Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Áramót í útgerðinni Höskuldur Árnason skipstjóri á Júlla Páls SH: Á góðri makrílvertíð renna dagarnir út í eitt Höskuldur Árnason skipstjóri á makrílbátnum Júlla Páls SH frá Ólafsvík er einn þeirra ungu manna sem nú stunda makrílveiðar við landið. Höskuldur segir í samtali við Skessuhorn að þeir sé tveir um borð; hann og Þröstur Þorláksson. Höskuldur byrjaði á makrílveið­ um á Litla Hamri árið 2010 sem háseti en leysti af sem skipstjóri einn og einn dag. „Ég byrjaði með Júlla Páls um miðjan júlí og verð með hann út vertíðina. Aflinn hef­ ur verið ævintýralegur síðustu daga og í síðustu viku var heildaraflinn kominn í 130 tonn. Þetta er spenn­ andi veiðiskapur,“ segir Höskuldur. „Dagarnir geta verið mjög lang­ ir og miklar vökur. Raunar er það þannig að dagarnir renna út í eitt,“ segir hann og brosir. „Þetta er ver­ tíð en þá þarf maður að leggja á sig talsverða vinnu. Þannig hefur það alltaf verið. En það er bara gaman að fá að taka þátt í þessu.“ Höskuldur segir að löndunar­ biðin sé leiðinlegust. „Þegar marg­ ir bátar koma að landi samtím­ is þarf oft að bíða tímunum sam­ an eftir að komast undir löndunar­ kranann. En svona er þetta og ekk­ ert annað að gera en að sætta sig við biðina. Þó reyni ég að stíla inn á að koma að landi þegar ég veit að ekki er mikil bið.“ Júlli Páls er vel búinn tækjum til makrílveiða og er astikið lykill að því að finna góðar makríltorf­ ur. „Það er oft mikill spenna þegar stórar vöður koma upp og þá er oft líf í tuskunum. Það skemmtileg­ asta við þetta er að makrílvöðurn­ ar geta birst fyrirvaralaust. Maður heldur að það sé enginn makríll á svæðinu en á skammri stund er allt komið á fullt.“ Höskuldur segir að það sé óhemju magn af makríl við Snæ­ fellsnes. Þetta svæði sé hrein­ lega fullt af makríl og hreint æv­ intýri sem bátarnir hafa verið að lenda í að undanförnu. Aðspurður um tekjurnar segir Höskuldur þær ágætar þegar vel veiðist. „En mað­ ur þarf að leggja á sig mikla vinnu og langar vökur og yfirlegu til að launin verði góð. En ég er sáttur,“ segir Höskuldur að lokum. af Höskuldur Árnason. Brugðið á leik. Landburður af makríl úr Breiðafirði Mokveiði var í síðustu viku hjá makrílbátum sem róa frá Snæ­ fellsbæ. Á þriðjudagskvöldið ligg­ ur við að megi segja að hafi verið umferðaröngþveiti á bryggjunni. Sannkallaður landburður var hjá flestum bátnum, að sögn Gunnars Bergmann Traustasonar innkaupa­ stjóra hjá Frostfiski. „Við tökum afla af sjö bátum og ég áætla að hver bátur landi um sjö tonnum í kvöld,“ sagði Gunnar þegar frétta­ ritari Skessuhorns ræddi við hann á höfninni á þriðjudagskvöldið þeg­ ar meðfylgjandi myndir voru tekn­ ar. Gunnar sagði að aflinn gæti allt eins hafa verið meiri miðað við fréttir sem honum hefði borist af miðunum. Bátarnir héldu sig þá út af Skarðsvík og alveg innundir inn­ siglinguna í Rif og mátti sjá um 20 báta í einum hnapp þar á þriðju­ dagskvöldið. Þórður Björnsson hafnarvörður í Ólafsvík segir í samtali við Skessu­ horn að afli bátanna sé mjög góður, sumir bátarnir hafi landað snemma um daginn, allt að níu tonnum, og