Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Síðastliðið fimmtudagskvöld mátti greina bláleita móðu yfir Borgarfirði og áleiðis upp Borgarfjarðardali. Fullvíst má telja að þarna hafi ver- ið á ferðinni loftmengun frá eldgos- inu í Holuhrauni. Engir mengunar- mælar eru þó á svæðinu sem stað- fest geta þann grun. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun daginn eftir, segir að á næstunni muni stofnunin í sam- starfi við Almannavarnadeild ríkis- lögreglustjóra auka stórlega vökt- un á styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni. Keyptir hafa verið 40 mælar og verður mæl- ingin í höndum þeirra sem starfa að almannavörnum á hverjum stað, svo sem lögreglu. Við kaup á mælum var lögð höfuðáhersla á að kaupa mæla sem auðveldlega mætti koma fyrir á sem flestum stöðum um land allt til að tryggja sem þéttast mælinet á sem stystum tíma. Kosturinn við að hafa þá hreyfanlega auðveldar viðbragðs- teymum að bregðast skjótt við ófyr- irséðum aðstæðum. Nettengdum mælum hefur nú verið komið upp á fjölmörgum stöðum á landinu, þar á meðal tveimur í Hvalfirði; í Gröf og á Kríuvörðu. Þá gera áætlanir Um- hverfisstofnunar ráð fyrir staðsetn- ingu nýrra mæla á nokkrum stöð- um í samstarfi við sveitarstjórnir, þar á meðal mælum í uppsveitum Borg- arfjarðar, Borgarnesi og í Stykkis- hólmi. mm Samtök smærri útgerða (SSÚ) mótmæla í ályktun harðlega þeirri skerðingu í línuívilnun á ýsu og steinbít sem nú hefur verið ákveð- in. „Þar er minnkað það magn sem hefur farið til ívilnunar í ýsu úr 2.100 tonnum í 1.100 tonn og steinbít úr 900 tonnum í 700 tonn. Þær útgerðir sem notið hafa línu- ívilnunar hafa eingöngu leyfi til krókaveiða og óhjákvæmilegt er að stór hluti aflans sé ýsa. Á síðasta fiskveiðiári voru miklir erfiðleikar hjá smábátum við að ná í ýsukvóta og þó voru veiðiheimildir þá meiri en nú. Þessi ákvörðun er algjör- lega óskiljanleg og mun hafa alvar- legar afleiðingar í byggðum lands- ins m.a. með uppsögnum beitning- arfólks. Stjórn SSÚ skorar á ráð- herra að endurskoða ákvörðun sína um skerðingu línuívilnunar,“ seg- ir í tilkynningu frá SSÚ sem Bárð- ur Guðmundsson formaður ritar undir. mm/ Ljósm. úr safni: AF. Almenna umhverfisþjónustan ehf í Grundarfirði tók á móti sements- flutningabíl frá Aalborg Portland ehf á þriðjudaginn í liðinni viku. Alla jafnan væri slíkt ekki frétt- næmt nema fyrir þær sakir að lík- lega er þetta síðasti sementsfarmur- inn sem fyrirtækið mun taka á móti á næstunni, en Almenna umhverf- isþjónustan hefur eins og kunnugt er starfrækt steypustöð um áratuga skeið. Friðrik Tryggvason fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins segir að því miður sé staðan sú að ef ekki verði einhverjar breytingar á að- gengi að malarefni á starfssvæðinu þá sjái hann þann eina kost að hætta rekstri steypustöðvar. „Eins og staðan er í dag fæ ég ekki afgreitt efni frá malarnámum í Snæfellsbæ þar sem eina nothæfa malarefnið til steypuframleiðslu á öllu Snæfellsnesi er að fá. Til að nálgast sambærilegt efni þyrfti ég að flytja það með skipi til Grundar- fjarðar. Það er einfaldlega of kostn- aðarsamt,“ segir Friðrik. Hann kveðst mjög ósáttur við forráða- menn Snæfellsbæjar sem ákváðu að loka malarnámunni á Harða- kambi um óákveðinn tíma í kjöl- far úrskurðar Samkeppniseftirlits- ins um aðgengi að námunni. Eins og greint hefur verið frá í fréttum í Skessuhorni var úrskurðað af Sam- keppnisstofnun í lok síðasta árs að Snæfellsbæ bæri að opna aðgengi að malarnámunni til fyrirtækja sem reka slíka starfsemi, hvort sem þau ættu aðsetur í Snæfellsbæ eða ná- grannasveitarfélögum. Friðrik stað- hæfir að áður en Snæfellsbær hafi látið loka námunni hafi steypustöð- in í Rifi, Þorgeir ehf, nýtt samning sinn við Snæfellsbæ um efnistöku til að koma sér upp umtalsverðum lager af steypumöl sem væntanlega dugi því fyrirtæki til steypusölu næstu árin. Sér hafi hins vegar ekki gefist kostur á að nálgast neitt efni þrátt fyrir nýfallinn úrskurð Sam- keppniseftirlitsins. Friðrik bætir því við að sér bjóðist af eigendum Fróðár í Snæfellsbæ að kaupa möl. „Þar er prýðileg steypumöl sem mér býðst að kaupa, en aftur kemur að því að skipulagsvaldið liggur hjá Snæfellsbæ. Forráðamenn sveitar- félagsins draga hins vegar lappirnar með afgreiðslu námuleyfis til land- eigenda Fróðár. Á meðan eru mér allar bjargir bannaðar,“ segir Frið- rik. Bíða eftir áliti Sam­ keppniseftirlitsins Ummæli Friðriks Tryggvason- ar hjá Almennu umhverfisþjón- ustunni voru borin undir Kristinn Jónasson bæjarstjóra í Snæfellsbæ. „Hvað varðar