Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Kjaftað um kynlíf Út er komin bókin Kjaftað um kyn- líf, handbók fyrir fullorðna til að ræða um kynlíf við börn og ung- linga. Höfundur bókarinnar er Sig- ríður Dögg Arnardóttir kynfræð- ingur, en hún nam kynfræði (sex- ology) í Curtin- háskóla í Vest- ur-Ástralíu. Íslensk ungmenni eru yngri en jafnaldrar þeirra í ná- grannalöndunum þegar þau hefja kynmök, eiga fleiri rekkjunauta, smitast oftar af kynsjúkdómum, horfa meira á klám og tíðni ung- lingaþungana er hærri hjá þeim. „Þessi handbók leggur foreldr- um og þeim sem starfa náið með börnum og unglingum til verkfæri til þess að kjafta um kynlíf á op- inskáan hátt. Með húmor og hrein- skilni að leiðarljósi er auðveldara að ræða málefni sem mörgum þykja óþægileg og sumir álíta jafnvel vera tabú. Orð eins og píka, klám, stað- alímyndir, sjálfsfróun, sleipiefni og kynhneigð verða fyrir bragðið hversdagsleg og auðveld viðureign- ar. Börn og unglingar hafa þörf fyr- ir opnar samræður um kynferðis- leg málefni. Það styrkir kynverund þeirra og býr þau undir að stunda kynlíf á sínum eigin forsendum þegar þau eru tilbúin til þess,“ seg- ir í tilkynningu vegna útgáfu bókar- innar. mm „Við viljum gjarnan vera góður granni“ Elkem Ísland á Grundartanga hef- ur verið einn allra mikilvægasti at- vinnuveitandinn á Vesturlandi allt frá því að verksmiðjan var gangsett 26. júní 1979, eða fyrir 35 árum. Verksmiðjan var vísirinn að þeirri stóriðju- og iðnaðaruppbyggingu sem síðar varð á Grundartanga, því iðnaðarþorpi sem þar er risið og virðist enn ætla að vaxa mikið. Ekki síst ef vitnað er til þess að útlit er fyr- ir að með haustinu byrji að rísa þar verksmiðja til framleiðslu sólarkís- ils og þar með tilkomu a.m.k. fjögur hundruð starfa til viðbótar á Grund- artanga. Hjá Elkem Ísland starfa við daglegan rekstur um 200 manns að verktökum meðtöldum, en fastir starfsmenn við verksmiðjuna eru um 160. Á liðnu sumri urðu forstjóra- skipti hjá Elkem Ísland. Einar Þor- steinsson, sem verið hafði forstjóri fyrirtækisins um árabil, hvarf þá til starfa fyrir samsteypuna úti í heimi og við forstjórastarfinu tók Gestur Pétursson. Gestur hóf störf hjá El- kem Ísland í árslok 2010. Var þá ráð- inn framkvæmdastjóri fyrir öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál. Hann starfaði að þessum mikilvægum þátt- um við hlið Einars forstjóra en var síðan vorið 2012 formlega gerður að staðgengli hans. Blaðamaður Skessu- horns fór í heimsókn á Grundar- tanga í vikunni sem leið til að ræða við nýjan forstjóra Elkem Ísland. Hefur starfað mikið að stóriðjunni Gestur er iðnaðar- og rekstrar- verkfræðingur að mennt og stund- aði bæði BS- og meistaranám sitt í Oklahoma í Bandaríkjunum. Áður en hann kom til starfa hjá Elkem Ís- land vann hann um tíma við járn- grýtisnámur hjá Kirkenes nyrst í Noregi. Hann hefur starfað mik- ið við stóriðjuna á Íslandi, í um það bil fjögur ár við uppbyggingu Fjarð- aráls á Reyðarfirði og þar áður í svipaðan tíma hjá Ísal. Einnig hef- ur Gestur unnið sem ráðgjafi hjá Norðuráli, þannig að hann telur sig þekkja mjög vel til stóriðjunnar hér á landi. Gestur býr í Kópavogi ásamt eiginkonu sinni og eiga þau þrjú börn. „Já, ég bý í bænum þar sem þeir innfæddu eru miklu mun færri en hinir aðfluttu. Rætur mín- ar liggja þó í Innri-Njarðvík þar sem ég ólst upp. Einnig var ég að nokkru leyti norður í Skagafirði þar sem ég á ættingja og venslafólk og var í sveit sem strákur. Þar er móður- fólkið. Þegar ég réði mig til starfa á Grundartanga velti ég því fyrir mér hvort það myndi ganga að vinna þar og búa í Kópavogi. Síðan kom í ljós að þetta var bara ágætt. Ég er rúm- lega 40 mínútur í vinnuna og aðeins lengur til baka þegar umferðin er heldur þyngri. Leiðina hingað upp á Grundartanga nota ég til að gíra mig inn á vinnuna og á heimleið- inni næ ég að sama skapi að kúpla mig algjörlega út úr henni. Akstur- inn hentar mér því ágætlega og ég sé ekki að við séum neitt að flytja á svæðið í bili.