Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Rannsóknir stjórnvalda ekki í samræmi við veiðar Á nýafstöðnu kvótaári gekk vel hjá þeim í G.Run í Grundarfirði. Runólfur Guðmundsson segir að veiðar hafi gengið vel enda mik­ ið af fiski á miðunum. Það sé hins vegar þvert á það sem stjórnvöld töldu og því hafi þau bætt við of litlum fiskveiðikvóta fyrir nýaf­ staðið kvótaár að hans mati. „Það hefur verið alveg rífandi gangur hjá okkur allt kvótaárið og stöðugt verið að landa afla úr bát­ um. Í upphafi tímabilsins vorum við í smá basli með sölu á afurðum en fljótlega rættist úr því og geng­ ur salan nú mjög vel. Niðurstöð­ ur rannsókna stjórnvalda eru hins vegar ekki í samræmi við veiðar. Þeir í Reykjavík segja að það sé lítið af fiski en á sama tíma mok­ veiða skipin. Ég hef það á tilfinn­ ingunni að þeir séu alltaf nokkr­ um árum á eftir náttúrunni. Sem dæmi fengum við fyrir kvótaár­ ið sem var að líða aðeins þriggja tonna viðbót við okkar aflaheim­ ildir þó svo að veiðar hafi geng­ ið með ólíkindum vel allt tímabil­ ið.“ Hjá G. Run starfa um 85 manns; fólk í landvinnslu og á skipum út­ gerðarinnar. Hjá fyrirtækinu eru aðallega unnar afurðir úr bol­ fiski, mest úr þorski og karfa. „Ég sé ekki fyrir mér að ástand­ ið muni breytast mikið. Við vor­ um að klára gott kvótaár og ég er bjartsýnn á að það sem er að byrja verði einnig gott,“ sagði Runólfur í samtali við Skessuhorn. jsb Hér sést starfsmaður G.Run raða nýlönduðum þorski í hausarann. Runólfur Guðmundsson hjá G.Run segir að niðurstöður rannsókna stjórnvalda séu ekki í samræmi við núverandi ástand í hafinu. „Pottaúthlutanir og misbeiting byggðakvóta koma okkur líka illa“ Áramót í útgerðinni -segir Páll Ingólfsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands Annasamt hefur verið að undan­ förnu hjá starfsmönnum Fiskmark­ aðs Íslands í Snæfellsbæ. Ekki síst vegna landburðar af makríl, en bát­ arnir sem gerðir eru út á makrílinn hafa jafnvel margfyllt sig yfir sól­ arhringinn að undanförnu. Ekki hefur þurft langt að fara til að ná í makrílinn. Bátarnir voru á dögun­ um í tugum talið rétt út við höfnina í Rifi. Páll Ingólfsson framkvæmda­ stjóri fiskmarkaðsins segir að fisk­ verð hafi verið gott í nokkurn tíma í öllum tegundum. Aðspurður seg­ ir hann að þorskkílóið hafi til að mynda selst á 350­450 krónur. „Þegar ég tala um gott verð, þá er það vitaskuld gott fyrir þann sem selur, en það hefur verið hátt fisk­ verð á mörkuðunum núna í nokk­ urn tíma. Ég er að því leyti bjart­ sýnn að verðið haldist áfram hátt á næstunni en að öðru leyti líst mér bölvanlega á stöðuna í byrjun nýs fiskveiðiárs,“ segir Páll. Greinin á sjálf að sjá um sig Páll hefur um tíðina ekkert legið á skoðunum sínum varðandi ýmis mál í íslenskum sjávarútvegi og hef­ ur það ekki breyst. Hann segist síð­ ur en svo sáttur við stjórnvöld og þá sem ráði ferðinni í sjávarútveg­ inum, það er núverandi ríkisstjórn og Hafrannsóknastofnun. Páll tel­ ur mikla ógn felast í þeim laga­ breytingum sem gerðar voru í lok þings síðastliðið vor, sem hann seg­ ir