Skessuhorn


Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 24.09.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2014 Hvers vegna gerðist þú tónlistarkennari? Spurning vikunnar (Spurt á tónlistarkennara- þingi Vesturlands) László Petö, Stykkishólmi. Það bara þróaðist þannig. Ég ætlaði upphaflega að verða tón- listarmaður og er organisti í Stykkishólmi í dag. Að vera tón- listarkennari er partur af starf- inu mínu. Jónína Erna Arnardóttir, Borgarnesi. Það koma aldrei neitt annað til greina. Tónlist er málið! Elín Anna Ísaksdóttir, Reykjavík. Tónlistin er mitt líf og ég elska vinnuna mína. Það er yndislegt að vinna skapandi vinnu með krökkum og ungu fólki. Heiðrún Hámundardóttir, Akranesi. Það eiginlega kom ekkert ann- að til greina. Tónlistin er svo skemmtileg. Jenni, Snæfellsbæ. Þetta er svo skemmtilegt starf. Það er svo gaman að spila tónlist. Talað um að erfitt sé að stía þeim sundur á æfingum Rætt við tvíburabræðurna Steinar Má og Þorstein Má í Víkingsliðinu Oft hafa knattspyrnumenn utan af landi vakið athygli í íslenska bolt- anum. Snæfellsnes hefur ósjald- an lagt til góða fótboltamenn og oftast hafa þeir komið úr Vík- ingi Ólafsvík. Víkingur hefur skil- að nokkrum góðum strákum núna seinni árin, en reyndar koma þeir ekkert síður frá nágrannabæ Ólafs- víkur, Grundarfirði. Þaðan koma tvíburabræðurnir Þorsteinn Már og Steinar Már Ragnarssynir. Það er Þorsteinn sem er þekktara nafn í boltanum, enda hætti Steinar í nokkur ár að iðka íþróttina og fór á sjóinn. Eftir frábært tímabil Vík- ings 2011, þar sem liðið vann 2. deildina með yfirburðum og komst alla leið í undanúrslit Bikarkeppn- innar, fór Þorsteinn til stórveldis- ins í Vesturbænum, KR. Núna um mitt sumar var Þorsteinn Már svo lánaður til síns gamla félags Vík- ings þannig að í sumar spiluðu tví- burabræðurnir í fyrsta skipti sam- an í meistaraflokki. „Það var frá- bært að fá Steina bróður í liðið. Mér líður vel að hafa hann þarna nálægan, enda held ég að öll lið vilji hafa vinnuhest eins og hann,“ segir Steinar Már. Þorsteinn seg- ir að það sé einmitt Steinar sjálf- ur sem sé vinnuþjarkurinn í lið- inu. „Það er hans starf og hann er að sópa upp eftir okkur hina. Það er gaman að segja frá því að útlendingarnir í liðinu kalla hann „Machine“ eða vélin. Hann stopp- ar aldrei er sívinnandi á vellinum,“ segir Þorsteinn Már. Foreldrarnir veita góðan stuðning Bræðurnir eru úr sveitinni, frá bænum Kverná sem er skammt frá þéttbýlinu í Grundarfirði. Vafa- laust hafa þeir fengið sína bestu grunnþjálfun í því að hlaupa í kringum kindurnar og hestana, en talað er um að þeir geti hlaup- ið endalaust. Á Kverná er blóm- leg hrossarækt og tamningar. Þeir bræður eru tamningamenn góð- ir og þegar Þorsteinn fór á heima- slóðir í sumar til Víkings fór hann heim í sveitina að vinna. Bræðurn- ir voru einmitt á leiðinni heim í smalamennsku þegar blaðamað- ur Skessuhorns hitti þá fyrir síð- ustu helgi í Kaffi Mokka á Skóla- vörðustígnum í Reykjavík en þeir verða báðir í borginni í vetur. Þeir bræður segjast varla muna eftir sér úr bernskunni öðruvísi en spark- andi bolta á túninu heima. Önn- ur íþrótt hafi varla komist að, þeir hafi þó verið í frjálsum íþróttum í smátíma. „Við erum samt ekki með hugann við fótboltann öll- um stundum. Við horfum til dæm- is lítið á fótbolta, veljum bara úr stærstu leikina til að horfa á. For- eldrar okkur studdu okkur strax mjög vel í boltanum. Snæfellsnes- samstarfið var ekki byrjað á þess- um tíma. Það voru bara héraðsmót og svo fórum við á Króksmót og Borgarnesmót. Mótin í Borgarnesi eru enn eftirminnilegri hjá okk- ur, því þá vorum við orðnir eldri. Við urðum einu sinni meistarar í Borgarnesi og það stendur upp úr í minningunni.