“ Mikill útivistarmaður Blaðamanni lék forvitni á því að vita meira um Gest og eins og oft var viðmælandinn spurður um áhugamálin. Gestur segist vera mikill útivistarmaður og njóta sín í öllu sem útiverunni viðkemur. „Ég geng til dæmis mikið á fjöll og er eiginlega búinn að ganga á öll fjöll hérna í nágrenninu nema á aust- urhluta Skarðsheiðarinnar. Það er svo gríðarlega nærandi, ekkert síð- ur fyrir sálina en líkamann, að vera í snertingu við náttúruna og upp- lifa þá miklu og misjöfnu stemn- ingu sem hún býður upp á,“ seg- ir Gestur. Hann segir að þetta áhuga- mál sitt fari ágætlega saman við það sem hann hefur m.a. starfað mikið að síðustu árin á Grundar- anga, þ.e.a.s. umhverfis-, örygg- is- og heilbrigðismálin. „Í raun er mikið frumkvöðlastarf sem starfs- fólk verksmiðjunnar hefur unnið að í gegnum tíðina. Það kom mér á óvart hversu gott samstarf fyr- irtækjanna á Grundartanga er um umhverfisvöktunina. Hún er líka miklu umfangsmeiri en ég gerði mér upphaflega grein fyrir. Sér- staklega reynir á gott samstarf milli stærstu fyrirtækjanna; Elkem og Norðuráls, og mér finnst það mjög til fyrirmyndar. Þetta fyrirkomulag umhverfisvöktunar hér á Grundar- tanga hefur orðið til þess að það er orðið fyrirmynd að skipulagi nýrra iðnaðarsvæða í landinu hjá Um- hverfisstofnun.“ Mikill árangur í minnk- un reyklosunar Gestur segir að Elkem Ísland eins og fleiri fyrirtæki á Grundartanga leggi áherslu á að vera góður ná- granni. Í umhverfisvöktuninni eru vaktaðir rúmlega 80 umhverfisþætt- ir á og í grennd iðnaðarsvæðisins. Blaðamaður vekur máls á því í spjall- inu við Gest að það sem Elkem hafi mest verið gagnrýnt fyrir varðandi umhverfismálin sé þegar svoköll- uð neyðarreyklosun á sér stað ann- að slagið. Þegar það gerist verði fólk vart við mikinn reyk og gufur sem stíga upp frá verksmiðjunni. Gestur segir að mikill árangur hafi náðst í því að minnka þessa neyðarreyklos- un síðustu þrjú árin. Starfsleyfi geri ráð fyrir því að verksmiðjan megi losa út 1% af þeim tíma sem verk- smiðjan sé starfandi. „Við höfum verið langt innan við þessi mörk og síðustu árin hefur þetta sem betur fer minnkað stórlega. Á síðasta ári var útlosunin komin niður í 0,07% af rekstrartíma og meðaltalið í ár er um 0,04%. Þetta er ánægjulegur ár- angur sem er okkar frábæra starfs- fólki að þakka. En við erum samt ekki hættir og stefnum áfram að því að bæta okkur enn frekar hvað um- hverfismálin varðar. Í okkar huga eru umhverfismálin ekkert síður mikilvægur þáttur en framleiðsla góðrar vöru og eðlileg framlegð frá rekstrinum.“ Samkeppnishæfi verk- smiðjunnar hefur aukist Það er líklega ekki á allra vitorði að verksmiðja Elkem Ísland á Grund- artanga er önnur af tveimur stærstu kísilmálmverksmiðjum í heiminum. Gestur segir einingarnar ekki stór- ar í kísilmálmframleiðslunni. Engu að síður hafi staðan á járnvörumark- aðnum verið þannig að offramboð hafi myndast og afurðaverð ver- ið lágt í nokkur ár. „Verksmiðjan hérna þarf að vera samkeppnisfær og samhent og gott stafsfólk hefur staðið með okkur. Starfsumhverf- ið að undanförnu hefur verið mik- ill prófsteinn og okkur hefur í sam- einingu tekist að auka samkeppnis- hæfni verksmiðjunnar.“ Spurður um framleiðsluna segir Gestur að lengi vel hafi staðlaður kísilmálmur verið aðalframleiðslan en seinni árin þró- uð dýrari og flóknari framleiðsla á sérvöru, sem hafi aukið framlegð hjá fyrirtækinu. Sérvaran að verða stærri hluti framleiðslunnar Gestur segir að áætlanir geri ráð fyr- ir að næsta ár, 2015, verði sérvöru- framleiðslan orðin meira en 50% af framleiðslu Elkem Ísland. Sú áætl- un byggir á því að þá verði hægt að reka alla þrjá ofna verksmiðjunnar megnið af árinu. Vegna orkuskerð- inga hjá Landsvirkjun, sem sköpuð- ust af náttúrulegum orsökum, fyrr á þessu ári þurfti að slökkva á tveim- ur af þremur ofnum verksmiðjunn- ar í sex vikur með tilheyrandi óhag- ræði fyrir reksturinn. Gestur seg- ir að því hafi verið mætt eins og öðrum þrengingum sem Elkem Ís- land hefur gengið í gegnum síð- ustu árin. Hann segist engu að síður vera bjartsýnn á að framundan séu bjartir tímar í rekstri Elkem Ísland á Grundartanga, en eins og áður seg- ir er um þessar mundir 35 ár frá því að framleiðsla kísilmálms hófst á Ís- landi. þá Spjallað við Gest Pétursson nýjan forstjóra Elkem Ísland Gestur Pétursson forstjóri Elkem Ísland í hlíðunum við Mörk í Hvalfjarðarsveit með verksmiðjusvæðið á Grundartanga í baksýn. Unnið að framleiðslu kísilmálms hjá Elkem Ísland á Grundartanga. Frá stjórnstöð kísilmálmsverksmiðjunnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.