Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Karlakórinn Svanir af stað á ný AKRANES: Karkakórinn Svan- ir á Akranesi er að hefja starf eftir sumarfrí. Fyrsta kóræfing haustannar verður fimmtudag- inn 28. ágúst kl. 19.30 í tón- menntastofunni í Grunda- skóla. „Þá ætlum við að koma okkur í gang og athuga hvern- ig við komum undan sumri. Ég á nú ekki von á öðru en að all- ir mæti hressir og spenntir að hefja sönginn aftur. Endilega takið með ykkur félaga, líka þá sem vilja kannski bara prófa. Ég hlakka til að hitta ykkur aft- ur. Við þurfum að vera dugleg- ir að drífa okkur í gang því við stefnum á tónleika á Vökudög- um í byrjun nóvember,“ seg- ir Svavar K Garðarsson kórfor- maður í tilkynningu til félaga sinna. Síminn hjá Svavari er 894-4186 ef spurningar vakna. -mm Verkefnastjóri í Átthagastofu SNÆFELLSBÆR: Átthag- astofa Snæfellsbæjar í Ólafs- vík auglýsir um þessar mund- ir starf verkefnastjóra í 70% stöðugildi. Kristín Björg Árna- dóttir forseti bæjarstjórnar, sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár, er nú að hætta og vantar arf- taka sem fyrst. „Þetta er afskap- lega spennandi, fjölbreytt og skemmtilegt starf,“ segir Krist- ín í samtali við Skessuhorn. Helstu verkefni hins nýja starfs- manns Átthagastofunnar snúa að ýmissi verkefnavinnu, um- sjón með Pakkhúsinu í Ólafs- vík, upplýsingamiðstöðinni og tjaldstæðum. Farið er fram á ýmsa kosti og kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfsmanns, eins og lesa má um í auglýsingu í Skessuhorni í dag. –mm Útlend hjón í vélhjólaslysi SNÆFELLSNES: Erlent par slasaðist í vélhjólaslysi á Snæ- fellsnesi fyrir hádegi sl. mið- vikudag. Talið er að vindhviða hafi orsakað að hjólið með fólk- inu fór útaf í nágrenni Bláfeld- ar í Staðarsveit. Köstuðust þau nokkra metra af hljólinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fólk- ið á slysstað og flutti á Landspít- alann. Bæði konan og ökumað- urinn slösuðust bæði en konan öllu alvarlegar. Hún hlaut innri áverka og gekkst undir aðgerð á spítalanum. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 9. - 15. ágúst. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 8 bátar. Heildarlöndun: 1.839 kg. Mestur afli: Erla AK: 460 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 46 bátar. Heildarlöndun: 202.319 kg. Mestur afli: Daðey GK: 21.006 kg í fimm löndunum. Grundarfjörður 28 bátar. Heildarlöndun: 436.967 kg. Mestur afli: Farsæll SH: 61.406 kg í þremur löndunum. Ólafsvík 48 bátar. Heildarlöndun: 267.696 kg. Mestur afli: Brynja SH: 34.179 kg í sjö löndunum. Rif 24 bátar. Heildarlöndun: 131.714 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 30.946 kg í fimm löndunum. Stykkishólmur 8 bátar. Heildarlöndun: 3.001 kg. Mestur afli: Friðborg SH: 876 kg í tveimur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Klakkur SH – GRU: 74.941 kg. 14. ágúst 2. Hringur SH – GRU: 65.473 kg. 13. ágúst 3. Grundfirðingur SH – GRU: 46.453 kg. 11. ágúst 4. Helgi SH – GRU: 44.822 kg. 11. ágúst 5. Sóley SH – GRU: 39.346 kg. 13. ágúst mþh Tveir bæir í Norðurárdal í Borgar- firði fá póstinn sinn einungis tvisv- ar í viku, á þriðjudögum og fimmtu- dögum en fengu áður póstsendingar fimm daga v i k u n n - ar líkt og aðrir bæir til sveita. Á s t æ ð a n fyrir færri ferðum nú er sú að flytja átti pó s tka s s - ana á bæj- unum nið- ur á þjóð- veg. Í báð- um tilvik- um var það erfitt fyrir ábúendur jarðanna þótt ástæður væru mismunandi. Til að fá að hafa póstkassann heim við bæ, greiddu viðkomandi fyrir með þremur dögum sem pósturinn spar- ar sér að aka