Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Alltaf er gaman að frétta af fólki fullu dugnaðar sem vinnur að mörgum skemmtilegum verk- efnum. Ekki síst ungu fólki. Gott dæmi um unga, fjölhæfa og at- hafnasama konu er Ásta Marý Stefánsdóttir frá Skipanesi í Hval- fjarðarsveit. Ásta Marý hefur lok- ið námi í vélsmíði og er nýbúin að taka sveinsprófið. Hún hóf í haust búfræðinám á Hvanneyri og stund- ar samhliða því einsöngsnám við Tónskóla Sigursveins. Ásta Marý syngur einnig með Módettukór Hallgrímskirkju í Reykjavík ásamt móður sinni Guðfinnu Indriða- dóttur, sem reyndar er lærð óperu- söngkona. „Þótt mamma sé flott söngkona langar mig að verða ennþá stærri en hún,“ segir Ásta Marý hlæjandi og heldur áfram. „Kórinn var einmitt í keppni og á söngmóti á Spáni og var reynd- ar aðalsigurvegari í keppninni. Það var leiðinlegt að missa af því en maður getur ekki verið allsstað- ar,“ sagði Ásta Marý þegar blaða- maður Skessuhorns hitti hana að máli í hádegishléi á Hvanneyri í lok síðustu viku. Þá var hún ný- komin úr tíma en smástund gafst þar á undan fyrir hana að skreppa í smiðjuna að rafsjóða. Það er von að blaðamaður hafi orð á það við Ástu Marý að fjarri lagi geti hún talist löt manneskja. Hæg heimatökin að læra vélsmíðina Systkinin á Skipanesi hafa verið dugleg í hestamennskunni. Ásta Marý var í henni á fullu þegar hún var barn og keppti þá talsvert. Hún gerir lítið úr árangrinum og seg- ir að systkini sín séu mun duglegri á hestunum. „Ég er alltaf eitthvað viðloðandi hestamennskuna hvort sem það er að ríða út eða dunda mér í kringum hrossin. Ég hætti hins vegar í keppnismennskunni þegar að ég var í nokkuð stífu tón- listarnámi á tímabili.“ Ásta Marý segir að það sé fjölbreytt starfsemi heima í Skipanesi. „Pabbi rekur vélaverkstæði heima og það voru því hæg heimatökin þar að læra ýmislegt. Það má segja að ég sé að feta í fótspor föður míns. Hann er vélvirkjameistari og búfræðing- ur frá Hvanneyri. Heima á verk- stæðinu starfa auk vélvirkja, plötu- smiðir, suðumenn og bifvélavirki. Svo eru við með bústofn líka. Ég hef unnið að öllum bústörfunum og eldað ofan í karlana sem eru að vinna á verkstæðinu.“ Aflaði sér veraldarreynslu Ásta Marý fór að loknu grunnskóla- námi í Hvalfjarðarsveitinni í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. „Ég byrjaði þar í grunndeild málmiðna en fór síðan á náttúru- fræðibraut og brautskráðist þaðan sem stúdent. Ég gerði reyndar hlé á námi því mig langaði að afla mér svolítillar veraldarreynslu. Byrjaði á því að fara til Slésvíkur í Þýska- landi. Þar vann ég á hestabúgarði í fjóra mánuði. Svo fór ég til Kaup- mannahafnar og vann þar á endur- hæfingarstöð fyrir eldri borgara í aðra fjóra mánuði. Það fannst mér ótrúlega fín og skemmtileg vinna og gæti alveg hugsað mér að starfa við þetta í framtíðinni eins og svo margt annað. Þegar ég kom heim kláraði ég svo námstímann í vél- smíðinni enda átti ég bara ár eftir.“ Sér sig ekki sem stórbónda Aðspurð hvernig hún komi öllu þessu fyrir í dagskránni, að nema á Hvanneyri og keyra þrisvar sinnum í viku í söngnámið og á kóræfingar, segir Ásta Marý að það felist í góðri skipulagningu. Hún segir að á tíma- bili hafi hún ekkert vitað hvað hún ætlaði að leggja fyrir sig og vissi það ekki ennþá. „Ég held ég eigi eftir að fara aftur til útlanda. Það var ótrú- legt hvað litla sveitastelpan plumm- aði sig vel í Kaupmannahöfn. Ég sé mig ekki í framtíðinni sem bónda á stóru býli. Miklu frekar að ég verði söngkona eða syngi og stundi bú- skap í hjáverkum. Ég hef verið hvött til að halda áfram söngnámi,“ segir Ásta Marý. - En hvers vegna ákvað hún að fara í búfræðinám? „Meðan ég hef ennþá áhuga fyr- ir búskapnum langaði mig að læra meira um hann, svo sem í sambandi við fóðrun og heilbrigði dýra. Svo er þetta líka ágæt undirstaða fyrir framhaldsnám eins og í búvísind- um og náttúrufræði.“ En hvernig líkar svo Ástu Marý að nema á Hvanneyri? „Þetta er mjög skemmtilegt. Til gamans má geta þess að við erum hérna hvorki fleiri né færri en sex krakk- ar úr Hvalfjarðarsveitinni og getum skipst á að keyra hingað.