farið síðan strax út aftur. „Fram til dagsins í dag hafa verið landað í höfnum í Snæfellsbæ 3.070 tonnum af makríl og er um 62% af makríl­ bátum landsins sem róa héðan,“ seg­ ir Þórður um miðja síðustu viku. Höskuldur Árnason skipstjóri á Júlla Páls SH frá Ólafsvík var að landa tíu tonnum af makríl sem fékkst út af Skarðsvíkinni þeg­ ar fréttaritari hitti á hann. „Þetta er algjört ævintýri,“ sagði Hösk­ uldur. „Við fylltum í öll kör og ílát sem fundust um borð. Það lá við að sækja þyrfti pottana hjá kokknum til þess að koma öllum þessum afla fyr­ ir í bátnum,“ sagði Höskuldur létt­ ur í bragði. af Makrílveiðar í Steingrímsfirði brugðust í sumar „Steingrímsfjörðurinn brást okkur í sumar. Það verður bara að segjast eins og er. Við treystum á veiði þar eins og í fyrra og hitteðfyrra. Það hefur enginn kraftur komist í veið­ arnar þar enn sem komið er en hún getur gosið upp allt í einu,“ segir Baldur Þórir Gíslason sem starfræk­ ir ásamt félaga sínum Breka Bjarna­ syni fyrirtækið Sæfrost í Búðardal. Þeir gera út ásamt feðrum sínum báta til grásleppuveiða að vorinu og síðan til makrílveiða yfir sumarið. Til síldveiða fóru þeir í hitteðfyrra en ekkert í fyrra og Baldur Þórir er efins að farið verði á síldina núna. Hann segir markaðsverð á síld lágt um þessar mundir og veiðigjaldið sem smábátaútgerðir þurfi að borga fyrir til ríkisins alltof hátt, en það er 24 krónur fyrir hvert kíló. Sæfrost hefur sem kunnugt er starfrækt frystingu í sláturhúsinu í Búðardal og þar hafa í sumar um tíu manns starfað við frystinguna. Þrátt fyrir trega makrílveiði á nærliggjandi miðum er þó búið að frysta rúmlega 200 tonn af makríl eftir sumarið eða nær tvöfalt meira magn en í fyrra. „Við ætluðum okkur mun meira eins og allir og vegna dræmrar veiði í Steingrímsfirði varð minna úr við­ skiptum við útgerðir frá Hólmavík en við ætluðum,“ segir Baldur Þór­ ir. Hann segir verkefnastöðuna engu að síður ágæta hjá Sæfrosti og núna sé t.d. að byrja aftur frysting á laxi fyrir Fjarðalax. Það hafi verið nóg að gera alveg frá því grásleppuvertíðin byrjaði í vor. Verð á hrognum og heilli frystri grásleppu hafi reynd­ ar fallið og að auki verið bölvanlegt að selja frystu grásleppuna, en hún hefur farið á markað til Kína. „Það virðist því miður þróunin núna um þessar mundir að afurðaverð er að lækka á öllu sem við og fleiri smá­ bátasjómenn erum að fást við; á grá­ sleppunni, makrílnum og síldinni,“ sagði Baldur Þórir. Aðspurður sagði Baldur að þeir hjá Sæfrosti spái aldrei í stöðuna við upphaf nýs kvótaárs enda kvótaeign­ inni ekki fyrir að fara. „Það er ennþá nóg eftir í makrílpottinum og það hefur ekkert stöðvað okkur. Spurs­ málið hjá okkur er hvort við förum á síldina í vetur. Það er ekkert spenn­ andi í þessari stöðu, þegar markaðs­ verðið er ekki hærra en það er og veiðigjaldið til ríkisins hátt. Okkur smábátasjómönnunum finnst það blóðugt hvað við þurfum að borga mikið meira fyrir hvert kíló á síld­ inni en stórútgerðirnar þurfa gera,“ sagði Baldur Þórir Gíslason að end­ ingu. þá Baldur Þórir Gíslason og Breki Bjarnason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.