Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Auglýsing á tillögum breytinga aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 Tillögur breytinga aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 varða landnotkun við Grundartanga og stefnumörkun fyrir iðnaðarsvæði. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 12. ágúst sl. að auglýsa tillögur að breytingum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Um er að ræða tvær tillögur. Annars vegar breytingu landnotkunar við Grundartanga ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og hins vegar breytingu stefnumörkunar iðnaðarsvæða. Breyting landnotkunar varðar stækkun iðnaðarsvæðis um 52,4 ha og minnkun athafnasvæðis um 85,8 ha og minnkun hafnarsvæðis um 6,7 ha við Grundartanga. Tillögunni fylgir einnig umhverfisskýrsla. Breyting stefnumörkunar iðnaðarsvæða varðar í meginatriðum að bestu fáanlegu tækni sem uppfyllir BAT staðal skal ávallt beitt til að draga úr mengun frá iðnaðarsvæðum og ekki verði heimilt að hefja nýja starfsemi sem hefur í för með sér losun flúors eða brennisteinstvíoxíðs á iðnaðarsvæðum við Grundartanga. Tillögur breytinga aðalskipulags liggja frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3. Tillögur má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is/skipulag/auglysingar/ frá 29. ágúst til og með 10. október 2014. Athugasemdir við tillögur breytinga aðalskipulags skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þann 10. október 2014 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is. Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðasveitar S K E S S U H O R N 2 01 4 Í boði er spennandi starf fyrir einstakling sem vill vinna sjálfstætt og hafa tækifæri til frumkvæðis í vinnubrögðum. Menntunar- og hæfniskröfur: Þekking og reynsla á bókhaldi skilyrði• Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun á sviði • bókhalds æskileg Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu æskileg• Góð tölvukunnátta• Nákvæmni, skipuleg vinnubrögð og talnagleggni• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi• Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir samstarfshæfileikar• Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á sigurlaug@grundarfjordur.is. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila í Ráðhús Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, eða í tölvupósti á netfangið sigurlaug@grundarfjordur.is. Umsóknarfrestur er til og með 21. september nk. S K E S S U H O R N 2 01 4 Starf aðalbókara laust til umsóknar Grundarfjarðarbær auglýsir starf aðalbókara laust til umsóknar. Aðalbókari hefur umsjón með bókhaldi Grundarfjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Hann annast bókun fylgiskjala, afstemmingar og aðra úrvinnslu úr fjárhagsbókhaldi, sér um reikningagerð, skýrslugerð og greiningarvinnu úr bókhaldi auk þess að annast uppgjör og áætlanagerð í samvinnu við fjármálastjóra og endurskoðendur. S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Nú hafa réttardagar verið ákveðnir í haust. Sveitarfélögin taka upplýsingarnar saman á hverju ári og birtir m.a. Skessu- horn upplýsingarnar bændum og öðrum til hagræðis. Í síðasta tölublaði Skessuhorns sögðum við frá réttardögum í tveimur sveitarfélögum, en hér er listinn í heild sinni: Arnarhólsrétt í Helgafellssveit, sunnudaginn 21. september kl. 11. Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæ­ fellsbæ, laugardaginn 20. septem­ ber. Brekkurétt í Norðurárdal, sunnudaginn 14. september. Brekkurétt í Saurbæ, sunnudag­ inn 21. september kl. 11. Fellsendarétt í Miðdölum, sunnudaginn 14. september kl. 14. Flekkudalsrétt á Fellsströnd, laugardaginn 20. september. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, sunnudaginn 14. september. Gillastaðarétt í Laxárdal, sunnu­ daginn 21. september kl. 12. Grímsstaðarétt á Mýrum, þriðju­ daginn 16. september. Hamrar í Grundarfirði, laugar­ daginn 20. september. Hellnarétt og Grafarrétt í Breiðuvík, Snæfellsbæ, laugardag­ inn 20. september. Hítardalsrétt í Hítardal, mánu­ daginn 15. september. Hornsrétt í Skorradal, sunnudag­ inn 14. september. Hólmarétt í Hörðudal, sunnu­ daginn 21. september kl. 10. Kaldárbakkarétt í Kolbeins- staðahreppi, sunnudaginn 6. sept­ ember kl. 11. Kirkjufellsrétt í Haukadal, laug­ ardaginn 13. september. Ljárskógarétt í Laxárdal, laugar­ daginn 13. september. Mýrar í Grundarfirði, laugardag­ inn 20. september. Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðju­ daginn 23. september. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laug­ ardaginn 6. september. Núparétt í Melasveit, sunnudag­ inn 14. september kl. 13. Oddsstaðarétt í Lundarreykja- dal, miðvikudaginn 10. september. Ólafsvíkurrétt í Snæfellsbæ, laugardaginn 20. september. Ósrétt á Skógarströnd, föstudag­ inn 3. október kl. 10. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, sunnudaginn 21. september. Reynisrétt við Akrafjall í Hvalfj. sv, laugardaginn 20. september. Skarðsrétt á Skarðsströnd, sunnudaginn 21. september kl. 11. Skerðingsstaðarétt í Hvamms- sveit, sunnudaginn 21. septem­ ber kl. 11. Svarthamarsrétt á Hvalfjarðar- strönd, sunnudaginn 14. septem­ ber kl. 10. Svignaskarðsrétt í Borgarfirði, mánudaginn 15. september. Tungurétt á Fellsströnd, laugar­ daginn 13. september. Vörðufellsrétt á Skógarströnd, laugardaginn 20. september kl. 13. Þverárrétt í Eyja- og Mikla- holtshreppi, sunnudaginn 21. september. Þverárrétt í Þverárhlíð, mánu­ daginn 15. september. Þæfusteinsrétt á Hellissandi/ Rifi, Snæfellsbæ, laugardaginn 20. september. Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæ­ fellsbæ, laugardaginn 20. septem­ ber mm Sigrún Rós Helgadóttir er hér með vænan lambhrút í Oddsstaðarétt. Athygli er vakin á því að þar er réttað viku fyrr en venjulega. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. Réttir á Vesturlandi 2014

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.