Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 37
37MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Óska eftir páfagauk, gára Óska eftir gára fyrir vinkonu mína. Vinsamlega hafið samband í síma 867- 9313. Kisubörnin kátu Kisubörn óska eftir framtíðarheimili. Garpur og Palli eru 12 vikna, svartir og hvítir og sérlega mannelskir og ljúfir. Hedda frænka þeirra er 9 vikna, gul og hvít, dugleg og mikill grallari. Öll eru þau vön að fara út og inn að vild, kassavön og góð í umgengni. Hanna K.St. s. 435-1360, sveitin@vesturland.is Skólatöskur frá 8.590 kr. Ert þú með barn sem er í skóla eða er að fara að byrja í skóla? Hjá www. liggala.is finnur þú vandaðar og fallegar skólatöskur frá Bixbee. Léttar töskur með bólstruðu baki á góðu verði! Til sölu Tveir brúnir leðursófar, 2ja og 3ja sæta. Seljast ódýrt. Uppl. í síma 864-0739. Tilboð á Kirby Tilboð óskast í Kirby ryksugu með fullt af aukahlutum. Áhugasamir sendið póst á mfrida@internet.is 4 herbergja íbúð óskast til leigu Mig vantar 4 herbergja íbúð til leigu í Borgarnesi frá og með 1. september fyrir mig og tvo syni mína. Er ekki með gæludýr, er reyklaus, reglusöm og skilvís. Vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu Björgu í síma 894-1076 eða á netfangið gudrunbjorg@bifrost.is Óska eftir íbúð eða húsi með bílskúr til leigu Óska eftir 3 herbergja íbúð eða húsi með bílskúr, þó ekki skilyrði, til leigu á Akranesi eða í nágrenni. Er með hund þannig að það verður að samþykkjast. Hafið samband í síma 696-2731 eða svanur16@ gmail.com Íbúð til leigu á Akranesi 65 fm. íbúð á jarðhæð til leigu á Akranesi, möguleiki á að nýta geymslu sem aukaherbergi - er með glugga. Staðsett nálægt FVA, dýrahald bannað og bankaábyrgð helst óskað. Um langtímaleigu er að ræða. Netfang: ingifannar@gmail.com ÓE (sumar-) húsi til leigu Óska eftir húsi eða sumarhúsi til langtímaleigu í Hvalfjarðarsveit. Vinsamlegast hafið samband á netfang 67dagny@gmail.com Óska eftir 3-4 herb. íbúð eða húsi í Borgarnesi Kona rúmlega sextug óskar eftir íbúð eða húsi, 3-4 herbergja. Er mjög róleg og reglusöm og nota tímann við hið ýmsa handverk sem tengist íslenska þjóðbúningnum. Skilvísum greiðslum heitið. Væri mjög notalegt að dýrahald væri leyft. Netfang: osk.o@internet.is Sárvantar húsnæði Einstæð móðir með 3 börn á grunnskólaaldri óskar eftir húsnæði með 4-5 svefnherbergjum á Akranesi eða í Borgarnesi frá og með september. Greiðslugeta 100-120 þús. kr. Allar nánari upplýsingar í síma 571-1978 og 864-4511. Kv.Sigrún. Óska eftir stúdíóíbúð í Borgarnesi Iðnaðarmanni, sem er að hefja störf í Borgarnesi, vantar íbúð. Stúdíóíbúð og 2 herbergja íbúð kemur til greina. Uppl. í síma 698-1698. Brynjar. Óska eftir húsnæði til leigu Sárvantar 3 - 4 herbergja húsnæði á Akranesi til leigu sem fyrst. Erum mjög reglusöm og ekki með gæludýr. Netfang: eikarskogar@gmail.com Takkaskór týndust Rauðir Nike takkaskór með silfurlitaðri tungu gleymdust við íþróttavöllinn við Grundaskóla nýlega. Skórnir voru í svörtum íþróttapoka. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 431-1975 eða 866-6028. Fundarlaun. Saunahús fyrir 4-5 manns Er með eitt saunahús til sölu, nýtt í kassanum. Framleitt í Kanada úr cedrus harðviði. Allar upplýsingar í síma: 650- 4640. Riffill Rem 700 cal 270. Hlaup er af gerðinni Shilen og er super match. Valdimar Long rímaði það og snittaði, glerblés það síðan, svo var það beddað í skeftið. Aukahlutir eins og hleðslupatrónur, taska og þó nokkuð mikið af skotum fylgja með. Einnig er tvífótur (veltifótur)á rifflinum. Ásett verð 350 þús. Opinn fyrir tilboðum. Sími 663-0145. Netfang: hjaltitth@simnet. is Reiðhjól TREK800 sport Til sölu TREK 800 sport reiðhjól. 