Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Forvarnadagur GRUNDARFJ: Forvarna- dagurinn var nýverið hald- inn annað árið í röð í Grund- arfirði. Ýmsir tóku höndum saman og kynntu mikilvægi forvarna. Slökkvilið Grund- arfjarðar vakti mikla lukku í leik- og grunnskóla bæjar- ins. Þar ræddu slökkviliðs- menn við börnin og fræddu þau um eldvarnir. Krakk- arnir fengu síðar að kynnast eldvarnabúnaði slökkviliðs- manna ásamt notkun reyk- skynjara. Það voru fleiri en slökkviliðsmenn í Grundar- firði sem lögðu sitt að mörk- um á forvarnadeginum. Vís og Arionbanki gáfu end- urskinsmerki og Þorlákur Árnason þjálfari og starfs- maður KSÍ hélt áhugaverð- an fyrirlestur fyrir nemend- ur FSN um markmiðasetn- ingu og hæfileika. Forvarna- deginum lauk svo með kynn- ingarfundi CoDA í Bærings- stofu. –jsb/ Ljósm. tfk. Endurbætur gerðar á Lyng- brekku MÝRAR: Fyrir dyrum standa framkvæmdir við endurbæt- ur á félagsheimilinu Lyng- brekku á Mýrum. Í áfanga þess verks sem boðinn var út nýlega verður þak endur- nýjað og skipt um glugga og gler. SÓ húsbyggingar áttu lægsta tilboð í verkið upp á rúmar tíu milljónir króna og Eiríkur J Ingólfsson mun smíða gluggana. Áætlað er að heimamenn muni í sjálfboða- vinnu rífa járnið af þakinu, en annars bíða starfsmenn SÓ húsbygginga eftir að mestu vætutíðinni linni svo hægt verði að hefjast handa. Einnig er áætlað að með tíð og tíma verði félagsheimilið klætt að utan og bætt í ein- angrun húsveggja í leiðinni, en það var ekki í útboðinu að þessu sinni. Félagsheimilið Lyngbrekka var byggt fyrir rúmri hálfri öld. Húsið er í eigu Borgarbyggðar og ung- mennafélaganna Björns Hít- dælakappa og Egils Skalla- grímssonar. –þá Leiðrétt nafn MUNAÐARNES: Í frétt okkar um glæsilegan spark- völl sem nýlega var vígður í Munaðarnesi voru verktak- ar sem komu að gerð hans taldir upp. Nafn eins þeirra misritaðist. Fyrirtækið sem sá um gröft og malarfyllingu heitir Dýjadalur ehf, en ekki Dýradalur. Þetta leiðréttist hér með. mm Ekki er úr vegi að hvetja fólk til að taka slátur. Líklega er ekki hægt að fá ódýrari mat, svo ekki sé nú talað um hollustuna. Spáð er fremur hægu og mildu veðri næstu daga. Skýjað verði með köflum á landinu og yfirleitt þurrt á fimmtudag en frá föstu- degi til sunnudags má búast við rigningu eða súld á landinu lengst af, en yfirleitt þurru á aust- urhelmingi landsins. Hiti verður þokkalegur; 10 til 17 stig, hlýjast austanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvernig finnst þér net- og símasamband á lands- byggðinni?“ Svörunin bendir til afdráttarlausrar skoðunar fólks á þessu. „Með öllu óviðunandi sögðu 46,2% og „frekar slæmt“ sögðu 33,15%. Þetta gerir sam- tals um 80%. Þokkalegt var svar 9,51%. 6,52% vissu það ekki, en 4,62% sögðu net- og símasam- band mjög gott. Í þessari viku er spurt: Safnar þú matarforða í frysti- kistu á þessum árstíma? Kristín Halla Haraldsdóttir fjáls- íþróttaþjálfari í Grundarfirði er Vestlendingur vikunnar. Sjá spjall við hana í Skessuhorni í dag. