Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Alþingismaður segir pólitískt tómlæti ríkja um Landbúnaðarháskólann „Er störukeppni um framtíð Land- búnaðarháskóla Íslands,“ er fyrir- sögn á bloggfærslu Haraldar Bene- diktssonar alþingismanns í Norð- vesturkjördæmi og fyrrum for- manns Bændasamtaka Íslands, í lið- inni viku. „Menntamálaráðherra hefur fallið frá hugmyndum sínum um sameiningu LbhÍ og Háskóla Íslands. Hugmyndir að sameiningu má rekja allt aftur til ráðherratíð- ar Katrínar Jakobsdóttur. Þá féllu þær hugmyndir í grýttan jarðveg og sömu örlög hlutu hugmynd- ir Illuga Gunnarssonar. Andstaðan er málefnanleg og nýtur stuðnings allra þingmanna NV kjördæm- is – þá og nú. Andstaða er með- al heimamanna og sveitarstjórnar í Borgarbyggð – bæði fyrir og eftir síðustu kosningar,“ segir Haraldur. „Í áranna rás, eða frá 2008, hefur ríkt pólitískt tómlæti um starfsemi skólans. Hann hefur sætt skerðing- um langt umfram aðra háskóla. All- an þennan tíma og áður hefur þurft að skera upp rekstur skólans og styrkja undirstöður hans. En ekki verið gert nema með innanhúss- samdrætti. Seinni árin hefur þetta tómlæti kostað hnignun á rekstr- argetu skólans. Stjórnendum skól- ans hefur skort stuðningur til að grípa til aðgerða í rekstri hans til að vera innan þess fjárhagsramma sem skólanum er skapaður.“ Haraldur segir að stjórnend- ur LbhÍ hafi á undanförnum árum ítrekað lagt fram hugmyndir að endurskipulagningu og sparnaði í rekstri. En mætt tómlæti þeirra sem með valdið fara. „Ég nefni sem dæmi þann þunga bagga sem skól- inn ber vegna leigugreiðslna fyr- ir húsnæði sem ekki er skólanum nauðsynlegt. Að útgjöld skólans síðustu fimm ár hafi getað verið allt að 220 milljónum króna lægri en raun er. Næstum árlega hafa ver- ið fluttar fréttir af framúrkeyrslu skólans. Títtnefndur uppsafnað- ur halli á skólanum er síðan sagður vera um 700 milljónir. Það er hins vegar túlkunaratriði, en raunveru- legur halli hans er nær því að vera 480 milljónir. Stjórnendum ber að vinna innan fjárheimilda og halla- rekstur er óviðunandi en þá verður líka að fjalla um það af sanngirni.“ Haraldur gagnrýnir einnig þá sem halda og hafa haldið um stjórnartaumana í LbhÍ. „Óvissu um framtíð skólans er núna helst viðhaldið af þeim starfsmönnum og stjórnendum sem vilja sameiningu við HÍ. Ljóst er að stór hópur svo- kallaðra akademískra vísindamanna hefur barist leynt og ljóst fyrir slíkri sameiningu. Í greinum hafa þeir komið fram og sent okkur bændum og stjórnmálamönnum sem ekki þýðast þeirra sjónarmið tóninn. Nú síðast með því að kenna okkur um atgervisflótta frá stofnunni. Því virðist sem svo að þeir séu komn- ir í einhversskonar störukeppni um framtíð stofnunarinnar.“ Loks segir Haraldur að óvissa og óeining sé slæm og að henni verði að linna. „Lykilmálið er að vinna að framtíð LbhÍ með atvinnuvegin- um, hann þarf á þessari grundvall- arstofnun að halda. Til að ná því markmiði eru margar leiðir og vel má að vera að í þeim megi sameina sjónarmið þeirra sem nú virðast vera ósamræmanleg. Það er hins- vegar ekki gott að ekki virðist vilji til slíkrar umræðu – því verður að breyta. En til þess verður að ræða saman og virða ákvörðun mennta- málaráðherra að hafa hætt við sam- einingu. Við látum ekki barnalega störukeppni skaða meira 125 ára skólasögu Landbúnaðarháskóla Ís- lands,“ segir Haraldur Benedikts- son að endingu. mm Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður er fyrrum formaður Bændasam- taka Íslands. Hér er hann í heyskap. