Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Í nýju útvegsspili eru ógnanir m.a. norskir útgerðarrisar, Grænfriðungar og tíð ríkisstjórnarskipti Aflakló er nú í hópfjármögnun á KarolínaFund.is Aflakló er nýtt sjávarútvegsspil sem tveir íslenskir hugvitsmenn standa saman að. Þeir segja að Afla- kló henti öllum, hvort sem þeir lítið viti um sjávarútveg eða sjó- mennsku, eða eru meira kunnugir því síkvikula umhverfi. Aflakló má lýsa sem nokkurs konar blöndu af tveimur vinsælustu spilum Íslands- sögunnar; Hættuspili og Útvegs- spilinu, en í spilinu keppast leik- menn við að byggja upp útgerðar- veldi sín. Keppast leikmenn við að byggja upp útgerðarveldi með því að sigla kringum Ísland, sækja mið- in og klekkja hver á öðrum. Hægt er að byggja upp veldi sín á Akranesi, í Rifi og ýmsum fleiri útgerðarbæj- um um landið. Á hverju horni leyn- ast óvæntir gestir, svo sem norskir útgerðarmenn, Grænfriðungar og þá valda tíð ríkisstjórnarskipti usla í landi aflaklónna. Að spilinu standa hugvitsmenn- irnir Bjarki Vigfússon og Haukur Már Gestsson. Þeim til fulltingis er vöru- og grafískur hönnuður sem heitir Milja Korpela, en hún hann- aði spilið. Þeir Bjarki og Hauk- ur Már starfa sem hagfræðingar og verkefnisstjórar hjá Íslenska sjáv- arklasanum. Þeir gefa spilið hins vergar út sjálfir og hafa unnið að því í hjáverkum síðastliðna mán- uði. Nú stendur yfir svokölluð hóp- fjármögnun, (e. crowdfunding) á KarolinaFund.is, á nýja útvegs- spilinu Aflakló. Hópfjármögnun þýðir að útgefendur gefa fólki kost á að forpanta spilið og fjármagna þannig framleiðslu þess. Ef svo vill til að ekki náist lágmarksupphæð (um 900.000 kr.) fá þeir sem höfðu forpantað eintak framlag sitt greitt til baka. mm Útgefendur ásamt hönnuði sínum. Svona lítur nýja borðspilið út. Stoltur af því að taka við oddvitastarfinu af Davíð á Grund Spjallað við Árna Hjörleifsson nýjan oddvita í Skorradalshreppi Við sveitarstjórnarkosningarnar í Skorradal á liðnu vori varð með- al annars sú breyting að Davíð Pét- ursson á Grund gaf ekki kost á sér í sveitarstjórnina. Þar hafði hann setið í 48 ár samfleytt og jafnframt gegnt oddvitastarfi. Í nýju hrepps- nefndina var meðal annarra kosinn nýbúi í Skorradal, Árni Hjörleifs- son í Horni. Þrjú ár eru síðan Árni og kona hans Ingibjörg Davíðsdótt- ir frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð keyptu Horn sem þá hafði verið um tíma í eigu Landsbankans. Árni seg- ist stoltur af því að taka við oddvita- starfinu af Davíð á Grund og þakk- látur félögum sínum í hreppsnefnd- inni að hafa sýnt sér þetta traust. „Það er ekki hægt annað en dást af því hvað Davíð virðist hafa fórn- að sér í starfi fyrir hreppinn. Það er einstakt að hann hafi rekið sveitar- félagið á heimili sínu allan þenn- an tíma. Það fyrirkomulag verður reyndar ekki áfram hér í hreppnum, þannig að brotthvarf Davíðs þýð- ir að þó nokkrar breytingar verða,“ segir Árni. Hann segir að nú sé unn- ið að því að Skorradalshreppur fái skrifstofuaðstöðu á Hvanneyri og ráðinn verði starfmaður sem sinni brýnustu erindum og liðsinni íbú- unum á þeim tímum sem skrifstofan verður opin. Vinnuálag og bæjarpólitík Árni er Reykvíkingur að uppruna en fluttist tvítugur til Hafnarfjarðar og hefur starfað þar lengstan hluta æv- innar. Hann er rafvirki að mennt og starfaði um tíma hjá Ísal og einnig starfrækti hann verktakafyrirtæk- ið ÁHÁ ásamt fleirum. Það fyrir- tæki var með mikil og stór verkefni á tímabili og tugir