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Um þriðjungi fleiri munu hefja nám í háskóladeildum Háskólans á Bif- röst á haustönn, miðað við á sama tíma í fyrra. „Þetta er í samræmi við fjölgun umsókna um skólavist síð- astliðið sumar. Mest var fjölgun- in í meistaranámi skólans, aðallega vegna nýrrar námslínu sem heitir MS í forystu og stjórnun, en yfir 80 nemendur byrjuðu í þeirri línu. Þá varð veruleg fjölgun í MA í Menn- ingarstjórnun á milli ára. Í grunn- námi var fjölgun nemenda mest í viðskiptafræðinámi skólans og fer ný námsbraut; BS í matvælarekstr- arfræði, vel af stað. Alls munu 618 nemendur hefja nám í Háskólanum á Bifröst núna á haustönn, 481 á háskólastigi og 137 í Háskólagátt sem er aðfarar- nám að háskólanámi. Í heild eru nú um 100 fleiri nemendur sem hefja nám í Háskólanum á Bifröst miðað við síðasta skólaár,“ segir í tilkynn- ingu frá Háskólanum á Bifröst. mm Meðal jarða sem nýlega voru aug- lýstar í útboði hjá Ríkiskaupi voru tvær jarðir í eigu ríkisins á Vest- Hjá Akraneskaupstað er í undir- búningi gerð nýs deiliskipulags yfir hafnarsvæðið í þeim tilgangi að greiða fyrir uppbyggingu at- vinnustarfsemi við Akraneshöfn. Á síðasta fundi bæjarráðs Akraness var samþykkt, í tengslum við um- sókn HB Granda um stækkun á húsnæði Laugafisks, að fela bæjar- stjóra í samvinnu við framkvæmda- stjóra umhverfis- og framkvæmda- sviðs, að gera drög að erindisbréfi fyrir starfshóp sem undirbýr breyt- ingu á gildandi skipulagi við Breið- arsvæðið og við Akraneshöfn. Þá samþykkti bæjarráð í síðustu viku umsókn HB Granda um stækkun á húsnæði Laugafisks við Breiðargötu 8b. Bæjarráð tekur jafnframt undir áhyggjur íbúa og áréttar því mik- ilvægi þess að fyrirtækið uppfylli ávallt ýtrustu kröfur um mengun- arbúnað, aðstöðu og ferskleika hrá- efnisins ef áframhaldandi starfsemi verður á fiskþurrkun HB Granda í nýju húsnæði, líkt og áformað er. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni, meðal annars í viðtöl- um við Vilhjálm Vilhjálmsson for- stjóra HB Granda, hefur fyrirtækið hug á að auka enn frekar starfsemi sína á Akranesi. Til að svo megi verða þurfi hins vegar að breyta gildandi skipulagi. Til marks um hug HB Granda til aukinnar starf- semi á Akranesi má nefna að á þessu ári hefur fyrirtækið keypt Lauga- fisk, Norðanfisk og Vigni G Jóns- son ehf. og bætist starfsemi þessara fyrirtækja við hefðbunda ferskfisk- vinnslu, bræðslu og aðra atvinnu- tengda starfsemi HB Granda við Akraneshöfn. mm Aðalfundur Snæfells, félags smá- bátaeigenda á Snæfellsnesi, var hald- inn í Grundarfirði sunnudaginn 14. september. Fundurinn var ágætlega sóttur og hugur og baráttuandi var í félagsmönnum sem voru sammála um að smábátasjómenn um allt land þyrftu að blása til sóknar varðandi réttindabaráttu sína. Lamið væri á þeim og þörf á að rísa upp og krefj- ast þess að stjórnvöld færu að virða og taka tillit til sjónarmiða þeirra. Strandveiðar, makríl- og síldveiðar og línuívilnun voru ofarlega á baugi á fundinum. Þá var einnig talsverð umræða um ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar. Voru menn á einu máli um að hækka