Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 „Þetta er ákaflega fallegt svæði uppi í Krókabrekkunum hérna við Ólafsvík þar sem gamla réttin er. Ég held það séu margir sem hafa áhuga og vilja taka þátt í endurgerð gömlu réttarinnar. Það sem þarf er að einhverjir ýti þessu af stað. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er mikil vinna.“ Þetta segir kjarnakonan Guðrún Tryggvadótt­ ir í Ólafsvík. Hún beitti sér síðast­ liðinn föstudag fyrir fundi í Átthag­ astofu Snæfellsbæjar þar sem fjallað var um endurgerð gömlu Ólafs­ víkurréttarinnar. Guðrún hefur að undanförnu undirbúið jarðveginn fyrir þetta verkefni. Hún er búin að fá leyfi Minjastofnunar fyrir því að endurbyggja fjárréttina og fá einn styrk til verkefnisins. Hann veitti Guðrún Bergmann úr minningar­ sjóði sem stofnaður var um mann hennar Guðlaug Bergmann og í framtíðinni mun heita Umhverfis­ sjóður Snæfellsness. Styrkurinn úr þeim sjóði var að upphæð 400 þús­ und krónur og Guðrún Tryggva­ dóttir er ekki í vafa um að fleiri muni leggja þessu verkefni lið. Í fiski og ferðaþjónustu Guðrún fæddist á Arnarstapa en fyrstu árin átti hún heima í Mos­ fellssveitinni. „Foreldrar mínir voru báðir hérna af Snæfellsnesi, Tryggvi Jónsson á Arnarstapa og Sigríð­ ur Guðmundsdóttir á Litla­Kambi í Breiðuvík. Þau voru varla byrjuð sinn búskap þegar ég fæddist. Fað­ ir minn stóð í nokkur ár fyrir búi í Laxnesi í Mosfellssveit sem var í eigu Jónasar Sveinssonar læknis. Þar var framleidd heilsumjólk sem seld var á heimili í borginni. Þegar ég var tíu ára fluttum við svo hing­ að til Ólafsvíkur. Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir komu hingað var að bátur sem var í eigu Víglundar bróður pabba fórst og hann vildi fá pabba með sér í útgerðina. Eftir það var faðir minn alla tíð í útgerð,“ segir Guðrún. Hún var sjálf á sjó á sínum tíma. Í þrjú sumur kokkur á síldarbátum á Norðurlandssíldinni, á Fróða eitt sumar og tvö á Jökli. Guðrún segist hafa starfað við ým­ islegt um ævina, mest þó í fiskvinnu og við ferðaþjónustu á Arnarstapa. Gaman að kindum og réttum Aðspurð segist Guðrún hafa kunn­ að mjög vel sig í Ólafsvík og í nokk­ ur hafi hún og hennar maður, Kon­ ráð Gunnarsson frá Stykkishólmi, verið með kindabúskap. „Strax og ég kom hingað tíu ára gömul byrj­ aði ég að ganga hérna upp í rétt­ ina. Svo fór ég líka í Grafarrétt sem var í sveit mömmu í Breiðuvíkinni. Á fundinum á föstudaginn vorum við að ræða um það hvenær síðast hafi verið réttað í Ólafsvíkurrétt. Ekki fékkst niðurstaða í það en við höldum að það hafi verið í kringum 1964. Ætlunin er að safna saman ýmsum gögnum um réttina og gera þau og réttina aðgengilega fyrir komandi kynslóðir.“ Guðrún segir að ágæt mæting hafi verið á þenn­ an fyrsta fund um endurgerð rétt­ arinnar. „Það mættu um fimmtán manns, margir voru búnir að hafa samband og sumir voru forfallað­ ir núna af ýmsum ástæðum. Það er greinilega mikill áhugi fyrir endur­ gerð réttarinnar. Ég hef alveg trú á því að þetta verkefni fari í gang,“ sagði Guðrún að endingu. þá Margt hefur breyst eftir síðustu aldamót, gervihnattaöldin sem Pálmi Gunnars söng svo eftir­ minnilega um hefur tekið á stökk og haft með í hnakktöskunni