Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Aðalfundur Skógræktarfélags Ís- lands var að þessu sinni haldinn á Akranesi helgina 15. - 17. ágúst í boði Skógræktarfélags Akraness og Skógræktarfélags Skilmanna- hrepps. Á fundinn mættu fulltrú- ar skógræktarfélaga víðsvegar af landinu. Auk hefðbundinna aðal- fundarstarfa voru ýmis fræðsluer- indi um skógrækt á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit, jólatrjáaræktun, eplarækt á Akranesi og fleira. Þá voru farnar kynnisferðir þar sem Jón Guðmundsson garðyrkjufræð- ingur á Akranesi var heimsóttur, Jón Eiríksson í Gröf var sömuleið- is heimsóttur, gengið um skógrækt- ina í Slögu, grillað í Garðalundi og gengið um Álfholtsskóg og boðið uppá veitingar. Gestirnir voru af- skaplega ánægðir með móttökurn- ar og aðstöðu alla. Á fundinum sýndi Þorsteinn Tómasson meðal annars birki sem hann hefur kynbætt eða -breytt og er með bæði rauð og græn blöð. Sum kvæmin eru norsk/íslensk en önnur sænsk/íslensk. Þá var kom- ið með fjögur myndarleg grenitré í tengslum við fyrirlestur um jóla- trjáaræktun. Félagar í Skógræktar- félagi Akraness og Skógræktarfé- lagi Skilmannahrepps fengu bæði græn-rauðu birkitrén og grenitrén gefins í lok fundarins. Gestirnir á fundinum dáðust mjög að vexti trjánna í Álfholtsskógi og í Slögu. Sérstaklega er breytingin í Slögu áberandi. Sýndar voru myndir frá því um 1990 þegar lítið sást móta fyrir trjám í Slögu. Þetta og margt ótalmargt fleira var á döfinni á að- alfundinum sem þótti heppnast vel, eins og áður segir. Loks voru fjórir góðir félagar Skógræktarfélags Akraness og Skógræktarfélags Skilmannahrepps heiðraðir fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf að skógrækt. Þetta eru þau Bjarni Þóroddsson, Guðjón Guðmundsson, Stefán Teitsson og Þóra Björk Kristinsdóttir. jbb/mm Niðurstöðurnar úr skýrslum naut- griparæktarinnar í júlí 2014 hafa nú verið birtar á vef Ráðgjafarmið- stöðvar landbúnaðarins. Reiknuð meðalnyt 21.239 árskúa á búun- um sem skilað höfðu inn skýrslum síðastliðna 12 mánuði var 5.749 kg en var 5.702 kg mánuðinn á undan. Mest meðalnyt á síðustu 12 mán- uðum hér á landi var á búi Sigurðar og Báru í Lyngbrekku á Fellsströnd í Dölum. Þar var reiknuð meðalnyt 7.955 kg eftir árskú. Þetta bú var í öðru sæti í síðasta mánuði. Ann- að í röðinni nú var bú Brúsa ehf. á Brúsastöðum í Vatnsdal og þriðja var Hriflubúið í Þingeyjarsveit. Á 35 búum reiknaðist meðalnytin nú 7.000 kg eða meiri en þau voru 30 við síðasta uppgjör. Nythæstu kýrn- ar hér á landi síðustu 12 mánuði eru allar í Skagafirði, á bæjunum Gili, Hóli og Viðvík. mm Í sumar hefur hver stórviðburður- inn tekið við af öðrum í Frystiklef- anum í Rifi. Í síðustu viku kom dans- verkið „Dansaðu fyrir mig“ í heim- sókn og fyllti húsið, en á komandi vikum verður meira um nýja leiklist og áhugaverða tónleika. Næst- komandi föstu- dag, 22. ágúst, verður sjóaras- temning í hús- inu. Arnar Dan Kris t jánsson sem er ung- ur og fjölhæf- ur leikari hefur skrifað og sett á svið glænýjan einleik um sjó- m e n n s k u n a . Verkið heit- ir Landsliðið á línu en að verkinu koma einnig hönnuðurinn Sigríður Soffía og tónsmiðurinn Bára Gísla- dóttir. Á meðan Arnar bregður sér í ýmis hlutverk spilar Bára á kontra- bassann og nær að galdra fram magnaða hljóðmynd. Landsliðið á línu fjallar um ól- seiga áhöfn og örlög sautján ára pilts sem er í fyrsta sinn að fara á sjóinn. Pilturinn er með vænting- ar um að henda sér í djúpu laugina og ná að fylla vasana af seðlum. En margt getur komið fyrir á sjónum og við fylgjumst með v æ n t i n g u m drengsins snú- ast yfir í baráttu upp á líf og dauða. Sýning hefst kl. 20.00 og miðaverð er 2000 kr. -fréttatilkynning Agnes Lind Heiðarsdóttir sem rekur meðal annars Krambúðina á Búðum á Snæfellsnesi hélt upp á afmæli sitt í fjörunni við Langa- holt um miðjan júlí. Agnesi hef- ur greinilega verið annt um að láta gesti sína fá góð sæti á með- an á veislunni stóð. Meðfylgjandi mynd var tekin í afmæli Agnesar en þar má sjá þrjá höfðingja, bræðurna Þorkel og Guðmund Símonarsyni en á milli þeirra situr Þorkell Geir Högnason. Þeir félagar láta fara vel um sig í kvöldsólinni þar sem þeir sitja í sófa sem settur hefur verið á heykvísl á gamalli dráttarvél. jsb/ Ljósm. Guðrún C. Emilsdóttir. Síðsumarsýning á Miðfossum fór fram dagana 11.- 13. ágúst sl. Alls voru sýnd 53 hross en af þeim voru fjögur einungis leidd í byggingar- dóm. Hæst dæmd hross sýning- arinnar var Kilja frá Grindavík, 7 vetra undan Geisla frá Sælukoti og Kilju frá Norður-Hvammi. Kilja fékk 8,13 fyrir sköpulag og 8,41 fyr- ir hæfileika og 8,31 í aðaleinkunn. Sýnandi hennar var Jakob Sigurðs- son sem hér sést á Kilju. iss Slakað á við fjöruborðið Yfir fimmtíu hross á síðsumarsýningu Sjóarastemning í Frystiklefanum Lyngbrekka á Fellsströnd. Lyngbrekkubúið í Dölum enn á ný það nythæsta á landinu Jón Eiríksson sýnir hér nægjusama birkiplöntu sem komið hefur sér fyrir í agnar- smárri holu í steini í garðinum í Gröf. Skagamenn voru gestgjafar á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands Svipmynd yfir fundarsalinn í FVA. Nýir heiðursfélagar SÍ. F.v. Bjarni Þóroddsson, Guðjón Guðmundsson, Þóra Björk Kristinsdóttir og Stefán Teitsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.