Skessuhorn


Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 03.09.2014, Blaðsíða 39
39MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Ármann Örn Vilbergsson sem lék með körfuknatt- leiksdeild Skallagríms á síðustu leiktíð í Dominos- deild karla, mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Ármann kom til liðs við Skallagrím þegar nokkuð var liðið á tímabilið 2013-2014. Hann er Grindvík- ingur, fæddur árið 1985 og hefur talsverða reynslu af að spila í úrvalsdeild en hann hefur lengstan sinn feril spilað með uppeldisfélagi sínu í Grindavík. „Við bindum miklar vonir við Ármann og bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn til okkar að nýju,“ sagði Kristinn Sigmundsson formaður körfuknattleiks- deildar Skallagríms á vefsíðu félagsins. mm Bjarki Pétursson Golfklúbbi Borg­ arness hafnaði í öðru sæti í Eimskips­ mótaröðinni sem lauk um helgina. Þá fór fram sjöunda og síðasta mót­ ið í mótaröðinni; Goðamótið á Jað­ arsvelli á Akureyri. Bjarki hafnaði í þriðja sæti á mótinu á eftir þeim Gísla Sveinbergssyni úr Keili sem varð í öðru sætinu og Kristjáni Þór Einarssyni Kili sem sigraði. Krist­ ján Þór sigraði einnig samanlagt í karlaflokki í Eimskipsmótaröðinni. Bjarki byrjaði strax í vor vel í móta­ röðinni þegar hann varð í þriðja sæti á fyrsta mótinu sem var Nettómót­ ið á Suðurnesjum. Hann varð annar í Íslandamótinu í holukeppni, átt­ undi á Íslandsmótinu í höggleik og fjórði á Símamótinu. Bjarki kórón­ aði síðan góðan árangur sinn í sum­ ar með því að spila vel á Jaðarsvelli um helgina. Næstur á eftir Bjarka í móta­ röðinni í karlaflokki, í þriðja sæt­ inu varð Gísli Sveinbergsson GK, fjórði var Birgir Leifur Hafþórsson GKG og fimmti Haraldur Franklín Magnús GR. Tinna Jóhannsdóttir GK sigraði á Goðamótinu á Jaðar­ svelli um helgina og Karen Guðna­ dóttir GS varð í öðru sæti. Í saman­ lögðu í Eimskipsmótaröðinni sigr­ aði Karen Guðnadóttir. Signý Arn­ órsdóttir GK varð í öðru sæti og Sunna Víðisdóttir GR í því þriðja. þá Víkingur Ólafsvík tók á móti topp­ liði Leiknis í fyrstu deildinni síðast­ liðið föstudagskvöld í afar þýðingar­ miklum leik fyrir gestgjafana. Ætl­ uðu Víkingsmenn að halda í von um að komast upp um deild kom ekk­ ert annað en sigur til greina. Leik­ urinn einkenndist af skorti á mark­ tækifærum og uppskorið var eft­ ir því. Markalaust jafntefli og síðan sigur Skagamanna á BÍ/Bolungar­ vík á laugardaginn þýðir að fátt mun koma í veg fyrir að það verða Skaga­ menn sem fylgja Leikni upp í deild þeirra bestu. Fyrri hálfleikur var fremur bragð­ laus í Ólafsvík. Heldur lifnaði þó yfir mönnum eftir hlé en þrátt fyrir það virtust bæði lið hálf rög við að hefja kröftugar sóknir og fylgja þeim eftir. Leiknismenn styrktu vörnina þeg­ ar leið á leikinn meðvitaðir um að jafntefli myndi tryggja þeim níu stiga forystu á Víkinga í þriðja sætinu og auk þess afar hagstæða markatölu. Heimamenn áttu því meira undir og reyndu að pressa, en án árangurs. Í viðtali við Fótbolta.net að leik loknum lýsir Ejub þjálfari Víkings sig sigraðan. Of mörg stig skilji Vík­ ing og ÍA af