18“ stell, 26“ dekk. 21 gírar, um 12 ára gamalt og í ágætu standi. verð kr. 25 þús. Upplýsingar í síma 617-5320. Jón. Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast líka? Þá er Oolong- og Pu-er teið eitt það albesta. 1 pakki með 100 tepokum er á 4300. Ef keyptir eru 2 pk. eða fl. er verðið 7800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir nokkra daga. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. Bý í Reykjavík, sendi um allt land. 845-5715. Næringarráðgjöf Býð upp næringarráðgjöf á Akranesi og í Reykjavík. Hægt er að panta eitt viðtal eða 4 vikna prógram þar sem er góður stuðningur. Algjörum trúnaði heitið. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 867-2074 eða naering@ naering.com TAPAÐ/FUNDIÐ Stykkishólmur - miðvikudagur 20. ágúst Skólasetning Grunnskólans í Stykkishólmi. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 21. ágúst kl. 8.05. Grundarfjörður - miðvikudagur 20. ágúst Skemmtiferðaskipið Le Boreal er væntanlegt kl. 12. Borgarbyggð - miðvikudagur 20. ágúst Samvera, sveppir, útieldun og fræðsla með Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Kl 18 ætlum við í Skógræktarfélaginu að hittast í Einkunum (fyrir ofan Borgarnes). Við ætlum að kíkja eftir sveppum, kveikja eld, gera ketilkaffi, prófa okkur áfram í útieldun, spjalla og fræðast hvort af öðru. Við hvetjum alla hvort sem þeir hafa áhuga á útivist, skógrækt, sveppatínslu og/eða náttúruskoðun að mæta og eiga með okkur skemmtilega stund. Sjáumst! Borgarfjörður - fimmtudagur 21. ágúst Skólasetning í Grunnskóla Borgarfjarðar verður sem hér segir: Kl. 10 á Kleppjárnsreykjum, kl. 12 á Hvanneyri og kl. 14 á Varmalandi í Þinghamri. Stykkishólmur - fimmtudagur 21. ágúst Bæjarstjórnarfundur nr. 310 í ráðhúsinu í Stykkishólmi kl. 17. Grundarfjörður - sunnudagur 24. ágúst Grundarfjörður-Leiknir F. á Grundarfjarðarvelli kl. 12. Hvalfjarðarsveit - sunnudagur 24. ágúst Árleg kaffisala KFUM og KFUK verður í Ölveri klukkan 14 - 17. Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar. Á döfinni DÝRAHALD HÚSBÚNAÐUR/HEIMILISTÆKI LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar 30. júlí. Drengur. Þyngd 5.095 gr. Lengd 57 sm. Foreldrar: Anna Sigríður Grétarsdóttir og Pálmi Jóhannsson, Búðardal. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. Með á myndinni eru Jóhanna Vigdís og Grétar Jónatan stóru systkini. 8. ágúst. Drengur. Þyngd 3.675 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Bjarni Tryggvason, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 11. ágúst. Stúlka. Þyngd 3.885 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Kristrún Snorradóttir og Örn Eyfjörð Arnarson, Borgarfirði. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. 13. ágúst. Drengur. Þyngd 3.925 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Sólveig Hulda Benjamínsdóttir og Vilhelm Vilhelmsson, Hvammstanga. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 13. ágúst. Drengur. Þyngd 3.440 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Dagný Rut Kjartansdóttir og Eymar Eyjólfsson, Grundarfirði. