Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 38. tbl. 17. árg. 17. september 2014 - kr. 600 í lausasölu HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Fæst án lyfseðils LYFIS Ert þú áskrifandi? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Barinn opinn til kl. 03.00 föstudags- og laugardagskvöld Tveir fyrir einn af krana frá kl. 22-24 bæði kvöldin Boltinn í beinni Dúndur boltatilboð í gangi Takeaway tilboð föstudag til sunnudags Vitaborgari, franskar og sósa kr. 1200.- Stillholti 16-18 • Akranesi Sími 431 1401 SK ES SU H O R N 2 01 4 Á haustmisseri í Fjölbrautaskóla Vesturlands eru nú fleiri nemendur í tréiðn en verið hafa síðustu árin. Núna eru 13 nemendur í húsasmíði í dagskóla en nemendur hafa ekki verið í dagskóla í tréiðn í nokk- ur ár. Í helgarnáminu eru nú 28 og eru þeir nemar heldur fleiri en fyr- ir ári. Helgarnámið er fyrir þá sem hafa unnið í greininni í nokkurn tíma en eru án starfsréttinda. Sam- tals eru því rúmlega 40 í húsasmíð- anámi hjá FVA um þessar mund- ir, en það er sú iðngrein sem hvað mest hefur átt undir högg að sækja frá hruni. „Það má segja að orð- ið hafi sprenging núna síðustu tvö árin í húsasmíðanáminu. Við erum mjög bjartsýnir á að það sé að lifna yfir byggingamarkaðinum. Það er þó ástæða til að hvetja meistara og byggingafyrirtæki að fara nú að taka iðnnema á samning. Það klár- ar enginn námið án þess að kom- ast á samning hjá meistara. Ennþá vantar upp á þá hlið til þess að það verði hægt að fjölga iðnaðarmönn- um eins og markaðinum er þegar farið að kalla eftir,“ segir Sigurgeir Sveinsson deildarstjóri í tréiðna- deild Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti inn í tréiðnadeild FVA sl. laug- ardagsmorgun var Steinn Helgason umsjónarkennari að skipa mönnum til verka, en nemarnir vinna m.a. að smíði húsa á staðnum. Húsasmiðj- an hefur um áraraðir styrkt starf- semi deildarinnar með því að leggja fram efni í bústað. Núna var ein- mitt að hefjast smíði á 25 fermetra bústað. Þá kom Golfklúbburinn Leynir til samstarfs við deildina á dögunum, en fyrir klúbbinn verður í sumar sett saman 7,4 fermetra sal- ernishús. Gestir á Garðavelli koma væntanlega til með að nýta það hús frá og með næsta vori. þá Ná sér í beitu í höfninni Helgarnemar í húsasmíði í FVA við vænan timburstafla sem þeir nýta til að smíða úr bústað. Þá verður einnig sett saman salernishús fyrir Golfklúbbinn Leyni í vetur. Nemendum í tréiðn fjölgar í Fjölbrautaskóla Vesturlands Þrátt fyrir að makrílveiðar með krókum séu bannaðar halda menn áfram að veiða þennan nýja nytja- fisk á Íslandsmiðum, en nú með sjóstöng. Í gærmorgun voru margir á makrílveiðum á bryggj- unni í Ólafsvík og meðal þeirra smábátasjómenn sem voru að fiska í beitu. Óhætt er að segja að menn hafi ekki farið tómhent- ir heim. Algjört mok var í höfn- inni og sumir komnir með góð- an slatta eftir smá stund. Ósk- ar Skúlason sem gerir út bátinn Þernu SH var ásamt konu sinni að veiða í beitu. Sagðist hann ætla út á sjó um kvöldið með nýveiddan makríl í beitu, en hann rær með beitningartrekt og segir að þetta sé albesta beita sem hægt sé að fá. Sagðist vera búinn að fara í einn róður og með þessari beitu hafi aflinn verið 200 kíló á balann. Þorvarður Jóhann Guðbjartsson sem gerir út bátinn Guðbrand SH tók í sama streng. Hann var einn- ig að veiða á bryggjunni og ætlaði að nota makrílinn í beitu. Handfærabátar sem fóru út í gærmorgun frá Ólafsvík, voru einnig fljótir að fá makríl á krók- ana skammt frá höfninni í Ólafs- vík. Einn skipstjórinn sagði í sam- tali við fréttaritara að hann hafi rétt þurft að dýfa krókunum í sjóinn og þá hafi verið makríll á hverjum króki. Hann sagðist hafa fengið 100 kíló á skammri stund. af

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.