Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Áramót í útgerðinni Fyrirtækið Agustson í Stykkishólmi var stofnað árið 1933. Í tíð þess hefur ýmislegt gengið á í útgerð í Stykkishólmi. Ber þar hæst hrun hörpudisksstofnsins í Breiðafirði fyrir rúmum áratug síðan. Fyrir­ tækið hefur þó haldið velli og er í dag elsta sjávarútvegsfyrirtæki á landinu og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Síðan hörpu­ diskurinn hvarf hafa þeir hjá Ag­ ustson þurft að endurskipuleggja sína starfsemi nánast frá grunni. Nú starfa um 50 manns hjá fyrir­ tækinu en fjöldinn er að vísu nokk­ uð breytilegur þar sem verkaður er mismunandi fiskur eftir árstíðum. „Við vinnum saltfisk frá miðjum ágúst til mars en þá hefst vinnsla á grásleppu. Gráslepputímabil­ ið stendur fram í miðjan júlí en þá erum við byrjuð að vinna mak­ ríl. Við vinnum hann svo þang­ að til að við fórum aftur í saltfisk­ inn.“ Þetta segir Sigurður Ágústs­ son framkvæmdastjóri Agustson og bætir við að nýafstaðið kvótaár hafi verið fyrirtækinu hagsælt. „Saltfisk­ ur, sem er ein af megin framleiðslu­ vörum okkar, hefur verið að stíga upp úr lægð síðustu ára. Nú hafa þau lönd sem helst kaupa íslensk­ an saltfisk, eins og Ítalía, Spánn og Grikkland, verið að rétta úr kútn­ um efnahagslega eða í það minnsta er neysla þeirra á saltfiski að aukast á ný. Söluhorfur fyrir næsta ár eru því góðar eins og er.“ Stykkishólmur var þekktur fyrir vinnslu á hörpudiski og var á tíma­ bili landað allt að átta þúsund tonn­ um af skel þar í bæ. Ótrúlega há tala ef litið er til þess hversu verðmæt vara hörpudiskurinn er. Hörpu­ diskstofninn í Breiðafirði hrundi svo fyrir tæpum áratug eins og áður segir og hafa veiðar á skelinni leg­ ið niðri síðan. Á því gæti þó orð­ ið breyting í haust því líkur eru á að veiðar á hörpudiski í Breiðafirði gætu hafist að nýju. „Við hjá Agust­ son höfum verið að rannsaka síðan í vor, í samstarfi með Hafrannsókna­ stofnun, ný svæði með tilliti til út­ breiðslu hörpudisks. Ellefu ár eru síðan stofninn hrundi í Breiðafirði og vinnslan í Stykkishólmi var lögð af. Núna gerum við okkur hins veg­ ar vonir um að geta hafið tilrauna­ veiðar í haust. Hvað við gerum fer þó eftir því hvað gögn Hafró segja um ástand veiðistaða og áhrif skel­ plógsins á þeim. Það er augljós­ lega hugur í mörgum Hólmaran­ um að fara að vinna hörpudisk á ný, þar sem sú vinnsla var tvímæla­ laust burðarás í samfélaginu í hart­ nær 30 ár. Því vonum við það besta. Aðeins er þó um tilraunaveiðar að ræða og við verðum að passa okk­ ur að læra af mistökum fortíðarinn­ ar og varðveita þessa dýrmætu auð­ lind og styrkja hana,“ segir Sigurð­ ur að endingu. jsb Hörpudiskur hugsanlega unninn á ný í Stykkishólmi Þeir hjá Agustson eru í tilraunaskyni að hefja veiðar á hörpudiski á ný í Breiðafirði í samstarfi við Hafró. Sigurður Ágústsson, framkvæmdastjóri Agustson. Hafrún Ævarsdóttir í Ólafsvík: Nýtur þess að starfa sem hafnarvörður í Snæfellsbæ Það var mikið um að vera á hafn­ arvoginni í Ólafsvík í síðustu viku. Makrílbátarnir komu til lands hver af öðrum drekkhlaðnir spriklandi makríl. Þá voru handfærabátar og dragnótabátar einnig að landa sín­ um afla. Þegar fréttaritari leit við á hafnarvoginni stóð Hafrún Ævars­ dóttir vaktina, en hún er fyrsta kon­ an sem gegnir þessari stöðu í Snæ­ fellsbæ. Hafrún segist vera í afleys­ ingum í sumar og að þetta sé fjör­ leg og skemmtileg vinnu. Auk þess að starfa í Ólafsvík hefur hún leyst af í Rifi og á Arnarstapa í sumar. Um makrílveiðarnar segir Haf­ rún að það sé mjög líflegt í höfn­ unum og nóg að gera. Karlarnir séu skemmtilegir og hressir þrátt fyrir að vera á veiðum nánast all­ an sólarhringinn. „Það kemur fyr­ ir að landað sé til klukkan fjögur á nóttunni. Samt er það svoleiðis að það er enginn dagur eins. Allt­ af er þó nóg að gera og oftast er rólegra á morgnana. Ég segir bara eins og er að þessi vinna er æði,“ segir Hafrún. Aðspurð um á hvaða höfn í Snæfellsbæ sé skemmtilegast að vinna á, segir Hafrún það vera á Arnarstapa. „Þar er svo mikill stemning og allt gengur hægar þar sem aðeins einn löndunarkrani er. Ekki skemmir fyrir einstök nátt­ úrufegurð og gott veður. Bátar á Arnarstapa koma inn á öllum tím­ um sólarhrings svo þar vinnst þetta jafnt og þétt.“ Hafrún er einnig virk í björgun­ arsveitinni Lífsbjörgu í Snæfellsbæ og í sumar hafa verið nokkur út­ köll sem hún hefur farið í ásamt fé­ lögum sínum. Til dæmis þegar leki kom af bátnum Valþóri og þegar Kristina EA strandaði út af Grund­ arfirði. af BRIM HF. Snæfellsbær HB Grandi búinn að semja um smíði þriggja ísfisktogara Síðastliðinn föstudag voru undir­ ritaðir samningar um smíði þriggja nýrra ísfisktogara fyrir HB Granda. Það er skipasmíðastöðin Celiktrans Deniz Insaat í Tyrklandi sem smíð­ ar nýju togarana en fyrir er stöð­ in að smíða tvö uppsjávarskip fyr­ ir HB Granda. Samningarnir nú hljóða upp á 6,8 milljarða króna. Áætlað er að fyrsta skipið verði af­ hent í maí 2016, það næsta síðla sama ár og það þriðja vorið 2017. „Nýju skipin munu leysa af hólmi þrjá togara sem nú eru í rekstri. Það eru Ásbjörn RE, Otto N. Þorláks­ son RE og Sturlaug H. Böðvarsson AK. Með nýju skipunum eykst hag­ kvæmni í rekstri, þau munu eyða minni olíu, aflameðferð og nýting verður betri, rekstraröryggi eykst og viðhaldskostnaður mun lækka,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Hönnun skipanna er í höndum Nautic ehf., Lágmúla 5, Reykjavík. mm Við undirritun samninganna. F.v. Torfi Þorsteinsson deildarstjóri botnfisksviðs, Loftur B. Gíslason útgerðarstjóri ísfisktogara, Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri, Alfreð Tulinius Nautic ehf., Kristján Loftsson stjórnarformaður, Ahmet Ötkür stjórnarformaður Celiktrans, Volkan Urun framkvæmdastjóri Celiktrans, Magnús Helgi Árnason lögfræðingur og Jónas Guðbjörnsson fjármálastjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.