Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Spinning: Leiðbeinandi: Guðrún Daníelsdóttir Mánudaga kl. 18.00 Byrjar 8. september Kvenna-púl: Leiðbeinandi: Guðrún Daníelsdóttir Þriðjudaga kl 18.00 Byrjar 9. september Hádegispúl: Íris Grönfeld íþróttafræðingur Þriðjudaga og föstudaga kl 12.10 Vatnsleikfimi: Kennari: Íris Grönfeld íþróttafræðingur Konur: Þriðjud. kl. 17.00 Fimmtud. kl. 17.00 Föstud. kl. 14.00 Karlar: Þriðjud. kl. 18.00 Fimmtud. kl. 18.00 Þjálfari í þreksal: Íris Grönfeld íþróttafræðingur Mánud. kl. 14.30 – 17.30 Þriðjud. kl. 13.00 – 16.30 Fimmtud. kl. 15.00 – 16.30 Föstud. kl. 13.00 – 14.00 Íþróttamiðstöðin Borgarnesi Vetrarstarfið 2014 – 2015 S K E S S U H O R N 2 01 4 Þrjár elstu deildar á leikskólanum Akraseli á Akranesi ætla að taka þátt í svokölluðu sólblómaverkefni SOS barnaþorpanna á þessu skóla­ ári. Hugmyndin að Sólblómaleik­ skólum er komin frá SOS Barna­ þorpunum í Noregi sem hafa unn­ ið að svipuðu verkefni undanfarin ár. Verkefnið felst í því að leikskól­ inn styrkir eitt ákveðið barn í SOS Barnaþorpi um 45 þúsund krónur á ári, eða um fimm til sex hundruð krónur á barn í leikskólanum á ári. „Við fáum efni frá SOS Barnaþorp­ unum þar sem sagt er frá börnum sem búa í SOS Barnaþorpum. Saga þeirra er sögð, löndin þeirra kynnt, matarmenning og fleira. Þannig fræðast leikskólabörnin um önn­ ur lönd og aðra menningu og sjá hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir öðrum, þó að lifnað­ arhættir séu öðruvísi en þau þekkja. Áhersla er lögð á að leikskólabörn­ in geti rætt um hvernig aðstæður SOS barnanna séu ólíkar eða líkar þeim eigin,“ segir Sigurður Sigur­ jónsson aðstoðarleikskólastjóri á Akraseli um verkefnið. Halda hátíð til fjáröflunar Sólblómaleikskólarnir allir fá að auki sólblómafræ til að sá og fylgj­ ast með vextinum. Það er tengt við að blómið er eins og barnið, þarf umhyggju og næringu til að lifa. „Börnin búa svo til bauka inn á hverja deild, þar sem öllum er boðið að koma með frjáls framlög. Einn­ ig munum við safna einnota flösk­ um og dósum og leyfa börnunum að fara með þær í endurvinnsluna og nýta peninginn í verkefnið. Í vor munum við svo halda sólblómahá­ tíð í einn dag til fjáröflunar,“ seg­ ir Sigurður. Nú þegar eru nokkrir leikskólar á Íslandi styrktarforeldrar barns í SOS Barnaþorpi. Á vefsíðu SOS Barnaþorpa segir að reynslan hafi sýnt að þegar leikskólar hafa styrkt eitt ákveðið barn eða tekið þátt í hjálparstarfinu á annan hátt, hafi það haft mjög góð áhrif á leik­ skólabörnin. Þau fræðist um önnur lönd og fólkið sem þar býr, sjá að fjölskyldur geti verið mismunandi og svo framvegis. Börnin taki virk­ an þátt í starfinu og séu forvitin um þennan vin í fjarlægu landi. grþ Fjórða umferð Íslandmótsins í mótókrossi var haldin á Akrabraut á Akranesi síðasta laugardag. Upp­ haflega átti keppnin á Akrabraut að fara fram fyrr í sumar en henni var þá frestað vegna veðurs og færðar í brautinni. Aðstæður á laugardag­ inn gátu hins vegar ekki verið betri. Engin bleyta var á yfirborðinu en þó var moldin í undirlaginu rök og mjúk. Keppt var í fimm flokk­ um og var hart barist um sigur í þeim öllum. Stærsta keppni dagsins var í MX open en þar sigraði Sölvi Borgar Sveinsson. Af öðrum úrslit­ um má nefna að Anita Hauksdóttir sigraði í kvennaflokki, Hlynur Örn í MX­Unglingaflokki, Víðir Trist­ an Víðisson í 85 flokki og Heið­ ar Örn Sverrisson í flokki 40+. Í B flokki voru heimamenn hlutskarp­ astir og hirtu þrjú efstu sætin. Þar sigraði Björn Torfi Axelsson, í öðru sæti var Þorbjörn Heiðar Heiðars­ son og Jóhann Pétur Hilmarsson hafnaði í því þriðja. jsb Haustdagskráin í lík­ a m s r æ k t a r s t ö ð i n n i Heilsuhofi í Reykholts­ dal er nú hægt og rólega að byrja. „Sumir dag­ skrárliðir hefjast þó ekki fyrr en haustverkum er lokið, en Íþróttaskóli barnanna, eða Barnafit­ ness hefst laugardaginn 6. september kl. 10:30. Sá tími verður vikulega og er opinn börnum 2­7 ára,“ segir Sigrún Hjartardóttir eigandi og rekstraraðili Heilsu­ hofs. „En aðal nýjungin er sú að fjósamaðurinn í Nýja Bæ er mikill bar­ dagakappi og bæði með svarta beltið í Ryu Ka­ rate og TaiJutsu. Hann mun koma til starfa og bjóða upp á tíma fyr­ ir börn og fullorðna í bardagaíþróttum. Hann heitir Hákon Varmar og hefur mikla kennslu­ og keppnisreynslu,“ segir Sigrún. Hún segir það sem vítamínssprautu að fá vanan keppnis­ og íþróttamann í héraðið til að miðla af reynslu sinni. Hákon hefur þjálfað ka­ rate, m.a. hjá Fjölni í yfir tíu ár. Hann hefur æft bardagaíþróttir frá barnæsku og hefur með­ al annars keppt fyrir Ís­ lands hönd erlendis. Fyrir frekari upplýs­ ingar og skráning í lík­ amsrækt og haustdag­ skrá er á heimasíðu Heilsuhofs, hjá Sigrúnu Hjartardóttur í síma 868­9037 eða á netfang­ inu sigrun@heilsuhof.is. Skráningu lýkur 4. sept­ ember. mm Keppnisaðstæður á Akrabraut voru frábærar á laugardaginn. Hér sést hvernig moldin á brautinni þeytist upp eftir að einn vélhjólakappinn tekur snarpa beygju. Ljósm. ki. Keppt við frábærar aðstæður á Akrabraut Sólblómaleikskólar styrkja börn sem búa í SOS Barnaþorpum. Akrasel gerist Sólblómaleikskóli Leikskólinn Akrasel. Landsliðsmaður leiðbeinir Borg- firðingum í bardagaíþróttum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.