Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Nú er sumarfríum lokið í leik- skólum Vesturlands og mikið um að vera hjá nemendum og starfs- fólki þeirra. Heyrt var hljóðið í forsvarsmönnum skólanna. Rétt er að taka fram að í fjórum til- fellum eru leikskólar sameinað- ir grunnskólum og vísar Skessu- horn í greinar um þá, sem er að finna á öðrum stað hér í blaðinu. Þetta eru Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar, Laugagerð- isskóli í Eyja- og Miklaholts- hreppi, Auðarskóli í Dalabyggð og Reykhólaskóli. Akranes Á Akranesi eru starfræktir fjór- ir leikskólar; Akrasel, Garðasel, Teigasel og Vallarsel. Alls eru 430 nemendur í leikskólum Akranes- kaupstaðar þennan veturinn, sem er fjölgun um 25 börn. Akrasel Leikskólinn Akrasel er yngsti leik- skólinn á Akranesi, stofnaður 8. ágúst árið 2008, og átti því nýverið sex ára afmæli. Á Akraseli verða 138 nemendur í vetur og eru þeir yngstu sem teknir eru inn á öðru aldursári. Deildir skólans verða sex þennan veturinn og eru þær aldursskiptar. Skólastarfið hófst 5. ágúst síðast- liðinn. Starfsmenn skólans eru 38 með fólki í eldhúsi og við stjórnun og er hlutfall faglærðra 74%. Starfið á Akraseli snýr að miklu leyti að heilbrigði og umhverfis- vernd. „Akrasel er Grænfánaskóli og við vinnum eftir kjörorðum skólans sem eru Náttúra, Næring og Nærvera. Aðaláherslur skólans eru umhverfismennt, endurvinnsla, endurnýting, en einnig vinnum við mikið með jóga. Við erum í samtök- um sem nefnast Birta, ásamt þrem- ur öðrum leikskólum,“ segir An- ney Ágústsdóttir skólastjóri Akra- sels. Markmið Birtu er að vinna að lífsleikni barna í gegnum jóga og að gera umhverfismennt, heilbrigði, hreyfingu og hollt fæði áberandi í starfi leikskólans. Anney segir einnig að næstu tvö árin verði leikskólinn í samstarfi við fjórar aðrar þjóðir vegna NORD+ verkefnis sem ber heitið Today a child - to morrow leader. „Þessar þjóðir eru Lettland, Eistland, Nor- egur, Svíþjóð og svo við frá Íslandi. Við skiptumst á að heimsækja hvert annað með skemmtileg verkefni og kynningar á skólunum okkar. Vorið 2016 tökum við á móti hópnum.“ Í Akraseli er einnig verið að vinna með nýútkomna handbók sem heitir Snemmtæk íhlutun í mál- örvun tveggja til þriggja ára barna, þar sem áhersla er lögð á inngrip ef um frávik í málþroska er að ræða. Að sögn Anneyjar var skólinn svo heppinn að hefja samstarf við Ást- hildi Bj. Snorradóttur og Bergrósu Ólafsdóttur talmeinafræðinga fyrir nokkrum árum og afraksturinn er áður nefnd handbók. Garðasel Leikskólinn Garðasel er heilsu- leikskóli og í sambandi heilsuleik- skóla hér á landi. Þar eru einkunn- arorðin hraust sál í hraustum lík- ama. Í heilsuleikskólunum er m.a. lögð áhersla á næringu og hreyf- ingu. Garðasel hefur verið heilsu- leikskóli síðan árið 2005 og í ár eru 25 leikskólar á Íslandi í samtökun- um. Ingunn Ríkharðsdóttir leik- skólastjóri segir gífurlega gaman að vera þátttakandi í þessu starfi. „Við hittumst reglulega, förum yfir nær- ingar- og heilsustefnu og hvert barn fær heilsudagbók. Það er svo gott að vera í samstarfi og finna til þess að tilheyra samfélagi. Starfið er alltaf í stöðugri þróun og mikið pælt. Síð- an er aðeins blæbrigðamunur á milli leikskólanna. Hér í Garðaseli höfum við kennt útinám til viðbótar. Það er oft mikil áskorun að fara í ann- að umhverfi og yfirfæra þar, það sem kennt er heima.“ Í ár eru 75 nemendur á Garða- seli og ríflega tuttugu starfsmenn; 14 kennarar og sjö leiðbeinendur sem eru hoknir af reynslu. Garða- sel hefur fengið viðurkenningar, tvö ár í röð, sem besti vinnustaðurinn, í vinnustaðakönnunum Starfsmanna- félags Reykjavíkur, þar sem Akra- neskaupstaður er aðili að. Ingunn segir þetta mikilvægt því það séu starfsmennirnir sjálfir sem eru að gefa vinnustaðnum sínum einkunn. Það er alltaf fullt í Garðaseli. „Nú eru fyrstu nemendur skólans orðn- ir foreldrar sjálfir og farnir að koma með börnin sín hingað. Það er gríð- arlega skemmtilegt. Ég get því sann- arlega hrósað starfsfólkinu mínu og foreldrum. Enda er hér alltaf lausna- miðuð hugsun að