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Varað við grunsamlegum póst- sendingum frá fjármálafyrirtækjum „Það eru grunsamlegir tenglar í tölvupósti - ekki smella,“ segir í sameig- inlegri fréttatilkynningu frá netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, Ríkislögreglustjóra, Ar- ion banka, Íslandsbanka, Landsbankanum og MP banka sem send var út fyrir helgi. Þá segir að bankar og fjármálafyr- irtæki biðji aldrei um upplýsingar um notendur í gegnum tölvupóst. „Nokkuð hefur orðið vart við tölvu- póst í vikunni þar sem viðskiptavin- ir banka eru beðnir um að smella á tengil inni í póstinum og gefa upp notendanafn og aðgangsorð að net- bönkum. Almenningur er hvatt- ur til að vera á varðbergi gagnvart slíkum tölvupósti og smella ekki á slíka tengla. Bankar og fjármálafyr- irtæki biðja viðskiptavini sína aldrei um notendaupplýsingar í gegnum tölvupóst, né hvetja þá með þeim hætti til að skrá sig inn í heima- banka. Gott er að senda grunsam- lega tölvupósta áfram til viðkom- andi banka til upplýsingar fyrir starfsfólk hans og eyða síðan við- komandi skeyti tafarlaust.“ Ennfremur er fólk hvatt til að fara ekki í netbanka nema í gegn- um vefsíður viðkomandi banka eða fjármálafyrirtækis. „Þeir sem hugs- anlega hafa smellt á hlekk úr tölvu- pósti eins og þann sem lýst er hér að ofan eru hvattir til að skipta um lykilorð í netbankanum og kynna sér upplýsing- ar um öryggi netbank- ans á heimasíðu við- komandi banka. Ítrekað skal að viðskiptavinum bankanna er eftir sem áður óhætt að tengj- ast netbankanum sín- um með venjulegum hætti í gegn- um vefsíðu viðkomandi banka.“ Eftirfarandi er gott að hafa í huga fyrir þá viðskiptavini sem nota netbanka: • Notendur eiga aldrei að smella á grunsamlega tengla í tölvupósti. Gott er að hafa það fyrir reglu að tengjast netbanka eingöngu í gegn- um heimasíðu viðkomandi banka. Þetta skal einnig hafa í huga þegar um viðkvæmar upplýsingar eða við- skipti af öðru tagi er að ræða. • Bankar senda aldrei viðskipta- vinum sínum tölvupóst þar sem notendur eru beðnir um að upp- færa upplýsingar um sig með því að smella á hlekk í skeytinu eða senda upplýsingar með því að svara póst- inum. Þetta á t.d. við um notenda- nafn, lykilorð eða greiðslukorta- upplýsingar. • Þegar farið er inn í netbanka ber að gæta þess að slóðin í vafra sé á öruggu vefsvæði, það sést með því að ganga úr skugga um að https:// sé fremst í vefslóð. mm Tíu starfsmönnum LbhÍ sagt upp um næstu mánaðamót Sameining Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands hef- ur verið í umræðunni meira og minna í rúmt ár. Illugi Gunnars- son menntamálaráðherra hefur verið ötull talsmaður sameining- ar sem og hluti starfsfólks stofn- unarinnar, einkum þó akademísk- ur hópur fólks. Hugmyndin hefur mætt gríðarlegri andstöðu í röðum þingmanna NV kjördæmis, sveit- arstjórnarmanna í héraði, Bænda- samtaka Íslands og hluta starfs- fólks LbhÍ. Ráðherra hafði þann- ig ekki þingmeirihluta til að knýja sameiningu í gegn þegar á reyndi. Sífellt minni fjárveiting er til skól- ans og honum gert að hefja endur- greiðslu taprekstrar undanfarinna ára. Sérstaka athygli þeirra sem fylgjast með málinu, hefur vak- ið sú staðreynd að hefði komið til sameiningar LbhÍ og HÍ hafði Ill- ugi Gunnarsson lofað 300 milljóna króna framlagi, skilyrtu gegn því að sameining færi fram. Ráðherra hefur staðið við það og þeir pen- ingar