“ Þannig virðist sem ekki þurfi að óttast að landbúnaðurinn í sveitinni láti mik- ið undan síga gagnvart þeirri miklu iðnaðaruppbyggingu sem þar? „Já, það er nefnilega nákvæmlega svo- leiðis. Framtíð landbúnaðarins er björt í sveitinni,“ segir Ásta Marý. Syngja og spila í sveitinni Ásta Marý segist hafa verið svo- lítið í tónlist í sveitinni síðustu misserin. „Ég og Heiðmar Eyj- ólfsson vinur minn og sveitungi úr Hlíð spilum oft saman og iðulega ásamt fleirum. Þá komum við fram undir nafninu Sveitin milli stranda. Nú síðast stóðum við að og skipu- lögðum 17. júní hátíðarhöld hérna í sveitinni með vini okkar úr Norð- urárdalnum; Heimi Klemenzsyni. Við héldum jólatónleika fyrir síð- ustu jól inni á Bjarteyjarsandi og þá fengum við sönghópinn Spangól- andi úlfa úr Heiðarskóla til liðs við okkur. Þeir tónleikar tókust virki- lega vel og fengum við góðar mót- tökur. Mér finnst alveg virkilega gaman að svona tónlistarstarfi og ekki skemmir fólkið sem vinnur að því með mér. Allt eintómir snilling- ar,“ segir Ásta Marý að endingu. þá Ný hannyrðaverslun verður opnuð á Akranesi næstkomandi föstudag. Um er að ræða verslunina Gallery Snotra, sem staðsett er við Kirkju- braut 54, í sama húsi og Gallerý Urmull og Gallerí Flóki. Að sögn Sigurlínu Júlíusdóttur, eiganda verslunarinnar, verður aðaláherslan lögð á að selja hannyrðavörur, garn og lopa. „Við verðum samt líka með smáhluti sem alla vantar, svo sem tvinna, rennilása og tölur,“ segir hún. Sigurlína hefur sjálf reynslu af allskyns handavinnu og hefur sótt ýmis námskeið. Hún stefnir jafn- framt á að verða með eitthvað af námskeiðum í vetur, þó engar dag- setningar séu ákveðnar í þeim efn- um. „Ég hef verið í allskyns föndri í mörg ár. Ég vann áður í Ævin- týrakistunni og hef farið á allskonar námskeið. Stefnan er að bjóða upp á námskeið í Gallery Snotru í vet- ur, svo sem í prjóni, hekli og fleiru. Ég myndi þá fá einhverja gesti til að koma og kenna eitthvað sem hægt er að hafa gagn og gaman af.“ Verslunin verður opin alla virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardög- um frá kl. 11 - 14. grþ Tekjuafkoma hins opinbera var nei- kvæð um 32 milljarða króna árið 2013 eða 1,7% af landsframleiðslu. Er það skömminni skárri niðurstaða en árið 2012 þegar tekjuafkom- an var neikvæð um 65,2 milljarða króna. Tekjur hins opinbera námu 796 milljörðum króna og jukust um 55 milljarða milli ára eða um 7,4%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 42,5%. Útgjöld hins opinbera voru 828 milljarðar króna og jukust um 22 milljarða króna milli ára eða 2,7% en hlutfall þeirra af landsframleiðslu var 44,2%. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs reyndist tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 1,8 milljarða króna. Er það jafnframt skárri niðurstaða en á sama tíma 2013 þegar hún var nei- kvæð um 11 milljarða króna. Tekju- hallinn nam 0,4% af landsfram- leiðslu ársfjórðungsins eða 0,9% af tekjum hins opinbera. Heild- artekjur hins opinbera jukust um 8% milli 2. ársfjórðungs 2013 og 2014. Tekjuaukningin skýrist fyrst og fremst af auknum skatttekjum. Heildarútgjöld hins opinbera juk- ust um 3,1% milli 2. ársfjórðungs 2013 og 2014. Sú útgjaldaaukning skýrist aðallega af aukinni fjárfest- ingu og meiri launakostnaði. mm Frá jólatónleikum Sveitarinnar milli stranda. Frá vinstri: Heimir Klemenzson frá Dýrastöðum í Norðurárdal, Sigríður Hjördís Indr- iðadóttir frá Kjaransstöðum í Hval- fjarðarsveit, Heiðmar Eyjólfsson frá Hlíð í Hvalfjarðarsveit og Ásta Marý Stefánsdóttir. Búin að læra vélsmíði og er nú í búfræði­ og einsöngsnámi Spjallað við hina atorkusömu Ástu Marý Stefánsdóttur frá Skipanesi Ásta Marý nemur búfræði á Hvanneyri í vetur. Við vinnu á vélaverkstæðinu í Skipanesi. Tekjuafkoma hins opin­ bera er stöðugt neikvæð Svipmynd úr nýju versluninni. Ný hannyrðaverslun brátt opnuð á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.