næf­ urþunn snjalltæki sem maður get­ ur talað í, chiafræ, orkusteina og bækur um hvernig skal gleðja sjálf­ an sig. Það sem hefur gert hvað mest vart við sig í byrjun 21. aldarinn­ ar er að það er orðið offramboð af fjölbreytni fyrir ferðalanginn að velja hvað hann setur ofan í sig þeg­ ar hann er á ferðalagi með fjölskyld­ una um landið. Sjoppur eru orðn­ ar að einskonar hraðverslunum þar sem fólk getur fengið næstum allt, sem er nú að mörgu leyti ágætt en fyrir það hefur bústólpi vegasjopp­ unnar liðið mikið fyrir. Íslenska pylsan hefur orðið óvænt fórnarlamb þessarar hröðu þróun­ ar og tekið óvelkomnum breyting­ um að mati undirritaðs. Núorðið er hægt að fá hana steikta, soðna og vafna í beikoni ásamt kartöflu­ og rækjusalati. Hugsa ég með hlýju til gömlu góðu daganna þegar maður gekk inn í sjoppu og bað um pylsu með öllu, einfalt og gott ekki satt? Núorðið þarf maður að ganga í gegnum frumskóg spurninga. Ég ætla t.d. að fá mér pylsu með öllu. Starfsmaður bendir á steiktu pyls­ unar, beikonvöfnu pylsurnar og soðnu pylsurnar. Nei, bara venju­ lega, nei ekki rista brauðið. Nei ég vill ekki salat. Nú þarf ég að setja sósuna á sjálfur? Hverjum fannst það vera góð hugmynd að rista brauðið og láta viðskiptavininn sjálfan setja sós­ una á? Starfsfólk Bæjarins Bestu sjá um þetta allt á ljóshraða með brosi á vör. Þess vegna eru þeir Bæjarins Bestu. Nú eru höfuðvígi pylsu púrítananna; Baulan í Borg­ arfirði, Húsdýragarðurinn og Bæj­ arins Bestu. Ég viðurkenni reynd­ ar eitt, það var ágætt þegar maður gat fengið eina exótíska á Vestur­ landsvegi eftir tónleika í Reykjavík, en það er einmitt málið að maður gekk ekki að henni vísri. Það ríkir sama ástand á pylsunni líkt og vín­ ilplötuhreinsunin sem átti sér stað seint á síðustu öld. Mörgum finnst hún hallærisleg og fyrirferðarmikil en þykir samt vænt um hana. Hægt og bítandi hefur verið grafið und­ an heilagasta skyndibita Íslendinga; pylsu og kók, sem hefur fyllt okkar maga og fært okkur vellíðan á erf­ iðum stundum. Pylsan hefur fleytt íslensku samfélagi í gegnum hver ósköpin á fætur öðru og verið í for­ grunni forsetaheimsóknar Bill Clin­ tons. Reyndar fór hann í hjartaað­ gerð einhverjum misserum síðar, en ekki hefur tekist að sanna tengsl pylsuátsins við þann atburð. Réttast væri að lögfesta útfærsluna, líkt og hefur verið gert við þjóðareinkenni um veröld alla. Stöðluð útgáfa sem yrði ófrávíkjanlegur merkisberi ís­ lenskrar skyndibitamenningar, lýs­ ingin sem myndi birtast í lagatext­ anum gæti verið eftirfarandi: „Íslensk pylsa: Brauðið skal geymt í öðrum hluta hitakass­ ans, pylsur í hinum. Tryggir þetta að brauðið sé dúnmjúkt. Meðlæti: Saxaður hrár laukur (Allium cepa), steiktur laukur, tómatsósa, remúl­ aði og SS pylsusinnep. Athugið að sinnepið skal lagt ofan á í fagurlið­ uðum streng. Undir engum kring­ umstæðum má breyta útfærslunni heldur sinna henni af skyldurækni og hlýju.“ Matur er mannsins megin og hugsa ég með hryllingi til þeirra tíma sem framundan eru, heilu kyn­ slóðirnar sem munu ekki fá að upp­ lifa fyrsta bitann af soðinni pylsu sem er umvafin dúnmjúku frans­ brauðinu sem dressað er með lauki, tómati, sinnepi og remúlaði. Með kveðju. Axel Freyr Eiríksson, Borgarfirði Öruggt ráð ef þú vilt koma elskunni á óvart, og gleðja hana sem um munar, er að bjóða henni út að borða. Íslenzka Pylsan, in memoriam? PIsitll Dag ur í lífi... Nafn: Skarphéðinn Magnússon. Starfsheiti/fyrirtæki: Sjúkraflutn­ ingamaður hjá HVE á Akranesi. Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý á Akranesi, konan mín heitir Þóra Björg Elídóttir og við eigum fimm börn á aldrinum 8 ­ 24 ára. Áhugamál: Skotveiði og ég hef líka gaman af því að fara á hestbak. Vinnudagurinn: þriðjudagurinn 26. ágúst 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Við mætum alltaf klukkan 8 og sinn­ um almennu viðhaldi á sjúkrahús­ inu þar til það kemur útkall. Þenn­ an dag vorum við á sjúkrahúsinu til klukkan 10. Klukkan 10? Þá hófust sjúkraflutn­ ingar. Við keyrðum tvisvar sinnum suður til Reykjavíkur þennan dag. Við keyrum fólki þangað sem er að fara í minni aðgerðir, rannsókn­ ir eða sem er að leggjast inn. Eins tökum við fólk til baka sem er að koma úr minni aðgerðum eða að fara að leggjast inn á Akranesi. Hádegið? Í hádeginu á þriðju­ dag vorum við í Reykjavík að bíða. Ef við erum að flytja sjúklinga til Reykjavíkur í minni aðgerðir eða rannsóknir, þá bíðum við stund­ um eftir þeim. Ef við erum ekki í sjúkraflutningum þá spilum við fót­ bolta í hádeginu þrisvar í viku. Klukkan 14: Þá vorum við nýlagð­ ir af stað í seinni ferðina til Reykja­ víkur þennan daginn. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég var bú­ inn um kl. 16. Við hættum yfir­ leitt þá ef við erum í viðhaldsvinn­ unni en ekki í sjúkraflutningum. Þá erum við á bakvakt þar til morg­ uninn eftir og fáum símtal ef það kemur útkall. Það síðasta sem við gerðum var að ganga frá sjúkra­ bílnum. Þvo hann, fylla á olíuna og passa að hann væri tilbúinn í næsta útkall. Svo tók ég útkallssímann og fór heim til að vera klár á bakvakt­ inni. Fastir liðir alla daga? Það er í raun enginn dagur eins en fastur lið­ ur alla daga er að yfirfara búnað í sjúkrabílunum, til að allt sé eins og það á að vera. Hvað stendur upp úr eftir vinnu- daginn? Það var ekkert eitt sem stóð upp úr eftir þennan vinnudag. Bara almenn ánægja í vinnunni. Var dagurinn hefðbundinn? Já, ég myndi segja það. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði sem sumarafleys­ ingamaður 2001. Fyrstu 3 ­ 4 árin var ég í sumarafleysingum en hef verið alveg fast frá 2005. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Já, það er allavega planið hjá manni. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, ég geri það. Þetta er skemmtilegur vinnustaður. Eitthvað að lokum? Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt starf, maður er ekki alltaf að gera það sama og situr ekki alltaf við sama borð. Ég fæ að kynnast mörgu í lífi og starfi og sé ýmsar hliðar á lífinu. Það er gaman að geta gert sjúk­ lingana ánægða ef hægt er og ef það tekst að láta þeim líða betur. sjúkraflutningamanns Gamla Ólafsvíkurréttin er við skógræktarsvæði Ólafsvíkinga. Beitir sér fyrir endurgerð gömlu fjárréttarinnar í Ólafsvík Guðrún Tryggvadóttir við gömlu Ólafsvíkurréttina uppi í Krókabrekkum rétt við Rjúkandavirkjun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.