Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Áramót í útgerðinni „Besta makrílveiðiárið okkar til þessa“ „Það er búið að vera mjög líflegt í sumar. Við erum komnir með 175 tonn síðan í byrjun júlí. Það er mjög góður árangur. Mikið af mak­ ríl á svæðinu og veiðarnar hérna við Snæfellsnesið gengið óvana­ lega vel. Þetta er þriðja árið okkar á þessum veiðum og það besta það sem af er. Það er einfaldlega miklu meira af makríl á ferðinni hérna heldur en hin árin á undan. Það er bara eins og teppi af makríl með allri ströndinni alveg frá Önd­ verðanesi yst á norðanverðu Snæ­ fellnesinu og hingað inn að Ólafs­ vík. Það liggur við að það sé sama hvar maður setur niður krók. Það kemur makríll á hann,“ sagði Ás­ mundur Skeggjason útgerðarmað­ ur og skipstjóri á Álfi SH frá Arn­ arstapa þar sem hann landaði sjö tonnum af makríl í Ólafsvíkurhöfn á mánudaginn. Þrír saman á góðum hlut „Þetta er fínt,“ sagði Ásmundur á meðan hann hífði sneisafull kör af makríl upp úr bátnum og á brygg­ una og kastaði ís yfir fiskinn. Lyft­ ari tók svo strax við körunum og flutti á brott. „Við erum þrír á bátnum en alltaf einn í fríi. Við róum átta daga og fáum svo fjóra daga í frí. Þannig skiptast menn á. Við erum svo allir á sama hlut. Þetta kemur mjög vel út. Nátt­ úrulega snýst þetta um að fá gott verð fyrir aflann. Það hefur reynd­ ar verið heldur lægra en í fyrra en samt sem áður ágætt. Jú, jú, þetta er ódýr veiðiskapur að stunda þetta svona. Það er enginn rekstr­ arkostnaður nema bara olían og þeir reikningar eru ekki háir þegar það er svona stutt að sækja.“ Mikil veisla bæði hjá makríl og sjómönnum „Þetta er alveg ævintýri, þvílíkt gaman. Það fer nú væntanlega hver að verða síðastur að fiska makríl­ inn á króka nú í ár. Samkvæmt töl­ um Fiskistofu eru aðeins um 700 tonn eftir að kvótanum sem var út­ hlutað á smábátana. Þetta gæti því verið lokavikan á vertíðinni. Við höfum verið að vona að við gætum verið eitthvað áfram ef makríllinn hverfur þá ekki jafn skyndilega og hann kom fyrr í sumar. Eins og er þá er yfirdrifið nóg af honum.“ Makríllinn sem hefur komið upp að ströndum Vesturlands hef­ ur bætt vel á sig holdum í sumar. „Já, þetta er mjög fallegur makríll hérna. Fituprósentan í honum er nú komin yfir 25%,“ upplýsti Ás­ mundur. Ekið vestur á Flateyri Söluhorfur fyrir markílinn eru taldar ágætar. „Við erum að selja okkar afla mest á markaði í Jap­ an og Rússlandi. Honum er ekið ferskum vestur til Flateyrar þar sem Arcitc Oddi lausfrystir hann og glasserar sem kallað er. Honum er síðan pakkað í umbúðir merktar Port­Ice sem er sérstakt gæðaverk­ efni fyrir íslenskan makríl veidd­ ann á handfæri. Þetta tryggir okk­ ur hæsta markaðsverð mínus fram­ leiðslukostnað. Við gerðum þetta líka í fyrra og það gafst mjög vel og skilaði okkur hæstu verðum.“ Skömmu eftir þetta spjall var Ásmundur og félagi hans á Álfi SH farnir aftur út á miðin sem voru rétt utan við höfnina í Rifi til að sækja annan farm þennan dag. mþh Saltað yfir aflann. Ásmundur Skeggjason landar makríl. Álfur SH frá Arnarstapa við löndunarbryggjuna í Ólafsvík. Ný framleiðsluvara hjá HB Granda á Akranesi Met var sett í þorskvinnslu í frysti­ húsi HB Granda á Akranesi á ný­ liðinu kvótaári. Þar á bæ hafa af­ köstin í vinnslunni aukist milli síð­ ustu tveggja kvótaára um meira en tvö þúsund tonn. Samkvæmt Þresti Reynissyni, vinnslustjóra í landvinnslu HB Granda, hefur framleiðslan ekki aðeins aukist á þessum skamma tíma, heldur hafa framleiðsluhættir verið að breytast og fleiri störf að skapast. „Í frystihúsinu á Akranesi starfa nú um 80 manns og er það aukn­ ing um 25 störf frá kvótaárinu 2012/13. Framleiðslugeta HB Granda á Akranesi hefur aukist umtalsvert á stuttum tíma en hún var á kvótaárinu 2012/13 um 4.200 tonn af þorski auk 600 tonna af síld og makríl. Á nýafstöðnu kvótaári var framleiðslan hins vegar 6.600 tonn af þorski. Við þessa aukningu höfum við samhliða aukið vinnslu á ferskum afurðum til útflutnings og þrisvar var met slegið í framleiðslu á viku þetta árið, núna síðast í síð­ ustu viku,“ segir Þröstur um fisk­ vinnslu HB Granda á Akranesi. Þröstur bætir við að verið sé að koma fyrir nýjum búnaði í frysti­ húsinu þar sem farið verður í nýja framleiðslu. „Við munum á næstu misserum taka alla blokk og hakk­ efni sem fellur frá þorski, ufsa og karfa í landvinnslunni okkur, bæði í Reykjavík og á Akranesi, og vinna það lengra hér á Akranesi. Það hráefni mun fara í gegnum nýjan vélasal á annarri hæð frystihússins þar sem það verður mótað og fryst. Þessi nýja vinnsla er mjög sniðug en ný vél sem smíðuð er af Marel og ber nafnið Rewo tekur blokk­ ir og hakkefnið og mótar í hvaða form sem hægt er að hugsa sér. Það eru um 2000 tonn af slíkum afurð­ um sem falla til í frystihúsum HB Granda á Akranesi og í Reykjavík á hverju ári. Að vinna þessar afurðir meira er hluti af stefnu fyrirtækis­ ins sem felst í að nýta eigið hráefni betur og auka innra verðmæti. Nú þegar er búið að taka í sundur laus­ frysti sem var á neðstu hæð húss­ ins og flytja hann í pörtum upp um eina hæð þar sem hann mun verða hluti af nýja vélasalnum. Stefnt er að því að salurinn verði tilbú­ inn í október á þessu ári og munu tilraunir með framleiðsluna hefj­ ast strax á þessu ári. Á næsta ári verður svo vonandi einhver fram­ leiðsla hafin og árið 2016 vonum við að allt verði komið á fullan skrið. Þessi aukna framleiðsla get­ ur, ef allt fer vel, skapað allt að tíu ný störf í frystihúsinu á Akranesi,“ segir Þröstur að endingu. jsb Verið er að setja upp nýjan vélasal þar sem blokk og hakkefni verður mótað og fryst. Þröstur Reynisson, vinnslustjóri í land- vinnslu HB Granda, sést hér ásamt iðnaðarmönnum frá Skaganum á annarri hæð frystihúss HB Granda á Akranesi. Mikil aukning hefur orðið í vinnslu hjá HB Granda á Akranesi, sérstaklega í fram- leiðslu á ferskum fiskafurðum. Nýja Rewo-vélin frá Marel getur mótað blokk og hakkefni í hvaða form sem er. Hér má sjá nokkur dæmi sem er búið að gera tilraunir með.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.