Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurð- ardóttur konu hans veitir Ljóða- verðlaun Guðmundar Böðvarsson- ar og Borgfirsk menningarverðlaun á samkomu í Reykholtskirkju laug- ardaginn 30. ágúst nk. Samkoman hefst kl. 16.00. „Þetta er í níunda sinn sem sjóð- urinn veitir þessi verðlaun. Aðilar að sjóðnum eru Búnaðarsamband Vesturlands, Ungmennasamband Borgarfjarðar, Samband borg- firskra kvenna, Rithöfundasam- band Íslands og afkomendur Guð- mundar og Ingibjargar frá Kirkju- bóli. Auk afhendinga verðlauna er dagskrá með tónlistarflutningi og ljóðalestri. Allir eru velkomnir og alveg sérstaklega félagar í aðildar- félögum sjóðsins. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest,“ segir Böðv- ar Guðmundsson í tilkynningu fyr- ir hönd minningarsjóðsins. mm Reykholtsdalurinn skartaði sínu fegursta síðastliðinn sunnudag þeg- ar minnisvarði um hjónin Erlend Gunnarsson og Andreu Jóhann- esdóttur frá Sturlureykjum var af- hjúpaður. Búið var að koma fyrir tveimur haganlega gerðum stuðla- bergsdröngum á Merkjaklöpp aust- an við landamerki Sturlureykja og Grófar. Á stöplana er sagan skráð til að gestir og gangandi geti um ókomin ár lesið sig til um fyrrum ábúendur á bænum. Við Merkja- klöppina hefur einnig verið kom- ið fyrir áningarstað með borði fyr- ir ferðamenn og góðum bílastæðum og er staðurinn orðinn hinn nota- legasti. Að því verki kom Vegagerð- in og á þökk fyrir að fjölga áningar- stöðum við þjóðveginn. Það var hópur afkomenda Er- lendar og Andreu sem stóð að gerð minnisvarðans. Um söguna var fjallað í síðasta tölublaði Skessu- horns, en í stuttu máli var Erlendur á Sturlureykjum (1853-1919) merk- ur hagleiksmaður og góðbóndi á sinni tíð. Beitti hann sér fyrir ýms- um framfaraskrefum en verður helst minnst fyrir frumkvöðulsstarf við upphitun bæjarins á Sturlureykjum með gufu sem leidd var í stokk úr bæjarhvernum. Þau hjón eignuðust tíu börn og eru afkomendur þeirra fjölmargir í Borgarfirði og víð- ar um landið. Athöfnin á Merkja- holtinu hófst um nónbil með því að Óskar Guðmundsson sagnfræð- ingur í Reykholti fór yfir lífshlaup Sturlureykjahjóna í stuttu máli. Að því búnu afhjúpuðu tvö af þremur eftirlifandi barnabörnum Erlend- ar og Andreu minnisvarðann, en það voru þau Sveinn Þórðarson frá Skógum og Erla Hannesdóttir úr Reykjavík. Þeim til aðstoðar voru tvær Andreur úr ættinni. Séra Aðal- steinn Þorvaldsson sóknarprestur í Grundarfirði og afkomandi Sturlu- reykjahjóna blessaði minnisvarðann og flutt voru ávörp. Loks fór fjöl- skyldan og aðrir gestir til kaffisam- sætis í félagsheimilinu Logalandi. mm Jón R. Hilmarsson, skólastjóri og ljósmyndari, verður með ljós- myndasýningu á Hvalfjarðardög- um í lok ágúst í Stjórnsýsluhúsinu í Melahverfi. Áherslan í myndefninu er á Vesturland. Rúmlega 20 mynd- ir verða prentaðar á álplötu og um sölusýningu verður að ræða. Opn- un sýningarinnar verður föstudag- inn 29. ágúst kl. 17 og opið til kl. 21 þá um kvöldið. Alexandra Cherny- shova syngur nokkur lög við opn- unina. Laugardaginn 30. ágúst verð- ur opið frá kl. 12 til 17 og á sunnu- deginum frá klukkan 12 til 15. Jón R. Hilmarsson hefur stund- að ljósmyndun um árabil og gefið út tvær ljósmyndabækur sem feng- ið hafa góð viðbrögð fyrir efnis- tök og gæði. Þetta eru bækurn- ar Ljós og náttúra Skagafjarðar og Ljós og náttúra Norðurlands vestra. Frá árinu 2005 til vors 2012 starf- aði hann sem skólastjóri Grunn- skólans austan vatna í Skagafirði. Á þeim tíma fékk hann áhuga á ljós- myndun enda náttúra og landslag Íslands einstaklega fallegt og mynd- rænt. Hann fór fljótlega að halda ljósmyndasýningar, fyrst í Skaga- firði en síðan víðar