Skessuhorn


Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 20.08.2014, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2014 Hver er þinn eftirlætis áningarstaður á Íslandi? Spurning vikunnar (Spurt í Stykkishólmi) Helga Snæbjörnsdóttir (Með á mynd er Egill Stefáns- son, sonur Helgu). Staðarskáli, það er hefð fyrir því að stoppa þar þegar fjölskyldan ferðast norður í land. Guðný Elínborgardóttir Stykkishólmur, það er alltaf mjög gott að koma í Hólminn. Hinrik Haraldsson Önundarfjörður, það er mín heimasveit og hvergi betra að stoppa. Guðbjörg Garðarsdóttir (Með á mynd er Magndís Lóa, dóttir Guðbjargar). Kirkjubæj- arklaustur, það er fallegur stað- ur sem er alltaf gaman að staldra aðeins við á. Uwe Gosda Ég kom til Íslands fyrir nokkr- um dögum og hingað til er það Bolungarvík sem hefur heillað mig mest. Annað árið í röð kom það í hlut Borgfirðinga að hampa Húsa- smiðjubikarnum, sigurlaunum úr púttkeppi milli eldri borgara á Akranesi og í Borgarfirði. Félögin hafa stundað æfingar af kappi í sumar og háð keppni sín á milli. Keppt er um bikar sem Húsasmiðj- an á Akranesi gaf og skal keppt um hann í 20 ár. Keppt er þrisvar yfir sumarið. Í fyrra var fyrst efnt til þessarar keppni og unnu Borg- firðingar með 1603 höggum gegn 1620 höggum Akurnesinga. Þátt- taka frá félögunum er ekki tak- mörkuð en skor sjö efstu hjá hvoru liði reiknast hverju sinni. Lokamótið í ár fór fram á Jað- arsvelli á Akranesi fimmtudag- inn 14. ágúst. Fyrri tvö mótin fóru fram á Skrifluvelli að Nesi í Reyk- holtsdal 26. júní og 17. júlí en þar eru tveir 9 holu púttvellir og góð- ur veitingasalur í Byrgishól. Eftir mótin tvö hafði lið Borgfirðinga 27 högga forskot en Akurnesing- Grundarfjörður tók á móti ÍH í þriðju deild Íslandsmótsins í knatt- spyrnu sl. föstudagskvöld. Fyr- ir leikinn voru Grundfirðingar í 5. sæti með 18 stig en ÍH í 8. sæti með 15 stig. Leikurinn var nokk- uð jafn og bæði lið áttu sín færi en það voru heimamenn sem skoruðu mark á 30. mínútu. Þar var að verki Dominik Bajda sem kom boltan- um í netið af miklu harðfylgi. Eft- ir þetta pressuðu gestirnir en sterk vörn heimamanna hélt út hálfleik- inn og staðan því 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru gestirnir meira með boltann án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Vörn heima- manna var gríðarsterk og náðu þeir einnig nokkrum ákjósanlegum fær- um til að auka forystuna. En vörn- in hélt út og Grundarfjarðarliðið hélt hreinu í fyrsta skipti í sumar og nældu sér í 3 stig. Þeir eru enn í fimmta sæti en eru nú með 21 stig eða jafn mörg og Magni Grenivík sem er í því fjórða. Grundarfjörður átti leik við botn- lið Hamars í gær eftir að Skessu- horn fór í prentun. Næst eiga þeir heimaleik á Grundarfjarðarvelli 24. ágúst þegar þeir taka á móti topp- liði Leiknis F. tfk Íslenska drengjalandsliðið (U-15) í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir sl. föstudag og vann landslið Hond- úras 5:0 á Ólympíuleikum ung- menna sem fara fram í Nanjing í Kína. Í fyrri hálfleik skoraði Kol- beinn Finnsson á 15. mínútu úr vítaspyrnu sem Jónatan Jónsson fékk