Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Bráðabirgðauppgjör vegna rekst­ urs bæjarsjóðs Stykkishólmsbæj­ ar fyrstu sex mánuði ársins var lagt fram á fundi bæjarstjórnar fyrir skömmu. Þar kom fram að rekstr­ arafgangur var rúmar 12 milljónir á þessu tímabili en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 4,2 milljóna króna afgangi. Bæði meirihluti og minni­ hluti sveitarstjórnar lögðu fram bókanir á fundinum þar sem báð­ ir voru sammála um mikilvægi þess að áfram yrði gætt aðhalds í rekstri. Ekki síst þar sem óvissa væri varð­ andi launaútgjöld bæjarins vegna nýrra kjarasamninga sem gerðir hafa verið við starfsmenn Stykkis­ hólmsbæjar. Minnihlutinn sagði í bókun sinni það ánægjuefni að rekstrarafgang­ ur fyrri hluta ársins hafi verið átta milljónum króna meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar sagði m.a. að það væri staðreynd að útgjöld vegna áætlaðra framkvæmda hafa ekki verið færðar inn í uppgjör og því óvarlegt að gera ráð fyrir þeim afgangi sem er fyrstu sex mánuði ársins í bráðabirgðauppgjörinu. Því sé mikilvægt að draga úr útgjöld­ um til áramóta ef ná á því mark­ miði sem fjármálareglur setja að jöfnuður verði í útgjöldum í þrjú ár. Samkvæmt fjármálareglum sveitar­ félaga þurfa rekstrargjöld og tekjur að vera í jafnvægi innan þriggja ára tímabils, sem þýðir að rekstaraf­ gangur Stykkishólmsbæjar þurfi að vera a.m.k. 14 milljónir á þessu ári. Þess vegna sé mjög mikilvægt er að fara varlega í fjármálum Stykk­ ishólmsbæjar á næstu mánuðum. Í framhaldi af umræðum og bókun­ um á bæjarstjórnarfundinum hvatti Sturla Böðvarsson bæjarstjóri for­ stöðumenn stofnana Stykkishólms­ bæjar til að gæta ýtrasta aðhalds til að markmið í rekstri bæjarsjóðs næðust. þá Í gær hófust framkvæmdir við byggingu nýrrar aðveitustöðvar OR og Landsnets á Akranesi. Nýja aðveitustöðin kemur í stað stöðv­ arhúss sem staðsett er í flóanum sunnan verslunarmiðstöðvarinn­ ar við Kalmansvelli, þar sem sam­ kvæmt aðalskipulagi á að rísa íbúða­ hverfi. Eiríkur Hjálmarsson upp­ lýsingafulltrúi Orkuveitunnar seg­ ir að bygging nýrrar aðveitustöðv­ ar hafi einnig verið orðin knýjandi þar sem þörf hafi verið fyrir endur­ nýjun búnaðar í núverandi aðveitu­ húsi, sem og vegna aukinnar orku­ þarfar fyrirtækja á Akranesi. Bygg­ ing nýs aðveituhúss hafi verið áætl­ uð á árinu 2009, en verið frestað vegna peningaleysis. Eiríkur segir að áætlaður kostn­ aður við bygginguna sé um 800 milljónir króna og er framkvæmd­ in að 70% á forræði Orkuveitunnar og 30% Landsnets. Akraneskaup­ staður kemur einnig að byggingu nýju aðveitustöðvarinnar í formi frágangs lóðar. Regína Ásvaldsdótt­ ir bæjarstjóri segir að kaupstaður­ inn hafi þegar lagt út fyrir megin­ hluta þess kostnaðar, eða 140 millj­ ónir króna. Þessa dagana eru starfmenn verktakafyrirtækisins Skóflunnar að grafa fyrir grunni hússins sem verður um 1.140 fermetrar. Aðal­ verktaki við bygginguna verða Ís­ lenskir aðalverktakar sem voru með lægsta tilboð í verkið. Munu starfs­ menn ÍAV væntanlega hefjast handa við byggingu hússins á næstu dög­ um þegar búið verður að grafa fyrir sökklum þess. þá Háskólalest frá Háskóla Íslands mætti á Snæfellsnes um síðustu helgi. Föstudaginn 29. ágúst sótti lestin heim nemendur í efstu bekkjum grunnskólanna og voru haldin námskeið í eðlisfræði, jap­ önsku, stjörnufræði, blaða­ og fréttamennsku, næringarfræði, hugmyndasögu, Legó