Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Auglýsing um skipulag í Borgarbyggð – Stóru-Brákarey Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgar- byggðar samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn Borgarbyggðar 14. ágúst 2014. Breytingin felst í að landnotkun í Stóru-Brákarey verði breytt samkvæmt uppdráttum og greinargerð dagsettri 8. ágúst 2014. Skipulagssvæðið tekur til Stóru-Brákareyjar. Tillagan mun liggja frammi hjá Skipulagsstofnun, á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, Borgarbyggð, frá og með 18. ágúst til og með 28. september nk. Frestur til athugasemda er til sama tíma. Tillagan verður einnig til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagstillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingar- fulltrúa í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarbyggð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. Lulu Munk Andersen, skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar SK ES SU H O R N 2 01 4 ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is S K E S S U H O R N 2 01 4 Tilboð óskast í ríkisjörðina Litla Kamb í Snæfellsbæ 15684 – Litli Kambur í Snæfellsbæ Um er að ræða ríkisjörðina Litla Kamb í Snæfellsbæ í hinni fögru sveit Breiðuvík. Jörðin er talin vera u.þ.b. 190 ha að stærð, þar af u.þ.b. 80 ha neðan við þjóðveginn. Gömul tún eru skráð 16,2 ha. Fasteignir jarðarinnar eru gamlar, byggðar á árunum 1940 – 1979. Um er að ræða íbúðarhús sem þarfnast endurbóta og fimm nýtanleg útihús. Ástand tveggja útihúsa telst þokkalegt og ástand þriggja útihúsa lélegt. Auk þess er eitt ónýtt útihús. Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands – fasteignaskrá er brunabótamat samtals kr. 56.990.000,- og fasteignamat fasteigna er kr. 16.287.000,- Réttur til efnistöku umfram búsþarfir, sem og öll vatns- og jarðhitaréttindi eru undanskilin við söluna, sbr. 40. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Jörðin er til sýnis í samráði við Hjört Sigurðsson, Stóra Kambi, í síma 894 7028 virka daga milli kl. 16 og 18. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Sjá einnig nánari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa rikiskaup.is Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 9. september 2014 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is S K E S S U H O R N 2 01 4 Tilboð óskast í ríkisjörðina Iðunnarstaði í Borgarbyggð, Lundarreykjadal 15685 – Iðunnarstaðir í Lundarreykjadal Um er að ræða ríkisjörðina Iðunnarstaði í Borgarbyggð, Lundarreykjadal. Jörðin er talin vera 980 ha. að stærð skv. Þjóðskrá Íslands - fasteignaskrá. Ekki er annað vitað en að landamerki séu ágreiningslaus. Gömul tún eru skráð 8,4 ha. Þá fylgir með í sölunni 70,9 ærgilda greiðslumark. Fasteignir jarðarinnar eru gamlar og illa farnar og íbúðarhúsið ónýtt. Jörðin á aðild að Veiðifélagi Grímsár og Tunguár. Fasteignamat veiðiréttinda er kr. 9.830.000,-. Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands – fasteignaskrá er brunabótamat samtals kr. 29.474.000,- og fasteignamat fasteigna er kr. 9.338.000,-. Réttur til efnistöku umfram búsþarfir, sem og öll vatns- og jarðhitaréttindi eru undanskilin við söluna, sbr. 40. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Sjá einnig nánari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa rikiskaup.is Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 9. september 2014 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. Í síðasta Skessuhorni var mynd af tvílitum stara í hópi aldökkra félaga sinna í Borgarnesi. Tilgátur voru um að þetta væri ungfugl síðan í vor en þeir eru oft nokkuð lengi ljósari en fullorðnir fuglar. Þessi var tvílitur drapplitur og svart- ur, eða frekar líkur skjóttum hesti á lit. Eftir að myndin birtist hafði Róbert A. Stefánsson hjá Náttúru- stofu Vesturlands í Stykkishólmi samband og sagði að sér þætti lík- legra að þetta væri önnur starateg- und, sem kallast rósastari. Hann sagði að fyrr í sumar hefði Gunn- ar Sigurjónsson fuglaáhugamaður tilkynnt um mögulegan rósastara í Borgarnesi en Gunnar hefði aðeins séð hann augnablik og ekki tekist að staðfesta greiningu. Róbert þyk- ir myndin í Skessuhorni styðja til- kynningu Gunnars. Á vefnum fuglar.is, sem er á veg- um fuglaáhugamanna á Hornafirði, segir að Rósastarinn verpi frá A- Evrópu austur um Asíu en sé mikill farfugl og sjáist öðru hverju í tals- verðum fjölda í V-Evrópu og stöku sinnum hér á landi (31 skráning hafi borist til ársins 2009). Flest- ir rósastarar hafi vetursetu á Ind- landi. hb