Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Skömmu fyrir myrkur á föstu- dagskvöldið síðasta sigldi stærsta skemmtisnekkja sem Íslend- ingar hafa átt hér á landi inn í nýja heimahöfn. Snekkjan heit- ir Amelía Rós og er skráð á Akra- nesi og í eigu tveggja fjárfesta, þeirra Gunnars Leifs Stefánssonar og Sævars Valdimarssonar. Fyrr á þessu ári keyptu þeir Amelíu Rós í Mexíkó og fengu henni siglt það- an, meðal annars um varhuga- verðan Panamaskurðinn. Í síðasta áfanga var skútunni siglt frá Kan- ada. Tafir urðu á heimferð í sumar vegna bilunar en upphaflega stóð til að snekkjan kæmi til landsins fyrir upphaf ferðamannatímabils- ins. Nú verður lögð áhersla á lag- færingar þannig að hún verði enn glæsilegri og til reiðu fyrir ferða- menn næsta vor. Snekkjan var ein- ungis á Akranesi um helgina en henni var siglt til Reykjavíkur þar sem lagfæringar verða gerðar. Skemmtisnekkjan Amelía Rose er tíu ára gamalt skip, útbúið mikl- um lúxus handa fólki sem hef- ur nægt fé á milli handanna. Hún verður sú fyrsta sinnar tegund- ar sem býðst ríkum ferðamönn- um til leigu á meðan þeir sækja Ísland heim. Þannig verður hún sem slík nýjung í ferðaþjónustu á Íslandi. Í snekkjunni eru klefar á borð við hótelsvítur fyrir 18 far- þega og fimm manna áhöfn. Skip- ið er 35 metra langt og mælist 230 tonn. Það er búið tveimur öflugum Caterpillar aðalvélum og tveim- ur ljósavélum. Olíutankar rúma 40 tonn, vatnstankar 20 tonn og um borð er búnaður til að eima vatn úr sjó. Skipið getur verið tvær vik- ur á stöðugri siglingu miðað við 12 hnúta ferð. Hámarks siglingar- hraði er 16 hnútar. mm Meðal mikilvægustu málaflokka hjá sveitarfélögunum í landinu eru æskulýðs- og íþróttamál. Stjórn- endur sveitarfélaga eru marg- ir hverjir mjög meðvitaðir um að þegar fólk velur sér búsetu horfi það til þess hvað börnunum stend- ur til boða. Þá er yfirleitt fram- boð íþrótta og tómstunda ofar- lega á blaði. Sveitarfélagið Borg- arbyggð er um þessar mundir að vinna að skipulagsbreytingum í þessum málum, með samningi sem það gerði við Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) í því augna- miði að fóstra þennan málaflokk. Til að leiða þessa kerfisbreytingu og vinna samkvæmt mjög víðtæku verksviði að íþrótta- og tómstunda- málum í Borgarbyggð var ráðinn á dögunum í starf tómstundafull- trúa Sigurður Guðmundsson. Sig- urður þekkir vel til í Borgarfirði þar sem að hann ólst upp á Hvanneyri, er eitt barna Guðmundar Sigurðs- sonar og Sigrúnar Kristjánsdóttur. Blaðamaður Skessuhorns mælti sér mót við Sigurð þar sem spjallað var við hann um væntanlegt starf og ýmislegt fleira. Víðtækt samstarf Sigurður hefur búið á höfuðborg- arsvæðinu frá 2000 og hefur nú stefnan verið sett á að flytja heim að nýju. „Ég geri ráð fyrir að starf- ið hjá UMSB sé sérstaklega spenn- andi og jafnframt krefjandi. Svæð- ið er stórt og það þarf að uppfylla þarfir margra á svæðinu, einkum barna og ungmenna á aldrinum 6-16 ára sem verkefnið nær til sam- kvæmt samningnum milli Borga- byggðar og UMSB. Ég þarf nú að kynna mér málin og koma mér inn í hlutina. Eitt af mínum fyrstu verk- um verður að eiga samtal við for- eldra barna, skólastjórnendur og stjórnendur íþróttafélaganna en mjög mikilvægt er að þessir aðilar séu samstíga. Það verður skemmti- leg áskorun að tvinna tómstundir