iðnaðarmanna í vinnu auk undirverktaka. Það end- urbyggði m.a. rafstöðvarkerfi Sogs- virkjunar, í Írafossi, Ljósafossi og Steingrímsstöð. Á sama tíma var Smáratorg byggt og aðalstöðvar Málningar. Árni var einnig á þessum tíma á kafi í bæjarpólitíkinni í Hafn- arfirði, var bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins í átta ár. „Þetta var búið að vera mikið vinnuálag og svo má segja að áfallið hafi komið 5. nóvem- ber 1998. Þá greindist ég með MS og lamaðist upp undir hendur. Á þessum tíma var Alexandra Mist dóttir okkar tveggja ára gömul og ég notaði barnakerruna eiginlega sem göngugrind, meðan ég var að þjálfa mig í að ganga upp á nýtt. Ég var til- tölulega fljótur að ná mér á strik aft- ur og er í ágætis formi í dag,“ seg- ir Árni. Óskaplega fallegt um- hverfi Ingibjörg Davíðsdóttir er seinni kona Árna og á hann auk dótturinnar sem þau eiga saman þrjá uppkomna syni frá fyrra hjónabandi. Ingi- björg hefur starfað í utanríkisþjón- ustunni um árabil. Þau Árni dvöldu í Genf í Sviss í fimm ár og í fjög- ur ár í Vínarborg í Austurríki. Í vor fór Ingibjörg til London og starfar þar næstu árin. Árni er hins vegar í miklum framkvæmdum í Horni við að endurbyggja hús og sér fram á að þær muni standa yfir að minnsta kosti næstu fjögur árin. „Vínarborg fannst mér eins og stórt listasafn, óskaplega falleg borg. Ég kunni samt ennþá betur við mig í Sviss. Við ferðuðumst mikið um Alpana og mér finnst ég núna vera kominn í álíka umhverfi hérna undir Skessu- horninu og við Skarðsheiðina. Þetta er óskaplega fallegt umhverfi hérna og okkur líður vel hérna í Horni,“ segir Árni. Hann segist hafa verið að grúska í gömlum blöðum og fund- ið það út að móðurleggur Ingibjarg- ar konu sinnar er einmitt frá Horni en föðurleggurinn til frændfólksins á Grund í Skorradal. „Það var mjög skemmtilegt að uppgötva þá teng- ingu,“ segir Árni. Jarðarkaupin drógust á langinn Árni segir að þau Ingibjörg hafi fyrir allmörgum árum haft mikinn áhuga fyrir að kaupa jörð. „Þá var allur Borgarfjörðurinn undir í þeirri leit. Það varð ekkert úr jarðarkaupum þá en þess í stað keyptum við allstóra eign í Hafnarfirði. Síðan kom bólan og allt varð vitlaust. Fólki sem starf- ar fyrir utanríkisþjónustuna er skylt að eiga lögheimili á Íslandi. Þegar við leigðum eignina í Hafnarfirði vildum við ógjarnan skrá lögheim- ilið á Rauðarárstíg í Reykjavík eins og margir í utanríkisþjónustunni. Þess vegna óskuðum við eftir því við Davíð vin okkar og frænda konunn- ar á Grund að skrá lögheimilið þar. Þetta var fyrir fjórum árum eða ári áður en við keyptum hérna í Horni af Landsbankanum. Í vetur tilkynnti Davíð að hann myndi ekki gefa kost á sér í hreppsnefndina í jafn langan tíma og hann hafði setið í henni! Ég var líka að spá í hvort ég gæti ekki gert það á sömu forsendum, þar sem ég sat í bæjarstjórn í Hafnarfirði í átta ár. Þar sem að ég var lítið kynnt- ur í sveitinni, en allir samt í kjöri, sá ég ekki ástæðu til þess. Svo kom á daginn að fólk vildi fá mig í sveitar- stjórnina og þá þýðir ekki annað en bretta upp ermar. Það kitlar svo sem ennþá þessi pólitíski áhugi frá fyrri tíð og ég hef gaman af félagsmálum. Það er eins og það sé einhver göm- ul bylgja í loftinu, Ingibjörg Pálma á Akranesi, Sturla í Stykkishólmi og svo ég,“ segir Árni og hlær, en hann er af 1947 árgerðinni. Allmiklar breytingar Árni segir að það verði spennandi að kynnast betur fólkinu í sveitinni og störfunum í sveitarstjórninni. „Þetta er í raun