Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 23
23abc Gulu deildina og Stubbakot sem Bangsakot tilheyrir. Yngstu börn- in sem tekin eru inn á Krílakot eru tveggja ára gömul. Yngri ef pláss leyfir. Starfsemi leikskólans hófst 14. ágúst sl. „Aðal hugtök okkar eru virðing, vinátta og gleði og okkar megin áhersla í starfinu í gegnum þessa þætti er stærðfræði og málþroski,“ segir Hermína K. Lárusdóttir að- stoðarleikskólastjóri Krílakots. „Í málþroska leggjum við mikla áherslu á málörvun og hljóðkerf- isvitund barna. Við þróum læsi og í vetur ætlum við að vera með aukinn skiltalestur þar sem flest í skólanum er merkt. Í stærðfræði- kennslunni notumst við mikið við Numicon kubba, þar sem flest allir okkar starfsmenn hafa farið á nám- skeið. Valið heldur áfram hjá okk- ur, bæði innan deildar og svo val á milli deila,“ segir Hermína K. Lár- usdóttir að endingu. Kríuból á Hellissandi Á leikskólanum Kríubóli á Hellis- sandi verða 44 börn í vetur á tveim- ur aldursskiptum deildum; Hóli þar sem yngri nemendur eru og Garði þar sem þau eldri eru. Starfsmenn skólans eru 14, tveir leikskólakenn- arar, tveir grunnskólakennarar og svo eru tveir starfsmenn að hefja nám núna í haust. Yngstu börnin sem tekin eru inn eru átján mánaða til tveggja ára og starfsemi skólans hófst 14. ágúst síðastliðinn. Steinunn Dröfn Ingibjörns- dóttir er aðstoðarleikskólastjóri á Kríubóli. Hún segir frjálsan tíma á Kríubóli vera frá klukkan átta til tíu og eitt til þrjú þar sem börnin hafa að segja um hvað þau taka sér fyrir hendur. „Leiknum er gefið mikið rými í starfi okkar og börn- in hafa þar frjálst val til að velja sér leiksvæði, efnivið og leikfélaga. Þá erum við með fimm innileik- svæði og eitt útileiksvæði og hef- ur hvert svæði sín sérkenni. Á þess- um tímum blandast deildirnar og þannig geta systkini á mismunandi aldri leikið saman,“ segir Steinunn Dröfn. „Við leggjum einnig mikla áherslu á stærðfræðikennslu og Numicon kubba. Það er líka hluti af vali barnanna.“ Sólvellir í Grundarfirði Á leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði verða 56 nemend- ur í vetur á aldrinum eins til fimm ára. Nemendum er skipt niður eft- ir aldri í þrjár deildir. Alls starfa 19 manns á Sólvöllum og þar af eru fjórir leikskólakennarar. Eldhús leikskólans sér um mat fyrir leik- skólann en einnig mat fyrir grunn- skóla Grundarfjarðar. Leikskóla- stjórinn, Matthildur Soffía Guð- mundsdóttir, segir einkunnar- orð Sólvalla vera vinátta, virðing og velvild. „Starf Sólvalla byggist að miklu leyti á kenningum Johns Dewey, en samkvæmt þeim felst nám barna fyrst og fremst í því að þau fái að upplifa og prófa hlutina á eigin forsendum. Þannig læri þau af reynslunni.“ Matthildur segir ennfremur að lögð sé mikil áhersla á útiveru og hreyfingu á Sólvöllum. „Nem- endur leikskólans eiga ferlimöpp- ur í leikskólanum þar sem ýmsum upplýsingum er safnað saman um skólagönguna bæði í ljósmyndum og ritaðar. Unnið er með lífsleikn- iverkefni sem þrír leikskólar á Ak- ureyri þróuðu. Lífsleikniverkefni þetta byggir á tólf dygðum en unn- ið er með eitt í einu í um þrjá mán- uði, sköpunargleðin er verkefni haustsins og fléttast inn í starfið.“ Á hverju ári fer í gang samvinna leikskólans og grunnskólans með aðlögun elstu nemanda leikskólans að grunnskólanum og 1. bekkur heimsækir leikskólann, heimsókn- ir á vinnustaði foreldra, heimsókn- ir í Fellaskjól og ýmislegt fleira. Leikskólinn í Stykkishólmi Nemendur Leikskólans í Stykk- ishólmi verða 68 í vetur og þeir yngstu eru eins árs. Skólanum er skipt niður í þrjár deildir eftir aldri barna og skólastarfið byrjaði 11. ágúst síðastliðinn. Starfsmenn leikskólans eru 24 og þar af eru sjö leikskólakennarar, þrír grunn- skólakennarar og fimm með aðra háskólamenntun. „Við erum vel stödd með faglærða starfsmenn,“ segir Sigrún Þórsteinsdóttir leik- skólastjóri. „Hér eru börn af 6 þjóðernum og fjölbreytileikinn í barnahópnum er mikill sem gerir starfið skemmtilegra. Starfsmanna- hópurinn hefur farið í tvær náms- og kynnisferðir til útlanda þar sem við höfum kynnt okkur leikskóla- starf í Skotlandi og Svíþjóð. Einn- ig höfum við farið á stóra ráð- stefnu í London þar sem var boð- ið upp á fyrirlestra og kynningu á ýmiskonar kennsluefni fyrir leik- skólaaldurinn. Bæði kennarar skól- ans og leiðbeinendur eru duglegir að fara á námskeið og er yfirleitt boðið upp á eitt til tvö námskeið hér í leikskólanum á vetri. Vel er hugað að skyndihjálp og fara all- ir starfsmenn á skyndihjálparnám- skeið annað hvert ár.“ Leikskóli Stykkishólms er Græn- fánaskóli. „Við búum í mjög grænu samfélagi og á það að sjást í öllu okkar starfi. Sérstaða leikskólans er sá arfur sem við byggjum á, en skólinn var stofnaður af St. Frans- iskussystrum. Nýtnin og nægju- semin lifir áfram frá þeim og það kemur inn í umhverfisstefnu okk- ar. Að nýta allt sem við getum og fara vel með það sem við eigum,“ segir Sigrún. Leikskólinn í Stykkishólmi starf- ar að vissu leyti eftir Reggio hug- myndafræðinni án þess þó að kall- ast Reggio leikskóli. „Við nýtum og virðum þær aðferðir sem börn hafa til að tjá sig á allan mögu- legan hátt. Við nýtum allt nærum- hverfi okkar vel og erum í góðum og skemmtilegum samskiptum við nágranna okkar, frístundabændur, hestamenn og fleiri,“ segir Sigrún að endingu. bgk/ Ljósmyndir frá leikskólum á Vesturlandi. Smáfólkið á Sólvöllum í Grundarfirði. Börn á elstu deildinni á leikskólanum í Stykkishólmi á öskudeginum í fyrra í heimagerðum búningum. Skólasetning grunnskólanna í Borgarbyggð Grunnskóli Borgarfjarðar verður settur fimmtudaginn 21. ágúst kl. 10:00 á Kleppjárnsreykjum kl. 12:00 á Hvanneyri kl. 14:00 á Varmalandi í Þinghamri Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 22. ágúst Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur í Borgarneskirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 10:00 hjá 1. - 3. bekk kl. 10.40 hjá 4. - 6. bekk kl. 11.20 hjá 7. - 10. bekk Að setningu lokinni fara foreldrar og nemendur með umsjónakennurum yfir í skóla, fá afhentar stundatöflur og nánari upplýsingar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst SK ES SU H O R N 2 01 4 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.