bæri aflareglu þorsks úr 20% af veiðistofni í 25%. Þá voru allir ósammála ráðgjöfinni nú enda höfðu flestir reiknað með 250 þús- und tonna hámarksafla á yfirstand- andi fiskveiðiári í stað 216 þúsund. Þá mótmælti fundurinn harðlega ráðgjöf Hafró á grásleppuveiðum og taldi hana í engu samræmi við veiðar og gengd grásleppu undan- farin ár. Að auki kom fram í álykt- unum á fundinum að félagsmenn Snæfells vilja að Landssamband smábátasjómanna beiti sér af full- um þunga fyrir því að makrílveið- ar á handfæra- og línubátum verði aldrei kvótasettar, að veiðitímabil- ið verði frá 1. júlí - 31. desember ár hvert og að barist verði fyrir því að smábátar fái að veiða 15% af heild- arúthlutun aflamarks í makrílveið- um. Formannsskipti urðu á aðalfund- inum, þar sem Sigurjón Hilmars- son í Ólafsvík gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Í hans stað var Valentínus Guðnason frá Stykkishólmi kosinn formaður með rússneskri kosningu. grþ/ Ljósm. þa Farið verður í gerð nýs deiliskipulags fyrir Akraneshöfn Laugafiski hefur nú verið heimilað að stækka húsnæði fyrirtækisins við Breiðar- götu. Hér er svipmynd úr vinnslunni. Litli-Kambur í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Bauð 180 milljónir í jörðina Litla-Kamb urlandi. Það voru Litli-Kambur í Breiðuvík á Snæfellsnesi og Iðunn- arstaðir í Lundarreykjadal í Borg- arfirði. Mörg tilboð bárust í eign- irnar. Átján tilboð bárust í Litla- Kamb og var þar breytt bil á milli tilboðsupphæða. Það lægsta var upp á tæpar tvær milljónir en það hæsta 180 milljónir. Björn Jónat- an Emilsson bauð þá upphæð. Í jörðina Iðunnarstaði bárust 23 til- boð. Þar var með hæsta boð Óskar Rafnsson upp á 40 milljónir króna. Dagmar Sigurðardóttir lögfræð- ingur hjá Ríkiskaupum sagði í sam- tali við Skessuhorn í gær að þá um daginn lægi fyrir að hafa samband við þá sem eiga hæsta tilboð í jarð- irnar til að ganga frá kaupunum, en Ríkiskaup annast jarðasöluna fyrir fjármálaráðuneytið. Jörðin Litli-Kambur er 190 hekt- arar með húsum sem byggð voru á árabilinu 1940-1979. Brunabóta- matið á jörðinni er 57 milljónir og fasteignamatið er á sautjándu millj- ón króna. Litli-Kambur var síð- ast í ábúð fyrir tveimur árum og engin framleiðslukvóti fylgir jörð- inni. Iðunnarstaðir eru 980 hektar- ar, mest fjalllendi. Brunabótamat er tæpar 30 milljónir og fasteignamat eigna á tíundu milljón króna. Fast- eignir jarðarinnar voru tilgreindar í auglýsingu gamlar og illa farnar og íbúðarhúsið ónýtt. Iðunnarstað- ir á aðild að Veiðifélagi Grímsár og Tunguár og er fasteignamat veiði- réttinda 9,8 milljónir. Þá fylgir með sölunni á Iðunnarstöðum 70,9 ær- gilda greiðslumark. þá Svipmynd úr kennslustund í Hriflu, hátíðar- og kennslusal á Bifröst. Á sjöunda hundrað hefja nám á Bifröst í haust Þungur tónn í smábátasjómönnum á aðalfundi Snæfells Valentínus Guðnason tekur hér við smekkfullri skjalatösku af gögnum félagsins úr hendi Sigurjóns fráfarandi formanns.Mikill baráttuandi var í félagsmönnum á aðalfundi Snæfells.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.