forrit­ un, jarðfræði og vísindaheim­ speki. Kennt var í Ólafsvík. Þá var Fjölbrautaskóli Snæfellinga undirlagður af ýmsum spenn­ andi sýningum á laugardegin­ um. Sprengjugengi lestarinnar vakti mikla lukku með sínum til­ raunum og stóðu ungir sem aldn­ ir agndofa yfir tilraunum þeirra með allskonar efni og efnasam­ bönd. Einnig var fjöldinn allur af forvitnilegum hlutum sem hægt var að kynna sér. Vel var mætt og ekki var annað hægt að sjá en að íbúar á Snæfellsnesi hafi verið ánægðir með komu Háskólalest­ arinnar. tfk Hleðslumeistarinn landskunni Ari Jóhannesson lauk fyrir helgina, ásamt samverkamönnum sínum, við garðhleðslu kringum kirkju­ garðinn á Reykhólum. Hleðslan er á tvo vegu við garðinn eða við vest­ urhlið og norðurhlið kirkjugarðs­ ins. Á vef Reykhóla segir að þeim sem séð hafa þyki þetta hið mesta snilldarverk. Helstu samstarfs­ menn Ara voru þeir Grétar Jóns­ son frá Einarsstöðum í Vopnafirði og Ólafur Einir Smárason frá Borg í Reykhólasveit, auk bróður Ólafs, Brynjólfs Víðis Smárasonar verk­ taka á Reykhólum með tæki sín. Grjótið sem notað er í hleðsluna er samtíningur úr ýmsum áttum, en mestur hlutinn kom frá Kirkju­ bóli vestra í Kjálkafirði við vest­ urmörk Reykhólahrepps, þar sem Vegagerðin hefur síðustu misser­ in unnið að nýlagningu vegarins og stundað sprengingar. Svolítill hluti kom úr námunni í Króksfjarðarnesi og síðan komu tveir bílar af grjóti úr námu rétt fyrir sunnan Hólma­ vík. Þökurnar og strengurinn komu hins vegar frá Tuma á Reykhólum, segir á vef Reykhóla. þá Veggur með ljósmyndum var ný­ verið afhjúpaður á Hernámssetrinu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Þar er greint frá því þegar Winston Churchill forsætisráðherra Bret­ lands kom í óvænta heimsókn til Ís­ lands 16. ágúst 1941. Hann kom þá siglandi á orrustuskipi til Hvalfjarð­ ar eftir að hafa átt sinn fyrsta fund með Fraklin D. Roosevelt við Ný­ fundnaland. Breski forsætisráðherr­ ann fór síðan siglandi með tundur­ spilli til Reykjavíkur þar sem hann hitti íslenska ráðamenn á stuttum fundi og skoðaði sig um. Síðdegis og um kvöldið þennan dag var hann svo um borð í breskum herskipum í Hvalfirði áður en hann sigldi áfram heim til Bretlands. Til að minnast þessa viðburðar í ágúst fyrir 73 árum færði Churc­ hill­klúbburinn á Íslandi á dögun­ um Hernámssetrinu í Hvalfirði ljósmyndir að gjöf sem sýna þenn­ an viðburð. Þær voru settar upp með textum á vegg í húsi setursins að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Churchill­klúbburinn er óform­ legur félagsskapur sem ætlað er að vera fræðsluvettvangur um líf og störf Winstons Churchill. Undan­ farin misseri hefur hann staðið fyrir ýmsum fyrirlestrum og viðburðum í þessu skyni. mþh/fréttatilk. Háskólalestin vakti lukku á Snæfellsnesi Árni Sigurðsson formaður Churchill- klúbbsins á Íslandi afhjúpar og sýnir ljósmyndavegginn sem settur hefur verið upp að Hlöðum. Minningarveggur um heimsókn Churchills í Hvalfirði Stund milli stríða undir kirkjugarðsvegg: Ari, Grétar og Ólafur Einir. Ljósm. Reykholar.is Lokið við hleðslu kirkjugarðs- veggjar á Reykhólum Frá Stykkishólmshöfn. Bráðabirgðauppgjör segir rekstur Stykkishólmsbæjar vel innan áætlunar Starfsmenn Skóflunnar vinna að greftri fyrir sökklum nýju aðveitustöðvarinnar. Framkvæmdir hafnar við nýja aðveitu- stöð OR og Landsnets á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.