Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Fundur verður hjá Snillingaforeldrum mánudaginn 29. september kl. 20 í salnum í risinu á Borgarbraut 65a. Snillingaforeldrar er félagsskapur foreldra barna með ADHD/ADD. Markmið Snillingaforeldra er að foreldrar geti deilt reynslu sinni, stutt hvert annað í uppeldishlutverkinu og jafnvel fengið og deilt áfram fræðslu um líðan og hegðun barna með ADHD/ADD og æskileg viðbrögð þeirra sem mest eru með börnunum s.s. foreldra og skólakerfis og íþrótta- og tómstundakennara/þjálfara. Allir áhugasamir velkomnir. S K E S S U H O R N 2 01 4 Auðarskóli Ábyrgð – Ánægja – Árangur Vegna forfalla vantar umsjónarkennara á miðstig Leitað er að einstaklingi með kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 3. nóvember. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, sem er staðsettur í rólegu umhverfi í Búðardal. Í skólanum er áhersla lögð á sveigjanlega kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, ábyrgð nemenda og samvinnu allra aðila. Aðstaða í skólanum er góð. Viðamiklar upplýsingar um skólann má finna á vefsvæði hans; www.audarskoli.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Upplýsingar gefur Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri á netfanginu eyjolfur@audarskoli.is eða í síma 434 1133 Umsóknir og ferilskrár skal senda á fyrrgreint netfang. SK ES SU H O R N 2 01 4 Hreinsun – orka – vellíðan, námskeið með Ásdísi Rögnu Einarsdóttur grasalækni 25. september - Borgarnes Námskeið í notkun á gæsaflautum 25. september - Akranes Tvöfalt prjón, prjónað með enga röngu! 27. september - Grundarfjörður Myndprjón - roositud 27. september - Borgarnes Vatnslitamálun fyrir byrjendur og lengra komna Hefst 30. september - Borgarnes Akrýlmálun Hefst 30. september - Akranes Kerrupróf – BE réttindi Hefst í október – Borgarnes Námskeið í verkefnastjórnun og leiðtogahæfni Hefst 2. október – Akranes Er meðvirkni góðmennska? 4. október - Snæfellsbær Ris og hnig í hamingju Snorra Sturlusonar Hefst 6. október – Snorrastofa og Landnámssetur Excel - framhald Hefst 6. október – Grundarfjörður Fyrirlestur og sýnikennsla um jurtalitun 9. október – Grundarfjörður Saumanámskeið frá TWILL 11. október – Borgarnes ,,Konfekt og kökur“ úr hollu hráefni 11. október – Grundarfjörður Ullarætan – hekl-námskeið fyrir lengra komna 14. október – Akranes Tapas gerð 15. október – Snæfellsbær Byrjendanámskeið í Víravirki 18. október – Akranes Nánari upplýsingar og skráning í síma 437-2390 eða á www.simenntun.is Námskeið á næstunni hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi SK ES SU H O R N 2 01 4 Allt að 80% minna gegnumflæði hita og óþægilegra ljósgeisla SÍ A 196 9 GLER OG SPEGLARSmiðjuvegi 7 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan .is SÓLVARNARGLER GLER OG SPEGLAR SÍ A 1969 SENDUM UM LAND ALLT Frá Gillastaðarétt í Dölum. Fólk kom víða að til að hjálpa ættingjum og vinum við fjárdráttinn. Ljósm. bae. Svipmynd úr Þverárrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ljósm. iss. Margt var um manninn í Skerðings- staðarétt í Hvammssveit að vanda þrátt fyrir leiðinda veður. Eins og annarsstaðar í Dölum lék veðrið aftur á móti við smala á laugardeginum. Þrátt fyrir veður á réttardaginn var fólk glatt og reift í réttinni sinni. Ein af mörgum heimasætum Skerðingsstaða sést hjálpa ungri snót og kennir henni handtökin en þeir Ástvaldur og Garðar frá Hofakri eru skammt undan. Ljósm. bae. Halldór Jónsson réttarstjóri í Þverárrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Árni Sigurður Halldórsson á Þverá, Svanur Guðmundsson í Dalsmynni og Jón Oddsson í Kolviðarnesi. Ljósm. iss. Þessi mynd var tekin í Gillastaðarétt í Dölum um liðna helgi. Þarna hafa Fanney Þóra Gísladóttir og sonur hennar Benedikt Ingi Viðarsson fest hendur á einni veturgamalli kind og hjálpast hér að við að koma henni í dilkinn. Ljósm. bae. Veðurguðirnir voru ekki hliðhollir Saurbæingum sem mættu í Brekkurétt að draga í sundur sitt fé um helgina. Þar var slagveðurs rigning og hífandi rok. Bændurnir Valgerður Lárusdóttir frá Fremri-Brekku og Ragnheiður Pálsdóttir voru þrátt fyrir það mjög jákvæðar og fullar eldmóði enda hafði laugardagurinn verið mjög góður veðurfarslega séð til smalamennsku og gengið vel hjá flestum. Ljósm. bae.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.