Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Seldu hafragraut til að safna fyrir Berlínarferð Valáfanginn „Berlín - menning, mannlíf, saga“ er nú kenndur við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í fyrsta sinn. Alls eru 20 nemendur skráðir í áfangann og verður hápunktur hans Berlínar- ferð sem hópurinn fer í um miðj- an október næstkomandi. Að sögn Kristínar Kötterheinrich, kenn- ara í áfanganum, hefur hópurinn verið iðinn við að safna fyrir ferð- inni en nemendur þurfa sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem ferðinni tengist. „Krakkarnir héldu svokallaða „Þýska daga Berl- ínarfara“ í síðustu viku. Þar seldu þau hafragraut í fyrstu frímínút- um á morgnanna, héldu Pub Quiz, kvikmyndakvöld, nytjamarkað í Þorpinu og kaffihúsakvöld sem var hápunktur vikunnar. Þangað mættu um 90 manns og hlustuðu á tónlistaratriði, spiluðu bingó og keyptu veitingar til styrktar Berl- ínarförum. Fyrirtæki á Akranesi voru mjög viljug til að styrkja hóp- inn og gáfu rausnarlega vinninga,“ segir Kristín. Allur ágóði viðburð- anna rann beint í ferðasjóð. Krist- ín segir Berlínarfara káta og stolta eftir fjáröflunarvikuna en hóp- urinn notar tíma utan skólans til að skipuleggja viðburði og safna. „Þau hafa hug á því að nota það sem safnast hefur til að borga gist- ingu í ferðinni. Þau eru þó hvergi nærri hætt og ætla að láta heyra meira í sér.“ Stefna á sögu­ frægar slóðir Markmiðið með áfanganum er að kenna nemendum um sögu, mann- líf og menningu Berlínar ásamt því að auka áhuga þeirra á Þýskalandi og þýsku. „Þau læra sögu borgar- innar, sérstaklega á tímum Berlín- armúrsins. Við höfum undanfar- ið unnið að því að undirbúa ferð- ina í sameiningu. Við stefnum á að fara á sögufrægar slóðir í Berlín, að skoða sem mest,“ segir Krist- ín. Nú vinna nemendurnir að verkefni um þekkta staði í borg- inni, sem þau þurfa svo að kynna í tíma og átta sig á staðháttum. Kristín segir áfangann hafa verið gerðan til að bregðast við óskum nemenda, sem vildu fá fjölbreytt- ari valáfanga. „Ég hafði látið mig dreyma um svona áfanga í nokk- ur ár og lét verða af því núna að prófa. Ég er búin að vera í sam- starfi við nemendur síðan í sum- ar, áður en skólinn byrjaði, varð- andi skipulagningu áfangans. Það er góður andi í hópnum og glatt á hjalla. Það er gaman þeg- ar nemendur sameinast um eitt- hvað svona, líkt og þau hafa gert í þessu tilfelli,“ segir Kristín. Eftir að heim verður komið þarf hópur- inn að vinna úr ferðinni og verður afraksturinn kynntur fyrir öðrum nemendum skólans. Þeir sem hafa áhuga á að fylgj- ast með undirbúningi ferðarinnar og ferðinni sjálfri geta fylgst með á Facebook: Berlínarfarar FVA. Þá er opið fyrir frjáls framlög inn á bankareikning fyrir þá sem vilja styrkja Berlínarfarana. Banka- reikningur: 552-14-400657. Kt. 640893-2149. grþ Andrea Reynisdóttir og Þorri Líndal Guðnason voru bingóstjórar á kaffi- húsakvöldinu sem haldið var í sal FVA. Ljósm. Kristín Kötterheinrich. Fréttaveita Vesturlands Vikulegt fréttablað ÚtgáfuþjónustaLifandi fréttasíða á netinu www.skessuhorn.is Skessuhorn ehf. - kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2014 Your guide to West Iceland skessuhorn.is Fallþungi dilka hálfu kílói meiri það sem af er sláturtíð Sauðfjárslátrun er komin vel af stað í sláturhúsum KS á Sauðárkróki og KVH á Hvammstanga. Þegar leit- að var fregna úr húsunum í gær kom í ljós að meðal fallþungi dilka er nánast sá sami í báðum húsun- um. Fallþungi dilka er nú hálfu kílói hærri en á sama tíma í fyrra. Meðalþungi dilka á Hvammstanga var 16,6 kíló og á Sauðárkróki 16,7 kíló. Á báðum stöðum var meðal- fallþungi á sama tíma í fyrra 16,1 kíló. „Lömbin eru feitari núna en þau voru í fyrra, en að öðru leyti er þetta svipað á milli ára. Dilkar mis- þungir jafnvel eftir svæðum,“ sagði Edda Þórðardóttir í sláturhúsinu á Sauðárkróki í samtali við Skessu- horn. Magnús Freyr Jónsson slát- urhússstjóri á Hvammstanga hafði svipaða sögu að segja. Dilkarn- ir væru jafn misjafnir núna og þeir hafi yfirleitt verið. Slátrað verður í báðum húsunum út októbermán- uð. Á Hvammstanga er slátrað á bilinu 2.600-2.700 lömbum á dag en um 3.300 á Sauðárkróki. Edda sagði að slátrun á Sauðárkróki hafi byrjað ívið seinna en í fyrra. Það gæti hugsanlega skýrt þennan 0,1 kílóa mun sem er á dilkum þar og á Hvammstanga. þá Menntamálaráðherra kynnti Hvítbók Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heldur um þessar mundir fyrirlestra á lands- byggðinni þar sem hann fjallar um leiðir til að bæta menntun og kall- ar hann verkefnið Hvítbók. Nýver- ið var fyrirlestur í Borgarnesi en síð- astliðinn þriðjudag var annar í Sam- komuhúsi Grundarfjarðar. Vel var mætt á fundinn enda mörgum sem fýsir að vita hvað ráðherra hefur á prjónunum. Illugi kynnti Hvítbók- ina um umbætur í menntun og á eft- ir sköpuðust líflegar umræður. tfk Dilkarnir eru feitari núna en í fyrra. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.