um landið. Sumarið 2012 flutti Jón ásamt fjölskyldu sinni suður í Hvalfjörð- inn þar sem hann starfar sem skóla- stjóri Leik- og grunnskóla Hval- fjarðarsveitar. Konan hans, Alex- andra Chernyshova óperusöng- kona, starfar einnig við skólann og við Tónlistarskóla Borgarfjarð- ar í Borgarnesi þar sem hún kenn- ir tónmennt og söng. „Ljósmynd- un hentar mjög vel erilsömu starfi skólastjóra. Það er gott stundum að geta verið einn með sjálfum sér úti í náttúrunni og gefið sér góðan tíma í mynda, leita af áhugaverðum sjón- arhornum, augnablikum og aðstæð- um sem gefa fallegar myndir,“ segir Jón. Hann segir að vænta megi ljós- myndabókar um Vesturland eftir tvö til þrjú ár, en vinna við hana er hafin. „Sem endranær er af nógu að taka með myndefni á þessum lands- hluta eins og öðrum á Íslandi,“ segir Jón. Áhugasamir geta séð myndirn- ar hans á vefsvæðinum www.flickr. com/jonrrr mm Frændurnir Snorri Kristleifsson og Þorsteinn Andrésson áttu drjúgan þátt í að minnisvarðinn var gerður en fjölmargir afkomendur Sturlureykja- hjóna kostuðu verkið. Minnisvarði afhjúpaður um Sturlureykjahjónin Erla og Sveinn afhjúpuðu minnisvarðann ásamt tveimur Andreum. Óskar í Véum fór yfir lífshlaup Erlendar og Andreu. Undir lokin sá heimilis- hundurinn á Sturlureykjum ástæðu til að veita Óskari félagslegan stuðning með nærveru sinni. Séra Aðalsteinn Þorvaldsson blessaði minnisvarðann. Okkur félögunum í hestamanna- félginu Faxa í Borgarfirði langar til að minnast heiðursfélaga okk- ar Þórðar Valdimarssonar. Þórður var einn af dyggustu félagsmönn- um okkar, ávallt reiðubúinn að vinna sjálboðavinnu fyrir félagið. Hér á árum áður stóð hestamann- félagið fyrir stórmótum að Faxa- borg á bökkum Hvítár. Þá voru oft mörg handtök sem þurfti í undirbúningsvinnu. Girðinga- vinna var stór hluti af þeirri vinnu því margt manna kom ríðandi og þurfti þá að hafa góðar girðingar fyrir keppnis- og ferðahross. Allt- af var hægt að treysta á Þórð til þessa verks og varði hann yfirleitt sínum frístundum í sjálfboðavinnu fyrir félagið sem var honum mjög hugleikið. Þórður átti alltaf góða reiðhesta, yfirleitt þrjá brúna sem hann kallaði brúna tríóið. Áður fyrr stóð hestamannafélagið allt- af fyrir einni hestaferð á hverju sumri og mætti Þórður alltaf í þær ferðir. Man ég sérstaklega eft- ir einni ferð norður í Skagafjörð með fjölda félaga. Hversu hjálp- samur hann var að járna fyrir fólk- ið og gerði það með stakri prýði. Eins fórum við ferð í kringum Strútinn, niður Kjarardal og nið- ur í Þverárrétt. Á þessum slóð- um var Þórður á sínum æsku- stöðvum. Þarna hafði hann farið í leitir og hrossasmalanir á sínum yngri árum. Þarna fræddi hann okkur um öll helstu kennileiti og fór með vísur og ljóð um marga þá staði sem við fórum um. Hann var ljóðaunnandi mikill og minn- ugur og fór vel með. Ógleyman- leg er fyrir okkur sem vorum í þessari ferð þegar við fylgdum Þórði í náttstað til Ásmundar vin- ar hans á Högnastöðum. Þá voru rifjaðar upp allar þær góðu minn- ingar sem þeir áttu sameiginleg- ar um uppbyggingu mannvirkj- anna á Faxaborg og ógleymanleg- ar hestaferðir. Óeigingjarnt starf Þórðar varð okkur til fyrirmyndar því aldrei sóttist hann eftir met- orðum. Að vera góður félagi var honum allt og verðum við hon- um ævinlega þakklát. Blessuð sé minning góðs félaga. Fyrir hönd hestamanna- félagsins Faxa, Guðrún Fjeldsted Minning: Þórður Valdimarsson Ein af myndum Jóns á sýningunni á Hvalfjarðardögum. Horft út Botns- dalinn til Hvalfjarðar. Verður með ljósmyndasýningu á Hvalfjarðardögum í lok ágúst Komið að afhendingu ljóða- og menningarverðlauna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.