í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Sagði hann jafnframt að jafntefli hafi verið sanngjörn úr­ slit í leiknum og að Leiknismenn hafi spilað hann af skynsemi. mm/ Ljósm. þa. Grundfirðingar sóttu ekki gull í greip- ar Rangæinga þegar þeir mættu KFR á Hellu sl. laugardag. Heima- menn unnu stórsigur í leiknum, 6:1. KFR var komið í 4:0 þegar gest- i r n i r löguðu stöðuna með marki Almars Björns Viðarssonar. Grundfirðingar fóru fáliðaðir á Suður- landið að þessu sinni, aðeins með tvo varamenn, en nokkur forföll voru í leikmannahópnum. Grundfirð- ingar eru nú þegar tvær umferðir eru eftir með 22 stig og í 6. sæti deildarinnar. Næst mæta þeir Hatt- armönnum frá Egilsstöðum sem um síðustu helgi tryggðu sér sæti í 2. deild á næsta ári. Leikurinn fer fram á Grundarfjarðarvelli nk. laugardag. þá Kári frá Akranesi sigraði KH 4:0 þeg- ar liðin mættust í fyrri úrslitavið- ureign liðanna í 8-liða úrslitum 4. deildar Íslandsmótsins í knatt- spyrnu í Akraneshöllinni sl. laugar- dag. Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálf- leiknum og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem markaskorarar Kára létu að sér kveða. Mar- inó Hilmar Ásgeirsson skoraði fyrsta markið þegar um stundafjórðungur var liðinn af seinni hálfleikn- um og síðan bættu þeir við mörkum; Kristófer Daði Garðarsson, Sverrir Mar Smárason og Páll Sindri Einarsson. Seinni leikur KH og Kára var á dagskrá á Hlíðarendavelli í Reykjavík í gærkveldi, þriðjudags- kvöld, um sama leyti og búið var að senda Skessu- horn í prentun. Staða Kára var sterk fyrir leikinn en samanlögð útkoma úr leikjunum tveimur ræður því hvort liðið fer í fjögurra liða úrslitin þar sem keppt verður um tvö sæti í 3. deild. Með Kára leika marg- ir leikmenn 2. flokks ÍA sem daginn fyrir leikinn við KH sigruðu sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvík- ur í undanúrslitum bikarkeppni 2. flokks og mun því spila til úrslita í keppninni. þá Fjórtánda umferð Pepsídeildar kvenna í knattspyrnu fór fram á þriðjudag í liðinni viku. Skaga- stúlkur fóru norður á Akureyri og mættu þar liði Þórs/KA. Leikur- inn var jafn og spennandi en lyktaði með 1:0 sigri heimastúlkna sem skoruðu á 61. mínútu leiks- ins. Skagastúlkur vörðust vel í leiknum og freist- uðu þess að beita skyndisóknum. Gekk leikplanið upp að mestu þótt ekki næðist stig úr leiknum. ÍA er því enn í neðsta sæti deildarinnar með 1 stig en í næstu umferð kemur næstneðsta lið deildarinnar Afturelding í heimsókn. Fer leikurinn fram á Akra- nesvelli í dag, miðvikudaginn 3. september. þá Skagamenn stigu stórt skref í áttina að því að tryggja sér sæti í Pepsí­ deild á næstu leiktíð þegar þeir sigr­ uðu BÍ/Bolungarvík 1:0 á Akranes­ velli á laugardaginn. Með sigrin­ um tryggði ÍA stöðu sína í öðru sæti deildarinnar, er komið með 39 stig, tveimur stigum minna en Leikn­ ir sem er í efsta sætinu og sjö stig­ um meira en Víkingur Ólafsvík, en þessi lið deildu stigum í markalausu jafnatefli fyrir vestan á föstudags­ kvöldið. Þrjár umferðir eru eftir í 1. deildinni og geta bæði Leiknir og ÍA tryggt sér sæti í