Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Freisting vikunnar Mjúkir og ljúffengir pizzasnúðar renna vel ofan í marga. Nú fer sá tími að renna í garð þegar marg­ ir fara að huga að nesti í skólann, vinnuna eða jafnvel berjamóinn. Okkur fannst ekki úr vegi að deila með lesendum Skessuhorns upp­ skrift af sérlega einföldum og góðum pizzusnúðum, þar sem þeir henta einstaklega vel sem nestisbiti enda geymast þeir vel og ekki þarf að hita þá upp fyrir notkun. Auðvitað er gott að gæða sér á snúðunum heima fyrir líka og hafa þeir þótt vinsælir sem biti eftir skóla eða æfingar. Pizzasnúðar: 850 gr hveiti 1 tsk salt 1 bréf þurrger 5 dl mjólk 150 ml matarolía Pizzasósa Rifinn ostur Velgið mjólkina. Setjið olíuna út í, því næst þurrger og loks hveiti og salt. Hnoðið og látið deigið hefast í um það bil eina klukku­ stund. Fletjið deigið út og smyrjið pizzasósunni yfir. Stráið yfir rifn­ um osti. Rúllið upp deiginu og skerið í hæfilega þykkar sneiðar. Gott er að setja smá rifinn ost yfir snúðana áður en þeim er raðað á bökunarplötu. Raðið á bökunar­ plötu með bökunarpappír og látið lyfta sér í 20 ­ 30 mínútur. Bakið við 200 gráður í nokkrar mínút­ ur eða þar til snúðarnir verða ljós­ gylltir og osturinn er bráðinn. Ljúffengir pizzasnúðar Íbúar í Hvalfjarðarsveit héldu sveita hátíðina Hvalfjarðardaga með pompi og prakt um síðustu helgi. Var þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin en jafnframt í fyrsta skipti sem hún nær yfir heila helgi. Fjöl­ breytt dagskrá var í boði fyrir fólk á öllum aldri og gátu flestir fund­ ið eitthvað við sitt hæfi. Að sögn Jónellu Sigurjónsdóttur, formanns menningar­ og þróunarnefndar Hvalfjarðarsveitar sem sá skipu­ lagningu hátíðarinnar, er nefnd­ in mjög ánægð með hvernig tókst til. „Það gekk allt saman mjög vel og við í nefndinni erum sérstak­ lega ánægð hversu góð þátttaka var á flestum viðburðum. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er hald­ in yfir heila helgi og hittu nýir við­ burðir eins og sveitagrill í Fanna­ hlíð og Helgusund beint í mark. Ungmenna­ og íþróttafélag Hval­ fjarðarsveitar fær sérstakar þakkir fyrir sinn þátt í þeim viðburðum,“ segir Jónella í samtali við Skessu­ horn. Blaðamaður kíkti í heimsókn og tók nokkrar myndir af hátíðar­ gestum á laugardaginn. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var góð stemning í Hvalfirði þann daginn. jsb Fjölbreytt skemmtun um helgina á Hvalfjarðardögum Ferðalangar um Hvalfjörð gátu gætt sér á fríum pylsum, gosi og ís í Ferstikluskála. Hér sjást systkini úr Árbænum gæða sér á pylsum. Í Ráðhúsi Hvalfjarðarsveitar var meðal annars vegleg bútasaumssýning þar sem til sýnis voru á bilinu 30 og 40 verk eftir átta konur úr sveitarfélaginu. Hér sést Olga Magnúsdóttir við stærsta sýningargripin sem hún saumaði sjálf. Á Þórisstöðum í Svínadal var haldin traktorasýning. Hér má sjá nokkrar mismunandi gerðir dráttarvéla á ýmsum aldri. Á Þórisstöðum er einnig húsdýragarður. Geit þessi tók á móti gestum. Traktorarnir á Þórisstöðum vöktu mikla lukku hjá unga fólkinu. Hér sést ein ung dama við stýrið á gömlum traktor og Reynir frá Svarfhóli fylgist með. Húsdýragarðurinn var vinsæll viðkomustaður smáfólksins sem lagði leið sína á hátíðarsvæðið á Þórisstöðum. Hér sést hópur barna leika sér í kringum andapollinn. Heljarinnar sveitamarkaður var í hlöðunni á Þórisstöðum. Hér má sjá sölubás þar sem grænmeti frá Hvítanesi var selt en þar mátti finna allt frá kartöflum til heimaræktaðs jalapenós. Fjölbreytt úrval var á sveitamarkaðinum í hlöðunni á Þórisstöðum. Eins og sést var fjöldi fólks mættur til að gera þar góð kaup. Það var margt um manninn í Ferstikluskálanum í hádeginu á laugardaginn enda blíðskaparveður í Hvalfirði. Hér er biðröðin eftir pylsunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.