Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is SK ES SU H O R N 2 01 3 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Alhliða rafverktaki Kirkjubraut 37 - Akranes Símar: 431 1902 - 892 8523 rafsigurdors@simnet.is Kirkjubraut 37 - Akranes Símar: 431 1902 - 892 8523 rafsigurdors@simnet.is Skagamaðurinn Árni Steinar Guðnason flutti til Noregs með foreldrum sínum fyrir fjórum árum. Hann byrjaði þá strax um haustið að æfa íþróttina kickbox- ing með góðum árangri. Hann hef- ur í tvígang orðið Noregsmeist- ari, unnið Noregsbikarinn tvisvar og unnið bæði gull og silfur á Irish open mótinu á Írlandi. Árni Stein- ar, sem í dag er 22 ára, æfði knatt- spyrnu með ÍA í 13 ár. Hann seg- ist hafa vantað eitthvað nýtt eftir að hafa hætt í fótboltanum. „Ég var búinn að ákveða að hætta í boltan- um eftir 2. flokk hvort sem var. Svo þegar ég var fluttur hingað út, þá vantaði mig einhverja nýja íþrótt til að æfa því ég vissi alveg að þótt ég héldi áfram í fótbolta hér að þá yrði það aldrei eins og að æfa með strák- unum heima,“ segir Árni Steinar í samtali við Skessuhorn. Hann seg- ist hafa hitt þjálfara sinn fyrir til- viljun í ræktinni og að hann hefði boðið sér á fyrstu æfinguna. „Ég fann strax að þetta passaði mér. Ég er einn af þeim sem verð að vera í íþróttum til að fá útrás. Þessi íþrótt virkar algerlega fyrir það og hentar mér fullkomlega,“ segir Árni Stein- ar. Hann æfir stíft eða um tíu til tólf sinnum í viku og stundar bæði boxæfingar og þol- og styrktaræf- ingar. Ekki hættulegt Aðspurður um hvort íþróttin sé ekki erfið svarar hann því játandi. Bardagarnir eru þrisvar sinnum tvær mínútur og segist hann verða þreyttari á þessum sex mínútum heldur en eftir heilan fótboltaleik. „Það er kannski af því að það er ný- búið að berja líkamann og af því að stór hluti vöðvanna er spenntur allar þessar sex mínútur,“ útskýrir hann. Þrátt fyrir að kickboxing sé bardagaíþrótt þá segir hann íþrótt- ina ekki hættulega enda séu hjálm- ar notaðir. „Og við vitum þegar við förum í hringinn að andstæðing- urinn ætlar að berja okkur. Mað- ur undirbýr sig því fyrir það og lík- aminn er undir það búinn að taka á móti höggum. Þetta er því ekki eins og óvænt tækling í fótboltan- um, þegar maður fær á sig högg alveg óundirbúinn. En auðvitað er þetta kannski ekki íþrótt fyrir alla.“ Sömu reglur eru í kicboxing og í ólympíuboxi nema í kicboxing er einnig leyfilegt að sparka. Árni Steinar hafði æft íþróttina í hálft ár þegar hann keppti í fyrsta sinn við mótherja sem hafði æft í fjögur ár. „Ég hélt að ég væri rosalega góð- ur en því var fljótlega lamið inn í hausinn á mér að svo var ekki,“ seg- ir hann hlæjandi. Hann segist hafa tapað fyrsta bardaganum en þrátt fyrir það hafi hann vitað eftir þann bardaga að hann væri í réttu íþrótt- inni fyrir sig. „Ég skíttapaði og var laminn en þetta var samt ótrúlega gaman. Ég hugsaði þá bara hvernig verður þetta ef maður vinnur?“ Ólýsanleg tilfinning Árni Steinar hefur í dag háð á milli 40 og 50 bardaga. Hann segir til- finninguna sem hellist yfir sig sein- ustu mínúturnar fyrir bardaga vera engri lík. „Það er alveg ómögulegt að útskýra tilfinninguna, hvern- ig það er seinustu mínúturnar fyr- ir bardaga. Það er eiginlega alveg ólýsanlegt og maður finnur það í maganum og alveg til höfuðs. Sú tilfinning fylgir alveg fram að fyrsta höggi míns eða andstæðingsins, þá er hún horfin,“ segir hann. Fjöl- mörg mót eru framundan sem Árni Steinar hyggst taka þátt í. En fyrst ætlar hann að koma í frí heim til Ís- lands. „Ég kem til Íslands í septem- ber til að heimsækja fjölskyldu og vini enda hef ég ekki verið í fríi á Ís- landi í næstum tvö ár. En ég ætla að æfa eins og ég get á Íslandi því ég fer beint á Scandinavian Open mót í Osló eftir það,“ segir hann. Í vetur mun hann að auki taka þátt í þrem- ur bikarmótum í Noregi, Noregs- meistaramóti, 8 Star Tournament móti í Osló og Irish Open í vetur. „Ég ætla bara að berjast eins mik- ið og