Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Áramót í útgerðinni Kvóti settur á rækjuveiðar í haust Í húsakynnum FISK í Grundarfirði er starfrækt eina rækjuvinnslan á Vesturlandi. Þar starfa að jafnaði 33. Þar af eru 22 í landvinnslu en FISK gerir einnig út skipið Farsæl þar sem tíu eru í áhöfn. Rækju­ veiðar hafa verið utan kvótakerf­ is síðastliðin ár en útgerðum þess í stað sett skilyrði um hámark veiði­ heimilda. Á þessu fyrirkomulagi verða nú gerðar breytingar sem að sögn Árna Halldórssonar, rekstr­ arstjóra FISK í Grundarfirði, munu hafa áhrif á rækjuvinnsluna á komandi kvótaári. „Núna í september verður settur kvóti á rækjuveiðarnar. Við vitum ekki enn hversu miklu við fáum út­ hlutað en þessi breyting mun hafa einhver áhrif á okkar starfsemi. Síðasta kvótaár var fremur erfitt sökum hráefnisskorts. Við unn­ um um 3200 tonn af rækju og þar af voru um þúsund tonn af ferskri íslenskri rækju. Afgangurinn, og meirihlutinn, er svokölluð iðnað­ arrækja sem er keypt erlendis frá. Kaup á þeirri afurð til vinnslu hef­ ur ekki gengið nægjanlega vel sök­ um lítils framboðs. Við munum nú reyna að finna leiðir til að auka innflutning og þar með vinnsl­ una og einnig til að mæta litlum rækjukvóta á Íslandsmiðum. Við getum bætt við okkur í vinnslunni þar sem við höfum bæði búnað til aukinnar framleiðslu og mjög vel hefur einnig gengið að selja vör­ una.“ Þeir hjá FISK í Grundarfirði hafa einnig ráðist í tilraunaveiðar á öðru sjávarfangi samhliða rækju­ vinnslunni. „Á komandi ári verð­ ur því haldið áfram að reyna að fá sem mest af rækju til að vinna úr en einnig munum við halda til­ raunum okkar áfram með vinnslu á sæbjúga og grjótkrabba,“ segir Árni í samtali við Skessuhorn. jsb Árni Halldórsson, rekstrarstjóri FISK í Grundarfirði. Sala á rækju hefur gengið mjög vel hjá FISK í Grundarfirði, en erfiðara hefur reynst að afla vinnslunni hráefnis. Hér sést hús FISK í Grundarfirði þar sem rækjuvinnslan fer fram. Áhöfn Sóleyjar sagt upp frá næstu áramótum Stjórn Soffaníasar Cecilssonar hf. hefur sagt upp skipverjum á einu af þremur skipum félagsins, Sól­ eyju SH 124. Um er að ræða átta stöðugildi sem 12 skipverjar hafa skipt á milli sín. Þeim hefur öllum verið tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar og gert ráð fyrir að skip­ ið verði gert út til loka desember næstkomandi. Sóley SH 124 hef­ ur stundað trollveiðar aðallega á ýsu, steinbít, skarkola og rækju. Að mestu hefur bolfiskur sem skipið hefur veitt verið fluttur út í gám­ um. Óverulegur hluti afla Sóleyj­ ar hefur farið til fiskvinnslu félags­ ins. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að fyrir liggi að veiðiheim­ ildir skipsins hafi verið skertar síð­ astliðin fimm ár auk þess sem fyrir liggi að rækjuveiðiheimildir verða kvótabundnar þannig að veiði­ heimildir skipsins í rækju skerðast umtalsvert frá síðasta fiskveiðiári. „Stjórn félagsins varð það ljóst við úthlutun veiðiheimilda til skipsins í júlí síðastliðnum að fé­ laginu er útilokað að halda skip­ inu til veiða nema skamman hluta næsta fiskveiðiárs. Þá blasir við stjórn að ekkert bendir til þess að vænta megi breytinga á rekstr­ armöguleikum sem geta réttlætt áframhaldandi útgerð skipsins,“ segir í fréttatilkynningu. mm Sóley við bryggju um síðustu helgi. Tekinn var ís en jafnframt fengu skipverjar uppsagnarbréf, en ákveðið hefur verið að hætta útgerð skipsins um áramótin. Ljósm. tfk. Skakið hefur gefið best á erfiðum tímum í smábátaútgerðinni Gestur Hólm sést hér við bátinn sinn, Hólmara. Smábátahöfnin í Stykkishólmi. Gestur Hólm Kristinsson er einn af þeim fjölmörgu smábátasjó­ mönnum sem stunda veiðar frá Stykkishólmi. Gestur hefur stund­ að sjóinn síðan hann var ungur maður og rekið sína eigin útgerð í tvo áratugi. Hann gerir nú út bátinn Hólmara frá Stykkishólmi og segist hvergi nærri hættur sjó­ mennsku þrátt fyrir að nýafstaðið kvótaár hafi verið, að hans sögn, fremur lélegt. „Það gekk ekki alveg nógu vel hjá mér þetta árið og má segja að það hafi verið frekar lélegt. Ég er nú eingöngu að veiða þorsk og tel að hann hafi farið minnkandi með árunum í Breiðafirði. Slakur ár­ angur veiðiársins hjá mér gæti þó skrifast að einhverjum hluta á eig­ in skrokk sem er ekki sá sami og áður,“ segir Gestur sem missti töluvert úr veiðitímabilinu á nýlið­ inni vertíð sökum meiðsla. Gestur fyllti þó sinn þorskkvóta og vann að ýmsum lagfæringum á bátnum sínum í síðustu viku þegar menn biðu eftir að nýtt kvótaár hæfist. „Ég náði að klára kvótann hjá mér í ár þrátt fyrir að hafa verið aumur í líkamanum í vetur og misst mikið úr besta veiðitímanum. Þar á ofan var lítil veiði framan af. Að endingu fór ég á skakveiðar í sum­ ar og reyndist það mjög vel. Þann­ ig náði ég að klára kvótann fyr­ ir tæplega viku síðan. Ég hef síð­ an þá verið að huga að bátnum og bíða eftir að nýtt kvótaár hæfist. Á nýju kvótaári finnst mér líklegt að ég byrji á skaki, þar sem veiðin með handfærum reyndist mér best undir lokin á kvótaárinu sem var að líða. Þrátt fyrir ákveðin von­ brigði með síðasta ár er ég bjart­ sýnn á komandi tímabil. Það þýðir ekkert annað, segir Gestur í sam­ tali við Skessuhorn. jsb

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.