Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Qupperneq 1

Skessuhorn - 01.10.2014, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 40. tbl. 17. árg. 1. október 2014 - kr. 600 í lausasölu HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Lúsina burt! Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinn- ar, undir stjórn Sigurðar Halls Sig- urðssonar brúarsmiðs, byrjaði 19. ágúst sl. byggingu nýrrar brúar yfir Geitá þar sem beigt er af Kalda- dal áleiðis að Langjökli. Brúin er nú komin í notkun og brúarsmið- ir þessa dagana að ljúka frágangi og flytja búðir sínar. Nýja brúin er einbreið, tæplega fimm metrar á breidd og 27 metrar að lengd. Brú- arstöplar eru steyptir en stálbitar bera hana uppi en brúargólf er úr tré. Að sögn Sigurðar Halls brúar- smiðs kemur nýja brúin í stað brú- ar sem byggð var á sjöunda áratug liðinnar aldar og var mun styttri og mjórri. Vaxandi umferð er um þennan veg sökum ferðaþjónustu á og við Langjökul. Gert er ráð fyrir að sú umferð aukist enn meira þeg- ar ísgöngin í Langjökli verða opn- uð fyrir mitt næsta ár. þá/ Ljósm. mm. Viðburðafjöldinn í Bíóhöllinni á Akranesi er kominn í 450 á þessu ári og eru það jafn mikil umsvif í rekstr- inum og var allt síðasta ár. Það var þó toppár í starfseminni, segir Ísólfur Haraldsson framkvæmdastjóri Vina Hallarinnar sem starfrækir Bíóhöll- ina. Fyrir utan starfsemina í Bíóhöll- inni koma Vinir Hallarinnar einn- ig að samstarfi í skipulagningu og stjórnun viðburða á höfuðborgar- svæðinu. Nýlokið er októberfesti sem Vinir Hallarinnar tóku að sér að halda fyrir stúdentaráð Háskóla Ís- lands. „Sá viðburður er svona í um- fangi eins og tvær til þrjár Lopapeys- ur,“ segir Ísólfur í samtali við Skessu- horn. Hann segir að bíósýningum á þessu ári hafi fjölgað og séu nú oft um 20 í hverri viku. Þá séu fyrirtæki og einstaklingar farnir að nota Bíó- höllina meira fyrir viðburði á þessu ári en áður, svo sem fyrir fundi og ráðstefnur. Ísólfur segir að tækni- byltingin sé að hjálpa til við rekst- ur Bíóhallarinnar, ekki síst eftir að fjárfest var í búnaði á síðasta ári sem geri kleift að fá allar bíómyndir send- ar beint inn á netþjón. „Áður gat það tekið okkur viku að fá myndir til sýn- ingar. Nú má segja að við séum ein- göngu með nýjar myndir til sýning- ar og allir nýju íslensku myndirnar.“ Ísólfur segir að þessi nýja tækni gefi enn meiri möguleika til að fjölga sýn- ingum. Fjöldi sýningargesta skipti ekki eins miklu máli og áður. þá Ný brú yfir Geitá Stóraukinn viðburðafjöldi Ekki hefur farið framhjá neinum að haustið færist yfir. Hinir grænu litir víkja nú hratt fyrir öðrum og litskrúðugri. Þessa fallegu mynd af fölnuðu reyniviðarblaði tók Áskell Þórisson á Ægissíðu í Hvalfjarðarsveit um liðna helgi. Husky gekk berserksgang Husky hundur slapp frá eigendum sínum við afleggjarann að Stóra Hrauni í Kolbeinsstaðarhreppi sunnudaginn 21. september síðast- liðinn. Höfðu eigendurnir stopp- að bílinn og leyft hundinum að fara út til að létta á sér. Strauk hann þá frá þeim. Eigendurnir fundu ekki hundinn og fóru eftir stutta leit leiðar sinnar en létu enga á bæjun- um í sveitinni vita að Husky hund- ur gengi þar laus. Þar var hann því í vikutíma, gerðist dýrbítur og gekk í skrokk á lömbum. Drap hund- urinn að minnsta kosti sex þeirra. Helgina eftir fannst svo hundur- inn í norðanverðu Eldborgarhrauni þegar bændur smöluðu landið. Var hann þá umsvifalaust aflífaður enda höfðu bændur þá gengið fram á dauðu lömbin eftir hundinn og far- ið að gruna hvers kyns var. Þóra Sif Kópsdóttir bóndi á Ystu Görð- um, eigandi dauðu lambanna, seg- ir verulega ámælisvert af eigendum hundsins að gera ekki nágrönnum á bæjunum viðvart um að hans væri saknað og gengi laus í haganum. Þá hefði strax verið hægt að hjálpa þeim við leitina og gera viðeigandi ráðstafanir. Einu merki þess að hundsins væri saknað var sakleysis- leg tilkynning á Facebook síðu eig- endanna þar sem sagt var að hunds- ins væri saknað, eða „kúridýrsins“ eins og það var orðað. mm Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Fyrsta frumsýning vetrarins Unglingurinn Ómar – alls staðar 3. október kl. 20:00 Ómar Ragnarsson heldur áfram að segja frá sinni litskrúðugu ævi þar sem frá var horfið í fyrra. Miðasala í síma 437 1600 og á landnam@landnam.is Nánar á www.landnamssetur.is SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.