Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Vinkonurnar og bekkjarsysturn- ar Agnes Mist Flosadóttir og Íris Petra Jónsdóttir tóku báðar virkan þátt í sumarlestrinum sem Bóka- safn Akraness bauð upp á í sum- ar. Agnes Mist las heilar 49 bækur og hafði gaman af. „Það voru eig- inlega allar bækurnar sem ég las skemmtilegar, eins og Skúli skelf- ir og Disney bækurnar,“ segir Ag- nes í samtali við blaðamann. Hún hafði ákveðið kerfi yfir hvernig hún leigði sér bækur í sumar og leigði alltaf fimm bækur í einu, tvær frá Disney og þrjár aðrar. Íris Petra vissi ekki nákvæma tölu á bókunum sem hún las í sumar en sagði þær hafa verið margar. „Mér fannst bara allar bækurnar jafn skemmtilegar,“ segir hún og getur alls ekki gert upp á milli bókanna. Þær lásu eins mikið og þær gátu og tóku jafnvel bækur með sér í fríið. „Við vorum alltaf að lesa, líka þegar við fórum í sumarbústað,“ segja vinkonurn- ar samrýmdu sem báðar lærðu að lesa fimm ára gamlar á leikskólan- um Teigaseli. Þetta er annað árið í röð sem Ag- nes og Íris taka þátt í sumarlestrin- um og þær ætla báðar að taka þátt aftur næsta sumar. Þær hafa þó nóg að gera þangað til enda að byrja í 3. bekk í Brekkubæjarskóla og eru hvergi nærri hættar að lesa. „Ég ætla líka að lesa í skólanum í vetur. Mér finnst skemmtilegast að lesa, skrifa og vera í stærðfræði,“ seg- ir Agnes. Íris er sammála vinkonu sinni en tekur þó fram að henni finnist skemmtilegast í listgreinum og Agnes samsinnir. „Svo fáum við líka að læra dans í skólanum, það er mjög gaman,“ segja vinkonurnar að lokum, fullar tilhlökkunar að byrja í skólanum á nýjan leik. grþ Fjórða ráðstefna um stuttrófukyn sauðfjár verður haldin að Blöndu- ósi 4.-8. september nk. „Marg- ir spennandi fyrirlestrar eru á dag- skránni og fyrirlesarar koma víðs vegar að. Fyrirlestrar verða fyrir hádegi en heimsóknir og ferðir eft- ir hádegi. Þetta er mjög spennandi ráðstefna fyrir þá sem hafa áhuga á fé, afurðum þess og umhverfi. Við hvetjum áhugasama um að skrá sig á heimasíðu Textílseturs Íslands, www.textilsetur.com sem allra fyrst. Hægt er að velja einn og einn dag og jafvel hálfa daga,“ segir Jóhanna E Pálmadóttir framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands í tilkynningu. mm Hún heitir Jónný Hekla Hjalta- dóttir og er 18 ára Borgnesing- ur. Jónný hefur alltaf haft gaman af því að teikna og langar að vinna við listsköpun þegar fram í sækir. Hún hefur verið að teikna persónur eftir þáttum, tölvuleikjum og bíó- myndum en mest heillar japanski teikni-stíllinn, sem kallast anime og manga. Gerir hún bæði eftir- hermur og skapar sinn eigin heim og langar að halda því áfram. Sem stendur stundar Jónný Hekla nám í Menntaskóla Borgarfjarðar. Bjó til dreka, dýr og sinn eigin heim „Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna, bara frá því ég var mjög ung,“ segir Jónný Hekla í upphafi samtalsins. „Þetta voru helst pers- ónur sem birtust í hausnum á mér og þá bjó ég bara til heim í leiðinni. Reyndar voru þetta ekki bara pers- ónur heldur teiknaði ég líka mikið af drekum og alls kyns dýrum. Til að byrja með var þetta fríhendis og allt á blað en svo fór ég að prófa að nota tölvuna til að teikna. Það er að sumu leyti auðveldara. Þá hef- ur maður yfirleitt betri stjórn á myndinni. Auðveldara er að stroka út og breyta í tölvunni heldur en á blaðinu. Það sjást engin för,“ seg- ir Jónný brosandi og bætir við að á margan hátt sé léttara að vinna liti í tölvu heldur en á blaði. Teikniborð og mús Þegar Jónný byrjaði að nota tölv- una var hún með teikniborð sem í raun virkar alveg eins og blað með blýanti. Hún viðurkennir þó að það hafi verið erfitt að teikna fyrst í tölv- unni, en með æfingu hafi hún náð ágætum tökum á því. En svo bilaði teikniborðið. „Ég á ekki peninga til að kaupa mér almennilegt teikni- borð svo ég fór bara að æfa mig að nota músina. Það var líka svo- lítið skrautlegt í upphafi og erfið- ara, en varð að duga.