heim að bæjunum. Hrönn Helgadóttir yfirmaður pósthússins í Borgarnesi staðfesti í samtali við Skessuhorn að þetta væri raunin. Íslandspóstur hafði kynnt að póstkassar yrðu færðir frá bæjum og niður á aðalvegi en í þeim til- vikum sem hér um ræðir hefði það verið erfitt fyrir ábúendur jarðanna og væri tekið tillit til þess. Ástæður þess að viðkomandi eigendur vildu hafa póstkassana sína heima við bæ voru mis- munand i . Í öðru til- vikinu var sífellt ver- ið að setja eitthvað í pó s tka s s - ann sem ekki átti þar heima og í hinu t i l f e l l i n u var aldrað- ur íbúi sem átti óhægt um vik að nálgast póstinn sinn niður á þjóð- veg, þar sem afleggjarinn er langur og brattur. Eftir að núgildandi lög um póst- dreifingu voru sett árið 2003 fór Ís- landspóstur í átak að breyta land- póstaleiðum sem áður höfðu ver- ið tveggja eða þriggja daga í fimm daga þjónustu. Þeirri vinnu lauk árið 2004. Síðan hefur pósti verið dreift alla virka daga, nema þar sem landfræðilegar aðstæður hamla. bgk Eitt af grundvallarskjölum um- hverfisvottunarverkefnis Snæfells- ness er svokölluð Framkvæmda- áætlun. Áætlunin er gerð til fimm ára í senn og þar kemur fram í hvaða verkefni sveitarfélögin muni ráðast til að bæta frammistöðu sína með tilliti til sjálfbærnivísa og um- hverfismála almennt. „Árið 2013 var hafist handa við að endurnýja umrædda áætlun og stokka hana algjörlega upp frá þeirri sem fyrir var. Áætlunin hefur nú verið samþykkt í öllum þeim fimm sveitarfélögum sem að verkefninu standa,“ segir Theódóra Matthías- dóttir umhverfisfulltrúi Snæfells- ness á Náttúrustofu Vesturlands. „Settur er fram verkefnalisti til árs- ins 2018 með það í huga að auðvelda yfirsýn, sem m.a. er gert með því að hafa ákveðin þemu eftir árum. Við Það eru fleiri en erlendir ferða- menn sem heimsækja Ólafsvík í blíðunni þessa dagana. Þessi sel- skópur kom í land í uppsátrinu í Ólafsvíkurhöfn á laugardaginn, sennilega til þess að sóla sig aðeins. Þeir feðgar Tómas Sigurðsson og Svanur Tómasson buðu kópnum skarkola en hann vildi ekki bragða á honum. Síðan tókst þeim feðgum að koma kópnum aftur í sjóinn, en það var kópurinn hreint ekki sáttur við og vildi spóka sig aðeins lengur í sólinni. En að lokum fór hann þó í sjóinn aftur og lét sig hverfa. af Borga þrjá daga fyrir að hafa póstkassann á sama stað Kópur í heimsókn í Ólafsvík Framkvæmdaáætlun Snæfells- ness í umhverfismálum forgangsröðun verkefna var stuðst við vilja sveitarstjórna og íbúa sem fram kom í íbúakönnunum á veg- um verkefnisins. Við gerð áætlun- arinnar var leitast við að byggja á reynslu fyrri ára, hafa framsetningu einfalda og skipulega, útfæra raun- hæf verkefni, tilgreina tímamörk og skilgreina ábyrgðaraðila hvers verkefnis,“ segir Theódóra. Hægt er að finna áætlunina á nes- vottun.is mm Laugardaginn 30. ágúst 2014 verður sumarhátíð Kaupfélagsins haldin í 7. sinn. Skapast hefur góð stemning í kringum þessa hátíð og hefur hún verið mjög vel sótt. Langar okkur að biðja þá sem hafa áhuga á að vera með okkur þennan dag og kynna og/eða selja varning sinn um að hafa samband við verslunarstjórann, Margréti á netfanginu margret@kb.is Framleiðendur á Vesturlandi og aðrir sem áhuga kynnu að hafa Egilsholti 1 Verslun, sími: 430 5500 Opið virka daga 8-18 www.kb.is, verslun@kb.is Tækið sem alla iðnaðarmenn dreymir um: Trésmiðinn, píparann, rafvirkjann, bílasmiðinn, flísalagningamanninn, dúkarann, málarann F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð FJÖLNOTAVÉL SuperCut FM 14-180 Steinskurðarvél

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.