Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 abc Menntastoðir er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja koma sér aftur af stað í nám eftir hlé. Aftur í nám Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhor náms- manna til áframhaldandi náms og auð- velda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nem- endur læri að læra, ei sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið er miðað við fullorðna nemendur, þ.e. einstaklinga 23 ára og eldri. Menntastoðir er dreifnám í tvær annir og hefst með staðlotu í Borgarnesi þann 13. september næstkomandi. Helstu námsgreinar eru: Stærðfræði, íslenska, enska, danska, bókfærsla, tölvu- og upplýsingatækni ásamt námstækni. Fullnægjandi undirbúningur Námið er metið sem fullnægjandi undir- búningur fyrir nám í Háskólabrú Keilis, Háskólagátt Háskólans á Bifröst og frumgreinadeild Háskólans í Reykja- vík og meta má námið til eininga í framhaldsskóla. Verð kr. 25.000.- Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Helgu Lind verkefnisstjóra Menntastoða á netfangið helgal@fsn.is eða í síma 895 1662. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 2. september www.simenntun.is Ný tækifæri arkmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læra að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið er miðað við fullorðna nemendur, þ.e. einstaklinga 23 ára og eldri. Menntastoðir eru kenndar í dreifnámi sem þýðir að námið er blanda af staðlotum og fjarnámi þar sem nemendur fá námsefnið í gegnum kennslukerfið Moodle og svo hitta þau kennara og aðra nemendur einu sinni í mánuði í Borgarnesi. Námið er verkefnamiðað og er námsefnið unnið jafnt og þétt á námstímanum. Námsgreinar eru; íslenska, enska, danska, stærðfræði, bókfærsla, tölvu og upplýsingatækni ásamt námstækni. Námið er metið sem fullnægjandi undirbúningur fyrir nám í Háskólabrú Keilis, Háskólagátt Háskólans á Bifröst og frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, ein g má meta námið til eininga í framhaldsskóla. Kennsla hefst með staðlotu 19.-20. september. Verð kr. 81.000.- t u tilvalin leið yrir þá sem vilja koma sér ftu stað í nám eftir hlé Nánari upplýsingar gefur Helga Lind verkefnastjóri Menntastoða í Borgarnesi á netfanginu helgalind@simenntun.is eða í síma 895 1662 Umsókn rfrestur er til og með föstudeginum 12. september Umsögn fyrrum nemanda Menntastoðir er snilldar leið fyrir þá sem hafa hætt námi og langar að setjast aftur á skólabekk. Skólinn tekur alveg á en er líka góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám. Ég sé ekki eftir því að hafa farið í Menntastoðir og er búin að skrá mig í skóla næsta vetur en það hefði ég aldrei gert nema eftir að hafa byggt upp sjálfstraustið hjá þessum frábæru kennurum sem kenna hjá Menntastoðum. – Bylgja Dröfn www.simenntun.is sjálf, að stýringin sé ekki of mikil. Við reynum því að gefa þeim tíma til að leika sér. Hátt hlutfall nemenda er af er- lendu bergi brotinn. Skólinn hef- ur því sett sér fjölmenningarstefnu sem m.a. kemur fram í því að sér- stök áhersla er lög á að þjálfa mál- þroska og sýna ýmislegt myndrænt. „Svo erum við svo heppin að hafa pólskan leikskólakennara sem er okkar stoð og stytta. Það geta verið svo flókin samskipti ef enginn tal- ar sama tungumálið,“ segir Kristín Sveinsdóttir að lokum. Borgarbyggð Í Borgarbyggð eru starfræktir fimm leikskólar; Andabær