efstu deild í næstu umferð. Spennustigið var greinilega hátt hjá báðum liðum á laugardag­ inn, enda leikurinn mikilvægur þeim báðum, ÍA í toppbaráttunni og Vestfirðingarnir þurftu á stig­ um að halda til að styggja sæti sitt í deildinni. Skagamenn voru mun betri fyrsta hálftímann og skoruðu gott mark á 16. mínútu sem reynd­ ist sigurmark leiksins. Arnar Már Guðjónsson gaf þá góða sendingu frá vinstri kanti yfir til hægri þar sem Eggert Kári lagði laglega fyr­ ir á Hall Flosason sem skoraði með góðu skoti frá vítateig. Óverjandi fyrir markvörð gestanna. Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur tóku við sér síð­ asta korterið í fyrri hálfleiknum og gerðu harða hríð að marki heima­ manna rétt fyrir leikhlé. Seinni hálfleikurinn var jafn, mik­ il barátta en lítið um afgerandi færi. Gestirnir ekkert síður að stjórna leiknum en heimamenn og það fór virkilega um stuðningsmenn Skaga­ liðsins á síðustu mínútu leiksins þegar dómarinn dæmdi vítaspyrnu fyrir brot á sóknarmanni gestanna. Þeir gátu andað léttar þegar aðstoð­ ardómarinn gaf merki um að brotið hafi verið framið fyrir utan teig og því um aukaspyrnu að ræða. Leik­ urinn fjaraði út og mikilvægur sigur Skagamanna staðreynd. ÍA mætir í næstu umferð KV, næstneðsta liði deildarinnar, sem Skagamenn töpuðu fyrir í fyrri umferðinni. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Laugardal ann­ að kvöld, fimmtudag. þá Það má með sanni segja að síð­ asti miðvikudagur hafi verið stór í íþróttalegu tilliti fyrir Vestlend­ inga. Fyrst ber að nefna að ís­ lenska karlalandsliðið í körfuknatt­ leik gerði sér lítið fyrir og tryggði þátttökurétt sinn á EM í körfu­ bolta í fyrsta skipti. Í liðinu gegndu stórum hlutverkum Vestlending­ arnir Hlynur Bæringsson, Sigurð­ ur Þorvaldsson og Pavel Ermolins­ kij. Við sögu kom auk þess Borg­ firðingurinn Arnar Guðjónsson úr Reykholti sem er annar af tveim­ ur aðstoðarþjálfurum landsliðs­ ins í körfu. En þar með er ekki öll sagan sögð um ánægjuleg tíðindi þessa dags. Yngri bróðir Arnars; Helgi Guðjónsson, landaði ásamt félögum sínum í U15 landsliði Ís­ lands í knattspyrnu, bronsverð­ launum á Ólympíuleikum æskunn­ ar. Helgi var jafnframt markahæst­ ur íslensku strákanna, skoraði með­ al annars þrennu í einum leiknum þrátt fyrir að koma ekki inná fyrr en eftir hálfleik. Árangur allra þessara pilta er stórglæsilegur. Skessuhorn óskar þeim til hamingju. mm Bræðurnir Páll Axel og Ármann Örn Vilbergssynir fyrir framan körfuna í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Ljósm. hlh Ármann áfram með Skallagrími Grundfirðingar steinlágu fyrir KFR Káramenn með góða stöðu í úrslitum Naumt tap hjá Skagastúlkum Bjarki Pétursson Golfklúbbi Borgar- ness. Samsett mynd af góðum augnablikum. Í efri röð Pavel, Hlynur og Sigurður en í neðri röð Arnar og Helgi Guðjónssynir. Vestlendingar að gera það gott Bjarki í öðru sæti í Eim- skipsmótaröðinni Fengu aðeins eitt stig úr þýðingarmiklum leik Skagamenn hársbreidd frá Pepsídeildarsæti Skagamenn í stórsókn að marki BÍ/Bolungarvíkur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.