Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Kók með vinum Það er alltaf gaman að góðlátlegum hrepparíg, svo lengi sem hann er innan skynsamlegra marka. Þá er ég ekki að tala um slagsmálin hér í denn, þegar Borgnesingar slógust svo undir tók við Skagamenn á sumarböllunum. Allt ætlaði bókstaflega um koll að keyra. Borgnesingar og Skagamenn stóðu aldrei saman þegar þannig stóð á nema í þeim tilfellum þegar vígreifir Óls­ arar ógnuðu þeim (sem Nota Bene slógust nú aðallega við Sandara). En nú eru sveitaböllin fyrir bí og unga fólkið okkar veit varla lengur hvernig al­ mennilegt flöskuball er. Allir eru vinir. Í besta falli stelst unga fólkið til að hella í sig kippu af bjór áður en farið er inn á einhvern vínveitingastaðinn og eftir það er pissuskálin besti vinurinn. Reyndar, talandi um hrepparíg, þá heyrði ég sanna sögu nú í vikubyrjun sem ég verð að deila með ykkur því hún sýnir að smávegis rígur er nú ennþá í gangi þrátt fyrir allt. Þannig var að ungur Skagamaður sem vinnur hjá mér tók að sér að mynda hina árlegu uppskeruhátíð Kaupfélagsins í Borgarnesi um liðna helgi. Allt gekk það nú vel. Hann var að vísu nærri búinn að kaupa vacumpökkunarvél af Svavari Halldórssyni, næstum forsetafrú, en lét það þó ógert, því hann stundar ekki heimaslátrun. Á heimleiðinni þurfti hann að koma við í matvöruverslun í Borgarnesi. Kærastan hafði beðið hann að kaupa inn og meðal annars Coca Cola flösku. Eins og þeir vita sem drekka þann görótta drykk, byggist söluherferð þeirra hjá Vífilfelli þessa dagana á að menn finni nöfn á flöskunum sem þeir þekkja og kaupi þær af þeim sök­ um. Þar segir „Drekktu kók með... Jóni“ eða „...með Gunnu.“ Þegar þessi ungi maður af Akranesi kom í búðina var einungis ein tveggja lítra Coca Cola flaska eftir í hillunni. Bara ein! Á henni stóð: „Drekktu kók með... Skagamanni!“ Hver segir svo að hrepparígurinn sé búinn? Mér varð hugsað til þessa hrepparígs í þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur um íslensku fjölmiðlana. Ekki er laust við að hrikti í stoðum og sitthvað gangi á milli eigenda og stjórnenda. Reynir Trausta­ son ritstjóri DV reynir til dæmis þessa dagana að komast í gegnum mikinn brim­skafl þegar að honum er sótt af spældum útrásarvíkingum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma karlinum úr ritstjórastólnum. Það er víst búið að skrifa frekar mikið um Björn vaxtaræktargæja og ýmsa fleiri. Á góðri íslensku er svona gjörningur kallaður fjandsamleg yfirtaka. Þeg­ ar menn eyða milljónum eða milljónatugum í að kaupa verðlítil hlutabréf í róttækum fjölmiðli til þess eins að koma einum karli frá völdum. Fréttir um svona eiga náttúrlega að vera uppi á yfirborðinu, því svona aðför á aldrei að líðast. En til að segja fréttir af þessum væringum innan eigendahóps DV þarf aðra fjölmiðla og þá vandast málið. Ekki get ég nú sagt allavega með góðri samvisku að eigandi fjölmiðlasamsteypunnar sem rekur Fréttablað­ ið, Vísi, Stöð2 og fleiri sé laus við þann orðróm að getað kallast útrásar­ víkingur. Þar eru væringarnar svo svakalegar að flestir ritstjórar, dálkahöf­ undar og aðrir málsmetandi menn hafa flúið. Líklega vegna ráðríkis eig­ andans sem vill hafa ítök í áherslum síns miðils. Sú fjölmiðlasamsteypa er ekki hlutlaus frekar en Morgunblaðið sem útgerðarmenn eiga og reka og líta á sem hóflegan fórnarkostnað til að verja mikla hagsmuni. Staðreynd­ in er nefnilega sú að íslenskir fjölmiðlar eru allflestir háðir eigendavaldi og aðskilnaður milli þeirra og ritstjóranna getur aldrei og verður aldrei al­ gjör. Það sem er skemmtilegast við þetta allt er að fylgjast með úr fjarlægð hvernig þessar löskuðu ritstjórnir fjalla um ófarir hinna fjölmiðlanna, en láta ógert að skrifa um sínar eigin krísur. Bara sú staðreynd segir okkur að ritstjórnirnar eru ekki hlutlausar og verða aldrei. Nei, hvort sem það er hrepparígur milli sveita, bæjarfélaga eða fjölmiðla, þá þykir öllum sinn fugl fallegastur. Vonandi geta allir drukkið Coca