Lionsklúbbur Stykkishólms er nú, í samstarfi við Lionsklúbbinn Hörpu og Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að fara af stað með afar athyglisvert forvarnarverkefni í Stykkishólmi og Helgafellssveit. Felst það í að bjóða 55 ára einstaklingum á starfssvæði klúbbsins í ókeypis ristilspegl- un. „Á undanförnum árum hefur Lionsklúbbur Stykkishólms kom- ið að forvarnarstarfi í heilbrigð- ismálum. Klúbbfélagar hafa í all- mörg ár haft áhuga á að standa fyr- ir hvatningarátaki varðandi skim- un fyrir ristilkrabbameini, sem er lúmskur vágestur og gerir sjaldan boð á undan sér. Á Íslandi grein- ast að meðaltali 112 einstaklingar á hverju ári með slíkt krabbamein. Miklu skiptir varðandi framtíðar- horfur sjúklinga að greina þetta krabbamein á frumstigi. Með þessu átaki ætlum við Lionsfélagar því að bjóða öllum einstaklingum búsett- um í Stykkishólmi og Helgafells- sveit, sem verða 55 ára á þessu ári, í ókeypis ristilspeglun,“ segir Gunn- laugur Árnason Lionsfélagi í sam- tali við Skessuhorn. Hann og Ingi Berg Ingason eru í forsvari fyrir verkefnið fyrir hönd Lionsklúbbs Stykkishólms. „Þannig mun fólk sem fætt er árið 1959 verða skoðað á þessu ári, fólk fætt 1960 á næsta ári og svo koll af kolli í fimm ár. Ætlunin er að þetta verkefni standi í fimm ár og verði þá endurmetið,“ segja þeir Gunn- laugur og Ingi Berg. Allur kostnað- ur við rannsóknina og undirbúning ristilspeglunar á Heilbrigðisstofn- un Vesturlands á Akranesi verð- ur fólki að kostnaðarlausu, að frá- töldum ferðakostnaði á Akranes. Lionsklúbbarnir sendu einstakling- um í árgangi 1959 bréf fyrr í sum- ar. „Gott væri að þeir einstakling- ar sem fengu boðsbréf frá okkur í sumar láti vita hvort áhugi sé fyrir boðinu fyrir 31. ágúst nk, því tím- inn líður hratt.“ Fólk þarf að láta vita um áhuga fyrir skoðun með að hringa í síma 432-1200 (HVE) og gefa upp nafn, kennitölu og síma- númer. Síðan verður hringt í við- komandi, þar sem gefnar verða verða nánari upplýsingar um fram- kvæmd rannsóknarinnar og áætlaða dagsetningu. Ristilkrabbamein er algengur vá- gestur á Íslandi. Tilfellið er að ein- staklingurinn gengur lengi með sjkdóminn (allt að 10 ár) áður en hann fer á hættulegt stig. Mikl- ir möguleikar eru að greina ristil- krabba á frumstigi með ristilspegl- un og grípa strax inn í og lækna. 55 ára aldurinn er af læknum talinn heppilegur til speglunar, því þá eru einkenni oftast nær búin að gera vart við sig. „Klúbbarnir vilja með þessu átaki leggja lið og gera gagn í samfélaginu. Niðurstaða starfs- hóps á vegum Landlæknis skilaði skýrslu árið 2002 og mælti þá með að skimun yrði hafin hér á landi fyrir krabbameini í ristli og enda- þarmi. Af einhverjum ástæðum hef- ur sú skimun aldrei hafist,“ segir í kynningu á verkefninu. mm Stefnt er að því í næsta mánuði að nýtt kaffihús verði opnað við Akratorg, að Kirkjubraut 2 á Akranesi, þar sem verslunin Litla búðin var áður til húsa. Það er fyrirtækið Skagaferðir ehf. sem er í eigu Elinbergs Sveinssonar, Haf- dísar Bergsdóttur og Hildar Björns- dóttur, sem hyggst opna kaffihúsið. Þau reka einnig gistiheimili að Kirkju- hvoli, líkt og Skessuhorn hefur greint frá. „Við getum alveg staðfest það að við ætlum að opna þarna kaffihús, það þarf allavega eitthvað mikið að ger- ast til að það breytist. Núna erum við að bíða eftir framkvæmdaleyfi og það lítur allt vel út með það. Við stefnum að því að opna í septembermánuði ef allt gengur að óskum,“ segir Hafdís í samtali við Skessuhorn. Hún segir hópinn upphaflega hafa ætlað að opna kaffihús í Kirkjuhvoli, samhliða gistiheimilinu, en aðstæð- ur í húsinu hafi ekki boðið upp á það. „Við fengum því þetta húsnæði leigt en verslunin Nína verður áfram með markaðshorn Kirkjubrautarmegin í húsinu,“ útskýrir Hafdís. Nú er unnið hörðum höndum að því að setja upp vegg til að skipta húsnæðinu ásamt því að gera klárt fyrir kaffihúsið. Haf- dís segir að ekki verði lögð áhersla á kvöld opnun heldur verði opið til kl. 18 alla daga vikunnar. „Við verðum svo vonandi með eina kvöldopnun í viku í takt við verslanir. Boðið verður upp á kökur og bakkelsi á kaffihúsinu, ásamt því að hægt verður að fá léttan hádegisverð. En fyrst og fremst verð- ur þetta kaffihús í eiginlegri merkingu þar sem áherslan verður lögð á gott kaffi,“ segir Hafdís að lokum. grþ Árgangi 1959 boðin ókeypis ristilspeglun Mynd af rósastara af vefnum fuglar.is. Ljósm. Hrafn Svavarsson. Er skjótti starinn kannski rósastari? Starinn sem sást í Borgarnesi. Ljósm. hb Opna kaffihús við Akratorg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.