“ Mjög samrýndir Eins og títt er með tvíbura er líkt og strengur sé á milli þeirra Steinars Más og Þorsteins Más. Þeir segjast alltaf hafa verið mjög samrýmdir og hagir þeirra eru þannig að það er allt á sama báti „Það er oft talað um að það sé erfitt að stía okkur sundur á æfingum. Við höfum alltaf leitað mikið til hvors annars og alltaf átt sama vinahóp,“ segja þeir bræður. Þeir búa reyndar sitt í hvoru lagi ásamt sínum unnustum og eru í námi. Gott dæmi um það hvað þeir eru samstíga er að báðar eru kærustur þeirra úr Stykkishólmi og það er bara vika á milli þeirra í aldri. Þeir meira að segja byrj- uðu með þeim á sama tíma, fyrir sjö árum. Unnusta Þorsteins Más er Íris Fönn Pálsdóttir og Stein- ars Más; Helga Hjördís Björgvins- dóttir en hún er einn burðarstólp- inn í Íslandsmeistaraliði Snæfells í körfubolta. Kynnin sköpuðust í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og þeir bræður segja að skólinn sé frá- bær. Þarna komi saman unga fólk- ið á Snæfellsnesi og allir séu vin- ir. Kannski eigi Snæfellsnes eftir að verða eitt sveitarfélag í gegnum kynnin sem skólinn skapar. Steinar Már nemur véltækni í Tækniskól- anum og Þorsteinn Már er í um- hverfisskipulagi við LbhÍ. Hann skreppur á Hvanneyri til náms tvo til þrjá daga í viku og er einn- ig í fjarnámi. Þorsteinn stefnir í framhaldinu á meistaranám annað hvort í skipulagsfræði eða lands- lagsarkitektúr. Sextán ára til Víkings Sextán ára voru tvíburarnir farn- ir að vekja athygli fyrir dugn- að og góða eiginleika á vellinum. Ejup þjálfari Víkings í Ólafsvík hafði samband og fékk þá yfir til félagsins. „Ég fékk snemma tæki- færi með meistaraflokki Víkings og við vorum líka að spila með 2. flokki. Steinar hafði ekki eins mik- inn metnað og ég á þessum tíma og ákvað að fara á sjóinn. Ég öf- undaði hann reyndar þegar hann kom í land og átti skítnóg af pen- ingum,“ segir Þorsteinn Már og hlær. „Já, ég missti áhugann þarna um tíma en ákvað svo að byrja aft- ur fyrir þremur árum. Þá gekk mér mjög vel og liðinu náttúrlega frá- bærlega. Við fórum upp í Pepsí- deildina og ég kom við sögu í flestum leikjum. Í fyrra spilað ég svona helming leikjanna í efstu deild, sem mér þótti vel viðunandi þótt maður vilji náttúrlega alltaf spila sem mest. Núna í ár var ég svo í byrjunarliðinu í flestum leikj- um, hef spilað alla leikina og skor- að fimm mörk sem er ágætt hjá miðjumanni. Þannig að ég er sátt- ur og stefni á næsta tímabil með Víkingi,“ segir Steinar. Toppurinn að spila saman í efstu deild Þorsteinn Már fór til KR haustið 2011 eftir frábært sumar hans með Víkingi í 2. deildinni þegar liðið tapaði aðeins einum leik og það var í undanúrslitum Bikarkeppn- innar á móti FH. „Auðvitað var það draumur fyrir sveitastrákinn að komast að hjá stærsta klúbbn- um á Íslandi. Mér gekk strax vel með KR, fékk fljótlega tækifæri og spilaði mikið á fyrsta tímabilinu. Við hömpuðum bikarmeistaratitli þarna um sumarið 2011. Næsta ár urðum við svo Íslandsmeistar- ar. Ég er því búinn að vinna þessa tvo stóru titla með KR og taka þátt í Evrópukeppni. Það var stórkost- legt að spila á móti Celtic núna í sumar. Mér fannst ég ekki spila nógu mikið með KR núna í sum- ar og þess vegna óskaði ég eft- ir því við Rúnar þjálfara að fá að klára tímabilið með Víkingi,“ seg- ir Þorsteinn Már. Hann á eftir eitt tímabil af samningnum hjá KR og setur stefnuna á að eiga gott tíma- bil með Vesturbæjarstórveldinu næsta sumar. „Það væri toppurinn að spila í efstu deild með Steinari og það er aldrei að vita nema ég fari til Víkings aftur ef þeir komast upp næsta sumar,“ segir Þorsteinn. Þeir bræður eru sammála um að það væri vel raunhæft. „Já, fólkið heima er nefnilega svolítið blint á að þó okkur hafi ekki gengið eins vel í sumar og tvö síðustu sumar þá er þetta góður árangur hjá litlu bæjarfélagi,“ segja tvíburabræð- urnir Steinar Már og Þorsteinn Már að endingu. þá Bræðurnir Þorsteinn Már og Steinar Már Ragnarssynir. Þorsteinn Már og Steinar Már fyrir leik gegn Selfossi í 1. deildinni í sumar. Lið Grundarfjarðar sem sigraði á Borganesmóti fyrir mörgum árum. Tvíburnir lengst til hægri á myndinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.