Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Ég fór að sinna félagslegu hliðinni og tók þátt í starfsemi Þroskahjálp- ar og sat í Svæðisstjórn um málefni fatlaðra. Við vorum nokkrir foreld- ar, skjólstæðingar fatlaðra barna á Vesturlandi, sem mynduðum sam- starfshóp. Bóndinn í Holti í Borgar- hreppi hafði gefið býlið til Þroska- hjálpar. Við sáum að þar var tilval- ið að hafa sumardvalarstað fyrir fatl- aða. Við uppbyggingu á staðnum var unnið stórt framtak og nutum við þar stuðnings fólks bæði í Borgar- firði og á Akranesi. Þarna var unn- in mikil sjálfboðavinna, sérstaklega þegar við byggðum viðbyggingu og svo tengibyggingu á milli. Verktak- ar studdu okkur líka, rukkuðu lítið eða ekkert fyrir vinnuna, eins og t.d. Ólafur Axelsson trésmíðameistari í Borgarnesi.“ Afturför í málaflokknum seinni árin Jón Einarsson hefur verið á sambýl- inu við Laugarbraut síðustu 14 árin, var hjá foreldrum sínum fram að tví- tugu. Eins og gefur að skilja hefur það tekið á að annast heima fjölfatl- aðan einstakling svo lengi. „Það var mjög góð lausn þegar Nonni komst á sambýlið. Það var eins og við á þessu svæði værum á eftir mörgum í upp- byggingu þjónustu fyrir fatlaða. Okk- ur fannst það mikill sigur þegar sam- býlin voru opnuð og skjólstæðingarnir fengu þar inni. Núna seinni árin, eða frá því málaflokkurinn flutti frá ríkinu til sveitarfélaganna, höfum við merkt greinilega afturför í búsetumálunum. Nú sé þörf á að við foreldrar fatlaðra barna myndum aftur hóp eins og við gerðum þegar við unnum að sum- ardvölinni í Holti. Okkur sýnist að stjórnendur hjá Akraneskaupstað hafi ekki unnið rétt að málum núna síðustu misserin. Svo sem með því að leggja niður sambýlið við Vesturgötu og koma upp búsetukostinum í blokkinni við Holtsflöt. Við þessa breytingu hef- ur t.d. verið þrengt að íbúum í sam- býlinu við Laugarbraut, þar sem okk- ar drengur býr, með því að bæta við sjöunda heimilismanninum. Sambýl- ið er ekki nema fyrir sex einstaklinga og að auki eru þeir allir í hjólastól. Það er ekki rými á sambýlinu fyrir svona marga íbúa og þetta bitnar á þeirra lífsgæðum, ekki síst félagslega. Þetta gengur ekki upp að okkar mati og að- standendur þeirra sem eru á Holtsflöt- inni telja að búsetuformið gangi ekki upp þar heldur. Við nokkrir foreldrar erum einmitt að senda erindi til bæj- aryfirvalda þessa dagana þar sem við óskum eftir að eiga við þau viðræður um úrbætur og lausnir.“ Gott að vinna í sveitinni Einar starfaði í 14 ár sem bókari hjá Akraneskaupstað. „Ég tók mér frí frá skrifstofunni í rúmlega tvö ár eftir tíu ára starf. Keypti þá átta tonna bát með föður mínum og gerði út. Við höfðum átt litla trillu í nokkur ár og stundað grásleppu- veiðar að vorinu og verið á skaki á sumrin. Mig langaði bara til að prófa aftur en seldi bátinn svo eft- ir þessa tilraun. Ég fór því aftur að vinna á bæjarskrifstofunni. Þar var ég í fjögur ár til viðbótar, en tók svo við starfi framkvæmdastjóra nýstofnaðs fiskmarkaðar á Akra- nesi. Þar var ég í fjögur ár, en þá var markaðurinn sameinaður Fax- amarkaði og síðar Íslandsmarkaði.“ Einar hóf þá störf í Tölvuþjónust- unni á Akranesi, sem síðar varð Securstore. Hann átti eignarhlut í því fyrirtæki. Þar vann Einar í tíu ár en seldi þá sinn hlut. Síðan starf- aði Einar hjá Viðskiptaþjónustunni á Akranesi, síðar Practica, við bók- hald, uppgjör og þess háttar í þrjú ár. „Ég var svo lánaður þaðan hérna í Hvalfjarðarsveitina í eitt ár, en var fastráðinn eftir árið. Núna í haust er ég búinn að starfa hérna á sveit- arskrifstofunni í fimm ár. Hér er mjög gott að vinna. Ég kann vel við að starfa hérna með fólkinu í sveit- inni, eins og reyndar annars staðar þar sem ég hef verið.“ Barnabörnin og golfið Einar segir að þau hjónin eigi tvö barnabörn sem séu algjörir gim- steinar, Kristrúnu Báru tíu ára og Elvar Loga sjö ára. Þau eru börn elsta barnsins Gyðu og manns hennar Guðjóns Skúla Jónssonar. Þau búa í nágrenninu við Einar og Guðrúnu á Akranesi. „Mitt aðal- áhugamál í dag er golf, sem ég kol- féll fyrir, fyrir um áratug síðan, og Gunna fékk bakteríuna nokkru síð- ar. Þannig að við hjónin erum öll- um stundum á vellinum, að vísu með misjöfnum árangri. Það ger- ir golfið einmitt svo skemmtilegt,“ segir Einar Jónsson. þá Systkinin þrjú, börn Einars og Guðrúnar. HÁGÆÐA HRÁEFNI ÁST OG UMHYGGJA = EINSTÖK ÚTKOMA+ ÓMISSANDI Í SLÁTURGERÐINA FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA KORNAX RÚGMJÖL ER HEILKORNAMJÖL SEM Í ERU ALLIR HLUTAR KORNSINS; KJARNI, KÍM OG HÝÐI AUK ÞESS SEM ÞAÐ INNIHELDUR NÁTTÚRULEG VÍTAMÍN OG STEINEFNI www.skessuhorn.is Fylgist þú með? Áskriftarsími: 433 5500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.