á framfæri fyrir nokkru og þá hefur MS notað einstaka heyrúllur til að auglýsa góðosta, enda lögun þeirra svipuð nokkrum þeirra. Þessa áletrun má hins vegar lesa af rúllustæðu á túni við Króksfjarðarnes. Hvað viðkomandi hefur verið að koma á framfæri er ekki vitað, en húmorinn er í lagi: „Mamma heldur að ég sé í Vestmannaeyjum.“ Ljósm. mm. Í þessum mánuði setjast þúsundir nemenda leik,- grunn,- framhalds- og háskóla á Vesturlandi á skóla- bekk. Leikskólar eru þegar komnir úr fríi og grunnskólarnir hefja flest- ir formlegt skólastarf í þessari viku. Starf háskólanna er einnig að hefj- ast. Þá hefur Símenntunarmiðstöð- in á Vesturlandi brátt sitt árlega hauststarf með fjölda námskeiða og lengra námi. Með Skessuhorni í dag fylgir sérblað um upphaf skóla- halds. Rætt er við stjórnendur á fyrrgreindum skólastigum m.a. um helstu áherslur í skólastarfi, sér- stöðu skólanna og forvitnast um fjölda nemenda og starfsfólks svo eitthvað sé nefnt. mm Atli hættir í haust Skólablað fylgir Skessuhorni í dag Vilja auka gistirými Umrædd lóð í Stykkishólmi, þar sem áhugi hefur verið sýndur á að byggja nýtt hótel. Ljósm. jsb. Hvalfjarðar- dagar 29. - 31. ágúst Fjölbreytt dagskrá um alla sveit

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.