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 15. ágúst. Drengur. Þyngd 3.795 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Anna Lísa Hilmarsdóttir og Brynjar Bergsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Soffía G. Þórðardóttir. 16. ágúst. Drengur. Þyngd 3.735 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Myrra Ösp Gísladóttir og Hjalti Örn Jónsson, Hvanneyri. Ljósmóðir: Soffía G. Þórðardóttir. Nýverið opnaði Olís pvottaplan hér í Borgarnesi. Ég vil óska þeim sem og Borgnesingum til hamingju með nýja planið. Vöntun á þvottaplani hér í ferðamannabænum Borgar- nesi hefur verið okkur til skamm- ar. Það er ekki óþekkt að bílstjór- ar á hópferðabílum hafi verið að þvo rúður upp úr 10 lítra vatnsfötu niður við hótel. Þá hafa bæjarbúar orðið að fjárfesta í þvottakústum og slöngum til að geta þvegið bíla sína heima. Því fygir að sjálfsögðu til- heyrandi sull með tjöruhreinsi og öðrum kemískum efnum sem hafa farið í frárennslislagnir bæjarins. Það eru líklega komin 6 – 7 ár síðan undirritaður vakti máls á þessu með grein í Skessuhorni ásamt því að ég hef skrifað til bæj- arsjórnar í nokkur skipti og hvatt þá til að sjá til þess að komið verði upp þvottaplani. Á sínum tíma benti ég á að þvottaplön væru í líklega öllum bæjarfélögum. Sérstaklega benti ég á að það væri þvottaplan á Sval- barðseyri þrátt fyrir að ekki væri um að ræða bensínsölu þar. Á liðnum árum höfum við haft a.m.k. tvö tækifæri til að koma upp umræddri aðstöðu. Fyrst þeg- ar Skeljungur byggði nýja bensín- stöð og síðan aftur þegar N1 end- urnýjaði Hyrnuna. Í bæði þessi skipti hefði trúlega verið hægt að setja í byggingarskilmála að fylgja yrði uppbyggingu nýtt þvottapl- an. Í svari við bréfi sem ég sendi bæjarstjórn þegar Skeljungur fór á stað með framkvæmdir, var tekið fram að viðræður væru í gangi og allar líkur væru á að þeir settu upp þvottaaðstöðu. Af því varð ekki. Á sínum tíma hvarflaði það að mér hvort samtök væru milli olíu- félaganna um að setja ekki upp þvottaplan en allavega hafi svo ver- ið hefur Olís nú brotist úr þeim viðjum. Í tilefni af þessari uppsetningu þvottaplans hjá Olís þá hef ég nú flutt öll olíu- og bensínviðskipti mín til Olís og vil ég hvetja sem flesta að gera slíkt hið sama, allavega þá sem nota umrædda aðstöðu. Bestu þakkir fyrir framtakið Olís. Fyrst ég er farinn að skrifa um bæjarmálefni þá vil ég óska nýkjör- inni bæjarstjórn velfarnaðar í störf- um. Ég hef sent eitt erindi til þeirra út af dularfullum framkvæmdum á gamla veginum ofan Seleyrar og voru viðbrögð með ágætum. Nú vil ég að fenginni reynslu benda á eitt atriði sem þarf að lag- færa en það varðar gangbrautina yfir Borgarbraut við tónlistarskól- ann. Mikill og fallegur trjágróð- ur er nú kominn ofan við ráðhús- ið en er nú orðinn það gróskumik- ill að hann felur gangandi vegfar- endur sem ætla yfir umrædda gang- braut. Við þessu þarf að bregðast áður en slys hlýst af. Ég talaði um af fenginni reynslu, en hún er sú að í morgun þurfti ég að snögghemla þarna þegar tvær konur sem voru reyndar í djúpum samræðum komu allt í einu út úr skóginum og út á gangbrautina. Þetta slapp allt sam- an ágætlega en ýtti við mér að að- gerða væri þörf. Borgarnesi 18.8.2014, Guðmundur I. Waage. Pennagrein Til hamingju – það er komið þvottaplan FYRIR BÖRN

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.