Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 17.09.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Leikmenn og stjórn Grundarfjarð- arliðsins í fótbolta héldu lokahóf sitt strax eftir lokaleik í deildinni síðasta laugardag. Af því tilefni voru veittar viðurkenningar fyrir árangur sum- arsins. Almar Björn Viðarsson var valinn leikmaður ársins. Einnig voru Ragnar Smári Guðmundsson og Dominik Bajda heiðraðir fyrir framúrskarandi árangur á vellinum og svo þurftu þeir Almar og Heimir Þór að skipta markakóngstitlinum á milli sín, en þeir skoruðu hvor um sig 7 mörk. tfk Grundfirðingar kláruðu tímabilið með fínum leik þegar þeir tóku á móti liði Hamars frá Hveragerði sl. laugardag. Fyrir leikinn var Ham- ar fallinn niður í fjórðu deild og heimamenn sigldu lygnan sjó um miðja þriðju deildina. Mikill vind- ur, reyndar hreint og klárt rok, ein- kenndi þennan leik eins og svo oft áður í sumar. Svo fór að heima- menn sigruðu 5-1. Það óvenju- lega við þennan leik var að Ham- arsmenn notuðu fimm markverði í leiknum. Geri aðrir betur. tfk Snæfellsnessamstarfið í fótbolta stóð fyrir fótboltamaraþoni í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar um síð- ustu helgi. Maraþonið hófst strax að loknum síðasta heimaleik Vík- ings Ólafsvík og stóð í sólarhring. Byrjendaboltinn, ásamt 7. flokk karla og kvenna, riðu á vaðið og spiluðu frá klukkan 16 - 19. Þá tók 6. flokkur karla og kvenna við og spiluðu í þrjá tíma. 4. og 5. flokk- ur kvenna og karla spiluðu frá þeim tíma til klukkan sjö næsta morg- un, í níu klukkustundir. Um morg- uninn spiluðu 6. og 7. flokkur aft- ur og byrjendaboltinn spilaði í eina klukkustund. 2. og 3. flokkur karla áttu að spila sinn síðasta leik í Ís- landsmótinu í sumar við Gróttu en leiknum var frestað vegna veðurs. Þess í stað mættu strákarnir í mara- þonið og spiluðu á móti gömlum og ungum kempum. Maraþonið endaði svo með upp- skeruhátíð þar sem veittar voru við- urkenningar. Allir iðkendur í 6., 7. og 8. flokki fengu viðurkenningu. Að því loknu voru veitt verðlaun í 3., 4. og 5. flokki fyrir mestu fram- farir, bestu leikmenn og marka- hæsta leikmanninn. Herlegheitun- um lauk svo með hópmyndatöku og grillveislu. þa Hið árlega og evrópska verkefni Hreyfivikan eða „Move Week“ fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29. september – 5. október næstkom- andi. Hreyfivikan er hluti af herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyf- ingu og íþróttum til heilsubótar og að fólk finni hreyfingu sem hentar þeim sjálfum. Framtíðarsýn herferð- arinnar er að 100 milljónir fleiri Evr- ópubúa verði virkir í hreyfingu og íþróttum. Á Íslandi er Hreyfivikan almennings íþróttaverkefni á vegum Ungmennafélags Íslands í samstarfi við yfir 200 samtök í Evrópu. Sam- bandsaðilar UMFÍ munu taka virkan þátt í Hreyfivikunni og bjóða upp á fjölda viðburða og tækifæra fyrir fólk til að kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar. Fólk er hvatt til að fylgjast með á vefsíðu UMFÍ, www. umfi.is. Hægt er að skrá sig til leiks á www.iceland.moveweek.eu og vera þannig með í því að koma Íslandi á hreyfingu. Þátttaka á Vesturlandi í verkefninu Í fyrra tóku þrjú héraðssambönd á landinu þátt í Hreyfiviku að ein- hverju leyti en að þessu sinni er út- lit fyrir að 12 - 14 bæjar- og sam- félög keyri verkefnið áfram. „Fyr- irtæki og skólar vítt og breitt hafa verið í sambandi við mig, svo það er ljóst að mun meiri áhugi er fyrir Hreyfivikunni en verið hefur undan- farin ár. Á Vesturlandi er UMSB að skipuleggja viðburði á sínum vegum í samstarfi við Menntaskóla Borgar- fjarðar, Grundarfjörður stefnir einn- ig á að vera með dagskrá og Ragn- heiður Guðjónsdóttir í Brekkubæj- arskóla á Akranesi verður líka með skemmtilegan viðburð með 5. bekk- ingum þar. Góðir hlutir gerast hægt og vonandi bætast fleiri við sem vilja taka þátt,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir landsfulltrúi