að hafi verið gerðar í skjóli myrk­ urs korteri fyrir þinglok án nokkurs samráðs við hagsmunaaðila í grein­ inni. Þar er hann að tala um pottaút­ hlutanirnar. „Stjórnvöld falla í þá gryfju að auka sérúthlutanir. Það er ekki bæði hægt að leggja hátt gjald á greinina og líka úthluta pottum til þess að bjarga hinum og þessum hingað og þangað um landið. Ef þú tekur út úr heildinni í sérúthlutan­ ir þá er bara verið að taka frá hin­ um sem hafa verið að reka sín fyrir­ tæki með hagkvæmni að leiðarljósi. Þessar pottaúthlutanir og misbeit­ ing á byggðakvóta koma ekki að­ eins mörgum í útgerð og vinnslu illa heldur snertir það líka rekstrar­ umhverfi eins og okkar í fiskmörk­ uðunum. Hvaða vit er svo í því, eins og lögin frá síðasta vori gera ráð fyrir, að ráðuneyti og Byggða­ stofnun sjái um útdeilingu potta og byggðakvóta? Það eru þessi afskipti stjórnmálamanna sem sífellt verða okkur dýr. Við höfum alltaf sagt að það eigi að lofa greininni sjálfri að ráða fram úr þessum málum ­ og segjum það enn. Það væri ráð að nýta þá þekkingu sem safnast hefur upp í sjávarútveginum.“ Hættulegt hlutfall milli heimilda í þorski og ýsu Önnur ógn sem Páll telur að steðji að nú í byrjun nýs fiskveiðiárs er það mikla bil sem orðið er á milli veiðiheimilda í þorski og ýsu. Hann telur að nú sé alltof langt gengið í að skerða heimildir í ýsunni. „Ég er ekkert að efast um fræðin við sér­ fræðinga Hafró enda er ég ekki í stakk búinn til þess. Hins vegar sé ég það eins og allir aðrir að þeg­ ar hlutfallið í ýsu á móti þorski er orðið svona mikið þá gengur þetta ekki upp. Hættan er sú að það komi til brottkasts og síðan er það alveg borðleggjandi að við munum missa héðan af þessu svæði útgerðir og báta sem fara annaðhvort vestur á firði eða austur fyrir land til veiða á ákveðnum tímabilum og svæð­ um þar sem þekkt er hátt hlutfalls þorsks í afla.“ Telur að víða sé pottur brotinn Þá segir Páll brottkast stöðuga ógn við íslenska sjávarútveginn sem og löndun framhjá vigt. Starfsmenn Fiskistofu hafi opinberlega viður­ kennt vanmátt sinn í eftirliti með endurvigtun, sem gæti fækkað eða að mestu komið í veg fyrir þessi brot. „Ég hef aldrei verið talsmað­ ur þess að allur afli fari í gegnum fiskmarkað og hef haft skilning á tengslum veiða og vinnslu. En þeg­ ar hins vegar útgerðir eru farnar að skipta hingað og þangað með það sem eftir er, meðaflann í auka­ tegundum, finnst mér allof langt gengið. Við höfum líka ítrekað rek­ ið okkur á það að svindlað er á kerf­ inu í gegnum ísmagnið í aflanum. Rekstur í sjávarútvegi eins og okk­ ar á að vera á jafnréttisgrundvelli, svo sem að það séu þá alltaf og alls­ staðar þúsund kíló í tonninu. Við höfum líka boðið fram aðstoð okk­ ar um hugmyndafræðilega vinnu við eftirlitið, en það hefur ekki ver­ ið þegið. Eins og þú heyrir þá tel ég að víða sé pottur brotinn og ekki síst er það pólitíkin og stjórnmála­ mennirnir sem eru að gera okk­ ur óþarflega erfitt fyrir,“ segir Páll Ingólfsson á Fiskmarkaði Íslands. þá Páll Ingólfsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.