Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is SÉRFRÆÐINGUR Í HAGDEILD Norðurál leitar að metnaðarfullum og talnaglögg- um sérfræðingi til fjölbreyttra starfa í hagdeild félagsins. Starfsstöð er í Reykjavík. Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endurmenntun og starfsþróun, frábæran starfsanda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa rúmlega 500 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli. Sótt er um á www.nordural.is og er umsóknar- frestur til og með 28. september nk. Upplýsingar veita Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Valka Jónsdóttir starfsmanna- stjóri í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. HELSTU VERKEFNI: • Kostnaðareftirlit • Áætlanagerð • Skýrslugerð • Greiningarvinna • Þátttaka og eftirlit með fjárhagsuppgjöri MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Viðamikil reynsla og þekking á kostnaðareftirliti og greiningarvinnu • Reynsla af bókhaldi • Þekking á SAP fjárhagskerfum æskileg • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, nákvæmni og öguð vinnubrögð Í síðustu viku skolaði á land í Skut- ulsey, sem er sunnan við bæinn Traðir á Mýrum, jarðskjálftamæli af stærri gerðinni. Er hann einn af 24 mælum sem komið var fyrir í ágústmánuði á 50-200 metra dýpi á hafsbotni beggja vegna Reykjaness. Eiga þeir að mæla jarðskjálftabylgj- ur og eru hluti að stóru fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni þar sem m.a. ÍSOR og HS Orka eru þátttakend- ur. Auk þeirra 24 mæla sem liggja nú á hafsbotninum var í sumar komið fyrir 30 mælum á landi sem hluti af þessu verkefni. Mælunum er ætlað að safna jarðskjálftagögn- um í eitt ár. Hver þessara mæla veg- ur um hálft tonn með öllum búnaði. Að sögn starfsmanna ÍSOR hafa nú þegar tveir mælar lent í veiðarfær- um skipa við Reykjanes og er þetta þriðji mælirinn úr rannsókninni sem losnar og þarf að sækja. Óvíst er hvað olli því að hann losnaði frá ankeri en talið er líklegt að veiðar- færi hafi rekist utan í búnaðinn. Jarðfræðingarnir Ögmundur Er- lendsson og Bjarni Kristinsson, Halldór Ingólfsson tæknimaður, allir frá ÍSOR, fóru fyrr í vikunni að Tröðum á Mýrum og sóttu mæl- inn. Þeim til aðstoðar var Óskar Þór Óskarsson vélamaður. Þar var böndum komið á mælinn og hann dreginn í land. Starfsmenn ÍSOR vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til eigenda að Tröðum á Mýrum, þeirra Óskars Þórs Ósk- arssonar og Sigurbjargar Helga- dóttur. Þau hafi séð mælinn á eyj- unni þegar þau voru að vitja æðar- varps og tilkynnt fundinn til Land- helgisgæslunnar. Auk þess hafi þau aðstoðað við að sækja hið dýra mælitæki. mm/ Ljósm. Bjarni Kristinsson. LAGERSALA 70% AFSLÁTTUR OG MEIRA AF DÖMU- OG HERRAFATNAÐI! Hefst fimmtudaginn 25. sept. kl. 13:00 að Kalmansvöllum 1A (Húsgagnaverslunin Bjarg). Fatnaður, snyrtivörur og fylgihlutir með miklum afslætti. Fimmtudag 25. september kl. 13-19 Föstudag 26. september kl. 13-18 Laugardag 27. september kl. 11-15 Mánudag 29. september kl. 13-18 Þriðjudag 30. september kl. 13-18 Miðvikudag 1. október kl. 13-18 Fimmtudag 2. október kl. 13-18 Föstudag 3. október kl. 13-18 Laugardag 4. október kl. 11-15 ATH: Gjafakort og inneignir gilda ekki á lagersölu. SK ES SU H O R N 2 01 4 www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Mælirinn vegur hálft tonn. Hér er honum komið upp á fastalandið. Jarðskjálftamæli skolaði á land á Mýrunum Mælinn rak á land í Skutulsey. Óskar Þór undir stýri á gúmmíbáti þeirra í Tröðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.