UMFÍ og verkefnastjóri Hreyfivikunnar í samtali við Skessuhorn. Hún seg- ir öllum mikilvægt að hreyfa sig og markmiðið sé að fjölga verulega í hópi þeirra sem stunda hreyfingu. Talið er að rekja megi 600 þúsund dauðsföll í Evrópu til hreyfingaleys- is á hverju ári. „Það er enginn að tala um að allir þurfi að fara í fjallgöngu eða í ræktina á hverjum degi, heldur að hver og einn finni sína hreyfingu. Almennar ráðleggingar frá land- læknisembættinu eru að fólk stundi einhverja hreyfingu í 30 - 60 mínút- ur á dag, við þurfum því ekki að sjá af miklum tíma til að bæta heilsuna. Ég er mjög spennt fyrir þessu verk- efni og þátttakendum er alltaf að fjölga. Góðir hlutir gerast hægt og einstaklings framtakið skiptir ekki síður máli, því allir geta skráð sig sem boðbera hreyfingarinnar. Við stefnum að því að árið 2020 getum við sýnt allri Evrópu að við getum haldið hér nokkurs konar Hreyfiviku Íslands og að allir viti út á hvað hún gengur,“ segir Sabína Steinunn. grþ Norðurálsmót körfuknattleiks- deildar Skallagríms fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sunnudaginn 28. september nk. Mótið er fyrir stráka og stelpur í 1.-6. bekk sem fædd eru 2003-2008. Um er að ræða hraðmót með stuttu stoppi milli leikja þar sem hvert lið þreytir kappi á einum degi. Leikið verður í þremur aldursflokkum drengja og stúlkna. Skráning stendur nú yfir en lýkur sunnudag- inn 20. september nk. Hægt er að skrá lið til leiks með því að senda tölvupóst á skallagrim- urkarfa@gmail.com. Frekari upplýsingar um mótið veitir Kristinn í síma 852 2203. Þátttöku- gjald á keppanda er 2000 kr. Allir keppendur fá gjöf frá Norðuráli fyrir þátttökuna og frítt í sund á mótsdegi. Þetta er í þriðja skipti sem Norðurálsmót Skallagríms fer fram. -fréttatilk. Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri leikur nú í Litháen í und- ankeppni fyrir milliriðla EM. Skaga- konur eiga þar tvo fulltrúa, þær Guðrúnu Kar- ítas Sigurðardóttur og Ástu Vigdísi Guðlaugs- dóttur. Landsliðið hefur nú spilað tvo leiki af þremur í ferðinni til Litháens og unnið í þeim báðum. Stelpurnar munu svo mæta Spánverj- um á morgun, fimmtudag, í leik um efsta sæti í riðlinum. Þær hafa þó þegar tryggt sér sætið í milliriðlinum. Þess má einnig geta að Þórður Þórðarson þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍA er einnig með í för sem aðstoðarþjálfari U19 landsliðins. jsb Næstsíðustu umferðinni í 1. deild- inni í fótboltanum lauk á laugar- daginn. Víkingur Ólafsvík sigraði KV örugglega 5-1 og er í þriðja sætinu fyrir lokaumferðina, tveimur stigum á undan Þrótti. Fyrir Víking voru það Eyþór Helgi Björgvins- son, Þorsteinn Már Ragnarsson og Alejandro Abarca Lopez sem skor- uðu sitt markið hver, en Antonio Jese Espinosa Mossi gerðu tvennu í lokin. Skagamenn tóku á móti Haukum í næstsíðustu umferðinni. Þetta var mikilvægur leikur fyrir heimamenn sem voru fyrir hann í öðru sæti deildarinnar og í harðri baráttu um að ná efsta sætinu af Leikni. Hauk- ar hins vegar spiluðu upp á heið- urinn í áttunda sæti deildarinn- ar. Skemmst er frá því að segja að gestirnir voru betri aðilinn í leikn- um. Skoruðu mörk á 50. mínutu og annað á lokamínútu leiksins og gulltryggðu þar með 2:0 sigur. Þrátt fyrir úrslitin eru Skagamenn búnir að tryggja sér sæti í úrvals- deild næsta vor. mm Tvær frá ÍA í U19 landsliðshópnum Norðurálsmót Skallagríms í körfu Hreyfivika framundan á Vestur- landi og um gjörvalla í Evrópu Latabæjarleikar fyrir börn á leikskólaaldri voru haldnir í Borgarnesi í fyrra í tengslum við Hreyfivikuna. Víkingur með stórsigur en Skagamenn töpuðu í næstsíðustu umferð Svipmynd úr leik Víkings og KV. Ljósm. af. Fótboltamaraþon og uppskeruhátíð í Snæfellsbæ Dominik Bajda, Ragnar Smári Guðmundsson, Almar Viðarsson og Heimir Þór Ásgeirsson. Almar Björn valinn leikmaður Grundarfjarðarliðsins Fallnir Hamarsmenn yfir- spilaðir í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.