Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 24
24 abc Hvað er skemmtilegast við að skólinn er að byrja aftur? (Spurt á Akranesi) Spurning vikunnar Sóley Rún Einarsdóttir, 15 ára. Þá byrja allar íþróttirnar. Bára Katrín Jóhannsdóttir, 9 ára. Ég veit það nú ekki, kannski bara að sjá hvað hefur breyst. Guðbjarni Sigþórsson, 8 ára. Að sjá nýju stofuna. Ég fer í 4. bekkjar stofuna í Brekkubæjarskóla en er samt að fara í 3. bekk. Freyja Hrönn Jónsdóttir, 8 ára. Ég hlakka mest til að sjá nýju stofuna. Ólafur Sveinn Ólafsson, 13 ára. Það er að fá að hitta vini sína aftur. Grunnskóli Borgarfjarðar Helstu áherslur tengdar heilsueflingu og grænfána Reykhólaskóli Læra og vinna í góðum tengslum við náttúruna Skólastarf í Grunnskóla Borgarfjarð- ar hefst fimmtudaginn 21. septem- ber með skólasetningu og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá daginn eftir. Skólinn hefur þrjár starfsstöðv- ar. Á Varmalandi eru 103 skráð- ir nemendur, í Hvanneyrardeild 26 og á Kleppjárnsreykjum 87, samtals 216 nemendur. Er það mjög svipað- ur fjöldi og í fyrra en þó örlítil fjölg- un. Að sögn Ingibjargar Ingu Guð- mundsdóttur skólastjóra eru nokkr- ar breytingar í starfsmannahópn- um í ár en alls starfa 58 við skólann. „Þessar breytingar eru meðal ann- ars tilkomnar vegna þess að nokkr- ar konur eru að fara í barnsburðar- leyfi og faðir í fæðingarorlof. Þetta er bara til góðs fyrir skólann þeg- ar horft er til framtíðar með nem- endafjölda. Breytingarnar snúa aðal- lega að starfsmönnum í Kleppjárns- reykjadeild en minni breytingar eru á öðrum starfsstöðvum. Tveir nýir stuðningsfulltrúar byrja í Varma- landsdeild og einn skólaliði. Þrír kennarar, aðstoðarmatráður og tveir stuðningsfulltrúar á Kleppjárns- reykjum og einn starfsmaður í skóla- selinu á Hvanneyri,“ segir hún. Ingibjörg Inga segir helstu áherslur í skólastarfinu liggja í því að fylgja eftir þeim verkefnum sem unnið hefur verið að undanfarin ár og eru tengd heilsueflingu og græn- fánavinnu. Í heilsueflingaverkefn- inu verður geðrækt í forgrunni þetta skólaár og sjálfbærni og umhverfis- fræðsla nátengd grænfánaverkefni. Þá voru allir starfsmenn skólans á námskeiðum tengdu leiðtogaverk- efninu „Leader in me“ síðastliðinn vetur. „Leiðtogaverkefninu er ætl- að að auka sjálfsöryggi, ábyrgðar- tilfinningu og frumkvæði. Hver og einn lærir að koma auga á styrkleika sína og annarra, að hlusta á nýjar hugmyndir og tjá hug sinn. Nem- endur og starfsfólk læra að nýta fjöl- breytileikann í samstarfi og hvetja hvert annað til að ná enn betri ár- angri,“ útskýrir Ingibjörg Inga. Hún segir aðferðina byggja á sjö venjum sem nemendur og starfsfólk tileinki sér og læri að nota. Venjurnar séu teknar fyrir í ákveðinni röð og bygg- ir hver venja grunn að þeirri næstu í röðinni. „Þrjár fyrstu venjurnar snú- ast um persónulegan þroska, sjálfs- stjórn og sjálfsaga. Til að ná fram- förum verðum við að byrja hjá okk- ur sjálfum. Næstu þrjár lúta að sam- skiptum okkar við annað fólk, að byggja upp traust tengsl við aðra og ná besta mögulega árangri í sam- starfi við þá. Síðasta venjan í röð- inni beinist að því að hlúa að sjálf- um sér til að vera fær um að takast á við krefjandi verkefni í leik og starfi. Í framhaldi af námskeiðinu hefur starfsfólk skólans unnið að því að tileinka sér venjurnar og undirbúa innleiðinguna, sem verður á þessu skólaári.“ Skólinn vel í sveit settur Einnig er verið að innleiða nýja námskrá í Grunnskóla Borgarfjarð- ar og gengur sú vinna vel að sögn skólastjórans. Allir séu meðvitað- ir um þær áherslur sem hún kveð- ur á um. Áhersla er lögð á að tengja allar námsgreinar við grunnþættina. Grunnþættirnir sex eiga að fléttast inn í allt skólastarfið, svo sem efn- isval og inntak náms og kennslu, starfshætti og aðferðir og vinnu- brögð þeirra sem í skólanum starfa og þegar starfið er metið. „En eins og allt tekur þetta tíma og við leggj- um okkur fram um að gera betur frá ári til árs.“ Ingibjörg Inga seg- ir helstu sérstöðu skólans að vera vel í sveit settur, með hæfilegan fjölda nemenda þar sem auðvelt er að tengjast samfélagi, sögusviði og menningu Borgarfjarðar. „Einnig að skólanum hefur valist öflugt starfs- fólk sem er tilbúið að vinna eftir stefnu skólans og einkunnarorðum hans, sem eru heilbrigði, gleði og árangur. Með þau að leiðarljósi tök- umst við á við nýtt skólaár og von- um að nemendum okkar farnist vel í námi og samskiptum við samnem- endur og starfsfólk.