Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 36. tbl. 17. árg. 3. september 2014 - kr. 600 í lausasölu HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Fæst án lyfseðils LYFIS Ert þú áskrifandi? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Gleðisveitin Happy skemmtir laugardaginn 6. september frá kl. 23-03 Frítt inn Stillholti 16-18 • Akranesi Sími 431 1401 SK ES SU H O R N 2 01 4 Nýtt kvótaár í sjávarútvegi hófst síðastliðinn mánudag. Af því tilefni fylgir Skessuhorni í dag sérblað um sjávarútveg. Landburður af makr­ íl var í síðustu viku í Ólafsvík. Stórum hluta af makrílafla smábátanna hér við land er landað í höfnum Snæfellsbæj­ ar, enda stutt á gjöfulustu miðin. Þá er sagt frá því í þessu blaði að stærsta einstaka löndun í Grundarfirði frá upphafi var síðast­ liðinn föstudag þegar Kristina EA landaði þar 2.100 tonnum af fryst­ um makríl í frystigeymslu Djúpa­ kletts. Rætt er við sjómenn og út­ gerðarmenn á Vesturlandi, sagt frá úthlutun aflaheimilda, rætt um áhrif kvóta og annarra stjórnvalds­ aðgerða á útveginn og sitthvað fleira. mm Sveppir af gerðinni ullserkur eða ullblekill eru ætisveppir sem víða má finna á túnum og í görðum. Þeir eru hvítir eða gul- hvítir, háir og fremur renglulegir með langan, mjóan og egglaga hatt. Eftir tínslu verður ullserkurinn svartur á nokkrum klukkutímum. Aðeins ungir sveppir eru borðaðir. Þá ber að varast að tína sveppi þessa í nálægð við mikla umferð vegna mengunar. Á það til dæmis við þessa sveppi við umferðargötu á Akranesi. Fjær sést á reiðhjóli Guðmundur Ó. Guðmundsson, sem kenndur er við Akrafell á Akranesi. Hann er hér að liðka sig og hjólið, 92 ára gamall. Ljósm. Áskell Þórisson. Sæferðir í Stykkishólmi festu fyrr í sumar kaup á stærri farþegaferju til að leysa núverandi Baldur af hólmi. Nýja skipið heitir Vaagan og var smíðað árið 1979. Það hefur verið í siglingum við Norður Noreg alla tíð og er heimahöfn þess nú í Nar­ vik. Það er tæplega 70 metra langt, eða sjö metrum lengra en núverandi Baldur, og tekur í lest 55 hefðbundna fólksbíla, en færri ef flutningabílar eru með í för. Skipið er útbúið fyr­ ir 300 farþega og eru í því þrír far­ þegasalir. Ganghraði þess er allt að 13 sjómílur á klst. Eins og komið hefur fram í Skessuhorni hafa Sæ­ ferðir unnið að því í talsverðan tíma að finna stærri ferju vegna vaxandi umferðar ferðafólks og vöruflutn­ inga yfir Breiðafjörð. Nú er hins vegar útlit fyrir að Breiðafjörður­ inn verði án ferju um nokkurn tíma þegar vika verður liðin af september vegna ágreinings um túlkun reglu­ verks milli Sæferða og siglingamála­ yfirvalda. Búið er að vísa málinu til Innanríkisráðuneytisins. Fram kemur í tilkynningu frá Sæferðum, sem send var út í síð­ ustu viku til viðskiptavina fyrir­ tækisins, að skipið Vaagan uppfylli án kvaða allar norskar reglur varð­ andi siglingar á sambærilegum haf­ svæðum og Breiðafjörður. Einnig samræmdar Evrópureglur sem ís­ lensk siglingayfirvöld miða sig al­ mennt við. Búið var að semja um kaup á nýja skipinu og gert ráð fyr­ ir afhendingu þess í lok júlí. Búið er að leigja gamla Baldur til afleysinga fyrir Herjólf frá og með 6. septem­ ber næstkomandi í allt að mánuð. Nú liggur hins vegar fyrir að tafir verða á afgreiðslu innflutningsleyfis fyrir Vaagan sem mun þýða að eng­ in ferja verður til að sinna áætlunar­ ferðum yfir Breiðafjörð. Útlit er því fyrir að 6. september falli ferjusigl­ ingar þar niður í einhverja daga eða jafnvel vikur, eða þar til nýja ferj­ an kemur til landsins. Þrátt fyrir að nýja ferjan uppfylli allar norskar og evrópskar reglur og þar með tald­ ar íslenskar reglur, virðist sem verið sé að beita Sæferðir óljósum hindr­ unum á innflutningi skipsins, seg­ ir í tilkynningunni frá Sæferðum. Þá segir að Sæferðir hafi óskað eft­ ir útskurði Innanríkisráðuneytisins í málinu en því miður sé ljóst að þessi töf muni valda því að ekki takist að koma norsku ferjunni í áætlun á til­ settum tíma. mm Starfsemi tónlistarskóla er veiga­ mikill þáttur í menningarlífinu í landinu og þannig er það einnig hér á Vesturlandi. Víðast hvar er tónlistarkennsla nýlega byrjuð og í Skessuhorni í dag er sérstaklega fjallað um starfsemi tónlistarskól­ anna í landshlutanum. Sjá bls. 28 - 29 Vaagan við bryggju í Norður Noregi. Siglingar yfir Breiðafjörð falla niður um tíma vegna leyfistafa Tónlistarskólar komnir í gang Áramót í útgerð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.