hafa því ekki skilað sér. Þvert á móti þarf skólinn að búa við nið- urskurð í fjárlögum. Björn Þor- steinsson núverandi rektor skól- ans er skoðanabróðir Illuga varð- andi kosti þess að sameina þessar tvær háskólastofnanir. Hann segir hins vegar pattstöðu í málinu, hug- myndir ráðherra um sameiningu hafi strandað á pólitísku blind- skeri. Svarar ekki fyrirspurnum Það skal tekið hér fram að 28. mars 2014 sendi Skessuhorn skrif- lega fyrirspurn til menntamála- ráðuneytisins vegna málefna sem snerta LbhÍ. Þeim hefur ekki enn verið svarað, hálfum sjötta mánuði eftir að þær voru sendar. Þá hefur menntamálaráðuneytið heldur ekki svarað skriflegri fyrirspurn blaðs- ins sem send var skömmu síðar, þar sem spurt var hversu langan tíma það tæki að jafnaði að svara fyrir- spurnum fjölmiðla! Þar sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kýs að svara ekki fyrirspurnum Skessuhorns, kemur afstaða hans til sameiningarmála LbhÍ ekki hér fram af fyrstu hendi. Endurgreiða 45 milljónir Björn Þorsteinson, settur rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, greindi starfsmönnum LbhÍ frá því á fundi nýverið að vegna aðhalds- aðgerða í rekstri skólans verði tíu störf aflögð og þar af leiðandi komi til uppsagna. Í samtali við Bænda- blaðið sem kom út í síðustu viku sagði Björn að nú í september muni stofnunin hrinda í framkvæmd nið- urskurðaráætlun sem tekur gildi um næstu áramót. „Með áætlun- inni teljum við að búið sé að koma fjárhagsáætlun skólans inn fyrir þann fjárhagsramma sem okkur er ætlaður og felst í því að ná endum saman og endurgreiða 35 milljónir í ríkissjóð 2015,“ segir Björn í við- tali sem birtist einnig á bbl.is 11. september sl. Fram kemur að LbhÍ fór talsvert framúr fjárhagsáætl- un á síðasta ári og er skólanum nú gert að greiða tíu milljónir króna til baka í ríkissjóð á þessu ári auk þessara 35 milljóna á næsta ári. Þá segir rektor að vegna óvissu sem skólinn hafi verið í síðastlið- ið ár hafi nokkrir starfsmenn þeg- ar sagt upp og horfið til annarra starfa. Það geri að verkum að nú- verandi fjárhagsár muni verða inn- an áætlunar. Björn segir í samtal- inu við bbl.is að ekki sé búið að segja starfsfólkinu hverjir komi til með að missa starfið en búið sé að greina almennt frá áformunum og að það verði þung spor þegar komi að því að afhenda uppsagnarbréf- in. „Það er ömurlegt að sjá að baki fólki sem maður vill ekki missa,“ sagði Björn. Til að mæta minnkandi fjárfram- lagi frá ríkinu segir Björn að grípa þurfi til nokkurra aðgerða. „Í fyrsta lagi er stefnt að því að verja kennslu og rannsóknir við skólann. Í öðru lagi fórnum við þremur verkefnum sem ekki falla beint undir kjarna- starfsemi skólans þar sem tekjur af þeim nægja ekki til reksturs þeirra. Þriðja forsenda er að endurskipu- leggja mönnun stoðsviða og upp- byggingu þeirra. Í fjórða lagi eru breytingarnar hugsaðar þannig að sókn til uppbygginga skólans verði sem auðveldust eftir að við erum komnir í gegnum núverandi þreng- ingar,“ sagði Björn Þorsteinsson í samtali við bbl.is. Loks má geta þess að minni aðsókn var að há- skólanámi við LbhÍ í haust í sam- anburði við síðustu ár. Hins veg- ar er aðsókn meiri á starfsmennta- brautir við skólann. Settur rektor hefur ekki útilokað í samtölum við fjölmiðla, meðal annars í Skessu- horni fyrr í haust, að neikvæð um- ræða um erfiða stöðu skólans og óvissa um framtíð hans, dragi úr aðsókn. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.