ég mögulega get. Markmið- ið er að keppa eins marga alþjóð- lega baradaga og ég get til að öðlast reynslu og sjá hvar ég stend áður en ég reyni að komast inn á enn stærri mót. Ég er heppinn að búa í Nor- egi, sem er eitt af heimsins bestu löndum í kickboxing. Hér er góð æfingaaðstaða, haldin mörg stór- mót á ári og stutt að fara til Írlands eða Danmerkur þar sem fleiri mót eru haldin,“ segir þessi ungi afreks- maður að lokum. grþ Ekkert lát virðist ætla að verða á vinsældum folfs en útbreiðsla þess- arar nýju íþróttar hefur breiðst um eins og eldur í sinu síðustu misser- in. Í síðasta blaði Skessuhorns var meðal annars greint frá því að Sjen- tilmenn hyggjast setja upp folf- völl á Bifröst. Nú hafa tveir ensku- kennarar í Fjölbrautaskóla Snæfell- inga, þeir Loftur Árni Björgvinsson og Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson lagt fram beðni til bæjaryfirvalda í Grundarfirði um styrk til að gera slíkan völl þar í bæ. Bæjarráð tók fyrir á síðasta fundi sínum bréf frá nýstofnuðu Frisbígolffélagi Grund- arfjarðar (FFG) um málið. Segir í fundargerð að bæjarráði lítist vel á hugmyndina og felur skipulags- og byggingafulltrúa frekari útfærslu á henni í samvinnu við FFG. Blaða- maður Skessuhorns ræddi við þá Loft Árna og Hafstein Mar, for- sprakka hins nýstofnaða félagsins í Grundarfirði og hvatamenn að nýja vellinum. „Við erum núna um tíu manns í félaginu og þar af eru fjórir sem eru virkir spilarar. Ég er búinn að vera að prófa mig áfram í þessu sporti síðan í fyrra og haft mjög gaman af. Þegar verkfall framhaldsskólakenn- ara var búið að standa yfir í meira en viku í vor og við Haddi bún- ir að klára öll okkar verkefni, vant- aði okkur eitthvað að gera. Ég stakk upp á því að hann myndi prófa með mér folf. Haddi hreifst strax af íþróttinni og fljótlega eftir það fór umræðan um að stofna félag af stað og búa til völl hér í Grundarfirði,“ segir Loftur. Gerðu körfu úr brotajárni „Við eigum núna eina heimasmíð- aða körfu. Hún er gerð úr brota- járni sem við félagarnir sóttum á ruslahaugnum og niður á bryggju. Hún er að vísu ekki í réttri stærð eða löggild keppniskarfa, en hún virkar betur en engin. Ný alvöru karfa er dýr fjárfesting og þess vegna viljum við fá bæjarfélag- ið með okkur í lið. Það sem er svo frábært við folf að þetta er íþrótt sem allir geta stundað, fullorðnir jafnt sem börn. Folf stuðlar einn- ig að heilbrigðri hreyfingu og úti- veru sem hentar t.d. vel þeim sem hafa ekki áhuga á hefðbundnum boltaíþróttum. Þá er mjög ódýrt að stunda folf miðað við margar aðrar íþróttir eins og t.d. golf. Í folfi not- ar maður einungis þrjá diska, dri- ver, midrange og pútter en í raun er nóg að byrja bara með midrange- disk,“ segir Loftur um kosti folfs umfram aðrar íþróttir. Sjá tækifæri í nýjum velli „Við höfum augastað á reit í bæn- um sem er jafnan kallaður Franski garðurinn. Sá blettur er algjörlega ónotaður og því myndi hann henta vel fyrir völl. Heill völlur er með níu brautum og gjarnan með níu körfum. Hins vegar þurfum við í raun bara nokkrar körfur til að byrja með. Við gætum sem dæmi not- að þrjár körfur sem hafa mismun- andi upphafsreiti og þannig skapað níu brautir en nokkrar brautir deila þá sömu körfunni. Þeir hjá bænum hafa tekið vel í beðni okkar og von- andi fáum við völl eða hluta af velli bráðlega. Við teljum að þetta gæti orðið frábær viðbót í afþreyingu fyrir bæjarbúa sem og auðvitað þá fjölmörgu gesti sem sækja Grundar- fjörð heim á hverju ári,“ segja þeir Loftur og Hafsteinn að endingu. jsb Noregsmeistari í kickboxing Árni Steinar fagnar hér gullverðlaunum á verðlaunapallinum. Ljósm. úr einkasafni. Franski garðurinn í Grundarfirði þar sem FFG vill setja upp nýjan folfvöll. Nýtt Frísbígolffélag vill folfvöll í Grundarfirði Loftur Árni Björgvinsson, einn af forsprökkum Frisbígolffélagi Grundarfjarðar (FFG), við heimagerðu folf-körfuna sem smíðuð var úr brotajárni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.