á Hvanneyri, Hnoðraból í Reykholtsdal, Hraun- borg á Bifröst og Klettaborg og Ugluklettur í Borgarnesi. Alls eru 203 nemendur í leikskólum Borg- arbyggðar. Andabær Leikskólinn Andabær er á Hvann- eyri og í vetur verða þar rúmlega þrjátíu börn. Í haust verða tekin inn eins árs börn samkvæmt ákvörð- un sveitarstjórnar og er skólan- um skipt niður í tvær aldursskiptar deildir. „Okkur var veitt undanþága vegna dagmömmuleysis á svæðinu, annars er takmarkið 18 mánaða í Borgarbyggð,“ segir Valdís Magn- úsdóttir leikskólastjóri. Í skólanum eru tíu stöðugildi og hófst aðlögun- arferli fyrir nýja nemendur 8. ágúst sl. Valdís segir mjög gott hlutfall faglærðra leikskólakennara vera við skólann. Andabær er Grænfánaskóli og hefur verið það síðan 2005. „Við höfum endurnýjað fánann fimm sinnum sem er með því mesta sem þekkist á landinu,“ segir Valdís. Andabær varð formlegur heilsu- leikskóli í desember 2013. „Við erum reglulega með íþrótta- og æfingatíma í Andabæ og mataræði nemenda fylgir ráðleggingum Lýð- heilsustöðvar. Mikil áhersla er lögð á að vinna fæðið frá grunni og við bökum t.d. brauð okkar að mestu leyti sjálf. Við náðum markmið- inu síðasta haust að verða fullgild- ur heilsuleikskóli,“ segir Valdís. Með heilsustefnunni fylgir heilsu- bók sem fylgir barninu í gegnum leikskólann. „Þetta er góð heimild um heilsufar barnsins, hreyfifærni og slíkt. Við höldum foreldra- fundi tvisvar á ári þar sem farið er yfir bókina,“ segir Valdís. „Að vera Grænfánaskóli fléttast vel saman við heilsustefnuna og hentar okkur vel í okkar umhverfi.“ Gott samstarf er á milli mennta- stofnana á Hvanneyri að sögn Val- dísar. „Börnin sem fara héðan eiga að þekkja sinn grunnskóla vel og við búum vel að því að grunnskól- inn og Landbúnaðarháskólinn eru í göngufæri frá okkur. Það er mikil jákvæðni á milli skólanna á Hvann- eyri,“ segir Valdís að endingu. Hnoðraból Leikskólinn Hnoðraból er á Gríms- stöðum í Reykholtsdal og var opn- að eftir sumarfrí 7. ágúst. Að Sjafn- ar Guðlaugar Vilhjálmsdóttur leik- skólastjóra urðu breytingar sem gerðar voru á húsnæðinu í sumar til þess að nú verður hægt að hafa 20 börn í vetur. „Þá er skólinn fullset- inn og ekki hægt að taka við fleirum. En sveitarfélagið er farið að skoða þann möguleika að breyta eða bæta þetta húsnæði hér eða skoða aðra kosti. Það er fullur skilningur fyr- ir því að reyna að leysa húsnæðis- vanda skólans því við höfum verið með biðlista fram að þessu. En þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsnæðinu gefa okkur möguleika á vísi að deildarskiptingu, sem skiptir gríðarlegu máli því þroskinn er svo breiður.“ Stöðugildi við leikskólann eru tæplega sjö en í vetur verða starfs- menn átta. Þrír eru faglærðir og fleiri háskólamenntaðir, þótt það sé ekki á þessu sviði, en nýtist engu að síður vel. Sérkenni skólans má segja að séu náttúrutengd. „Við setjum niður sumarblóm og grænmeti af ýmsum toga. Á vorin fara börnin heim með sumarblómin en núna er uppskerutími grænmetis að fara í gang. Svo tínum við auðvitað ber.“ Síðasta vor sótti starfsfólk leik- Og svo býður náttúran upp á marga möguleika. Hér er verið að föndra úr þurrk- uðum jurtum á Teigaseli. Börnin á Hnoðrabóli í Borgarfirði eru hér að taka upp rabbarbara í annað sinn í sumar, auk þess salat og stóra næpu. Ungur framtíðar ökumaður í Andabæ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.