Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 39. tbl. 17. árg. 24. september 2014 - kr. 600 í lausasölu HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Föstudagur 26. sept Barinn opinn til kl. 03:00 Laugardagur 27. sept Lifandi tónlist Erlingur og Gunnar Sturla skemmta frá kl. 23:00-03:00 Tveir fyrir einn af krana frá kl. 22-24 bæði kvöldin Boltinn í beinni Dúndur boltatilboð í gangi Úrvals kaffi, kökur, hamborgarar, salöt, samlokur o.fl. Stillholti 16-18 • Akranesi Sími 431 1401 SK ES SU H O R N 2 01 4 Ert þú áskrifandi? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Drengur brenndist Eldur kom upp í Brekkubæjarskóla á Akranesi um klukkan eitt í hádeginu sl. mánudag. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kom skjótt á vett- vang en starfsfólk skólans hafði þá náð að ráða nið- urlögum eldsins sem var á þriðju hæð í kennslu- rými í eldri hluta skólahússins. Eldurinn var lítill að sögn Björns Þórhallssonar varaslökkvi liðsstjóra á Akranesi. Að sögn lögreglu voru tildrög þau að drengur var að fikta með neyðarblys. Brenndist hann við það og var fluttur undir læknishendur á sjúkrahús í Reykjavík. Þær upplýsingar fengust í gær að drengurinn hafi hlotið brunasár, en væri á batavegi og liði vel eftir atvikum. Björn varaslökk- viliðsstjóri sagði starfsfólks skólans hafa brugðist hárrétt við. Rýming hafi farið fram um það leyti sem slökkviliðsmenn voru að mæta á staðinn og búið að telja börnin út úr skólanum. Fljótlega var farið að reykræsta húsnæðið og er tjón talið óveru- legt. Foreldrar barna á yngsta stigi voru beðnir að ná í börn sín í skólann en mörgum þeirra var töluvert brugðið. Þá var áfallateymi ræst út til að ræða við börnin. Hægt var að ljúka kennslu í eldri deildum skólans þennan dag en kennsla hófst svo á öllum skólastigum í gær, þriðjudag. þá Leggja 3500 gildrur fyrir beitukóng í Breiðafjörð Áhöfn Blíðu SH-277 var í síðustu viku að hefja veiðar á beitukóngi í Breiðafirði. Skipið er í eigu Royal Iceland í Njarðvík en gerir út frá Stykk- ishólmi. Beitukóngur er kuðungur og er veidd- ur frá júní til janúar en veiðar á beitukóngi hafa verið stundaðar af kappi í Breiðafirði um ára- bil. Þriggja manna áhöfn er á Blíðu. Veiðarn- ar byrja að þessu sinni seinna en vani er, en að sögn Brynjólfs Harðarsonar stýrimanns eru menn bjartsýnir á góða veiði. „Það er búið að vera ágætis kropp síðustu ár. Sjórinn í Breiðafirði hefur engu að síður verið kaldur undanfarin ár en þá leggst kuðungurinn í dvala og skríður ekki eins mikið í gildrurnar. Í sumar hefur hitastigið í sjónum hins vegar verið um elleftu gráður sem eru kjöraðstæður til veiða því þá ætti kuðung- urinn að vera á hreyfingu. Við leggjum alls um 3500 gildrur í fjörðinn og vitjum um 700 gildr- ur á hverjum degi. Við veiðum um allan fjörðinn og eru gildrurnar oft lagðar inn á milli skerja svo það þarf að fara varlega á þessum veiðum,“ seg- ir Brynjólfur. Hann segir góðan markað fyrir beitukóng og eru það helst Kínverjar sem kaupa hann og verðið sé gott. „Við vonumst til að ná allavega 30 tonnum af beitukóngi þetta tímabilið en allt umfram það væri frábært,“ segir hann. Beitu- kóngur er utan kvótakerfisins og vonast Brynj- ólfur til að fleiri í Stykkishólmi fari að stunda þessar veiðar. „Við notum tindabikkju í beitu en hún er ódýr um þessar mundir. Beitukóngur er utan kvótakerfisins og væri ég til í að sjá fleiri heimamenn nýta sér þessa auðlind, hefja veið- ar og færa á ný meira líf í höfnina,“ segir Brynj- ólfur Harðarson. jsb/ Ljósm. Sumarliði Göngur og réttir hafa undanfarnar vikur staðið yfir í sveitum landsins. Hér er kíkt inn í Þverárrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þar líkt og víða annarsstaðar hefur votviðri einkennt veðráttuna að undanförnu. Sjá réttamyndir héðan og þaðan á bls. 18-19. Ljósm. iss. Lúsina burt!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.