og íþróttir við skóladag barnanna, en takmarkið er að vinnudagur barnsins verði með þeim hætti að íþrótta- og tómstundaskóli hefj- ist sem fyrst eftir að skólatíma lýk- ur og komi í beinu framhaldi,“ seg- ir Sigurður. Allir uni sér í tóm- stundum Í starfslýsingu samkvæmt umrædd- um samningi milli Borgarbyggð- ar og UMSB er tómstundafull- trúa ætlað að halda utan um nán- ast allt sem tengist málaflokknum. Auk þess sem stefnan er að vinnu- dagur barna verði sem heilstæðast- ur, er stefnt að því að fjölga börn- um sem taka þátt í skipulögðu fé- lags- og tómstundastarfi og að auka fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn í Borgarbyggð. Megin- verkefni tómstundafulltrúa verð- ur að halda utan um og skipuleggja íþrótta- og tómstundaskólann allt skólaárið, skipuleggja starf félags- miðstöðva, undirbúa og skipu- leggja svokallað Sumarfjör og hafa yfirumsjón með vinnuskólanum. Í samningnum segir m.a. að starf- semin sé byggð á góðu samkomu- lagi við íþróttafélögin sem halda úti íþróttaæfingum fyrir börn á þess- um aldri. Auk íþróttaæfinganna verði líka boðið upp á tómstunda- starf fyrir þau börn sem eru síður áhugasöm um íþróttir en heillast t.d. af leiklist, myndlist, skátastarfi, útivist, tónlist, starfsemi björgunar- sveitanna og fleiru. Öllum verði gert jafnt hátt undir höfði Sigurður segir að það verði að vanda vel til verks við undirbúning og framkvæmd. Leitast verði við að gera öllum börnum jafn hátt undir höfði, hvort sem þau búi í dreifðari byggðum Borgarbyggðar eða í þétt- býlinu. Samræma þarf skipulagð- ar ferðir milli grunnskóla Borgar- byggðar og íþrótta- og tómstunda- starfs. Sigurður kemur til starfa í Borgarbyggð um miðjan október- mánuð og þá hefst undirbúningur á fullu. Hann stefnir síðan á að flytja með fjölskylduna, konu og þrjá unga syni á Hvanneyri um áramót- in, en þeir eru frá eins árs og upp í sjö ára. „Eins og gefur að skilja er oft fjör á heimilinu. Ég er að flytja heim aftur eftir að hafa búið á höf- uðborgarsvæðinu í 14 ár. Segja má að gamall draumur sé nú loksins að rætast og við fjölskyldan vorum til- búin að rífa okkur upp og freista gæfunnar á nýjum stað. Ég ætla að leggja mig allan fram við að vel tak- ist til í þessum skipulagsbreyting- um í tómstunda- og íþróttamálum sem framundan eru. Ég vona að hvert og eitt barn í Borgarbyggð finni eitthvað við sitt hæfi og fái notið sín,“ segir Sigurður. Sundið var aðalíþróttagreinin Sigurður er af 1979 árgerðinni. Hann segir að í uppvextinum á Hvanneyri hafi hann og krakkarn- ir þar verið öllum stundum í gamla íþróttahúsinu. „Það var félagsmið- stöðin okkar. Það viðgengst ekki í dag að krakkar fái lykla að íþrótta- húsi og leiki sér þar. Ég fór svo á mína fyrstu sundæfingu í Hrepps- laug þegar ég var sex ára. Ég fór í kjölfar þess að stunda sundæfing- ar í Borgarnesi, lengst af hjá Ósk- ari Hjartarsyni, en síðan valdi ég að fara í FVA á Akranesi til að æfa sund á Skaganum. Þá var það Sig- urlín Þorbergsdóttir sem var að- alþjálfari sundliðs ÍA. Við æfðum gríðarmikið þau þrjú ár sem ég var á Akranesi, nánast tvisvar á dag einkum þá daga sem þrekæfingar voru. Á þeim tíma sem ég æfði sund náði ég að setja nokkur héraðsmet og Íslandsmet í bringusundi, sem var mín aðalsundgrein. Ég var val- inn í landsliðið á Norðurlandamót í Danmörku og náði ágætis árangri á þessum árum. Foreldrar mín- ir stóðu alltaf þétt við bakið á mér. Ég hefði aldrei getað æft svona vel og náð árangri í greininni meðan ég átti heima á Hvanneyri nema vegna þess að þau studdu ævinlega við bakið á mér og sýndu íþrótta- iðkun minni áhuga frá fyrsta degi.