alveg nýtt fyrir mig, að því leyti að það er allt annað að starfa hérna í sveitarstjórn en í bæjarstjórn í Hafnarfirði. Það verða líka allmikl- ar breytingar hérna núna með því að ráða starfsmann sveitarfélags- ins og opna skrifstofu þar sem fólk getur leitað eftir þjónustu. Það er mikil þörf á þessu, ekkert síður fyr- ir eigendur þeirra 600 sumarbústaða sem eru í hreppnum, en íbúana sem eru rúmlega 50. Fyrsta erindið sem ég þurfti að sinna var einmitt vegna rotþróar við einn sumarbústaðinn,“ segir Árni. Spurður hvort það muni ekki reynast erfitt að reka svo lítið sveitarfélag sem Skorradalshrepp segir hann að trúlega sé það svo en það eigi eftir að koma betur í ljós. Hvað áætlaðar framkvæmdir í sveit- arfélaginu varðar segir hann að það verði að berjast fyrir bættum sam- göngum í sveitinni. „Núna í ár feng- ust tvær milljónir frá Vegagerðinni til að lagfæra veginn og gera hann greiðfæran austur og suður fyr- ir vatnið fremst í dalnum. Þetta er öryggisleið ef að til dæmist til gróð- urelda kæmi. Svo verðum við að beita okkur fyrir því að haldið verði áfram að leggja bundið slitlag á vegi í hreppnum.“ Ljósleiðaralögn stóra verkefnið Árni segir að nú að undanförnu hafi verið unnið að því að koma upp vöktunarkerfi með eftirlitsmynda- vélum við aðkomuleiðirnar fimm í Skorradal. Þetta sé gert til að tryggja öryggi íbúanna og eigendur sumar- húsa fyrir gripdeildum. Kerfið sé til- búið og hafi reynst vel, en ólokið sé að koma fyrir skiltum og einnig eigi eftir að ganga frá samningum um vöktun og tengja það eftirliti lög- reglu. „Stóra verkefnið hjá okkur næstu árin verður svo lagning ljós- leiðara um hreppinn. Þetta er brýnt hagsmunamál fyrir íbúana. Krafan er orðin svo mikil um góð fjarskipti og netsamband. Okkur skilst að það sé hreinlega þannig að unglingarn- ir fáist ekki með í sumarhúsin nema netsamband sé gott. Væntanlega fer það einnig að telja inn í fasteigna- verð gæði netsambands. Það má al- veg reikna með því.“ Miklar framkvæmdir í Horni Eins og áður segir keyptu þau Árni og Ingibjörg Horn fyrir þremur árum af Landsbankanum. Þá voru húsakynni ekki í góðu ástandi og hefur Árni að undanförnu haft ær- inn starfa við að endurnýja innrétt- ingar í íbúðarhlutanum sem er í gömlu endurgerðu fjárhúsunum. Í Horni er líka 120 fermetra hesthús og hefur Árni einnig á prjónunum að innrétta hlöðuna fyrir vinnustofu og gallerí. Hann hefur stundað list- málun í alllangan tíma og ennþá eru listaverkin hans innpökkuð í hlöðunni og bíða þess að gallerí- ið verði til með tíð og tíma. Blaða- maður býsnast yfir því að varla muni nú Árna endast ævin í að vinna einn að þessari stóru framkvæmd. „Nei, ef ég ætla mér að fá þetta í gagnið áður en langt um líður þá verð ég að fá mannskap. En þetta er mjög spennandi verkefni og ég uni mér mjög vel í þessu stórkostlegu um- hverfi undir Skessuhorni. Ekki er ég síst stoltur af því að fjallið skuli vera í okkar landareign. Við erum svolít- ið í hrossum hérna, erum með um tuttugu hross hjá okkur eins og er en eigum þau reyndar ekki öll. Ég sé ekki að ég verði hérna með búfé, en kannski ég fái mér íslenskar land- námshænur þannig að ég geti talist til alvöru bænda,“ segir Árni bros- leitur að endingu. þá Árni Hjörleifsson við bæjardyrnar heima í Horni. Horft heim að húsunum í Horni í Skorradal. Langt ofar, falið í þokunni, trónir svo Skessuhornið sem tilheyrir jörðinni, eitt helsta kennileiti héraðsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.