“ grþ Þátttakendur Grunnskóla Borgarfjarðar í friðarhlaupinu 2014. Grunnskólinn í Reykhólahreppi verður settur næstkomandi föstu- dag, 22. ágúst. Líkt og venja er fylgja nemendur sínum umsjónar- kennara strax að lokinni setningu og kennsla hefst samkvæmt stunda- skrá. Þetta er þriðja ár sameinaðs skóla á Reykhólum en leikskóla- deildin tók á móti fyrstu börnunum 16. ágúst síðastliðinn. Í leikskólan- um eru skráð 16 börn, sjö drengir og níu stúlkur, á aldrinum eins árs til fimm ára. Eru flest börnin sem fæddust árið 2013 nú komin inn í leikskólann og er nemendafjöldi sá sami og var í lok síðasta skólaárs. Í grunnskóladeildinni er skráður 41 nemandi og er það fjölgun um einn frá því í fyrra. Kynjahlutfallið er nokkuð ójafnt þar sem drengir eru 25 en stúlkur einungis 16. Nokkrar breytingar eru á starfs- mannaliði skólans frá því í fyrra. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir hefur ver- ið ráðin sem nýr skólastjóri Reyk- hólaskóla. Hún er þó ekki ókunn- ug skólasamfélaginu þar enda hefur hún starfað sem kennari við skólann síðan 2003. Þá leysti hún fráfarandi skólastjóra Önnu Gretu Ólafsdótt- ur af í fæðingarorlofi síðasta vetur. „Einnig bætist nýr kennari í hópinn, Anna Björg Ingadóttir, sem á ættir sínar að rekja í Reykhólasveitina. Hún hefur starfað sem grunnskóla- kennari síðan 2006 í Lágafellsskóla ásamt því að vera í þjóðfræði í Há- skóla Íslands og stefnir hún að því að klára mastersritgerðina sína þar. Um síðustu áramót bættist einnig við sérþekkingu í skólanum þegar Sandra Rún Björnsdóttir iðjuþjálfi hóf störf,“ segir Ásta Sjöfn. Helstu markmið Ástu Sjafnar eru að halda við því góða starfi sem hefur ver- ið. „Við skólann er að finna mikla þekkingu og fagmennsku. Í hon- um starfa fimm grunnskólakenn- arar, sérkennari, þroskaþjálfi, iðju- þjálfi og leikskólakennari auk ann- arra frábærra starfsmanna. Einnig er stefnt að því að blanda skólastig- unum meira saman í vetur, þannig að nú verða fimm ára nemendur í grunnskólanum sjö kennslustund- ir á viku.“ Í Reykhólaskóla er lögð mik- il áhersla á að vinna og læra í góð- um tengslum við náttúruna og nær- umhverfið. „Við reynum að skapa andrúmsloft og umhverfi þar sem nemendum líður vel og geta þrosk- ast og dafnað á sínum forsendum við krefjandi og áhugaverð verkefni í leik og starfi. Við leggjum einnig áherslu á að gera nemendur ábyrga fyrir náminu sínu og veita þeim þá hvatningu og stuðning við ákvarð- anatöku um framvindu náms sem mögulegt er. Jafnframt að samvinna og jákvæðni sé aðalsmerki nem- enda og starfsmanna skólans. Kjör- orð skólans eru „vilji er vegur“,“ segir Ásta Sjöfn. Hún segir helstu nýjungar í skólastarfinu vera auk- ið samstarf á milli grunn - og leik- skóladeildarinnar. Þá er stefnt að því að halda áfram með innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. „Innleiðing- in hefur gengið mun hægar en til stóð, enda er margt nýtt í aðalnám- skránni sem þarf að skoða vel. En við stefnum að því að halda áfram með þessa vinnu í vetur.“ Ásta Sjöfn nefnir að lokum að ráðist verð- ur í framkvæmdir á skólalóðinni í haust. Á lóðinni er gervigrasvöllur en ekki var búið að ganga frá lóð- inni. „Ákveðið var að slá tvær flug- ur í einu höggi og útbúa betri að- stöðu fyrir nemendur þar í kring. Landmótun sá um að teikna svæðið og verður ráðist í þær framkvæmd- ir núna í lok ágúst þar sem kláruð verður öll jarðvegsvinna og leiktæki sett upp. Leiktækin voru keypt fyr- ir endurgreiðslu frá tryggingafélag- inu VÍS. Stefnt er að því að svæð- ið verði tilbúið fyrir jól en hellulagt verður síðar. Þetta er frábær viðbót fyrir nemendur grunnskólans og er þetta eitthvað sem þeir eru búnir að óska eftir lengi, að klárað verði svæðið í kringum völlinn,“ segir Ásta Sjöfn að endingu. grþ Útskriftarnemendur leikskóladeildar og tilvonandi nemendur í 1. bekk 2014. Nemendur í unglingadeildinni fóru til Danmerkur á síðasta skólaári. Á myndinni eru Aðalbjörg, Sindri, Hulda og Bartek. Nemendur söfnuðu sjálfir fyrir ferðinni og var hún hin besta skemmtun. Hópeflisferð starfsmanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.