efnistöku Þorgeirs ehf. í Rifi á steypuefni á Harða- kambi, þá hafði fyrirtækið leyfi til efnistöku til 31. janúar á þessu ári. Rétt er það að fyrirtækið birgði sig upp af efni sem var ekkert óeðli- legt en ég efast um að efnissala þess sé svo lítil að efnið dugi fyrirtæk- inu næstu árin, frekar eitthvað fram á næsta ár væri nærri lagi,“ sagði Kristinn. Hann vildi jafnframt taka fram að aðrir efnishafar sem höfðu samninga við Snæfellsbæ gerðu slíkt hið sama, þ.e. að birgja sig upp. „Auk þess eru efnisnámurn- ar ekki endanlega lokaðar, heldur er málum þannig háttað að bæjar- stjórn Snæfellsbæjar samdi drög að nýjum reglum um leyfi til efnistöku á Harðakambi og sendi þær til um- sagnar til Samkeppniseftirlitsins 15. apríl síðastliðinn og bað um að ef einhverjar athugasemdir væri við þær þá yrði þeim komið á framfæri við Snæfellsbæ. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Samkeppniseftir- litinu,“ sagði Kristinn. Hann seg- ir að í raun væri næsta skref bæjar- yfirvalda að auglýsa þessar reglur því ekki væri forsvaranlegt að bíða lengur eftir svörum frá Samkeppn- iseftirlitinu. „Efnistaka fyrirtækj- anna var í fullu samræmi við þann samning sem þau höfðu við Snæ- fellsbæ sem eins og áður sagði rann út 31. janúar 2014.“ Varðandi efnisnámu í Fróðár- landi segir Kristinn að slíkar námur séu ekki til á aðalskipulagi Snæfells- bæjar og samkvæmt lögum þá megi Snæfellsbær ekki gefa landeigend- um leyfi til efnisnáms nema slíkt sé á skipulagi viðkomandi sveitarfé- lags. „Við þetta er það að bæta að nú er að hefjast vinna við nýtt aðal- skipulag hjá Snæfellsbæ og í þeirri vinnu verður m.a. farið yfir hvar í sveitarfélaginu verða efnisnám- ur og hvar ekki. Það er því ljóst að Snæfellsbær er ekki að draga neinar „lappir“ í þessu máli,“ sagði Krist- inn Jónasson. mm/tfk Hvalfjarðargöngin verða lokuð í hálfan þriðja sólarhring helgina 17.-20. október næstkomandi. Þetta er gert vegna malbikunar. Um leið verður hér um lengstu samfellda lokun ganganna að ræða frá upphafi og reyndar í fyrsta sinn sem slitlag er endurnýjað á ak- brautum þar frá því þau voru opn- uð í júlí 1998. Upprunalegt mal- bik endist þannig margfalt betur en ráð var fyrir gert og má rekja þessa góðu endingu til að flutt var inn ljósleitt kvars frá Noregi til að blanda í malbik ganganna. End- ingartími þess er margfalt betri en þeirra steintegunda sem fást hér á landi. Göngunum verður lok- að klukkan 20 að kvöldi föstudags 17. október og þau verða opnað að nýju fyrir umferð klukkan 6 að morgni mánudagsins 20. október. Í væntanlegum verksamningi er gert ráð fyrir að verktaki hliðri til, eins og mögulegt er, til að hleypa forgangsumferð í gegn á meðan á framkvæmdum stendur. Á það við um sjúkralið, slökkvilið og lög- reglu. Fram til þessa hafa göngin ein- ungis verið lokuð fyrir umferð nokkrar nætur á hverju ári vegna viðhalds og hreingerningar og einu sinni hefur verið lokað í fáeinar klukkustundir á laugardegi vegna almannavarnaæfingar. Nú verð- ur að loka lengur en áður og sam- fellt dag og nótt á meðan á verki stendur. „Það er óhjákvæmilegt og er tilkynnt nú, með mánaðarfyrir- vara, til að vegfarendur frétti strax af lokuninni og geti gert ráðstafan- ir í tíma ef þurfa þykir,“ segir í til- kynningu frá Speli. Hlaðbær-Colas átti lægsta til- boð í verkið, eða 72,4 milljónir króna sem er um 92,5% af kostn- aðaráætlun. Litlu hærra verð bauð Malbikunarstöðin Höfði en Loft- orka Reykjavík bauð nánast á pari við kostnaðaráætlun. Í útboðinu var kveðið á um að fræsa og mal- bika eina akrein, um þriggja metra breiða, enda á milli í göngunum, alls tæplega 6 km frá norðri til suðurs. Hin akreinin enda á milli verður malbikuð á næsta ári en miðakreinina í göngunum norðan- verðum þarf ekki að malbika næstu árin. mm Skortur á aðgengi að steypuefni útilokar fyrirtækið frá rekstri steypustöðvar Valdimar Oddur Jensson bílstjóri afhenti Friðriki rúm 32 tonn af sementi í steypustöð Almennu umhverfisþjónustunnar í vikunni sem leið. Ljósm. tfk. Frá eldstöðvunum í Holuhrauni sem nú spúa brennisteinstvíoxíðs lofti yfir landið, allt eftir vindátt hverju sinni. Ljósm. tfk. Mælum fjölgað vegna brennisteinstvíoxíðs mengunar Hér fara fram mælingar á sliti malbiks í Hvalfjarðargöngum í október 2012. Jón Gunnar Guðlaugsson t.v. og Ólafur Á. Axelsson frá Hniti við störf. Marinó Tryggvason frá Speli er lengst til hægri. Ljósm. spolur.is Stefnir í lengstu samfelldu lokun Hvalfjarðarganga í næsta mánuði Óttast afleiðingar skertrar línuívilnunar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.