“ Aðspurð seg- ir hún að langflestir listamenn sem teikna í tölvu noti teikniborð, því það sé auðveldara, eins og áður var sagt. „Draumur minn er að eignast teikniborð með skjá sem hægt er að teikna beint á,“ segir Jónný og það bregður fyrir bliki í auga. Japan er heillandi „Ég hef alveg verið heilluð af því sem þeir teikna og skapa í Japan. Meira að segja fór ég að læra smá japönsku bara sjálf og gerði það í þrjú ár. Allt bara af því að mig lang- aði að læra meira og mér finnst tungumálið fallegt. Vefsíðurn- ar þeirra eru einnig yfirleitt á jap- önsku og maður getur ekkert bjarg- að sér ef engin kunnátta er í jap- önsku. Það var því ekki um annað að ræða en að læra bara tungumál- ið, allavega nóg til að skilja eitthvað, til að geta grúskað. En ég kann svo sem ekkert mikið, enda var ég ekki í skóla að læra þetta. En því miður er það svo að ef maður er ekki Jap- ani, sem sagt útlendingur úti í Jap- an, þá eru minni líkur að ná árangri í japanskri list.“ Vann óvænt keppni Jónný er hlédræg og eins og marg- ur annar sinn harðasti dómari. Oft er raunin sú að það sem öðr- um finnst gott, er hún sjálf hund- óánægð með. En fyrir hvatningu sendi hún inn mynd í keppni sem var á stórri listasíðu, sem er bæði fyrir fag- og áhugamenn, en sér- staklega áhugamenn. Svo fór að hún vann í keppninni og kom sjálfri sér mest á óvart. „Ég átti að teikna persónu sem einhver annar hafði skapað. Ég sendi inn mynd og kon- an sem á þetta dæmdi öll verk sem komu inn, ásamt vinum sínum. Ég varð alveg gríðarlega glöð yfir því að vinna og það gaf mér mjög mikið í sjálfstraustinu. Síðan heitir deviantart.com og er mjög vinsæl. Hún er ekki bara fyrir teiknaðar myndir, heldur eru þar einnig ljós- myndir, ljóð og sögur, svo eitthvað sé nefnt.“ Jónný sendi einnig mynd í aðra keppni sem í raun var stærri. Hún var ein af þeim sem lentu þar í heiðurssæti. Langar mest í listaháskóla Jónný hefur einnig sett eitthvað af myndunum sínum inn á Facebo- ok. Fagkennari sem sá myndirnar hennar gaf þá umsögn að hún ætti að nota hæfileikana betur og hvatti hana til að framkvæma meira af sín- um eigin hugmyndum, því hún væri efnileg og fær. Svo virðist því sem gáfan sé til staðar, það þurfi bara að virkja hana betur. Jónný viður- kennir að svo geti verið, enda langi hana í listaháskóla. Hún vill gera málverk og jafnvel selja, vinna við að gera teiknimyndir, myndskreyta t.d. bækur og jafnvel semja sögur sjálf og búa til myndir við. Sem hún reyndar hefur aðeins gert. „Mér fannst hins vegar lengi vel erfitt að segja neinum frá því sem ég var að gera. Ég efaðist mjög um sjálfa mig og gerði mikið af því að rífa mig niður. Ég er feimin, en þetta hefur heilmikið lagast, en ég veit að þarna þarf ég að vinna meira.“ Notar netið til að koma sér á framfæri Í dag er auðveldara að sýna heim- inum hvað verið er að fást við. Þar spilar hinn víðáttumikli veraldar- vefur stórt hlutverk. Sem stend- ur er Jónný við nám í Menntaskóla Borgarfjarðar og stefnir að því að klára að ári. „Netið hefur hjálp- að mér heilmikið. Bæði hef ég selt myndir og svo er fólk að koma með athugasemdir um myndirnar mín- ar, allar uppbyggilegar og jákvæðar. Svo hef ég sett myndir inn í hópa á listasíðum. Þar fær maður upp- byggilega gagnrýni fólks sem veit hvað það er að segja. Það er gríð- arlega mikilvægt. Svo bið ég bróð- ur minn líka oft að kíkja á hvað ég er að gera. Hann hjálpar mér mik- ið og kemur með góða gagnrýni. En það er ekkert leyndarmál að það þurfa allir listamenn að æfa sig og maður á aldrei að gefast upp,“ seg- ir þessi hógværa stúlka Jónný Hekla Hjaltadóttir að lokum. bgk Vinkonurnar Íris Petra og Agnes Mist lásu fjöldann allan af bókum í sumar. Finnst skemmtilegt að lesa Helga Sólveig Ómarsdóttir með svarta gimbur. Rætt um stuttrófukyn sauðfjár Það þurfa allir að æfa sig Rætt við Jónný Heklu Hjaltadóttur listamann í Borgarnesi Jónný Hekla Hjaltadóttir, upprennandi listamaður úr Borgarnesi. Draumur um frelsi heitir þessi fallega mynd eftir Jónný Heklu. Þessi mynd heitir Tungl og sól. Blossom, mætti kannski kalla: Að blómstra, á íslensku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.