Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Áramót í útgerðinni Ólafsvík er stærsta löndunarhöfn makríls og Arnar- stapi næststærst Frá því makrílveiðar smábáta hófust 1. júlí síðastliðinn og til 25. ágúst hafa 4.900 tonn veiðst. Á vef Lands- sambands smábátasjómanna kemur fram að veiðisvæðin hafa einkum verið við Reykjanes, þ.e. Keflavík og útifyrir Grindavík, við Snæfellsnes og í Húnaflóa, einkum í Steingrímsfirði og nú síðast í Miðfirði. Aflanum hafa bátarnir landað á svæðinu frá Vest- mannaeyjum vestur og norður um að Hólmavík á alls 12 höfnum. Mestu hefur verið landað í Ólafsvík, eða 1.326 tonnum sem jafngildir 27%. Næst í röð löndunarhafna kemur Arnarstapi með 804 tonn, í Grindavík er búið að landa 732 tonnum, Rifi 695 tonnum og Keflavík 634 tonnum. mm/ Ljósm. af. Kynntu tvær nýjar vélar til matvælaiðnaðar Fyrirtæki með því virðulega nafni „Traust Know How Ltd“ hefur að­ setur í Lækjarkoti í Borgarhreppi, skammt ofan við Borgarnes. Ekki fer mikið fyrir byggingum séð frá þjóð­ veginum, en þegar heim er komið blasa við reisulegar og nýlegar bygg­ ingar sem nú stendur til að byggja við. Á bænum er einnig rekin gisti­ þjónusta í smáhýsum og sjást þau hús þegar ekið er um þjóðveginn. Fyrir­ tækið Traust var upphaflega stofnað af núverandi eiganda árið 1979 en hefur síðan farið í gegnum öldudali ekki síður en góð ár. Trausti Eiríks­ son vélaverkfræðingur heitir maður­ inn sem setið hefur við stjórnvölinn alla tíð. Hann kveðst hafa farið illa út úr hruninu. Tapað eigið fé fyrir­ tækisins en sé nú að byggja það hægt og rólega upp að nýju. Reksturinn skili afgangi á hverju ári og stöðug eftirspurn sé eftir vélum til matæla­ iðnaðar. Þrátt fyrir að Traust sé ekki stórt fyrirtæki í þessum geira, í sam­ anburði við t.d. Marel og Skagann, sérhæfir fyrirtækið sig í framleiðslu á háþróuðum vélbúnaði til mat­ vælaiðnaðar, aðallega þó til vinnslu á sjávarafurðum. Hjá fyrirtækinu er hægt að kaupa tugi vörunúmera, allt upp í fullbúnar verksmiðjur. Síðast­ liðinn föstudag buðu Trausti Eiríks­ son og starfsmenn hans blaðamönn­ um að kíkja í heimsókn. Tilefnið var að kynna starfsemina en einkum þó tvær nýjar vélar sem biðu þess að fara í gáma áleiðis til nýrra kaup­ enda, í þessu tilfelli á Spáni. Ann­ ars vegar var um að ræða skurðar­ vél sem skannar og sker fiskflök nið­ ur í fyrirfram gefnar stærðir, þannig að hver biti verði nákvæmlega jafn stór. Hins vegar var kynnt vél sem afsaltar fisk. Lasertækni hlutar flakið í bita Báðar vélarnar sem kynntar voru í Lækjarkoti í síðustu viku hafa ver­ ið seldar. Á það reyndar við um alla framleiðslu fyrirtækisins. Ekki er hafin smíði á dýrum vélum eða véla­ samstæðum nema búið sé að selja þær áður. Skurðarvélin segir Trausti Eiríksson að sé sú fyrsta sinnar teg­ undar. Hún sker afurðina, sem get­ ur verið allt frá síldarflaki til stærstu þorska, í fyrirfram ákveðið marga bita. Vélin metur þykkt og þyngd og hægt er að forrita hana þannig að hún skilji t.d. sporðstykkið eftir því það hefur aðra eðlisþyngd en þykk­ ari hlutar af bolfiskinum. Notuð er laser þrívíddartækni til að greina lögun hráefnisins og reiknar vélin síðan skammtastærðir út frá niður­ stöðum úr skönnun og eðlisþyngd. Það tekur vélina síðan innan við sekúndu að hluta fiskflakið niður í þessa bita. Skurðarvél þessi hent­ ar til vinnslu á öllum fiski og bein­ lausum kjötafurðum. „Hér teljum við okkur vera búna að smíða vél sem tekur minna pláss en vélar frá öðrum framleiðendum og á mun hagkvæmara verði en áður hefur þekkst,“ sagði Trausti. Hann bætti því við að þróun og smíði vélarinnar hafi staðið yfir í tvö ár. Því sé þróun­ arstarf sem þetta mikil þolinmæðis­ vinna, en gefandi um leið. Færa virðisaukann til sín Afsöltunarvélin sem kynnt var frá Trausti byggir á nýrri aðferð við að afsalta fisk á síðari stigum vinnslunn­ ar. Vélin endurnýtir saltið sem ekki hefur nýst til vinnslunnar og bætir þannig hráefnisnotkun. Trausti segir að vél þessi fari til kaupanda á Spáni sem starfar við að kaupa saltfisk t.d. héðan og frá Noregi og vinnur hann í pakkningar sem henta kaupendum hans. Trausti segir að Spánverjar og aðrar suður Evrópuþjóðir séu farnar að færa virðisaukann af framleiðsl­ unni í auknum mæli til sín. Vél sem þessi henti vel smærri kaupendum og dreifingaraðilum á saltfiski. Betra að færa sig út úr höfuðborginni Trausti Eiríksson segist hafa vilj­ að flytja út fyrir höfuðborgarsvæð­ ið þar sem fasteignaverð hafi keyrt fram úr hófi á þenslutímabilinu fyrir bankahrun 2008. Fyrir val­ inu varð Lækjarkot í Borgarfirði. „Ég og konan mín, Ása Ólafsdótt­ ir myndlistarmaður, erum bæði ætt­ uð úr Borgarfirðinum. Í upphafi var ekki meiningin að flytja alla starf­ semi til Borgarfjarðar, aðeins okk­ ur tvö og vinnustofuna hennar Ásu. Fyrirtækið hafði áður verið svo láns­ samt að fá lóð undir iðnaðarhús­ næði á Kjalarnesi eftir að hafa verið á biðlista með lóð í mörg ár. Gallinn var aðeins sá að sótt hafði verið um lóð undir 700 m2 iðnaðarhúsnæði en lóðin sem stóð til boða var fyrir 2.400 m2 hús. Andinn í þjóðfélaginu var slíkur að allir hvöttu mann til að byggja stærra en þurfti og var ákveð­ ið að byggja stórt og nota 1/3 undir fyrirtækið, selja 1/3 og leigja 1/3.“ Trausti segir að þessi ákvörðun og bygging hússins á Kjalarnesinu hafi markað vatnaskil. Hann hafi því farið illa út úr bankahruninu. Lán­ ið sem hvíldi á nýja húsinu stökk­ breyttist og því hafi hann neyðst til að gera fyrirtækið sem byggði fast­ eignina gjaldþrota. Eigið fé í hús­ inu, sem var um þriðjungur, brann upp við það. „Í stað þess að hætta rekstri, sem ég hefði rétt eins getað gert á þessum tímapunkti, ákvað ég að byggja iðnaðarhús hér á hlaðinu í Lækjarkoti,“ segir Trausti. Fram­ leiðsla fyrirtækisins hafi því aldrei fallið niður þrátt fyrir að missa hús­ ið á Kjalarnesi. Hann segist hafa verið heppinn með starfsmenn úr héraðinu og raunar hafi það komið honum á óvart hversu mikið leynd­ ist af góðum verkmönnum í Borg­ arfirði. „Ég hef tekið eftir því að margir færir vélfræðingar og iðn­ aðarmenn búa hér á svæðinu. Þetta hefur hjálpað verulega til í starf­ semi fyrirtækisins sem þarf stöð­ ugt á útsjónarsömum og laghent­ um verkmönnum að halda. Það vill nú þannig til að þeir sem hafa feng­ ist við búrekstur af einhverjum toga hafa þurft á vélaþekkingu að halda svo landbúnaðartækin væru í góðu standi. Þessi verkþekking kemur sér að góðum notum við hverskonar uppsetningu á vélum á borð við þær sem við erum að framleiða,“ segir Trausti. Þessa dagana eru frá fimm­ tán til tuttugu starfsmenn hjá fyrir­ tækinu í Lækjarkoti. mm Trausti Eiríksson vélaverkfræðingur er hér lengst til hægri ásamt þremur af starfsmönnum sínum. F.v. Þórður Eiríksson, Sigur- geir Gíslason, Magnús St Einarsson og Trausti. Þeir standa við nýju laser skurðarvélina og á bandinu er laxaflak. Eftir að vélin hafði verið forrituð skar hún laxaflak þetta í átta jafn stóra bita á augabragði, en sporðstykkið var skilið eftir. Afsöltunarvél fyrir saltfiskframleiðslu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.