“ Sigurður segir mikilvægt að börn fái stuðning frá foreldrum svo þau haldi áfram sem lengst að stunda íþróttir. Engum dyljist ágæti hreyf- ingar og forvarnargildi íþrótta. Að- spurður segir Sigurður að hann hafi einnig stundað frjálsar íþrótt- ir, hestamennsku og körfubolta. „Í seinni tíð er ég farinn að hjóla og þríþrautin er keppnisgrein sem höfðar mjög til mín.“ Húsasmiður og fór síðar í íþróttalýðheilsuskóla Sigurður nam húsasmíðar í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Tók þar sveinspróf og fór síð- an að vinna við smíðar þegar hann flutti í borgina árið 2000. „Ég fór í íþróttalýðháskóla í Sönderborg í Danmörku árið 2003 og fékk mik- ið út úr því. Mig hafði alltaf langað í íþróttanám og svo kom að því að ég dreif mig í Háskóla Reykjavík- ur haustið 2005. Þar er boðið upp á nám í íþrótta-, kennslu- og lýð- heilsufræðum sem ég hef brennandi áhuga fyrir. Meðfram námi þjálfaði ég sund hjá Stjörnunni í Garðabæ en útskrifaðist úr HR vorið 2008. Þá fór ég að starfa hjá Ungmennafélagi Íslands og fyrsta árið þar sinnti ég félagsmálafræðslu. Hélt námskeið víða um landið og kenndi fram- komu og fundarsköp sem var mér mjög dýrmætt því ég kynntist ung- um sem öldnum ungmennafélögum um allt land. Síðan fór ég að vinna að almenningsverkefnum UMFÍ og mitt aðalverkefni var framkvæmda- stjórn með landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri. Það er orðið heilmik- ið starf í kringum landsmótin enda koma margir að mótunum og mik- ilvægt er að stilla strengi allra hlut- aðeigandi. Ég hef einnig haft um- sjón með Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem er skemmtilegt verkefni, skóli ætlaður börnum og ungmennum á aldrinum 11-18 ára að sumarlagi. Ég á nú sæti í Æskulýðsráði ríkisins og nýti hvert tækifæri sem gefst til að sækja ráðstefnur og námskeið til að efla mig sem starfsmann og fylgj- ast með nýjustu stefnum og straum- um í heimi íþróttanna. Eftir síð- asta landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík í vor sagði ég starfi mínu lausu og réð mig til starfa hjá Íþróttabanda- lagi Reykjavíkur. Þar hafði ég m.a. umsjón með tímaskipan íþróttahúsa bandalagsins og stýrði Latabæjar- hlaupinu sem tengist Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka, stórt verk- efni en 3500 börn hlupu núna ásamt foreldrum og forráðamönnum. Síð- an sá ég þetta starf hjá UMSB aug- lýst og velktist ekki í nokkrum vafa um að slá til og stefna heim. Ég er fullur tilhlökkunar að hefja störf fyrir gamla góða félagið mitt sem ég hef alltaf haft svo sterkar taugar til,“ sagði Sigurður Guðmundsson að endingu. þá Dýrasta og stærsta snekkja Íslands komin til heimahafnar á Akranesi Fullur tilhlökkunar að vinna með börnum Spjallað við Sigurð Guðmundsson verðandi tómstundafulltrúa í Borgabyggð Sigurður ásamt eiginkonu sinni Aldísi Örnu Tryggvadóttur og sonunum þremur, Erni Daða, Óttarri Birni og Styrmi Hrafni. Sigurður Guðmundsson væntanlegur tómstundafulltrúi í Borgarbyggð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.