verki, ekki vanda- mál heldur verkefni,“ segir Ingunn leikskólastjóri. Teigasel Leikskólinn Teigasel opnaði að nýju eftir sumarleyfi fljótlega eftir versl- unarmannahelgi. Í vetur stunda þar 74 börn nám, þau yngstu fædd árið 2012. Að sögn Margrétar Þóru Jónsdóttur leikskólastjóra munu 18 börn útskrifast næsta vor sem er stór árgangur miðað við þenn- an litla leikskóla. „Þegar við tök- um inn ný börn höfum við aðlög- un í þrjá daga. Þann tíma taka for- eldar fullan þátt í öllu starfi barns- ins hér. Leika, sofa, matast, skipta á bleiu, hvað sem er. Með því að hafa þetta svona tekur aðlögunin styttri tíma og allir eru gríðarlega sátt- ir, bæði börn og foreldrar. Öryggi nemendanna eykst og foreldrar vita nákvæmlega hvernig starfið gengur fyrir sig. Vegna þess hversu margir komu inn núna verðum við með tvo aðlögunarhópa, sitt hvora vikuna.“ Sérstaða Teigasels liggur í stærð- fræðikennslu sem og atferlisþjálfun fyrir börn með röskun á einhverf- urófi. „Við erum móðurskóli Akra- neskaupstaðar fyrir atferlisþjálfun og vorum þau fyrstu að taka það upp. Og stærðfræðikennslan hefur tekist gríðarlega vel. Grunnskóla- kennarar í Brekkubæjarskóla hafa talað um að börn frá okkur beri af þegar kemur að rökhugsun, stærð- fræði og skilningi á bak við hana. Þetta er sérstaklega ánægjulegt.“ Við skólann eru 19 starfsmenn, fjórir nýir hófu störf í haust, flestir í heilsdagsstörfum. Aðspurð hvort allar stöður væru mannaðar með faglærðu fólki, sagði Margrét Þóra svo ekki vera. „Akraneskaupstaður setti sér kvóta svo ég má ekki hafa faglært fólk í öllum stöðum. Von- andi breytast þær áherslur með nýrri stjórn. En ég er afskaplega ánægð með starfsfólkið og í raun er kaupstaðurinn mjög vel settur af faglærðu fólki. Við erum lítill leik- skóli sem þyrfti að stækka því hér er alltaf biðlisti. En það er ekkert pláss til þess.“ Ný skólanámskrá var unnin fyr- ir Teigasel á síðasta ári. Svoleiðis plögg eru ekki unninn árlega en at- hygli vekur að allar myndir í nám- skránni eru af eldri nemendum. „Við gerðum þetta í tvennum til- gangi. Bæði af virðingu fyrir öllum þeim sem unnu við gæslu barna hér áður fyrr og eins til að gera skóla- námskránna svolítið tímalausa,“ segir Margrét Þóra að endingu. Vallarsel Vallarsel er elsti leikskólinn á Akra- nesi og átti 35 ára afmæli síðasta vor. Mikið var um dýrðir í tilefn- is dagsins. Farið var í skrúðgöngu undir taktfastri stjórn nemenda í tónlistarskólanum. Lögreglan lok- aði götum þar sem börnin fóru um og svo var opið hús. Að sögn Krist- ínar Sveinsdóttur, aðstoðarleik- skólastjóra var gríðarlega góð mæt- ing. Yfirmönnum bæjar og þjóðar var boðið í heimsókn til að kíkja á starfið og sýningu sem haldin var í salnum. „Svo opnuðu þeir starfs- menn sem lengst hafa unnið hér, albúm sín. Þar kom margt gríðar- lega skemmtilegt í ljós frá liðnum tíma og sást vel hversu margt hef- ur breyst. M.a. var reykt í kaffistof- unni á fyrstu árunum. Það væri alls ekki leyft í dag.“ Í vetur verða 143 börn á Vall- arseli og starfsmenn eru nú 33 og enn er verið að ráða. Sérstaða skól- ans liggur í öflugu tónlistarstarfi og frjálsa leiknum. Kristín segir að tónlistin sé framkvæmd á ýmsan hátt. „Börnin nota líkamann m.a. sem hljóðfæri, svo búa þau til sín eigin, auk þess sem leikskólinn á gott safn hljóðfæra sem við höfum safnað í áranna rás og notað til þess styrki og gjafir.“ Varðandi frjálsa leikinn þá er honum stýrt með vali. „Við viljum að börnin velji sér svolítið félaga Það hefur verið votviðrasamt í sumar á Vesturlandi. Börnin á Akraseli eru ekki í vandræðum með að bregðast við því. abc Leikskólar á Vesturlandi byrjaðir skólaárið Börnin á Garðaseli skelltu sér meðal annars í keilu á íþróttadögum. Fjaran heillar alltaf, ekki síst í góðum félagsskap skólasystkina á Akraseli. Skógræktin býður upp á ýmislegt í leik og starfi. Hér kíkja börnin á Garðaseli á Akranesi í skógræktina. Hér eru nýju börnin á Teigaseli á Akranesi í þátttökuaðlögun. Tónlistin spilar stórt hlutverk í starfinu á Vallarseli á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.