og því næst skoraði Aron Að- alsteinsson á 41. mínútu og stað- an því 2:0 í hálfleik. Í seinni hálf- leik skoraði Helgi Guðjónsson úr Reykholti, leikmaður Fram, glæsi- lega þrennu. Mörkin komu á 42. mín., 59. mín. og 73. mín. mm Snæfell tapaði fyrir Lummunni með tveimur mörkum gegn einu þeg- ar liðin mættust í A-riðli fjórðu deildar karla í knatt- spyrnu á Stykkishólmsvelli í liðinni viku. Liðsmenn Lummunnar tóku forystu í leiknum á 72. mínútu og stefndi allt í eins marks sigur gest- anna. Á 90. mínútu fengu Snæfell- ingar hins vegar vítaspyrnu sem Jó- hannes Helgi Alfreðsson skoraði úr og jafnaði metin fyrir Snæfell. Það dugði þó Snæfellingum ekki til að krækja í stig þar sem Lummu- menn skoruðu sigurmark leiksins þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Lokatölur í Stykkis- hólmi 1-2 fyrir Lummunni. Næsti leikur Snæfells er gegn Álftanesi í kvöld, miðvikudaginn 20. ágúst klukkan 19 á Bessastaða- velli. jsb Skagakonur töpuðu fyrir Selfossi þegar lið- in mættust á Akranes- velli síðasta fimmtudag í Pepsídeild kvenna. Jafnræði var með liðum í fyrri hálfleik en hvor- ugu liðinu tókst þó að skora. Á fyrstu mínútum seinni hálfleiks ríkti sama ástand þar sem liðin skiptust á að sækja. Á 56. mínútu dró svo til tíðinda. Boltinn berst inn í vítateig Skagakvenna og virðist hafa far- ið í höndina á leikmanni ÍA. Dóm- ari leiksins dæmdi því umsvifalaust vítaspyrnu sem Selfossstúlkur skor- uðu úr. Við dóminn snöggreiddist Þórður Þórðarson þjálfari ÍA og var fyrir vikið sendur upp í áhorfenda- palla. Lengra komust liðin ekki í þessum leik og lokatölur á Akranesi því eins marks sigur Selfoss. Skagakonur eru aðeins með eitt stig í deildinni og átta stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Tölfræðilega eiga þær því ennþá möguleika á að halda sér í efstu deild en til þess þurfa þær að vinna alla þá leiki sem þær eiga eft- ir á tímabilinu. Næsti leikur þeirra er gegn Þór/KA á Þórsvellinum á Akureyri þriðjudaginn 26. ágúst kl. 19:15. jsb Skagakonur töpuðu naumlega fyrir Selfossi Það var Dominik Bajda, sem hér sést, sem skoraði mark heimamanna. Grundfirðingar unnu heima Helgi Guðjónsson skoraði þrennu í landsleik U15 Magnaðar lokamínút- ur á Stykkishólmsvelli Þórhallur Teitsson tekur við verðlaunabikar sem aftur kom í hlut Borgfirðinga eftir nauman sigur á Skagamönnum. Þórhallur átti líkt og í fyrra besta skor sum- arsins. Hér er hann ásamt Svavari Sigurðssyni t.v. Félög eldri borgara kepptu í pútti ar snéru taflinu við og unnu loka- mótið með 517 höggum gegn 524. Heildarskor var 1518 högg Borg- firðinga gegn 1538 höggum Ak- urnesinga. Mjög athyglisverð- ar bætingar urðu hjá báðum lið- um frá því í fyrra. Alls tók 41 ein- staklingur þátt í mótinu; 24 karl- ar og 17 konur. Tuttugu púttarar tóku þátt í öllum mótunum. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor ein- staklings. Líkt og í fyrra átti Þór- hallur Teitsson á Hvanneyri besta skorið. Hann lék nú samtals á 209 höggum. ii/mm/ Ljósm. Flemming Jessen. Hópurinn að loknu mótinu á Akranesi á fimmtudaginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.