Cola með hverjum sem er, hvað svo sem stendur á miðunum. Magnús Magnússon Forsvarsmenn hjá Landsneti hf. eru á ferðinni um vestanvert land­ ið þessa dagana. Þetta er þriðja árið í röð sem stjórn og framkvæmda­ stjórn fyrirtækisins heimsækir landshluta Íslands og nú eru það Vestfirðir og Vesturland en það eru þessir tveir landshlutar sem þarf nauðsynlega að betrumbæta dreifi­ kerfið. Það þarf til dæmis að hring­ tengja Snæfellsnesið með tengingu á milli Grundarfjarðar og Ólafs­ víkur en rafmagnstruflanir á því svæði hafa verið tíðar. Stjórnin og framkvæmdastjórnin eru að heim­ sækja bæjarstjórnir á svæðinu og kynna uppbyggingu dreifikerfis­ ins. Fundað var í fyrradag í Snæ­ fellsbæ og Grundarfirði en eftir það var ferðinni heitið til Reykhóla og áfram á Vestfjarðakjálkann. Þá er að sögn forsvarsmanna Lands­ nets á döfinni að leggja jarðstreng á milli Grundarfjarðar og Ólafsvík­ ur. Stækka tengivirkið í Ólafsvík og byggja nýtt tengivirki í Grundar­ firði sem yrði staðsett fjær byggð­ inni. Þessar framkvæmdir eru komnar inn á fjárhagsáætlun næsta árs og áætlað er að hefja fram­ kvæmdirnar á næsta ári og stefnt að því að þeim verði lokið ári síðar. tfk Vesturland hefur ekki farið varhluta af því sem kallað hefur verið fyrsta haustlægðin. Hún gekk yfir um liðna helgi. Ekki er þó vitað um tjón utan þess að húsbíll fauk út af Útnesvegi milli Hellissands og Arnarstapa á sunnudagsmorgun og fór á hliðina utan vegar. Þetta var bílaleigubíll með þremur erlendum ferðamönn­ un. Enginn slasaðist. Þennan sama dag fauk bíll sömu gerðar einnig útaf á Kjalarnesi og annar hreinlega splundraðist í ofsaroki undir Eyja­ fjöllum. Það er því ástæða til að fara með gát í hvassviðrinu á vegum úti þegar komið er fram á þennan árs­ tíma og gæta einnig að lausamunum við hús og á víðavangi. mþh Þessa dagana eru eigendur félags­ búsins að Miðhrauni II í Eyja­ og Miklaholtshreppi að ljúka fram­ kvæmdum við lagningu heitavats­ lagnar frá Lynghaga við Vegamót heim að Miðhrauni II. Þar er rek­ in fiskþurrkunarverksmiðja og mun heita vatnið nýtast vel til þeirrar starfsemi þegar verkinu lýkur. Heitt vatn fannst við borun hjá Lynghaga rétt til hliðar við þjóðveginn vestur Snæfellsnes þann 17. október á síð­ asta ári. Um páskana var síðan haf­ ist handa við að leggja heitavatns­ lögn frá holunni um fimm kíló­ metra leið að Miðhrauni II. Nú í vikunni hafa starfsmenn á vegum búsins að Miðhrauni II unnið að því að reisa dæluhús yfir borholuna við Lynghaga. „Verk­ inu lýkur nú á haustdögum, von­ andi núna í september. Við göng­ um frá þessu húsi núna og bíðum eftir að fá dæluna. Þá mun koma í ljós hvað þessi hola gefur nákvæm­ lega af heitu vatni,“ segir Sigurður Hreinsson á Miðhrauni II. mþh Tvö lítil eldgos urðu í liðinni viku í Holuhrauni, eldvirku svæði milli Bárðarbungu og Öskju. Það fyrra varð aðfararnótt föstudags og varði einungis í fjóra tíma. Hið síðara hófst síðastliðinn föstudag litlu norðar en það fyrra. Viðbúnaður var vegna flugs yfir svæðinu og norður af því og Almannavarnir voru sett­ ar á hættustig „rautt.“ Flugbanns­ svæðið hafði engin áhrif á flugvelli landsins. Síðan gosið hófst hefur misjafnlega mikið hraun komið úr sprungu sem talin er hálfur annar kílómetgri að lengd. Hraunrennsli er talsvert en aska frá gosstöðvun­ um er óveruleg. Vísindamenn og þeir sem til þekkja segja að ekki hafi mátt hugsa sér betri stað fyrir hraungos en einmitt þarna. mm/ Ljósm. Ármann Höskuldsson. Nú gýs í Holuhrauni sunnan við Öskju Svipmynd frá upphafi fundar forsvarsmanna Landsnets við forráðamenn Grundarfjarðar í fyrradag. Forsvarsmenn Landsnets heimsækja Vestlendinga Húsbílinn sem fauk út af Útnesvegi undir Jökli var óökufær eftir óhappið og fluttur á bíl frá Ólafsvík til Reykjavíkur. Haustlægðir farnar að valda usla Unnið í vikunni við dæluhúsið sem stendur við þjóðveginn hjá Lynghaga. Heitavatnsframkvæmdum að ljúka milli Lynghaga og Miðhrauns II

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.